Þjóðviljinn - 26.09.1964, Síða 5

Þjóðviljinn - 26.09.1964, Síða 5
 JL-augardagtir 26. september 1964 MÖÐVILJINN SfÐA § Kaupstefnan í Leipzig er í hópi hinna stærstu alþjóðlegu vörusýninga og mest allra í Evrópu. Þessari staðreynd verður ekki haggað, hvort sem þéim h'kar betur eða verr mönnunum sem allt hafa á hornum sér allstaðar og alltaf þegar Austur-Þýzkaland ber á góma eða hvað sem er frá Austur-Þjóðverjum komið. Það er t.d. vitað mál, að Vestur- Þjóðverjar eru ekkert yfir sig hrifnir af þessari staðreynd fremur en hinni (sem kemur í hugann nú þegar líður að setningu olympíuleikanna í Jápan í næsta mánuði) að fléiri iþróttamenn frá ríki, sem ekki er til í augum stjórnar- válda NATO-ríkjanna og að- éins telur 17 miljónir íbúa skyldu valdir í sameiginlegt olympíulið Þjóðverja heldur en frá Vestur-Þýzkalandi þar sem íbúar eru yfir 52 milj- ónir. Og Vestur-Þjóðverjar hafa lengi haft hug á að efla svo kaupstefnuna í Frankfurt am Main að hún tæki við af kaupstefnunni í Leipzig sem miðpunktur alþjóðaviðskipta í Evrópu, en til þessa hefur s.ú ráðagerð ekki tekizt. Leipzig hefur haft þessa aðstöðu á meginlandinu frá fornu fari og ár frá ári hefur þátttakan í kaupstefnunni þar aukizt, við- skiptin orðið meiri og marg- þættari, verzlunin fjörugri. Já, það ber ekki á öðru en kaupsýslumönnum víðsvegar að úr heiminum þyki borga sig að leggja leið sína til þess- arar viðskiptamiðstöðvar í suðurhluta Austur-Þýzkalands, sumir um langan veg. Þeir koma þangað margir hverjir vor og haust ár hvert. Til dæmis mun kunnur og athafnasamur ís- lenzkur kaupsýslumaður hafa sótt Leipzig heim nú í haust í 24. skipti og látið þess þá jafnframt getið að hann myndi halda uppteknum hæfrti og mæta enn til vorkaupstefn- unnar 1965. Annar íslehzkur heildsali hefur mætt á fimmtán eða sextán kaupstefn- um í Leipzig og svona mætti lengur telja. Mikið fyrirtæki Og þá er rétt að nefna nokkrar tölur, sem sýna að kaupstefnan í Leipzig er ekk- ert smáræðis fyrirtæki. 1 haust sýndu 6419 aðilar frá 58 löndum framleiðslu- varning sinn í Leipzig, verzl- unarfirmu og fyrirtæki, verk- smiðjur og smáframleiðendur, opinberar stofnanir og einstak- lingar. Samanlagður grunnflöt- ur sýningarsvæðisins eða öllu heldur sýningarsvæðanna var um 13 hektarar. Þá viku, sem sýningarsal- irnir í Leipzig voru opnir, voru gestir alls 237.200 tals- ins og þeir kornu frá 88 lönd- um heims. Þar af voru 13.700 gestir frá Sovétríkjunum og öðrum þeim löndum sem búa við sósíalíska þjóðfélagshætti (austur-þýzkir kaupstefnugestir ekki taldir þar með að sjálf- sögðu) og 33.400 gestir frá kapítalískum löndum. Stofnanir þær í Þýzka al- þýðulS’ðveldinu, sem annast verzlunarviðskipti við önnur lönd, gerðu viðskiptasamninga við opinbera aðila og einstaka kaupsýslumenn frá 72 löndum heims. Eins og gefur að skilja, beinast utanríkisviðskipti Aust- ur-Þjóðverjanna að verulegu leyti til hinna sósíalísku landa, einkum alþýðulýðveldanna í Austur-Evrópu og Sovétríkj- anna, Mun láta nærri að þrír fjórðu hlutar utanrikisverzlun- ar Þýzka alþýðulýðveldisins sé nú við þessi ríki. Þúsundir deilda Eins og getið var um í fyrstu greininni, er vorkaupstefnan í Leipzig miklu viðameiri og stærri en haustkaupstefnan. A vorin er megináherzlan lögð á að sýna iðnaðarvarninginn, en neyzluvörur af margvíslegasta tagi einkenna haustkaupstefn- una. Xðnaðarsýningarsvæðið í Leipzig er rétt utan við mið- borgina, milli 10 og 20 hekt- arar að flatarmáli. Þarna skiptast á geysistór sýningar- hús eða hallir og opin svæði, þar sem stærstu vélarnar og tækin eru til sýnis. Fjölmörg ríki eiga sína sérstöku sýn- ingarskála á svæðinu, t.d. Sovétríkin, Bretland, ítalía, Frakkland, Tékkóslóvakía, Pól- land, Kúba o.s.frv., en hlutur Austur-Þjóðverja er þó að sjálfsögðu lang stærstur. Nú í haust var nokkur hluti iðn- aðarsýningarinnar í fyrsta skipi opinn, m.