Þjóðviljinn - 23.10.1964, Qupperneq 10
2Q SlÐA
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 23. október 1964
ANDRÉ BJERKE.
EIN-
HYRNINGURINN
til blóðs en að vera þátttakandi
í stríðinu milli foreldranna.
Hvers konar móðir ert þú eig-
inlega?
En það er ekki ég, heldur
hann. sem hefur framið hjú-
skaparhrot!
Þvi hefurðu sjálf komið í
kring.
Ég?
Já, þú. Þú vissir hvað myndi
koma fyrir ef þú leiddir
þau saman. Þú vildir refsa hon-
um með Bibbi, þvi að hún er
sannkölluð refsing, finnst þér
ekki?
Refsa honum fyrir hvað?
Fyrir kuldann við þig. Fyrir
það að hann varð kaldur af þvi
að taka á Snædrottningunni.
En það er ég ekki lengur! Nei,
ég hef aldrei verið það — bara
feimin og heimsk og óreynd
og ....
.... og illgjöm. Kallaðu sjálfa
þig að minnsta kosti ekki
siðsama konu þegar þú gerir
annað eins.
Æ, kæra spegilmynd, vertu
miskunnsöm! Ég gat ekki unnið
bug á honum á neinn annan
hátt.
Honum? Það þarf að vinna
bug á sjálfri þér.
Já, já, já! Það er bara sárt að
horfa á hann og þetta — kyn-
dýr.
Og þetta segir þú, meðan
kroppur þinn æpir á hann?
Vegna þess að hann hefur ekki
snert þig í heila eilífð.
Ekki tala svona ruddalega!
Þú sem átt bara eina ósk:að
hann bindi á þér hendumar og
nálgist þig með ofsa og tryll-
ingi — eins og þú værir valin
gleðikona. Þú með blúndu-
giuggatjöldin þín og fjólur á
náttborðinu, varst þú eitthvað
að tala um kyndýr?
Æ. hættu! Ég elska hann!
Ágætt. Þá verður hægt að
vinna bug á þér, bíddu bara
hæg....
Það tók á taugamar að halda
uppi samræðum við spegilmynd.
Hún teygði sig eftir krukkunni
með andlitskremi. Hún varð að
gera eitthvað við þessa hrukku
við munninn.
Gram sat í stofunni í frakka
og með hatt og leit óþolinmóð-
lega á klukkuna. Nú hefði bam-
fóstran átt að vera komin; hann
gat ekki farið fyrr en hún kom.
Rigmor var á fundi í húsmæðra-
félaginu. Og hann átti stefnu-
mót við Bibbi í kvöld. Hún vildi
tala við hann um dálítið mikil-
vægt, mjög mikilvægt. Hann
hafði grun um hvað það var, ]
og hann hafði fulla ástæðu til
að vera taugaóstyrkur.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og snyrtistofu
STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18
III hæð (lyfta) SÍMI 2 4616.
P E R M A Garðsenda 21 —
SÍMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SÍMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA AUST-
URBÆJAR — María Guðmunds-
dóttir Laugavegi 13. — SlMI:
14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A
SAMA STAÐ.
Elskaði hann Bibbi? Hann
vissi það ekki. En í kvöld hefði
hann víst átt að vita það?
Upp á síðkastið hafði honum
fundizt hann vera eins og skip-
reika maður í björgunarbát án
vatns. Loks verður maðurinn frá
sér og drekkur sjó. Með hverj-
um sopa vex þorstinn.
Já, þú ert sjórinn. Bibbi. Þú
fyllir mig salti. Getur hinn
þyrsti elskað saltvatn?
Kannski hafði Rigmor haft
rétt fyrir sér þegar hún sagði
að hann hefði ekkert hjarta. Er
það þess vegna sem fólkið nú á
dögum er svo vansælt? Hjartað
í okkur er í ágætu standi og
kynfærin eru laus undan okinu.
En það er ekkert sem tengir
okkur saman að ofan og neðan.
21
Við erum sundurlausir, dauðir í
miðjunni......og þótt ég fram-
seldi líkama minn til þess að ég
yrði brenndur, en hefði ekki
kærleika, væri ég engu bætt-
ari.
Bæði Rigmor og Páll postuli
hafa rétt fyrir sér. hugsaði hann.
Ég er hljómandi málmur og
hvellandi bjalla. Ég verð að
finna aftur hjartað í mér. Ég
hef mislagt það einhvers stað-
ar.
Hjartað? Þvættingur: Hjartað
er holur vöðvi, sem með takt-
bundnum samdrætti dælir blóð-
inu eftir blóðæðunum. Það er
með hólf og lokur og eegir
lubb-dubb, lubb-dubb og sam-
svarar stimplinum í bílhreyfli.
