Þjóðviljinn - 13.10.1964, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.10.1964, Qupperneq 6
g SIÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. október 1984 Kosningabaráttan í Englandi Kosnlngabaráttan er í al- gleymingi og bæði Verka- mannaflokkurinn og Ihalds- flokkurinn reyna að sanna að komist þeir til valda, munu þeir byggja fleiri íbúðir og sjúkrahús, bæta eftiriaun, heilbrigðisþjónustu, skóla- kerfið og aðra opinbera þjón- ustu og tryggja jafnframt meiri iðnaðarframleiðslu. Samtímis reyna þeir áð fela þá Ieiffu staðreynd, að ekki er hægt aff framkvæma þess- ar umbætur nema með því að skera duglega af þeim óhemju- upphæðum sem nú er eytt i vígbúnað og fjarlægja um ieið skugga stríðsins. yerkamannaflokkurinn með bandarískum herstöðvum Kosningastefnuskrá Verka- mannaflokksins tekur tvimæla- laust á alþjóðlegum vanda- málum af meiri framsýni en 1- haldið. í henni er lofað að undinn skuli bráður bugur að því að stöðva dreifingu kjam- orkuvopna og koma upp kjam- orkulausum svæðum. Sett er fram tillaga um það, að stofna sérstakt ráðherraembætti fyrir afvopnunarmál, tekin er af- staða (að vísu í mjög loðnu máli) gegn margþjóða kjam- orfcuvopnaflota Nato og því er lýst yfir, að Verkamanna- flokkurinn ætli að taka aftur upp viðræður um Nassau- samninginn, en samkvæmt honum sjá Bandaríkin Eng- landi fyrir kjarnorkukafbát- um. I stefnuskránni er sjálfstæð- um kjarnorkuvopnum Eng- lendinga hafnað og þvi lýst yfir að þau hvetji aðeins aðr- ar þjóðir til þess að verða sér út um kjarnorkuvopn þ.á.m. Vestur-Þýzkaland, En ekki vilja þeir fjarlægja kjarnorkuvopn Bandaríkjanna á Bretlandi né herstöðvar þeirra og kafbátalægi fyrir Polaris kafbáta, og nýlendu- stríði er heldur ekki afneitað. Reyndar er lofað í stefnu- skránni að styrkja venjulegan her, en það telja sumir stuðn- ingsmenn Verkamannaflokks- ins að þýði að koma verði aftur á herskyldu. Og leiðtogar Verkamanna- flokksins, sem stjóma kosn- ingabaráttunni, hafa' greini- lega ákveðið að minnast sem allra minnst á þessi vanda- mál. í dagskránni sem Verka- mannaflokkurinn hóf kosninga- baráttuna með í sjónvarpi dagskrá sem lögum samkvæmt á að enda á öllum sjónvarps- stöðum, og verður þess vegna séð á helmingi allra enskra heimila er ekki minnzt einu orði á neitt alþjóðlegt vanda- mál. Bandamenn Verka- mannaflokksins Aftur á móti hafa tveir bandamenn Verkamannaflokks- ins talað opinskáar. Þing sam- bands landbúnaðarverka- manna. sem var haldið fyrir skömmu fordæmdi heils hug- ar hvert skref sem miðaði i þá átt, að Vestur-Þýzkaland gæti eignazt kjamorkuvopn. Samvinnuhreyfingin lýsir því einnig yfir í kosningastefnu- skránni að hiin sé algjörlega andvíg margþjóða kjarnorku- flota Nato og krefst ákveðinnar enskrar forcöngu til þess að fjarlægja kjarnorkuvopn úr Mið-Evrópu, sem á að le:ða til afvopnunar undir alþjóð- legu eftirliti og vekja nýja von um lausn á Berlínarvand- anum. 36 kommúnistar í framboði Þær ágætu undirtektir sem umræður um þessi lifshags- munamál hlutu á fundi sem kommúnistar efndu til í Hyde Park, þar sem þeir kynntu alla 36 frambjóðendur flokks- ins, eru vitni um það hve mikils virði þau eru fyrir all- an almenning. Reynsla síðastliðins áratugs sýnir að enska þjóðin tekur forgöngu um friðarmál alltaí vel, öðru vísi getur það ekki verið á lítilli eyju, sem er notuð sem atomstöð. Kommúnistaflokkurinn hefur tvímælalaust frumkvæði að lausn þessara vandamála, en kjördæmaskipun er þannig fyr- irkomið að raunverulega er kosið á miili tveggja höfuð- flokka Verkamannaflokksins og íhaldsins, MöguleiH; * Verkamanna f lokksins minnka Dregið hefur úr sigurmögu- leikum Verkamannaflokksins við það, að vandamálin um frið og afvopnun og skyld mál svo sem Víetnam, Malasía og Kýpur hafa ekki verið rædd í kosningabaráttunni. Eftír GORDON SCHAFFER AF ERLENDUM VETTVANGI m cr komið á Penguin-for- laginu bók 1) með úrvali kosn- ingaræðna Harolds Wilsons, i leiðtoga brezka Verkamanna- flokksins, frá janúar til apríl 1964. Framarlega í bókinni seg- ir: „Aldrei hafa áhrif (Bret- lands) verið minni en á tima- bili .