Þjóðviljinn - 13.10.1964, Side 4
SÍÐA
ÞIÓÐVILIINN
Þriðjudagur 13. október 1964
Otgetandi: Sameinlngarflokkui alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðtnundsson.
Ritstjóri Sunnndags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði
Sókn / kjaramálum
J^ðlilegt er að menn hugleiði síðustu vikurnar fyr-
ir Alþýðusambandsþing hvernig verkalýðs-
hreyfingin hljóti að bregðast við verkefnunum sem
næst eru framundan og hver þau verkefni séu.
Og sérstaklega er ástæða til að vara við þeirri
hugmynd, s.em blöð ríkisstjórnarinnar og Vinnu-
veitendasambandsins eru að reyna að læða að
fólki, að með samningunum á sl. sumri hafi verka-
lýðsmálin svo að segja verið leyst í eitt skipti fyrir
öll; að þar þurfti vart um að bæta!
J^jkýrt svar við slíkum tilhneigingum kom fram í
viðtali því, sem Þjóðviljinn birti 4. þ.m. við Eð-
varð Sigurðsson. Eðvarð var einn þeirra manna
sem vann að samkomulaginu í sumar, en ekkert
er fjær honum en líta á það sem einhvern friðar-
samning stéttanna. í viðtalinu lagði hann áherzlu
á gildi samkomulagsins, þar sem tekizt hefði að J
knýja fram samninga um miklu víðtækari mál en j
sjálf kaupgjaldsmálin, svo sem úrbætur í húsnæð- j
ismálunum, en stærsta ávinninginn hvað kaup-
gjaldsmálin snerti taldi hann endurheimt vísitölu-
greiðslna á kaup og minnti á, að þrátt fyrir kaup-
baráttu verkalýðsfélaganna hefði verkalýðshreyf-
ingunni ekki tekiz^að. haldg í. við, verð;lagi.ð. ;, .
jgðvarð lagði í viðtali þessu þunga áherzlu á bar-
áttuna fyrir auknum kaupmætti launanna. —
„Það vita allir að kaupmáttur tímakaupsins hefur
rýmað til muna á undanförnum árum, og til þess
að halda sómasamlegum tekjum hafa menn orð-
ið að leggja á sig mikla yfirvinnu og vinnudag-
urinn sífellt lengzt“, sagði hann m.a. „Mér sýnist
því auðsætt að höfuðverkefni verkalýðshreyfing-
arinnar í kjaramálunum sé að knýja fram aukinn
kaupmátt launanna, með beinum kauphækkun-
um sem ekki færu út í verðlagið, eða öðrum jafn-
gildum ráðstöfunum. Jafnframt er brýn nauðsyn
að stytta hinn langa vinnudag, en slíkt er ekki
hægt að gera nema tekjur fyrir dagvinnu hækki
jafnframt". Auk þessara verkefna lagði Eðvarð á-
herzlu á lengingu orlofsins, stóraukna vinnuvernd
og fjölþætt starf að menningarmálum.
f r
^ miklu veltur, að nú takist að einbeita kröft-
um alþýðusamtakanna til sóknar. Á þessu gæti
virzt almennari skilningur nú 1 verkalýðshreyfing-
unni en oft áður. Samþykktir þings Alþýðusamb.
Vestfj. fara t.d. mjög í sömu átt og ummæli Eð-
varðs Sigurðssonar; lögð er þyngst áherzla á bar-
áttuna fyrir auknum kaupmætti launanna og
styttingu vinnudagsins. Og vestfirzku félögin og
samband þeirra ítreka stuðning við þá stefnu sem
mörkuð var með ályktun ASÍ um kaupgjaldsmál-
in og kjaramálin og skora á verkalýðsfélögin að
tryggja áframhaldandi sókn fyrir bættum hag og
launum á þeim vettvangi, með það sjónarmið í
huga að grundvallarkrafa verkalýðsins sé, að 8
stunda vinnudagur nægi til að tryggja launþegum
mannsæmandi lífskjör. Hér er litið raunsætt á
verkefni líðandí stundar, hér eru kröfur birtar sem
Öll verkalýðshreyfingin ætti að geta sameinazt um.
Bikarkeppni KSÍ
Það var auðséð á áhorfendafjöldanum sem kom
til að horfa á leik KR a og KR b að almennt var
.búizt við að hann yrði skemmtilegur og tvísýnn,
ef KR b tækist upp, eins og á móti Keflvíking-
um um daginn.