Þar getur ekkert tilfinningalíf
haft aðsetur .... En af h-verju
finnum við alltaf til hræðslunn-
ar vinstra megin í brjóstinu?
Það var einmitt þar sem hann
hafði óþægindi núna. Hann var
hræddur; guði sé lof, þá hafði
hann lifandi hjarta þrátt fyrir
allt!
Aftur leit hann óþolinmóðlega
á úrið. Ó, þessi kona! Sem eig-
inkona er hún svarkur og sem
ástmey galdrakind. Ekki er
hægt að fá heimilisaðstoð, þvf
að það víll hún ekki vera —
og svei mér ef hún ætlar ekki
líka að svíkja sem bamfóstra!
Hann gat ekki setið kyrr leng-
ur; hann gekk inn til Myrth.
Það hafði góð áhrif á hann að
horfa á sofandi bamið í rökkr-
inu. Kringluleitt andlitið á kodd-
anum ljómaði af djúpum friði.
Ennið var bjart og stimdi á það;
litla nefið dró andann með vel-
þóknun. eins og það drægi að
sér blómailm meðfram Vetrar-
brautinni. Veslings hnátan, ein-
hvem tíma yrði hún að fara út
i hringrásina. En ennþá sat Púkk
á rúmstokknum og gætti henn-
ar.
Síminn hringdi frammi í gang-
inum; hann flýtti sér fram og
anzaði.
— Hvað í ósköpunum ertu að
hangsa? Þolinmæði var ekki
ein af dyggðum Bibbiar; hún
þoldi aldrei að bíða eina einustu
mínútu. öðru máli gegndi þegar
hún lét hann bíða klukkutíma
eftir sér. Að því leyti hefur kon-
an aldrei heimtað jafnrétti milli
kynjanna.
Hann sagði henni hvemig
þetta væri með bamfóstruna.
Og til allrar hamtngju hringdi
dyrabjallan áður en Bibbi gat
fleygt tólinu á.
— Þarna kermir hún! Ég verð
kominn eftir fjórar imnútur!
Gamla konan ser.i inn kom,
var mjög leið yfir því r.ð hafa
tapað af strætísvaigni. Henm
hafði ekki tíma til að fyrirgefa
henni áður en harm þaut út
Þau höfðu setið og spjaBað
saman á veitingastofunni í heila
khikkustund áður en hún komst
að efninu. En hún hafði stýrt
samræðtmum í stóran sveig í
áttina að því sem segja átti. Og
nú kom það;
— Já! Ég er orðin leið á að
vera slæma samvizkan þín. Ef
þú vilt hafa meira samanvið
mig að sælda, þá kostar það þig
gullhring. Hún lyfti baugfingri
hægri handar. Skilurðu það?
Einbaug!
Loksins kom það. Og hann
vissi að henni var alvara með
þetta. Hún getur gert gys að
kynlífinu, en ekki að gullinu.
Hann byrjaði stamandi: Viltu?
— .... verða konan þin. já.
Forstjórafrúin þín!
Nei, Bibbi var ekki félagi í
Siðgæðishreyfingunni. En hún
uppfyllti eina af fjórum kröfum
hreyfingarinnar: Alger einlægni.
— Þessi leiðinda frænka mín
kann hvort semer ekki að meta
þessa tilveru. En það kann ég
.... Jæja, hvað segirðu?
Hann sagði ekki neitt, horfði
bara dolfallinn í augu hennar.
Isblá. Sá litur sést ekki víða
í náttúrunni. Þú getur séð hann
í jökulsprungum. Isfuglinn hef-
trr hann á vængjunum. Hann
getur birzt á himninum í nánd
ávið sjóndeildarrfmnginn. Og
hann er í augunum á Bibbi.
Hún endurtók: Hvað segirðu?
Hann var í björgunarbát úti
á rúmsjó. Aralaus og án vatns.
Hann rak fyrir straumi og vindi.
Þetta urðu örlögin að ákveða.
Gæti hann ekki dregið svarið
ögn á langinn? Hann leitaði á-
kaft í jakka- og buxnavösum.
Hvað ég segi? Ég segi .... hm
.. áttu sígarettu?
— Leitaðu í frakkavasa þín-
um. Hún benti á vetrarfrakkann
hans sem lá á stólbakinu.
— Já, í frakkavasanum ....
Hann stakk hendinni niður í
vasann. Hann var djúpur og'
rúmgóður. Hvað varð fyrir hon-
um þama niðri? Hann tók það
upp og setti það á borðið. Það
var ekki sígarettupakki.
Það var Púkk.
Rigmor opnaði útidymar. Hún
hlustaði . Var það grátur sem
hún heyrði?
Bamfóstran kom fram í and-
dyrið: Myrth er vöknuð og hún
heldur því fram að brúðan
hennar sé týnd. Hún er alveg
óhuggandi.
