Þjóðviljinn - 01.10.1964, Page 3

Þjóðviljinn - 01.10.1964, Page 3
Fimmtudagur 1. október 1964 ÞJ6ÐVILIINN SlÐA VerBa stríðsglæpir fyrndir á næsta árí JERÚSALEM 30/9 — ísrael skoraði í gær á ríkisstjórn Vest- ur-Þýzkalantls að grípa til raun- hæfra aðgerða til að setja skorð- ur við starfsemi vestur-þýzkra vísindamanna í Egyptalandi. Jafnframt var farið fram á það við Bonnstjómina, að hún saei til þess að stríðsglæpamenn úr flokki nazista sleppi ekki frá refsingu jafnvel þó fyrn- ingartími (sem er 20 ár) fyrir stríðs.glæpi yrði ekki framlengd- ur. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Israel lýsti því yfir í gær, að ekki væri hægt að sætta sig við það algjöra af- skiptaleysi sem ríkisstjóm Vest- ur-Þýzkalands sýndi starfsemi vestur-þýzkra vísindamanna í Sameinaða arabalýðveldinu. Bandarískur lögfræðingur, sem tók þátt í réttarhöldunum SS íoríngi dæmdur MÚNCHEN 30/9 — Karl Wolf, fyrrverandi hershöfðingi í SS, 64 ára gamall, var í dag dæmdur í 15 ára þrælkun- arvinnu fyrir dómstóli í Miinchen. Hann yar sekur fundinn um meðsekt í morði 300 þús und Gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari. Wolf var náinn vinur yfirforingja Gestapo, Himmlers, og einn af samstarfsmönnum Hitlers áður en hann var gerður að yfirherstjóra á Ítalíu í stríðslok. Hann var sekur fundinn um það, að hafa útvegað flutn- ingatækin, sem til þurfti að senda 300 þúsund Gyðinga í fangabúðirnar þar sem þeir voru myrtir. í réttarhöldunum hélt Wolf því stöðugt fram, að hann hafi ekki vitað um útrýmingarbúðirnar. Dómsforseti hefur lýst því yfir, að Wolf hafi þekkt vel til útrýmingaráætlana Hitlers og Himmlers og hefði Wolf, sem trúði sjálfur á kynþáttakenningar nazista, gengið að á- ætlunum um útrýmingu Gyðinga sem sögulegu verkefni. í Nurnberg Robert M.W. Kemp- er, sagði í gær í Berlín, að hættulegur straumur fyrrverandi stríðsglæpamanna mundi snúa aftur til Vestur-Þýzkalands ef fyrningartími stríðsglæpa yrði ekki lengdur. Að minnsta kosti 9, til 10 þús- und þýzkir stríðsglæpamenn leika lausum hala hér og þar í heiminum, og mjög hættulegt ástand gæti skapazt ef þeir fengju að flytjast aftur til Þýzkalands, sagði Kempner. Ha-nn lagði áherzlu á það, að vestur-þýzk yfirvöld ættu að ganga betur fram í þvi að hafa uppá stríðsglæpamönnum frá tímum Nazista og draga þá fyrir rétt. — BONN — Innanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands Her- mann Hoecherl hefur lagt til, að fyrningartími fyrir morð, sem á einnig við um stríðsglæpi verði lengdur um fimm ár frá 20 uppí 25. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að hefja mál gegn stríðsgiæpamönnum eftir 8. maí á næsta ári, því þá eru 20 ár liðin frá því að heims- styrjöldinni síðari lauk Uppá síðkastið hefur vestur- þýzku ríkisstjórninni borizt fjölmargar áskoranir þess efnis, að hún komi í veg fyrir að striðsglæpir fyrnist, sérstaklega vegna þess að enn er vitað um fjölda stórglæpamanna, sem hafa sloppið við refsingu af því að þeir gátu stungið af. Fiskvciðiráð- . stefnu lokið BONDON 30/9 — Fulltrúar útvegsins í 10 Vestur-Evrópu- löndum samþykktu á ráðstefnu sinni í London í dag, að mæla með því, að kerfi radiomiðun- arstöðva af gerðinni „Decca-‘ verði komið upp á íslandi og Grænlandi Þetta er haft eftir góðum heimildum, þó í yfirlýsingu frá ráðstefnunni sé aðeins skýrt frá því, að rætt hafi verið um kérfi Decca-stöðva. Kalda stríðið MOSKVU 30/9 — Málgagn sovézka lamdvai’naráðuneytisins „Rauða s,tjaman“ hélt því fram í dag að starfsmenn í banda- ríska landvarnaráðuneytinu hefðu lagt til, að þannig