Þjóðviljinn - 25.09.1964, Síða 7
Föstudagur 25. september 1964
ÞIÓÐVILIINN
SlÐA
Krafa sem á auknu fylgi að fagna í Vestur-Noregi:
Fastar skipaferðir frá Nor
egi til Færeyja og Islands
Frá föndurnámskeiði félagsdeildarinnar í Reykjavík.
10 félagsdeildir Sjálfsbjarg-
ar með á 9. hundrað félaga
□ Hinn árlegi merkja-
og blaðsöludagur Sjálfs-
bjargar, landssambands
fatlaðra, er n.k. sunnu-
dag, 27. september.
Verða þá seld merki
sambandsins og blaðið
„Sjálfsbjörg“ um land
allt.
Starfsemi Sjálfsbjargarfélag-
anna, sem eru 10 að tölu með
yfir 800 meðlimi, stendur nú
-<$>
W arren-skýrslan
WASHINGTON 23/9 —
Skýrsla Warren-nefndarinnar
um morðið á Kennedy for-
seta verður opinberlega birt
á sunnudagskvöld.
Johnson forseti hefur þeg-
ar fengið skýrsluna í hend-
með miklum blóma. Reknar
em tvær vinnustofur á vegum
félaganna og sú þriðja mun
taka til starfa í haust. Á Ak-
ureyri er unnið að byggingu
vinnustofu og em framkvæmd-
ir langt á veg komnar. Þá
er félagið á Sauðárkróki að
koma sér upp snotm félags-
og vinnuheimili.
Landssambandið rekur skrif-
stofu að Bræðraborgarstíg 9 í
Reykjavík, er veitir bæði ein-
staklingum og félagsdeildunum
margháttaða fyrirgreiðslu.
Stærsta verkefnið, sem sam-
tökin vinna að er bygging
dvalar- og vinnuheimilis fyrir
fatlaða. Verður sú bygging í
Reykjavik.
Þetta er i sjöunda sinn er
samtök fatlaðra bjóða lands-
mönnum merki og blað. Hef-
ur ávallt verið tekið vel a
móti sölubömunum, og þjóðin
öll veitt samtökunum dreng'-
legan stuðning í baráttu sinni
fyrir bættum hag fatlaðra í
félags- og atvinnumálum.
Eins og fyrr segir, verða
sölustaðir um land allt; sjá
félagsdeildimar um söluna,
hver á sínu svæði, en velunn-
arar samtakanna á öðmm
stöðum.
í Reykjavík, Kópavogi, Silf-
urtúni og Hafnarfirði, verða
merkin og blað'ð afgreitt í
barnaskólunum, og á skrifstofu
Sjálfsbjargar, Bræðraborgar-
stíg 9.
Sjálfsbjörg,- landssamband
fatlaðra, treystir á skilning og
velvild landsmanna, að þeir
nú sem fyrr, taki sölubörnun-
um vel og leggi þar með sitt
til styrktar og eflingar sam-
taka fatlaðra.
Af efni í blaðinu „Sjálfs-
björg“ má t.d. nefna: Ávarp
eftir séra Björn H. Jónsson,
sóknarprest á Húsavík, ,,Laun
heimsins“, smásaga eftir Indr-
:.ða G. Þorsteinsson, „Gripið
■um taum“, smásaga eftir Skúla
Guðjónsson frá Ljótunnarstöð-
um nokkrar vísur úr skemmti-
ferð, eftir Rósberg G. Snæ-
dal, fréttir af starfi Sjálfs-
bjargar og m. fl.
□ í Noregi, einkum í
Vestur-Noregi, er nú
greinilega aukinn áhugi
á að hafnar verði reglu-
bundnar áætlunarferð-
ir skipa þaðan til Fær-
eyja og íslands. Hefur
talsvert verið um þetta
ritað í norsk blöð að
undanförnu, m.a. í sam-
bandi við heimsókn
Guðmundar í Guð-
mundssonar utanríkis-
ráðherra til Noregs í
sumar.
Eitt af 'norsku blöðunum,
sem um mál þetta hafa ritað
síðustu vikurnar, er Sunnmöre
Arbejderavis. Ellefta fyrra
mánaðar birti það grein þá
sem hér verður endursögð að^
nokkrum hluta:
Myndi treysta böndin
milli landanna
Eitt er það mál, sem Ála-
sund og Sunnmæri verða að
sameinast um og leggja á-
herzlu á, segir blaðið, og það
er krafan um að hafnar verði .
fastar áætlunarferð r skipa tii !
Færeyja og íslands. Auk hinna
traustu sögulegu tengsla sem
eru milli Norðmanna sem á
vesturströndinni búa og þjóða
'þeirra sem byggja eyjarnar í
vestri, getum við bent á að
góð viðskiptasambönd eru ,
milli Sunnmæringa og Færeyja !
og Islands. Skýrslur sýna að
árið 1963 voru fluttar út ið’l-
aðarvörur frá Sunnmæri til
þessara eyrikja íyrir 12,3 milj- I
ónir norskra króna.
Noregsheimsókn íslenzka ut-
anríkisráðherrans Guðmundar
I. Guðmundssonar, veitir okkur
ágætt tækifæri til að vekja (
athygli á máli, sem margir
hér um slóðir telja mjög mik-
ilvægt. Auðvitað er ljóst, að
ráðherrann mun ekki geta
hrundið óskum okkar í fram-
kvæmd, en hann ætti að geta
treyst enn betur bönd:n við
Island og Færeyjar. Fyrr eða
síðar hlýtur þetta mál að ná
fram að ganga.