því, er íhaldsstjórn, rúin hugmyndum varðandi örvun hagkerfisins, mændi til sam- eiginlega markaðarins til að leysa efnahagsleg vandamál okkar. Þegar ráðherrar voru að hvetja stuðningsmenn sína til að styðja inngöngu, næst,- um því hvernig sem inntöku- skilyrðin væru, þegar meira að segja forsætiráðherrann gat sagt f sjónvarpsræðu til þjóð- arinnar, að án Evrópu vær- um við ekki neitt, þá sáum við brýna þörf fyrir stjórn- arstefnu, til eflingar (þjóð- ar) okkar. (Bls. 23) . . þótt aldrei hefði verið unnt að færa rök að sósíalisma í öll þau sextíu ár, sem saga flokks okkar nær til, feins og ég sagði fyrir fáeinum mán- uðum, mundi sjálfvirkni- byltingin færa óræk rök fyrir henni um daga komandi kyn- slóðar. I augum okkar svar- ar sósíalisminn til þess að gera mannúðlega þá umbylt ingu sem hæglega gæti orðið harðýðgisleg. ef ekki hrotta- fengin, tæknibylting. Þessi bylting er í vændum, hvað sem öðru líður, (Bls. 36) . . Þa,u vandamál, sem við stönd- um andspænis beina athygl- inni að þörfinni fyrir árang- ursrikan, efnahagslegan áætí- unarbúskap, sem næði til stefnunnar í atvinnumálum. stefnunnar í íjármálum og beitingu vísinda í iðnaði. Það er sökum þessa að við höf- um verið að hugleiða skipun ráðherra áætlunarbúskapar. . • (Bls. 36) . . Við stefnum að því að koma stáliðnaðinum í almannaeigu. I heimi grund- völluðum á málmj getum við 1) The New Britain: Labour’s Plan Outlined by Harold Wil- son; 3 s. 6 d. Kosningaræður Wilsons ekki látið viðgangast, að bráð- nauðsynlegar ákvarðanir í þessum iðnaði séu teknar með tilliti til hagnaðar ga.gnstætt þjóðarhag (Bls. 38) . . Frá 1955 höfum við séð Japan auka framleiðslu sína 3l/2 sinnum, Rússa 2'/j sinnum, Þjóðverja Dg Itala meira en tvisvar sinn- um, Frakka meira en H/2 sinn- um Við höfum dregizt aftur úr“. (Bls. 42). . . ..Hérlendis þörfnumst við fyrst og fremst leiguhúsnæðis, Og það er einmitt það, sem íhaldsmenn hafa látið undir höfuð leggjast að byggja. Fjöldi húsa, þyggðra á veg- um bæjarfélaga, var sl. ár, 1963, 124.000 þ.e. 66.000 færri en 1948, þegar Aneurin Bevan húsnæðismálaráðherra, aðeins þremur árum frá lokum styrj- aldarinr.ar. (Bls. 58). Stefna okkar í jarðnæðismálum mun hafa í för með sér lækkun jarðaverðs niður í sanngim-. islegt horf. . Jafnframt munu væntanlegir húseigendur njóta góðs af tillögum okkar ura veð á sanngjörnum vöxtum. (Bls 61). Sex miljónir húsa Bretlands, ríflega þriðjungur þeirra allra, voru reist, með- an Viktoria drottning var í há- sætisstóli. Nær þriðjungur þeirra er meira en 100 ára gamall. Samt sem áður eru í- haldsmenn aðeins með tillögur um að endurbyggja hálfa mijjón beirra. (Bls. 62). Og Home þetta er ekki aðeins vandamál íbúðarhúsnæðis. Nálega helm- ingur sjúkrahúsa okkar var byggður á síðustu öld, 45% þeirra satt að segja fyrir 1861, þegar Florence Nightingale var upp á sitt bezta. (Bls. 64). Helmingur barnaskólanna, 55% að vísu, er i húsnæði, sem teiknað var á Viktoriu-tíma- bilinu". (Bls. 65). ,,A þrennu þurfum _ við að halda: í fyrsta lagi, stefnu í efnahagsmálum landsins til að viðhalda mikilli framleiðslu og atvinnu um land allt; í öðru lagi, á skipan mála á þann veg. að héruð atvinnu- leysis