Þjóðviljinn - 25.09.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.09.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA MÓÐVILJINN VÖRUBÍLSTJÓRA- FÉLAGIÐ ÞRÓTTUR Félagið hefur ákveðið, að ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA skuli viðhöfð við kjör fulltrúa og varafull- trúa á 6. þing Landssambands vörubifreiða- stjóra. — Skv. því auglýsist hér með eftir tillögum um 5 aðalfulltrúa og 5 til vara, og skal tillögum skilað á skrifstofu félagsins ekki síðar en laugardaginn 26. sept. n.k. kl. 17 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Hverri tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 22 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn. Munið! Skiladagur / dag Happdrætti ÞjóBviijans Kynnast uppeldis- o g barna- verndarmálum vestun hufs Skrifstofustúlka Stúlka vön vélritun óskast á lögfræðiskrifstofu hálf- an daginn. Tilboð með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins merkt, „SKRIFSTOFUSTÚLKA'4. Innheimtu Unglingur eða eldri maður óskast til inn- heimtustarfa nú þegar. Sími 17-500. íslenzkir aftilar — tíu alls — hafa nú í þrjú ár tekið þátt i Cleveland-áætluninni íyrir starfsmenn á svifti æskulýðs- og barnaverndarmála, en bátt- takendum frá ýmsum þjóðum er árlegra gefinn kostur á að kynna sér slika starfsemi vest- an hafs. Var kynningarstarf þctta í upphafi einungis bund- ift vift borgina Cleveland í Ohio, en síðan hafa fleiri stórborgir gerzt aðilar að þessu merka starfi. Nú er hafinn undirbúningur að námsdvöl útiendinga á veg- um ClP-áætlunarinnar á næsta ári, og gefst allt að þrem ís- lendingum kostur á að taka þátt í námskeiðinu, sem stend- ur í rúma fjóra mánuði (hefst í apríl og stendur til ágúst- loka). Koma þeir einir til greina, sem eru á aldrinum 21—40 ára. en umsækjendur á aldrinum 25—35 ára verða látnir ganga fyrir að öðru jöfnu. Þá er það skilyrði fyrir styrkveitingu, að umsækjend- ur hafi gott vald á enskri tungu, og einnig verða þeir að hafa starfað að æskulýðsmál- um, leiðsögn og leiðbeiningum fyrir unglinga eða bamavemd- armálum. Þeir, sem stunda skrifstofustörf í sambandi við þessi mál, koma ekki til greina, heldur aðeins þeir, sem eru í beinni snertingu við böm og umglinga í daglegum störf- um sínum. Þeir, sem notið hafa sérmenntunar i þessum efnum, verða látnir ganga fyrir um styrkveitingu. Námskeiðinu verður hagað þannig, að þátttakendur koma allir saman í New York og verða þar fyrst 3 daga til að fræðast um einstök atriði nám- skeiðsins og skoða borgina, en síðan verður mönnum skipt milli fjögurra borga — Cleve- land, Chieago, Minneapolis-St. Paul og Philadelphia þar sem þeir munu sækja tvö háskóla- námskeið, hvort á eftir öðru, sem standa samtals í sjö vik- ur Að því búnu mun hver þátttakandi verða um 10 vikna skeið sumarstarfsmaður amer- ískrar stofnunar, sem hefur æskulýðs- eða barnavermdar- störf á dagskrá sinni, og munu menn þá kynnast öllum hliðum þessara starfa vestan hafs. Um 100 amerískar stofnanir eru að- ilar að þessum þaetti náms- dvalarinnar. Að endingu halda þátttakend- ur svo til Washington, þar sem þeim gefst kostur á að heim- sækja sendiráð landa sinna, ræða við starfsmenn utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna og aðra