KR-A VANN KR-B 2:1 í
N0KKUÐ GÓDUM LEIK
Þegar í upphafi mátti sjá
að A-lið KR hafði vissan ótta
af þessum mótherjum sínum,
því það setti upp meiri hraða
en t.d. móti Akureyri um
daginn. Þetta varð ef til vill
til þess að B-liðinu tókst ekki
eins vel upp og móti Keflvík-
ingum. Þó náðu B-liðsmenn
leikköflum sem sköpuðu ugg
og óróa í vamarröðum A-liðs-
ins. Hraði B-liða var meiri en
A-liða, en það var eins og
þeir næðu ekki nægilega
tökum á því sem þeir voru að
gera I heild náðu þeir ekki
svipað því sem þeim tókst á
móti Keflavík fyrra sunnudag.
B-liðar áttu nokkur tæki-
færi, en þeim tókst illa að not-
færa sér þau, og þótt A-liðar
hefðú betri tök á leiknum,
voru þeir aldrei óhultir fyrir
'akafa B-liða. sem stundum
fengu náð góðum samleik,
sem þó var ekki nógu sam-
felldur, sérstaklega þegar upp-
að vítateig kom.
£-liðið skoraði fyrra mark
sitt á 11 mínútu leiksins. Var
það. Ólafur Lárusson sein
skorað:. Óskar Sigurðsson
gleymdi honum augnablik, og
var Ólafur ekki seinn að not-
færa sér tækifærið. Allur fyrri
hálfleikur var samt nokkuö
iafn og þófkenndur á köflum.
og gerðist ekki margt sem i
frásögur er færandi.
Éina sliotið sem ógnaði svo-‘
lítið var' skalli frá Sigurþóri,
knötturinn skall í stöng á
marki B-liða.
Síðari hálfleikur var mun
liflegri. og munaði minnstu
að B-liðar jöfnuðu én Bjami
Felixson bjargaði á linu á 14.
mínútu, en 6 mín. síðar skora
A-liðar annað mark sitt og
var það Sigurþór sem skoraði
eftir góða sendingu fyrir frá
Gunnari Felixsyni. Þar var
Óskar e:nnig óheppinn, hitti
ekki knötinn, sem fór yfir til
Sigurþórs, þótt hann væri í
sparkfæri. Við þetta dofnaði
heldur yfir B-liðum og sóttu
A-liðar um stund, og sköpuðu
sér opin tækifæri sem voru
furðulega misnotuð Þannig
fær Gunnar Guðmannsson
knöttinn einn og frír á mark-
te:g fyrir opnu marki, og er
^ekkert eftir nema að ýta við
honum í markið, en spyman
mishenpnast svo að knöttur-
inn fór himinhát yfir! Og
mjög svipað hentj Sigurþór
vinstra megin, tvo—þrjá metra
frá marklínu.
B-liðar taka nú að jafna
sig og sækja í sig veðrið og
e:ga margar góðar sóknarlotur.
og enn verður Bjami Felix-
son að bjarga á línu.
Manni fannst alltaf eins og
allt gæti skeð. B-liðar vorj
búnir að ná svipuðum leik óg
mótj Keflavik, og var greini-
legt að A-liðum þótti nóg um
og gripu stundum til hörku 1
leik sínum til að standast
storminn. Á þessu tímabili fá
B-liðar hvert hornið á fætur
öðru, og uppúr einu þeirra
skorar Jón Sigurðsson markið
sem lá í loftinu, og var það
meistaralega vel gert. Hann
fær alllanga sendingu við
þröng skilyrði. stöðvar knött-
inn á lofti, og skýtur með hin-
um fætinum áður en hann
snertir jörð, mjög vel gert, en
það eru aðeins þrjár mínútur
eftir af leiknum. svo líkurn-
ar eru litlar til að jafna, en
þeir berjast og í vöm A-liða
virtist vera „panik”, en þeir
scóðust þennan lokaspret B-
liðanna, og voru þetta ekki ó-
réttlát úrslit, þótt allt hefði
getað skeð.
Þess má geta að B-liðar
fengu 9 homspymur á A-liða,
en þeir fengu 1.
Satt að segja veitti maður
B-liðum meiri athygli en A-
liðum, þeir léku í svipuðum
„dúr” og þeir eru vanir, nema
hvað B-liðarnir knúðu þá til
meiri hraSa en þeir hafa sýnt
í leikjum stundum undanfarið.
Nýliðinn i A-liðinu. Ólafur
Lárusson sýndi enn að þar er
athyglisverður ungur maður á
ferðinni.
1 B-liðinu voru nokkrir ungir
menn, sem lofa góðu og má
þar nefna hægri framvörðinn
Einar Isfeld, hann gerði margt
laglega og hefur náð réttu
„knattspymuhlaupalagi”, verð-
ur gaman að fylgjast með hon-
um í framtíðinni.
Guðmundur Haraldsson er
einnig maður framtíðarinnar
með leikni sína, hraða og
auga fyrir samleik. Theodór
innherjinn hægri, sem að vísu
er orðinn svolítið „senuvan-
ur” ætti að geta orðið mjög
vel liðtækur í gott lið. Jón
Sigurðsson naut sín betur I
þessum leik en nokkru sinni
fyrr, og mun betur en þegar
hann leikur með meistarafl.,
hvernig sem á' því stehdur.