verði ekki afskipt i þess- um efnum; og í þriðja lagi beinum ráðstöfunum, grund- völluðum á lands- og héraða- áætlun til að endurlífga þessi héruð atvinnulega og félags- lega“. (Bls. 74) „Þegar Atlanzhafsbandalagið var stofnað fyrir sextán árum, stóðum við andspænis ægilegri hemaðarlegri ógnun. Stalín drottnaði f Ráðstjórnarríkjun- um, og hann leitaðist við að færa út áhrif Rússa langt inn í Vestur-Evrópu. Ef við hefð- um ekki snúið bökum saman þá, Truman, Marshall og Acheson. og hér í Bretlandi, Attlee og Bevin, kynni hinn frjálsi heimur að hafa liðið undir lok. (Bls. 91). En áherzl- an á þessum liðnu árum átaka kalda stríðsins hefur verið lögð á hernaðarlegan viðbúnað. Miklum auðæfum og vísinda- legri þekkingu hefur verið var- ið til uppbyggingar kjarnorku- veldis okkar í svo ríkum mæli, að saman eiga (Atlanzhafsrík- in) um 50.000 megatonn (kjarn- orkusprengna) eða jafngildi fimmtán tonna af TNT á hvern karl, konu og bam á jörðu: Við getum lagt jörðina mörgum sinnum í eyði. (Bls. 92). Við teljum Bretland hafa fram að færa einstakt og frá- bært framlag til (alþjóðamála) sakir sögulegrar stöðu sinnar sem heimsveldis. Það leiðir af eðli skuldbindinga, sem við höfum tekizt á herðar erlend- is, að nokkru vegna tengsla okkar við samveldið, að við þörfnumst vel þjálfaðs, vel búins hreyfanlegs hers, sem Wilson getur verið til taks, þegar að steðja vandkvæði sem nú á Kýpur, í Malasíu og i Aust- ur-Afríku“ (Bls. 94). „Veigamikill þáttur í áætl- unargerð okkar hlýtur að vera afnám margra hamla og hindr- ana á leiðum alþjóðlegra viðskipta. Snauðu löndunum er viðskipti miklu mikilvægari en aðstoð. (Bls. 98). Fyrir stríð nam innflutningur okkar frá samveldinu 34% af heildarinn- flutningi okkar. Fyrir bein af- skipti stjórnar Verkamanna- flokksins hækkaði hundraðstala þeh'ra upp í 43%. En 1962 hafði hún fallið niður 1 35%. (Bls. 107). Ef það er satt, að vöxtur iðnaðar í samveldinu hafi skotið loku fyrir aukningu viðskipta við samveldið, hvem- ig stendur þá á því, að öðr- um iðnaðarlöndum, Bandaríkj- unum, Þýzkalandi, Japan og Svíþjóð hefur orðið svo með fádæmum mikið ágengt á mörk- uðum samveldisins síðustu tólf árin? (Bls. 108). Við ættum að ábyrgjast markaði hérlend- is fyrir óunnar afurðir frá samveldislöndunum. •. Það myndj veita samveldinu öryggi og festiu i efna- hagsmálum og tryggja, að samveldið hafi ráð á að halda áfram og auka kaup frá okk- ur. (Bls 115). Við ættum að fallast á að vinna með öðrum (þjóðum) að alþjóðlegum sam- komulagsgerðum um vöruskipti til að koma festu á verðlag óunninna vara“. (Bls. 115). Haraldur Jóhannsson. Frá kosningafundi kommúnista i llyde j?ark Sir Alec Home forsætisráð- herra á létt með að gleyma því að einu sinni sagði hann fastaráði Atlanzhafsbandalags- ins, að enska þjóðin væri fús að láta breyta sér í atomryk og hefur nú það helzt kosn- ingaheróp, að Bretar þurfi að eiga sprengju án þess að þurfa nokkuð að eiga undir Banda- ríkjamönnum, svo þeir geti var'ð sig sjálfir hvað sem fyr- ir kynni að koma. ÖHum sem kunnir eru á- standi heimsmála og raun- veruleika kjarnorkuvopna er ljóst hve innantómt eða öllu heldur gagnheimskt þetta her- óp er, en í hita kosningabar- áttunnar mundi það verka vel, ef Bretar gengju fast fram í Suðaustur-Asíu t.d. með Mala- síu að yfirvarpi og fólk yrði þann.ig æst upp. Leiðtogar Verkamannaflokks- ins sem ekki hafa tekið neina ákveðna afstöðu til þessa vandamáls gætu ekki haft forgöngu um friðsamlegar málalyktir, sem leiddar væru af afneitun nýlendustefnunn- ar, sem er eini kosturinn sem kjósendur mundu styðja. Við slíkar aðstæður mundi margur maðurinn, sem ekki