áhrif yrðu höfð á veðurfar, að ný ísöld rynni upp yfir hinn kommúnistíska heim. Blaðið skýrði frá því, að Bandarikjamenn framkvæmdu víðtækar veðurathuganir yfir Sovétríkjunum og hefði Wider prófessor við Comell háskóla lagt til, að gjöreyðandi þurrk- um yrði valdið í Sovétríkjunum með því að láta allt regn falla yfir Atlanzhafið og Vestur- Evrópu. Rauða Stjaman bætti því við, að tillögumenn væru alls ekki vissir um að þessar áætlanir væm framkvæmanlegar. Slys á Stapanum Um kklukkan tvö í gær rákust saman tvær bifreiðir, önnur af gerðinni Reno, hin Chevrolet, við Vogastapa. Samkvæmt upplýsingum Keflavíkurlögreglunnar var Reno bifreiðin á leið til Kefla- víkur, en hin á leið inn eftir. Villtist Reno bifreiðin yfir á hægri vegarbrún og lenti bif- reiðunum þar saman. Meiddist ökumaðurinn á Reno bifreiðinni nokkuð^ og var fluttur til Kjart- ans Olafssonar héraðslæknis, sem gerði að meiðslum hans. Khanh hershöfðingi er mikill á iofti Makaríos þ/onar guði ■ Þó Makarios sé forseti lýðveldisins Kýpur er hann einnig yfirmaður Rétttrúnaðarkirkjunnar á eynni, sem hann hefur verið síðan 1950 þegar hann varð erkibiskup af Kýpur 37 ára gamall. Gríska rétttrúnaðar- kirkjan stendur föst- um fótum á eynni þar sem u.þ.b. fjórir fimmtu af 450 þús- und grískumælandi Kýpurbúum eru í henni. — Makarios er sjaldan titlaður for- seti, miklu oftar erki- biskup, enda hefur samstarfsmaður hans sagt, að kirkjan sitji ævinlega í fyrirrúmi hjá honum: „Hvaða prestur sem er getur ævinlega fengið við- tal við hann hvenær sem er, og skiptir þá engu máli hve ástand í stjórn- eða hermál- um er alvarlegt þá stundina“. — Makarios fer á fætur kl. 6 á morgnanna til þess að biðjast fyrir og eyðir um þrem tímum daglega til að sinna málum kirkjunnar- Sjálfur hefur hann nýverið sagt: „Þegar ég hef loks komið fram vilja og vonum þjóðar minnar, vil ég algerlega helga mig þjónustu Herrans". SAIGON 30/9 — Forsætisráð'- herra iSuður-Víetnam Nguyen Khanh hershöfðingi fram- kvæmdi í dag umfangsmikil mannaskipti í stöðum æðri liðs- foringja í hernum. M.a. var yfirmaður varnar- koma í veg fyrir nýtt valdarán. Allir liðsforingjarnir sem hafa verið fluttir voru á svartalista yngri hershöfðingjanna meira að segja persónulegur aðstoðarmað- ur Khanh, Nguyen Cao hers- höfðingi. Hann er m.a. grunaður um spillingu og hollustu við Diem stjórnina sem leið. Forsætisráðherra féllst í dag líka á lausnarbeiðni tveggja ráð- herra. Annar þeirra var félags- og menningarmálaráðherra, en hinn Xuan Hong var ríkisritari hjá forsætisráðherranum. Sú staða hefur nú verið lögð niður um leið og ríkisritaranum var veitt lausn frá embætti. Kýpurstjórn eflir landvarnir sínar MOSKVU og NICOSIU 30/ 9 — Kyprianou utanríkisráð- herra Kýpur skýrði frá því í Moskvu í dag, að sameigin- leg yfirlýsing um samningagerð landánna yrði gefin út á morgun. Hann sagði að samningurinn milli Sovétríkjanna °g Kýpur, sem var undirskrifaður í dag fjallaði um.efna- hags- og hernaðaraðstoð S.ovétríkjanna, sem væri veitt án nokkurra skilyrða, og hefðu Sovétríkin látið í ljós óskorað- an stuðning sinn við pólitísk sjónarmið Kýpurstjórnar. Ríkisstjórnin á Kýpur ætlar að nota um 390 miljónir (ísl. kr.) til landvarna eyjarinnar á þessu ári. 120 miljónir af þeim fara til að halda kýpurgríska her- inn, sem er 40.000 manns. Fjármálaráðherra Kýpur gaf þessar upplýsingar í dag og bætti við að fjárhagsáætlunin til landvama fyrir næsta ár væri 240 mi'ljónir króna. Dagblað í Nikósíu „Cyprus Mail“ segir í dag, að ríkisstjórn- in hafi lagt til að hermenn hennar afsali