Þjóðviljinn - 13.10.1964, Síða 10
10
SIÐA
ÞlðÐVlLJIM
«nöjuóagur iB. október 1964
ná henní inn aftur — hingað
inn — og fela líkið annars stað-
ar...
Hún dró andann djúpt og and-
varpaði. Samúðarstuna með kyn-
systur:
— Vesalings frú Daphne sem
fór í feluleik við manninn sinn.
Hún var vandlega falin ...
Það ískraði í hjörunum bak-
við okkur. Þar stóð Wegner
móður og fölur.
— f hamingju bænum! Ég var
að leita mig sturlaðan að ykkur.
Hann trúði varla sínum eigin
augum. — Af hver ju sitjið þið
þama á gólfinu? Á kjallara-
gólfinu í þessum búningum?
— Vegna þess að við þurfum
ekki á þeim að halda þrátt fyr-
ir allt. Ég reis á fætur og hjálp-
aði Elísabetu að standa upp:
— Það verða sjálfsagt ekki fleir!
æfingar. Ég verð því miður að
gefa leikiitið mitt upp á bát-
inn.
— Hvað hefur komið fyrir?
spurði hann.
Ég burstaði ryk og glerbrot af
skikkju frú Daphne. — Tja —
bara það að Elísabet hefur upp-
lýst gamalt morð.
Hún var búin: sagan um það
hvernig skáld var stangað af
einhyrningnum.
Nordberg hafði sagt mjög
skemmtilega frá og einkum var
atvikinu í kjallaranum lýst af
tilfinningu. Með raddhreim og
tilburðum sem hrifu næstum
sálfræðinginn líka. Kahrs hafði
oftar en einu sinni þurft að ýta
gleraimnniim fast niður á nef-
rótina. En nú var hættan liðin
hjá og vísindasvipurinn var ó-
breyttur.
Rithöfundurinn hvildi sig í
djúpa hægindastólnum. Áheyr-
endur sátu einnig þegjandi eins
og til að láta söguna sjatna í
sér. Svo tók Strand til máls:
— Já, þetta var eiginlega hálf-
slemmsögn! Nú er eftir að vita
hvort þú verður bit, Álfur.
— Kahrs læknir spilar út,
sagð' Böhmer.
Sálfræðingurinn neri á sér
hökuna og horfði upp í leik-
andi eldspeglun í loftinu. Hrukka
milli augnabrúnanna bar áhuga
hans vitni. En brosið var hæðn-
islegt.
— Leikkonan var semsé mið-
ill? byrjaði hann. — Já — þessi
frásögn minnir mig á það hvem-
ig vatn finnst með óskakvisti.
Dálitil þögn fylgdi á eftir.
Vísindamaður kann líka að koma
mönnum á óvart.
— Hvað eieið bér við? spurði
Nordberg undrandi.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STETND og DÓDÓ
Laugavegí 18. ni h 'flyfta') -
SfMT 7 46 16
P E R M A Garðsenda 81. —
SÍMT: 83 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D O M O R !
Hárgreiðsla við allra hæfl
TJARNARSTOFAN. — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SÍMT: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (Marfa
Guðmundsdéttir! Laugavegi 13.
— SlMT: 14 6 56 — Nuddstofa á
sama stað.
Kahrs tók eldspýtu úr stokkn-
um á borðinu. Hann braut hana
og hélt henni milli fingranna
eins og smækkaðri mynd af
óskakvisti. Hann föndraði við
hana á borðinu meðan hann
hélt áfram:
— Ástæðan til þess að það
tekst, stafar ekki af yfimáttúr-
legum eiginleikum kvistsins,
heldur af því að leitarmaðurinn
notfærir sér ómeðvitaðlar at-
huganir sínar á landslaginu.
Staðfræði, gróðurbelti. Eins er
það í þessu tilfelli: Þessi leik-
kona fann lausn gátunnar, já,
ef svo mætti segja: rétta stað-
inn til að bora á. Og henni
stjórnuðu ómeðvitaðar athugan-
ir — rétt eins og vatnsleitar-
manninum með óskakvistinn.
Skáldið gerði sér ekki eintóm
ar líkingar að góðu. — Og hvert
var landslagið og „gróðurbeltin“
í þessu tilfelli?
— Til dæmis snjóskaflar yfir
kjallaragluggunum. Kahrs leit á
mótspilara sinn. — Skiljið þér?
— Ekki fullkomlega, hei. Aldr-
ei á ævinni myndi skáldið við-
urkenna að það skildi sálfræð-
ing.
— Þá skal ég útskýra það.
Röddin var þolinmóð og mild;
hann var að kenna erfiðu bami
stafrófið. — Þér lýstuð mjög vel
næmi leikkonunnar, sterkum á-
hrifum umhverfis á hana. Hún
gerir ekki aðeins að athuga með
dulvitundinni; hún dregur á-
lyktanir með henni og kemst
að skjótum niðurstöðum. f
stuttu máli sagt hefur hún þann
eiginleika sem við köllum eðl-
isávísun. Og þessi eiginleiki seg-
ir til sín um Ieið og hún kemur
að Hvítvangi og sér — já,
hvað sér hún meira að segja
áður en hún kemur inn í húsið?