ö.o. þrír af stærstu skálunum á sýningarsvæðinu. þar sem Austur-Þjóðverjar sýndu margvíslegar vélar, einkum þær sem notaðar eru við framleiðslu ýmiskonar neyzluvara, fatnaðar, matvæla, húsbúnaðar o.fl. Aðalhluti vörusýningarinn- ar á haustkaupstefnunni er hinsvegar bundinn tiltölulega litlu svæði i miðborginni. Þar voru nú í haust til dæmis opin nær 20 sýningarhús, sem skiptust í þúsundir sýningar- deilda. 1 einu sýningarhús- anna var sýnd vefnaöarvara og klæðnaður og skinnavara, í öðru húsgögn, í hinu þriðja margvíslegur húsbúnaður og heimilistæki, fjórða Ijósmynda- vörur hverskonar og sjóntæki, Þarna sést þelta stóra sýningarhús, Ringmessehaus, þar sem vefnaðarvaran, klæðnaðurinn og skinnavaran réð ríkjum á kaupstefnunni. Til hægri á myndinni sést aðeins í eitt af kunn- ustu hótelunum í Leipzig, Hótel International. Og ekki vantvði tízkusýningarnar í Leipzig. í hinu f mmta bækur, sjötta matvæli, sjöunda glervarning- ur og kristalvörur, áttunda skrifstofutæki og vélar, níunda leikföng og líkur varningur, tíunda skófatnaður,- ellefta pappírsvörur og ritföng, tólfta kennslutæki ýmiskonar, og syona. mgetti lengur telja,, vörusýningin var mjög fjöl- breytt og yfirgripsmikil. I Ringmessehaus Vefnaðarvaran og klæðnað- urinn var til sýnis í svonefndu Ringmessehaus, en það er sagt vera stærsta vörusýning- arhús í Evrópu. Þetta er 6 eða 7 hæða hús, ekki mjög nýlegt að sjá, mikið um sig. Sýningardeildir voru á öllum hæðum hússins, fjölmargar á hverri hæð, og tók langan tima að labba fram hjá þeim öllum, því að gangar í húsinu eru að vonum geysilangir. Hver sýningaraðili, e:nka- fyrirtæki og opinberar stofn- anir, framleiðendur og við- skiptaaðilar, höfðu þarna sitt afmarkaða sýningarpláss, margir aðeins litla bása eins ög maður kannast við frá þeim iðnsýningum, sem haldnar hafa verið hér á landi, aðrir mun stærri svæði. Sýningarmun- irnir blöstu við gestum þeg- ar um sýningarsali var geng- ið, en inn af básunum voru allstaðar að sjá skrifstofur viðkomandi sýningaraðila, þar sem starfsfólk gaf hverskonar upplýsingar, veitti fyrirgreiðslu, tók á móti viðskiptapöntun- um, gekk frá samningum o.s.frv. Það vakti athygli mína, þegar ég gekk um Ringmesse- haus, hversu líflegt virtist £ Framhald á 7. síðu. liíiiöil 73. DAGUR. En er Haraldur konungur Sigurðarson sá það, gekk hann fram í orrustu, þar er mestur var vopnaburðurinn. Var þar þá hin harðasta orrusta og féll mikið liða af hvorum tveggj- um. Þá varð Haraldur konungur Sigurða’rson svo óður, að hann hljóp fram allt úr fylkingunni og hjó báðum höndum. Hélt þá hvorki við honum hjálmur né brynja. Þá stukku frá allir þeir, er næstir voru. Var þá við sjálft að enskir menn myndu flýja. Haraldur konungur Sigurðarson var lostinn öri í óstinn. Það var hans banasár. Féll hann þá og öll sveit sú, er fram gekk með honum, nema þeir, er aftur hopuðu, og héldu þeir merkinu. Var þá enn hinn harðasti bardagi. Gekk þá Tósti jarl undir konungsmerki. Tóku þá hvorir tveggja að fylkja í annað sinn og varð þá dvöl mjög löng á orrustunni, Féll nálega allt stórmenni Norðmanna. Þetta var hinn efri hluta dags. Var það, sem von var, að þar voru enn eigi all- ir jafnir, margir flýðu, margir og þeir, er svo komust und- an, að ýmissa báru auðnu til Gerði og myrkt um kveldið, áður en lokið var öllum manndrápum.— ENDlR. 4 i I i é

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.