Skipasniíðar fyrir
lslendinga og Færeyinga
Bæði á Islandi og Færeyjurn
eru góðir markaðir fyrir iðn-
aðarvarning frá Sunnmæri.
Útflutningsskýrslur sýna að
skipasmíðar fara að sjálfsögðu
langt fram úr öðrum greinum
iðnaðarframleiðslunnar. Enn-
fremur má í skýrslunum sjá
að við flytjum út meira til
Færeyja en Islands. Útflutn-
ingsverðmætið, samtals að fjár-
hæð 12,3 milj. króna, skipt-
ist nefnilega þannig. 7,5 milj.
til Færeyja, 4,8 milj. til Is-
lands.
Sem fyrrlvar sagt bera skipa-
smíðarnar höfuð og herðar yf-
ir aðra þætti útflutningsfram-
leiðslunnar hér um slóðir.
Skipasmíðastöðvamar á Sunn-
mæri luku á árinu 1963 við
smíði báta fyrir Islendinga að
verðmæti 3,2 milj. kr. Fyrir
færeyska útgerðarmenn voru
smíðaðir bátar sama ár fyrir
7,5 milj. Iðnvarning sem mjög
er tengdur bátasmíðinni og
ýmiskonar nauðsynleg tæki í
sk'pin. Á þessu sviði hafa fyr-
irtæki á Sunnmæri selt tæki
fyrir 650 þús. kr. til íslands
og fyrir 400 þús. kr. til Fær-
eyja.
Margt mælir með
skipafcrðunum
Veiðarfæri framleidd á
Sunnmæri hafa hlotið viður-
kenningu víða um lönd og að
sjálfsögðu hefur nokkuð ver.ð
flutt út af þeim til Islands
og Færeyja. Hvað Island snerti
nam verðmæti' útflutnings á
siðasta ári 500 þús. kr., en til
Færeyja voru flutt út veiðar-
Framhald á 9. síðu.
80% nfting gisti-
rúma á Hótel Garði
1 sumar eins og fjögur und-
anfarin ár hefur stúdentaráð
Háskólans rekið sumargistihús á
stúdentagörðunum. Hefur góii
aðsókn verið í sumar og nýting
gistirúmanna um 80% eða likt
og undanfarin ár.
Steinar Berg Björnsson hótel-
stjóri sagði þó í viðtali við blað-
ið fyrir skömmu að honum fynd-
ist nokkuð óheillavænleg þróun
vera að koma fram í gistihúsa-
málum, þar sem ferðamanna-
straumurinn virtist aðallega
beinast á tvo mánuði, júlí og
ágúst. Hefði þetta komið skýrt
fram í sumar á Hótel Garði,
miklu fleiri ferðamenn hefðu
gist hótelið í júlí og ágúst í ár
en í fyrra, en aftur á móti væru
júní og september mun lakari.
Kvað hann þá Garðsmenn
myndu beina þvi til ferða-
mannaráðs, að eitthvað yrði gert
til þess að koma í veg fyrir
þessa óheillaþróun.
Sumarstarf garðanna hófst 2.
júní, en mun Ijúka 25. septem-
ber. Gistihúsið hafði til umráða
90 gistiherbergi með 160 rúmum.
Starfsliðið var um 20 manns,
flest allt háskólaborgarar. Um
veitingarekstur annaðist Tryggvi
Þorfinnsson, eins og undanfarin
ár.
öllum ágóða af rekstri hótels-
ins er varið til endurbóta og við-
halds á húsakynnum.
72. DAGUR.
Þá segir jarl: „Farið nú og segið Haraldi konungi, að hann
búist til orrustu. Annað skal satt að segja með Norðmönn-
um en það, að Tósti jarl fari frá Haraldi konungi Sigurðs-
syni og í óvinaflokk hans þá er hann skyldi berjast í Eng-
landi vestur. Heldur skulum vér allir taka eitt ráð, deyja með
sæmd eða fá England með sigri“. Þá riðu aftur riddarar.
Þá mælti Haraldur konungur Sigurðarson við jarl: „Hver
var þessi hinn málsnjalli maður?“ Þá segir jarl: „Það var
Haraldur konungur Guðnason“. Þá mælti Haraldur konungur
Sigurðarson: „Of lengi vorum vér leyndir. Þeir voru svo
komnir fyrir lið vort, að eigi myndi þessi Haraldur kunna
segja banaorð vorra manna“. Þá segir jarl: „Satt er það herra.
Óvarlega fór slíkur höfðingi, og vera mætti svo sem þér segið.
Sá eg það að hann vildi mér grið bjóða og ríki mikið, en
eg væri banamaður hans, ef eg segði til hans. Vil eg heldur,
að hann sé minn banamaður en eg hans“. Þá mælti Haraldur
konungur Sigurðarson til sinna manna „Lítill maður var þessi
og stóð yfirlætislega í ístöð“.
Nú hefur upp orrustu, og veita enskir menn áreið Norð-
mönnum. Varð viðurtakan hörð. Varð óhægt enskum mönnum
að ríða á Norðmenn fyrir skotum, og riðu þeir í hring um
þá. Var það fyrst laus orrusta, meðan Norðmenn héldu vel
fylkingu, en enskir menn riðu að hart og þegar frá, er þeir
fengu ekki að gjört. En er Norðmenn sáu það, að þeim þótti
blautlega að riðið, þá sóttu þeir að þeim og vildu reka flótt-
ann, en er þeir höfðu brugðið skjaldborginni, þá riðu enskir
menn að þeim öllum megin og báru á þá spjót og skot
*