Hversu háir skaflamir eru við
húsvegginn.
— Hví skyldi hún endilega
taka eftir snjónum fyrst og
fremst? spurði Strand.
— Það er staðreynd að hún
gerði það. Við háaloftsgluggann
kemur það fram að snævi þakið
landslagið hefur haft áhrif á
hana: Það er eitthvað þama
úti! Eðlisávísunin er farin að
starfa. Og við stofugluggann
daginn eftir þorir hún ekki einu
sinni að líta út. Dulvitundin
hefur beitt rökum sínum. Hún
hefur komizt að óhugnanlegri
niðurstöðu, en meðvitundin veit
ekki enn hver hún er. Af þvi
stafar óttinn.
— Rökum, segið þér? Bohmer
strauk sér um ennið. Hvað hafði
hún að byggja á? Hvernig gat
dulvitundin ályktað að morð
hefði verið framið? Já, og meira
að segja hvers vegna og hvem-
ig það hafði verið framið?
Kahrs skipti eldspýtunni í
fjóra búta. 1 fyrsta lagi var
hugsanleg afbrýði fólgin í sög-
unni sem Nordberg sagði okk-
ur áðan og .leikkonan hafði les-
ið líka. Og það er svarið við
hvers vegna. Hann lagði einn
bútinn á borðið.
— í öðru lagi var það fann-
kyngin sem gat útskýrt hið dul-
arfulla hvarf. Það er svar við
hvemig. Annar bútur var lagð-
ur hjá hinum fyrri.
— Síðan fékfc hún að vita að
vissir hlutir hefðu verið fjar-
lægðir úr húsinu eftir að frúin
hvarf .... Galdrabókin farin:
hvað getur, það táknað? Að
kammerherrann vildi ekki láta
minna sig á leik sem hafði gert
hann að morðingja. Þriðji bútur-
inn var lagður á borðið.
— Tvö málverk höfðu verið
fjarlægð. Andlitsmynd tekin úr
myndasafninu: hann vildi
kannski ekki finna augnrráð
fómarlambsins hvíla á sér? íkon
fjarlægður úr herbergi frú
Daphne: Hann vildi kannski ekki
eiga trúarlega mynd úr eigu
hennar sem minnti hann ef til
vill á — dóm himinins.
Bútamir fjórir höfðu verið
lagðir í ferhyming. Því að Tóm-
as Hamel var ef til vill mjög
sakbitinn maður. fyrst hann dó
svo skömmu síðar — úr „þung-
íyndi“? Og þegar ailt er tekið
með, þá var þetta meira en nóg
fyrir eðlisávísun konunnar.
— Bíðið andartak! sagði Nord-
uerg. Hvemig vissi Elísabet að
það hafði hangið helgimynd á
veggnum? Hún hafði alls ekki
tekð plöggin mín!
— En kannski gægzt svolítið ?
þau þegar þau lágu eftir á stofu-
borðinu?
Kahrs brosti notalega. Þér
lögðuð sterka áherzlu á forvitni
hennar, var það ekki?
— En .. Skáldið var ergilegt
yfir eldspýtnabrauki sálfræðings-
ins. Þessi ferhymingur eyðilagði
söguna hans. Hvað um köfnun-
artilfellið í kjallaranum?
13
Læknirinn andaði á gleraug-
un og fágaði þau með litla
skinnbútnum; þau voru aldrei
of vel fáguð. Við skul-
um slá því föstu að leikkonan
hafi fundið lausn Hvxtvangs-
gátunnar, sagði hann. Og að sú
lausn hafi ekki verið meðvituð
hugsun, heldur ómeðvituð á-
lyktun. Slík dulhugsun getur
orðið ásókn, og slfkt hef ég oft
orðið var við hjá móðursjúkum
sjúklingum. Það er þess vegna
sem hún er svo andsnúin í æf-
ingunum á leikriti yðar. Nord-
berg; hún verður að hlýða öðr-
um leikstjóra. sem stjómar
henni frá hinu ókunna ....
Síðasta kuskið var fágað burt
af glerjunum. Augu læknisins
horfðu gegnum þau, hvasst og
skýrt. Hún yrkir lausn sína inn
í persónuna sem hún íklæðist:
frú Daphne. Og dulvitundin
stjómar „leik“ hennar — sem
næf hámarki í köfnunartilfell-
inu.
Strand hafði náð þræðinum x
skilgreiningu læknisins. Og um
leið og hún vaknar og sér
kjallaragluggann — ?
— þá gerir hún sér Ijóst í
hverju hin dulda ímyndun
hennar er fólgin. Og um leið
fær hún lækningu á móðursýk-
inni.
Kahrs hallaði sér aftur á bak
og krosslagði hendumar á mag-
anum. Hann var búinn að skila
túlkun sinni; allt hið dularfulla
og óskiljanlega var komið í
skynsamlegt mynstur. Drauga-
sagan var orðin að undirbún-
ingskennslu í sálarfræði.
