Þjóðviljinn - 23.10.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 23.10.1964, Síða 7
ÍWstudagur 23 október 1564 ÞIÖDVKLIINN SteA 7 „Þann 23. okt. 1924 var settur *: og haldinn almennurís'jómanna- fundur að tilhlutan stjóm- ií ar Sjómannafélags Reykja- víkur. Fundurinn var haldinn ;•:; í GT-húsinu i Hafnarfirði kl. 8%. Sigurjón Ólafsson setti fundinn og bað Björn Bl. Jóns- son vera fundarstjóra". Þannig orðrétt hefst fyrsta fundargerð Sjómannafélags Hafnarf.iarðar. f þeirri sömu fundargerð er bókað að Rósin- krans fvarsson hafi borið fram eftirfarandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að stofna sjómannafélag í Hafn- arfirði og kýs 5 manna nefnd til að semja lög og reglur fyr- ir féiagið og undirbúa hinn reglulega stofnfund". Tillagan var samþykkt og í nefndina voru kosnir: Júlíus Sigurðsson, Erlendur Jónsson, Símon Kristjánsson, Stefán Barhmann og Marteinn Ein- arsson. Á þessum fundi gengu í fé- lagið sem stofnendur 54 menn. Hinn 30. okt 1924 var fram- haldsstofnfundur Sjómannafé- lags Hafnarfjarðar haldinn í húsi Hjálpræðishersins í Hafn- arfirði Formaður Sjómannafé- lags Reykjavikur. Sigurjón Ól- afsson, setti fundinn. Gaf hann síðan formanni undirbúnings- nefndar. Júlíusi Sigurðssyni, orðið. Nefndin var sammála um að stofna sjðmannafélag, en meirihlutinn vildi að það yrði deild í Sjómannafélagi Revkjavikur, en minnihlutinn, Júlíus Sigurðsson, að það yrði sjálfstætt og mælti Sigurjón með þvi Eggert Brandsson og Bjöm Blöndal mæltu með deildarfyrirkomulaginu, og var bað samþykkt með 13 atkvæð- um gegn 10. Þá var rætt um nafn deild- arinnar. Eftir nokkrar umræð- ur var samþykkt með 13 at- kvæðum að nafn deildarinnar skvldi vera Hafnarfjarðardeild Siómannafélags Reykjavíkur Um fiármál deildarinnar urðu nokkrar umræður, og að þeim loknum var samþykkt eftirfar- andi tillaga- 1. — Deildin hefur sín sér- stöku fjármál og annast þar af leiðandi rekstur sinn sjálf. — (’Samþykkt með 18 atkvæðumj'. 2. — Fundurinn samþykkir að stofng'iald sé 5 krðnur og inntökugjald hið sama. (Sam- þvkkt með samhljóða atkvæð- umj'. 3. — Deildin ræður sér starfsmann til innheimtu gjalda og hvetja menn til þess að ganga í félagið. (Samþykkt með 24 atkvæðumj'. Starfsmaður var ráðinn Júl- íus Sigurðsson. Á þessum sama fundi var kosinn einn maður á þing „ATþýðuflokksins“ eins og það er orðað í fundargerð, og til að mæta f fulltrúaráði Hafnarfjarðar, innan sviga „Verkamannafél. Hlífar", og SJÓMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR FJÖRUTtU ÁRA Kristján Eyfjörð Guðmundsson var Marteinn Einarsson kosinn í einu hljóði. Á þessum stofnfundi skýrir svo Sigurjón Ólafsson lög Sjó- mannafélags Reykjavíkur sem séu þau sömu og deildarinnar, og komi stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur fram fyrir hönd deildarinnar í öllum kaupmál- um, en deildin hafi sin fiár- mál sér og reikningsár sé alm- anaksárið, og skuli hún halda aðalfund sinn í janúar ár hvert. í fyrsta skipti 1925. Undir þessa fundargerð skrif- ar .Tón J. Bjamason, varafor- maður. Fyrsta tilraun til félagsstofn- unar meðal sjómanna í