opinbera starfsmenn og skoða borgina, áður en heim er haldið. Þátttakendur af íslendinga hálfu á 'þessu ári voru Tómas Einarsson, Holtsgötu 22, Rvík, lögregluþjónn og Hólmfríður Gisladóttir, kennari á Akur- eyri. Föstudagur 25. september 1904 Þeir, sem hafa hug á að sækja um styrki þá, sem nú eru í boði, geta fengið umsókn- areyðublöð þar að lútandi í menntamálaráðuneytinu eða Upplýsingaþjónustu Bandarikj- anna, Hagatorgi 1, Reykjavik, en á báðum stöðum geta menn einnig fengið nánari upplýs- ingar um styrkina og nám- skeiðin. Umsóknir skulu hafa borizt öðrum hvorum ofan- greindum aðila eigi síðar en föstudaginn 30. október, og skulu umsækjendur vera við- búnir að koma til viðtals hjá Upplýsingaþjónustu Bandarikj- anna fimmtudaginn 5. nóvem- ber eða föstudaginn 6. nóvem- ber, því að um miðjan nóv. mun koma hingað starfsmaður CIP til frekara viðtals við um- sækjendur. 50 þúsund dollara styrkur Tilraunastöð háskólans í meinafræði að Keldum hefur undanfarin fimm ár notið styrks frá. heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna til rannsókna á miðtaugakerfissjúkdómum í sauðfé. Er styrkur þessi veittur af stofnun þeirri, sem hefúr með höndum rannsóknir á tauga- sjúkdómum og blindu í Banda- ríkjunum (National Institute of Neurological Diseases and Blindness). Styrktímabilið er nú senn útrunnið og hefur síðasti hluti þessa styrks nýlega verið veittur, en alls hefur styrkur þessi numið rúmlega 50.000 dollurum. Styrktarfénu hefur einkum verið varið til rannsókna á visnu, sem er veirussjúkdóm- ur, er veldur hægfara lömun- unum og uppdrætti. Sjúkdóm- ur þessi var allútbreiddur í sauðfé á Suðvesturlandi fyrir fjárskipti og olli víða tilfinn- anlegu tjóni. Sjúkdómi þessum svipar að sumu leyti til vissra tauga- sjúkdóma í mönnum og m.a. af þeirri ástæðu er mikilvægt að rannsaka hann ítarlega, því að það gæti veitt aukinn skilning á eðli annarra hæg- fara taugasjúkdóma. Áðurnefndur styrkur hefur gert tilraunastöðinni kleift að vinna mun meir að þessum rannsóknum heldur en ella hefði orðið og auk þess hefur verið unnt að afla tækja og útbúnaðar ýmis konar, sem nauðsynlegur var til þessara rannsókna. (Frá menntamálaráðuneytinu). Verkakvennafélagið FRAMSÓKN Fundur i Iðnó sunnudaginn 27. sept. kl. 3 s.d. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á 29. þing Alþýðusam- bands fslands. — 2. Skýrt frá nýjum síldarsamningum. 3. Önnur mál. — Konur, fjölmennið á fundinn. Stjórnin Sendlar óskast strax Piltar eða stúlkur óskast til sendiferða, hálfan eða allan daginn. Innkaupastofnun ríkisins, Ránargötu 18. Byggingalóðir íArnarnesi til sölu. — Upplýsingar á skrifstofu minni í Iðnað- arbankahúsinu við Læk'jargötu, símar 24635 og 16307. Vilhjálmur Ámason hrl. VINNINGAR Trabantbifreið (station- gerðj verðmæti 82.000^ • 20 vinn- ingar vöruútekt á kr. 2.000 hver erð- mæti 40.000 • 31 vinningur vöruút- tekt á 1.000 kr. hver að verðmæti 31.000 krónur Afgreiðsla happdrættisins er á Týs- götu 3. Sími 17514. Opið 9-12 og 1-6 # takmarkið er að selja alla miðana • styðjið ykkar eigið málgagn • ger- ið skil sem fyrst Dregiö 5. október 3. FLOKKUR HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJAN 4 K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.