Það marraði í stól Nordbergs
í mótmælaskyni. Það var og;
Móðursýki, þar kemur orða-
galdurinn rétt einu sinni! Ein-
hverju uppsláttarorði er klínt á
leyndarmálið, og um leið þykjast
rnenn skilja allt saman!
Hinn leiðrétti hanr. með mestu
rósemi: Móðursýkin er eitt
mest rannsakaða fyrirbrigðið í
sálfræðinni. Charcot rannsakaði
eðli hennar og náði býsna langt
þegar á árunum milli 1870 og 80.
Við vitum að sefasjúklingur er
hinn fullkomni leikari, vissulega
leir í höndum góðs leikstjóra.
Líkami sefasjúklingsins getur
líkt eftir krabbameini, botn-
langabólgu, þungun, naglaförum
Krists. Við þekkjum líka orsök-
ina: að hún eða hann eru í
rauninni að leika hlutverk.
setja sig í spor annars. Og
leikstjórinn er ómeðvituð ímynd-
un.
Blaðamaðurinn spurði með at-
vinnuáhuga: En getur stariandi
leikari gengið svo upp í hlut-
verki að sefasýkiseinkenni komi
fram?
— 1 akút tilfellum: tvímæla-
laust. Kahrs togaði í hökutopp-
inn. Einu sinni var ég kallaður
í leikhús rétt eftir leiksýningu.
í leikritinu, sem verð var að
Ieika, var ein persónan ólánsöm
kona, sem svipti sig lífi í síð-
asta þætti með þvf að taka inn
eitur. Nú sýndi leikkonan, sem
lék hana, sjálf merki um arsen-
ikeitrun .... En það var tilfelli
handa sállækni. ekki lyflækni.
Um leð greip grönn hönd um
konjaksflöskuna á borðinu og
hellti í glasið hjá lækninum.
Dulvitund mín segir mér, að yð-
ur vanti konjak, Kahrs læknir.
Ég vona að sú ímyndun mín sé
ekki líka sefasjúk.
Frú Nordberg hafði staðið
langa stund í myrkrinu hinum
megin í stofunni og hlustað á
þá. Enginn hafði orðið hennar
var. Hún var léttfætt og liðug
í hreyfingum, enda höfðu þeir
verið niðursokknir í frösögnina
og sfðar í samtalið.
— Þið eruð annars meiri
bridgespilararnir! Hún hnykkti
til höfðinu með vanþóknun. Lát-
ið mig stússa frammi f eldhús-
inu, meðan þið segið spennandi
sögur — um sjálfa mig í þokka-
bót! En nú verð ég hér kyrr ..
Og hún lét fallast niður í sófa.
Kahrs var nýr gestur i húsinu
og hann virtist ekki fylgjast vel
með norsku leiklistarlífi. Nú var
hann orðinn býsna rjóður í
framan. Hann starði á frúna
opnum munni. Hvað þá? —
Voruð það þér sem —?
— Já. vissuð þér það ekki?
Elísabet brosti hlýlega til eigin-
manns síns. Nei, karlmenn hafa
víst ekki eðlisávísun!
— Segðu ekki karlmenn
Segðu vísindamenn! hvíslaði
Nordberg.
— Álfur bað mín sömu nótt-
ina. hélt hún áfram með glettn-
isblik í augunum. Sjáið þér til
læknir: hann gat ekki þetta akút
tilfelli af 'sefasýki!
— Og það er kannski mesta
kraftaverkið í allri sögunni,
bætti hinn sigraði kvenhatari
við. Rithöfundurinn var staðinn
á fætur og gekk að arninum,
bar sem glóðin var að dofna.
Hann beitti skörungnum og
bætti nýjum kubbum á.
— Nú er ég búinn að bæta
á fyrir nýja kynjasögu, sagði
hann. Hver vill vera næstur?
— Eigum við ekki að láta ein-
hyrninginn ákveða það? sagði
Strand og bandaði í áttina að
Allt frá hatti oní skó
H ERRADEI LD
CONSUL CORTINA
bflalelga
magnúsar
skipholti 21
sfmar: 21190-21185
^iaukur Gju&mundóóOH.
HEIMASÍMI 21037
LILJU BINDI FÁST ALSTAÐAR
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
9 Sefium farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar LofHeiða:
9 FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
9 Skipuleggjum hópferðir og ein- '
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
tA N D SVN
TÝSGÖTU 3. SÍMI 2289». — P.O. BOX
(JMBOÐ LOFTLEIÐA.
465 - REYKJAVÍK.
SKIPATRYGGINGAR
Tryggingar
á vörum í flutningi
á eigum skipverja
Heimistryggíng hentar yður
Aflatryggingar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SfMNEFNI jSURETY
VÖRUR
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KR0JN - BÚÐIRNAR.
Sendisveinar óskast
Hafið samband við skrifstofuna, sími 17-500.
I
I