Hafn- arfirði mun hafa verið gerð fyrir aldamót, eða um 1896, og þá stofnað eitt af svonefndum BSmfélögum. Talið er að það félag hafi starfað um 14 ára skeið. En fátt eða ekkert mun nú finnast skráð um það félag. Talað er um að önnur tilraun hafi verið gerð, en brátt mun það félag hafa leystst upp. Áðuren Sjómannafélag Hafn- arfjarðar var stofnað voru sjó- menn í Hafnarfirði í Verka- mannafélaginu .Hlíf og munu þeir ásamt stjóm Sjómannafé- lags Reykjavikur hafa haft frumkvæðið að stofnun félags- ins. Hafnarfjarðardeild Sjómanna- félags Reykjavikur starfaði í um 3 mánuði, eða til 17. janú- ar 1925, að aðalfundur er hald- inn, og er það fimmti fundur félagsins. f 5. lið dagskrár þess fundar er tekið til umræðu nefndarálit, sem hljóðar svo: „Hinn 4. janúar 1925 kom nefnd sú saman er kosin var S síðasta fundi Sjömannafélags Hafnarfjarðar h'já deildarstjóra, Júlíusi Sigurðssyni. Nefndin samþykkti í einu hljóði neð- angreint fyrirkomulag félags- ins framvegis, sem hljóðar svo: Nefndin lítur svo á, að Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar verði framvegis sjálfstætt félag, að því undanskildu er viðkemur öllum kaupmálum er skulu vera sameiginleg mál milli fé- laganna". Með tillðgunni mæltu: Björn Jóhannesson, Rósinkranz fvars- son, Sigurjón ólafsson, Eyjólf- ur Stefánsson og Júlíus Sig- urðsson, sem, hafði framsögu um tillöguna. Var svo þessi tillaga borin undir atkvæði og samþykkt í einu hljóði. ÞS var borin uop tillaga um að félagið héti Sjómannaféiag Hafnarfjarðar, og var hún sam- þykkt einróma. Þá var kosin stjórn fyrir fé- lagið. Formaður var kosinn Björn Jóhannesson. Aðrir í stjóm þess voru Eyíólfur Stef- ánsson varaform., Guðmundur Ólafsson ritari. Júlíus Sigurðs- son gjaldkeri og Gunnar Jðns- son meðstjðmandi. Á framhaldsaðalfundl er svo samþykkt ársgjald félagsmanna 16 krðnur, og 5 kr. inntöku- gjald. Ennfremur var samþykkt að sækja um inntöku i Alþýðu- samband fslands sem sjálfstætt félag. Hefur því Sjómannafélag Hafnarfjarðar starfað óslitið síðan 23. október 1924, eða i 40 ár. Eins og vænta má hefur margt drifið á daga félagsins í þessi 40 ár. Þegar félagið var stofnað voru taldir vera 12—14 togar- ar i Hafnarfirði. f október 1925 gerði félagið sina fyrstu samninga i samráði við Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Árið 1929 tók félagið þátt í verk- falli með Sjómannafél. Reykja- vikur, til að knýja fram bætt kjör á togurum, og giltu þeir samningar er gerðir voru um allmörg ár. mundur Hjörleifsson hafi þurft að láta létta skip sem vom að sigla með fisk til útlanda 14 sinnum! Það er ekki hægt að fara ýtarlega út í sögu félagsins i stuttri blaðagrein, og varla verður um skemmtun að ræða um þessar mundir í tilefni af- mælisins, þar sem meðlimir fé- lagsins og meirihluti stjórnar þess er við störf sín á hafinu, við síldveiðar á fjarlægum mið- um og á togurum. En stjóm- in mun hafa hug á að láta skrifa sögu félagsins með frá- sögn af störfum þess, ef hún getur fengið góðan mann eða menn til þess og geta þá sjó- mannafélagar fengið ýtarlegri upplýsingar um störf félagsins en hægt