sér 2 5% af launauppbót sinni, en hún er þriðjungur af mála þeirra. Þá skýrði blaðið frá því, að verkalýðsleiðtogar hefðu á fundi með Makariosi deginum áður komið á framfæri tilboði frá meðlimum vei'kalýðss.amtak- anna, að hver þeirra leggi fram ein dagslaun á mánuði í land- vamasjóð ríkisstjórnarmnar. Friðarsvcitirnar Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands hafa ákveðið að fram- lengja dvöl herdeilda sinna á Kýpur enn um þrjá mánuði. Nú er fullljóst að sáensku liðsforingjarnir tveir, sem voru staðnir að vopnasmygli til Tyrkja, sem voru í herkví á Kýpur verða leiddir fyrir rétt í Svíþjóð. Stjórnarskrá NEW YORK 30/9 — Banda- ríska öldungadeildin sam- þykkti á fundi í dag breyt- ingu á stjórnarskrá landsins, þannig að nú getur forseti útnefnt með samþykki þings- ins nýjan varaforseta, ef embætti losnar á miðju kjör- tímabili. Reisari iiþiopiu GENF 30/9 — Keisari Eþí- ópíu Haile Selasse kom til Genfar í dag eftir langt ferðalag um alþýðulýðveldin í Austur-Evrópu. Hann kemur við í London á leið sinni til Kaíró, þar sem hann mun sitja fund æðstu manna óháðra þjóða. Malawi ZOMBA 30/9 — Um 700 op- inberir starfsmenn í Malawi lentu tvisvar sinnum í hörð' um átökum við lögregluna í höfuðborg landsins Zomba í dag. Talið er að Hastings Banda forsætisráðherra verði kannski að lýsa yfir hernað arástandi í öllu landinu til að geta kvatt niður pólitísku ó eirðirnar, sem hafa geisað þar síðan fyrir helgi. Ensku kosningarnar LONDON 30/9 — Vonir íhaldsmanna um að vinna fjórða sigur sinn í röð í þing kosningum glæddust verulega í dag, þegar úrslit opinberrar ykoðanakönnunar sýndu, að þeir hafa nú næstum þrém prósentum méira fylgi en Verkamannaflokkurinn. Foringi Verkamannaflokks- ins Harold Wilson hefur ann- ars sagt, að kannanir, sem flokkurinn hafi sjálfur fram- kvæmt sýni að Verkamanna- flokkurinn væri mun betur staddur en íhaldið. Talsmaður Verkamanna flokksins benti einnig á, að flokkurinn muni ganga harð ast fram í kosningabarátt- unni tvær síðustu vikurnar fyrir kosningar, og komast þannig hjá mistökum sem urðu fyrir kosningarnar 1959 En mestu máli skipti fyrir flokkinn að rífa þá kjósendur úr sinnuleysi, sem enn hafa ekki ákveðið hvernig þeir muni kjósa, en þeir eru sam- kvæmt skoðanakönnun milli 17 og 24 prósent kjós enda. málanna Thien Kiem yfirhers- höfðingi, sem þar að auki er einn þremenninganna, sem hafa stjórnað landinu að undanförnu, sendur til starfa í útlöndum. Blaðafulltrúi forsætisráðherr- ans var einnig sendur úr landi og mun hann starfa við sendi- ráðið í Washington. Khanh hershöfðingi sagði i yfirlýsingu, að hann hefði sjálf- ur ákveðið þessar breytingar, en ekki verið knúinn til þess. Fréttamenn í Saigon eru þó þeirrar skoðunar, að ákvarðanir hershöfðingjans séu tengdar svartalistanum svonefnda, sem hópur yngri foringja í hernum færði honum nýlega. Einnig er það álitið að tií- flutningur yfirmanna burt frá Saigon og jafnvel til útlanda sé liður í varúðarráðstöfunum Khanh hershöfðingja til þess að VÉLAR OG TÆKI FYRIR NIÐURSUÐU- IÐNADINN ★ Útvegum beint frá heimsþekktum framleiðendum vélar og tæki til niðursuðu og niðurlagningar á fiskafurðum. ★ Höfum að baki margra ára reynslu í innflutningi á vélum fyrir fiskiðnaðinn. Sjáum um tæknilega aðstoð, látum ennfremur gera teikningar og áætlanir fyrir nýj- ar verksmiðjur stórar og smáar, svo og breytingar og stækkanir á eldri verksmiðjum. Mars Trading Company h.f. Siálfvirk ‘ dósalokunarvé’ TRÍÓ GERD TAF-3 Klapparstíg 20 — Sími 17373

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.