er alveg klár á því hvað um er að vera (og ekki hefur Verkamannaflokkurinn bent á neina aðra lausn), hneigjast til þess að styðja íhaldið. Nokkr- ir’ -r Ihaldsménn ' binda ’' vonir sínar vafalaust við þennan möguleika. Að sjálfsögðu eru margir af frambjóðendum Verkamanna- flokksins, sem setja friðarmál- in á oddinn í kosningabarátt- unni og framfarasinnaðir á- hangendur Verkamannaflokks- ins treysta því að þeir og auk- inn þrýstingur að neðan muni neyða væntanlega Verka- mannaflokksstjóxm til að taka meira tillit til krafa um það að leggja sig betur fram við eflingu friðar. Tvær stóru friðarhreyfing- arnar, brezka friðamefndin og Baráttusamtökin gegn kjarn- orkuvopn leggja mesta á- herzlu á það í kosningabar- áttu sinni að leggja vandamál friðarbaráttunnar fyrir alla frambjóðendur. Þannig eru hin raunveru- legu lífshagsmunamál sett fram í mörgum kjördæmum en þau koma ekki fram í stærstu dagblöðunum, þvf ekk- ei't þeirra styður Verkamanna- flokkinn, að ekki sé minnzt á vinstri væng hans, né held- ur í útvarpi eða sjónvarph því þar fá aðeins opinberir talsmenn Verkamannaflokksins að koma fram. Enn þá er útlitið í kosn- ingabaráttunni á þann veg, að Verkamannaflokkurinn er að- eins betur stæður. Ýmsar skoð- anakannanir lýsa nú því áliti að fylgi sé að færast yfir á Ihaldið. En þessar skoðana- kannanir eru haldnar að til- hlutan íhaldsblaðanna og bezti vitnisburðurinn um vantrúna á þeim, er að þau firmu, sem reka veðbanka í sambandi við kosningamar, og velta hundi> uð þúsunda sterlingspunda veðja sjálf á það, að Verka- mannaflokkurinn muni sigia. Norðmenn andvígir kjarnorkuflotanum OSLO 10/10 — Norsku sam- tökin gegn kjarnorkuvopnum hafa skoraff á ríkisstjórnina að ganga þegar i stað fram fyrir skjöldu og bcrjast gegn áætl- ununum um margþjóða kjarn- orkuflota Nato. I áskoruninni segir, að lík- Iega verði kjarnoi'kuflotanum hleypt af stokkunum jafnvel þó Noregur beitti neitunarvaldi sínu hjá Nató gegn honum. Þess vegna er það ekki nægjan- legt. að ríkisstjóm Noregs lýsi sjónarmiði sínu, en hafist síð- an ekki að. Samtökin gegn kjamoi-ku- vopnum biðja ríkisstjómina að Eldflaugar til Mars Washington 10/10 — Bandaríska geimrannsóknarstöðin (NASA) á- formar að skjóta tveim eld- flaugum af Mariner-gerð í átt- ina til Mars nú í nóvember. Tilgangurinn er sá, að afla ljós- mynda af þessum bróður okkar í sólkerfinu. Eldflaugarnar verða u.þ.b. níu mánuði á leiðinni að þeim stað þar sem myndatakan á að fara fram — en þá verða þær 19200 km. frá yfirborði Mars. Þær eiga aað taka einar tuttugu myndir. grípa þegar í stað til raunhaefra aðgerða til þess að fá málið tek- ið upp á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Það liggur á, því bandariska ríkisstjómin hef- ur opinberlega skýrt frá því, að samningurinn um sameiginleg- an kjamorkuflota Nato verði undirskrifaður um áramót. Samtökin gegn kjarnorkuvopn- um telja að margþjóða kjam- orkufloti Nato verði til þess að fleiri muni fá ráðslöfunarrétt um beitingu kjarnorkuvopna og sé því raunverulega um dreif- ingu kjarnorkuvopna að ræða. Gerhardsen forsætisráðherra Noregs sagði á blaðamanna- fundi í gær, að norska stjórnin væri andvíg áætlunum um kjarnorkuflotann. Ö Þant gegn dauðadémum NEW YORK 10/10 — Sam- kvæmt áskorun frá fulltrúum á l’áðstefnu hlutlausra ríkja i Kaíró og tilmælum Apartheid- nefndar Sameinuðu þjóðanna, hefur U Þant, aðalritari sam- takanna, farið þess á leit við yfirvöld í Suður-Afríku, að þau endurskoði dauðadóma yfir þrem leiðtogum blökkumanna, sem barizt hafa gogn stefnu st;órnarinna.r í kynþ-vu .. ,V„m. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.