Já, þama sat hún í rúminu
og hágrét. Rigmor strauk henni
um hárið: Svona, svona! Púkk
hefur sjálfsagt sprangað út í
tunglsljósið eins og hann er
vanur. Og svo hefur hann villzt
aftur.
— Nei, það er pabbi sem hef-
ur tekið hann! kjökraði Myrth.
Og hann sem krossaði sig og
allt!
— Það er ég viss um að
pabhi hefur ekki gert. Ekki
fyrst hann krossaði sig og hvað
eina. Það væri ekki líkt honum.
— En Púkk er ekki úti í
tunglsljósinu. Þvi að glugginn
er lokaður eins og þú sérð. Nú
kom nýtt táraflóð.
Rigmor kyssti hana á saltan
nebbann. Við finnum hann á-
reiðanlega. Ég held ég vitá hvar
hann er.
— Jæja? Myrt leit á móður-
ina með nýja von vakvið tárm.
— Já. Og svo lofa ég því, að
ég skal búa til hús handa hon-
um, svo að hann sé ekki að
flækjast þetta um í reiðileysi.
— Ætlarðu að krossa þig?
— Ég krossa mig!
Bamfóstran var ekki farin
enn. Hún fékk tækifæri til að
sitja lengur.
— Af hverju komstu með
hann hingað? Rödd Bibbiar var
nístandi.
Hann hafði ekki minnstu
hugmynd um það. Hann hafði
verið í frakkanum þegar hann
fór inn í bamaherbergið, rétt
áður en síminn hringdi. Hafði
Myrth laumast til að —? Nei,
hún var steinsofandi.
Þama sat hann að mirensta
kosti á miðju borðinu og var
staðreynd á skíðafótum. Topp-
húfan var komin með nýtt brot
og Skegglýjumar voru rytjulegri
en nokkru sinni fyrr eftir dvöl-
ina í frakkavasanum. En að öðru
leyti virtist hann við beztu
heilsu. Kringlótt íkomaaugun
horfðu með mildum svip á
Bibbi.
— Heyrirðu ekki hvað ég er
að segja? Af hverju ertu kom-
inn með hann hingað?
Ég tók hann ekki .... And-
mælin virtust máttleysisleg. Síð-
ast þegar ég sá hann, sat hann
á rúmstokknum hjá Myrh; ég
var inni hjá henni rétt áður en
ég fór ....
Eöng, éldrauð nögl klóraði i
dúkinn. Og svo tróðstu honum
■í vasann — alveg viðutan, var
það ekki?
Bibbi hafði naumast lesið
Freud. En hún beitti honum.
Þetta var kaflinn um röngu við-
brögðin.
— Ég skil ekki .... tatrtaði
hann.
— En ég skil það! hreytti hún
útúr sér. Þú hefur eitthvað meö
þér til að vernda þig — fyrir
mér. Brúðuna hennar litlu dótt-
ur minnar! Æ, ég þekki ykkurr
eiginmennina!
Hann svaraði með sptimrngu:
Hvers vegna viltu fá mig sem
— eiginmann?
Púkk hafði aldrei getað bros-
að, því að láréttur munnurinn
var saumaður niður í eitt skipti
fyrir öll. En nú var alveg eins
og ólýsanlegt bros hvíldi yfir
saumuðum andlitsdráttunum.
Káttna, sem var ekki af þess-
um heimi. Hvaðan kemurðu
Púkk?
Bibbi sló flötum lófanum f
borðið af miklu afli. Það var
eins og skoti væri hleypt af í
veitingastofunni.
— Nú verðurðu að velja
milli mín og þessarar brúðu.
Skilurðu það?
ísbláu augun leiftruðu. Svo
Ieit hún niður á borðið og hún
hrökk við.
Hvgmig er hann kominn
þangað?
Allt frá hatti oní skó
CONSUL CORTINA
bflaielga
magnúsap •*■■■
skipholtl 21
slmar: 21190-21185
' ' \ . t > »
' * -4 : • •»>».!»« ;> ;
3£aukur (^u&mundóðc'
~ HEIMASÍMI 21037
SKOTTA
„Ég get ekki verið með þér Alfreð... en ég skal fara út með þér
þriðjudags-, miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld.
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
# Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmélar Loftleiða:
# FLOGIÐ STRAX — FARGJALD
GREITT SÍÐAR
# Skipuleggjum hópferðir og ein-
staídingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
Lf\ N a S V IM
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.a BOX 465 — REYKJAVÍK.
CMBOÐ LOFTLEEÐA.
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KR01N - BÚÐIRNAR.
Sendisveinar óskast
Hafið samband við skrifstofuna, sími 17-500.
MMIi
/