Leikni hans og leikskynjun,
var oft skemmtileg í þessum
leik. Ársæll Kjartansson er
og gott efni í bakvörð.
Meistaraflokkur KR ætti
ekkj að þurfa að kvíða fram-
tíðinni ef' þessir ungu menn
halda saman og æfa og fá að
herðast við og við í hinum
stærri leikjum.
Það var hressilegt að sjá
þessa baráttuspretti sem þess-
ir B-liðar KR tóku og ógnuðu
hinum „útvöldu” 11, félögum
sínum. Það er þessi barátta
sem vantar í íslenzka knatt-
spyrnu í dag, og gerir hana
oft að hálfgerðri lognmollu.
Dómari var Valur Bene-
diktsson og slapp vel frá þvi,
Frímann.
Þarna var barizt um knöttinn — og þeirri baráttu gat ekki Iokið á
KR-ings! — Ljósm.: Bj.
á annan veg en með sigri
ramarar jofnuðu
á síðustu m ínútu
■ Þýzka skólaliðið frá Miinster mætti íslandsmeisturum Fram í síðasta leiknum hér.
Þetta var aðalleikur heimsóknarinnar, og þegar svo mikið er í húfi er gamli hermanna-
bragginn að Hálogalandi ekki látinn duga, þá er það eitt til ráða að leita á náðir her-
námsliðsins á Keflavíkurflugvelli og fá að láni íþróttahúsið, sem reist hefur verið
fyrir hermennina þar- Slík er aðstaða íslenzkrar íþróttaæsku til að taka á móti íþrótta-
fólki frá öðrum löndum, og er það heldur ömurleg mynd, sem hinir erlendu gestir fá
af reisn og stolti íslendinga.
■ Það skiptir þó ekki mestu hvað útlendinvar, sem þessu kynnast, hljóta að hugsa um
okkur, hitt er alvarlegra, að svo er að sjá sem forystumenn íþróttamála og íþrótta-
mennirnir sjálfir séu famir að telja það sjálfsagt mál og eðlilegt að ameríska herlið-
ið sjái okkur fyrir boðlegu íþróttahúsi.
Þessar hugsanir eru áleitn-
ar þegar maður kemur inn á
bessa framandlegu herstöð til
að fylgjast með keppni Is-
landsmeistaranna gegn gestum
Handknattleiksráðs Reykjavík-
ur, og verður þetta mál rætt
hér á síðunni síðar.
Áður en leikurinn hófst
kepptu stúlkur úr mfl. Vals og
Fram og lauk leiknum með
sigri Vals, 7 mörk gegn 6. Þá
hóf lúðrasveit bandaríska flot-
ans að leika af miklum krafti
og varð af mikill hávaði í
húsinu. Kappliðin hlupu nú
inn á völlinn og skiptust á
gjöfum.
I liði Fram var einn nýliði,
Gylfi Hjálmarsson, sem áður
lék með ÍR Gunnlaugur bróð-
ir hans var ekki með að þessu
sinni, hann sat hins vegar
á palli uppi og stjómaði ljósa-
töflu. sem sýndi markatölu í
le:knum.
Þjóðverjamir nutu sín nú
sýnilega betur en í litla saln-
um í Hálogalandi, þeir léku
af talsverðum hraða og náðu
strax forustunni í leiknum.
Var Nestermann drýgstur að
skora. Framarar voru aftur á
móti seinir og næstum áhuga-
lausir. og var ekki að sjá að
þeir væru í mikilli æfingu,
bótt þeir séu að búa sig undir
þátttöku í Evrópubikarkeppn-
inni. Sóknaraðgerðir þeirra
voru óskipulagðar og fálm eitt
og árangur eftir því. Þegar
langt var liðið á fyrri hálfleik
og Þjóðverjar höfðu skorað 10
mörk, þá hafði Fram aðeins
skorað þrjú mörk og tvö þeirra
ú vítakasti eftir vafasaman
dóm — vægast sagt — i bæði
skipti. TJndir lok hálfleiksins
fór Fram að ganga aðeins
betur og lauk honum með
12:7.
Þjóðverjum tókst að þalda
þessu forskoti fram í miðjan
síðari hálfleik, og var staðan
þá 16:10. Þjóðverjar drógu nú
heldur úr hraðanum og fóru
sér að engu óðslega. þá gerð-
ist það að dómarinn tekur af
þeim knöttinn og lætur Fram-
ara fá hann, þetta ber dóm-
ara að gerá ef um vísvitandi
tafir er að ræða. en. i þetta
sinn var það harla vafasamt
og er ekkí örgrannt um að
bessi ákvörðun dómara hafi
Framhald á 9. síðu.