er að gera í blaða- grein. Markmið Sjömannafél. Hafn- arfjarðar frá byrjun hefur ver- ið að beita sér fyrlr bættum kjörum sjómanna og aðbúnaði og öryggi. Félagið hefur gert fjölda samþykkta til bæjaryf- irvalda og ríkisvalds um auk- ið atvinnuörvggi, bættan skipa- stðl, bætta aðstöðu hjá síldar- verksmiðjum ríkisins og margt, margt fleira, sem ekki er hægt að geta hér. Strax á fyrstu fundum fé- lagsins eru bomar fram tillög- ur um hvað sé hægt að flytja á fundum félagsins til menn- ingarauka. Það er ljóst að þeir sem beittu sér fyrir stofnun sjómannafélagsskaparins, hafa ekki eingöngu hugsað um dag- Björn Jóhanncsson. fyrsti formaður Sjómanna- félags Hafnarfjarðar. legar þarfir sjómanna. Þerr hafa viljað þroska þá á and- lega sviðinu líka. Þess skal að síðustu getiS hverjir hafa verið formenn i félaginu þessi 40 ár. Eftirtald- ir menn hafa gegnt þeim starfa: Björn Jóhannesson, Júlíus Sigurðsson, Gunnar Jónsson, Ingimundur Hjörleifsson, Jens Pálsson, Óskar Jónsson, Þór- arinn Guðmundsson, (hann gegndi lengst formannsstörfum, eða í 9 árj, Kristján Eyfjörð Framhald á 0. síðu. <?>- Þá hefur félagið beitt sér fyrir bættum kjörum sjómanna á ýmsan hátt. Það var tll dæm- is fyrir tillögu frá Sjómanna- félagi Hafnarfjarðar að vélbát- amir Bjargimar svonefndu voru smiðaðar og gerðir út frá Hafnarfirði. Ennfremur hvatti félagið til ' sundlaugarbyggingar i Hafnar- firði, svo sjömenn gætu lært sund, og átti félagið mann í byggingamefndinni. Félagið stofnaði vinnudeilu- sjóð. Styrktarsjóði kom félag- ið sér upp 1943: fyrsti hvata- maður þess sjððs var Óskar Jónsson Og hefur félagið veitt úr þeim sjóði á hverju ári síðan til þeirra er hafa orðið fyrir slysum eða þolað heilsu- brest á annan hátt. Þá beitti félagið sér fyrir öryggisráðstöfumum á striðs- árunum með að hindra of- hleðslu skipa er sigldu til út- landa með fisk. Félagið þurfti að gera mikið átak í þeim efn- um og urðu forustumenn fé- lagsins að standa tímum sam- an á bryggjum til að líta eftir að settum reglum væri hlýtt. Var það í samráði við Sjó- mannafélag Reyk'javíkur. Á árlnu 1944 skýrir formað- ur frá þvi, að hann og Ingi- Kínverjar vilja fund æðstu manna WASHINGTON 21/10 — Forsætisráðherra alþýðu- lýðveldisins Kína hefur sent Johnson forseta bréf, þar sem hann leggur til að kallaður verði saman fundur æðstu manna allra helztu rík]‘a í heimi, til þess að ræða tillögu um fullkomna og algjöra eyði- leggingu allra kjarnorkuvonna. Talsmaður forsetans sagði frá því í dag, að bréf- ið væri eins og aðrar áskoranir sem Kínverjar hafa beint til fjölda annarra landa eftir að þeir gerðu fyrstu kiarnorkusnreng'iutilraun sína. Bréfið til Johnsons forseta var afhent á venju- bundnum fundi sendiherra Kína o.g Bandaríkjanna í Varsjá. Talsmaðurinn sagði. að afstaða Bandarfkjanna til bessarar tillögu væri ekki brevtt. síðan Dean Busk utanríkisráðherra lýsti því vfir í siónvarpsviðtali á sunnudag. að tillagan væri reykjarslæða sem ætti að róa heiminn. Talsmaðurinn gat ekkert um það sagt, hvort for- setinn mundi svara bréfinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.