Þjóðviljinn - 08.11.1964, Side 6

Þjóðviljinn - 08.11.1964, Side 6
$ S1»A HðÐVILIENN Rœða fluH á samkomu MÍR í Austrurbœjarbfói 6. nóv. OKTOBER- BYLTINGIN Þýzka skáldið og kommúnist- inn Bert Brecht segir í einu miMu kvasði um októberbylt- inguna rússnesku: Seitdem hat die Welt ihre Hoffnung — Síð- an þá hefur heimurinn átt sér sína von. í upphafi virtist þessi von furðuveik, en í dag á hún nærfellt hálfrar aldar feril veruleikans að baki sér. Baunar voru þeir ekki íáir, sem litu öðrum augum á októ- berbyltinguna en hið þýzka skáld, sem ég nú nefndi: lærðir menn í Vesturevrópu, sem höfðu gránað í þjónustu hins fræðilega sósíalisma, sögðu að októberbyltingin væri brot á hinum heilögu lögmálum marx- ismans. Og Churchill kallaði októberbyltinguna einhvem tíma „vinnustöðvarslys" ver- aldarsögunnar. En svo. var líka íslenzkur búandkarl og einyrki vestur undir Klettafjöllum, sem fagnaði októberbyltingunni með þessum orðum; Er hann heims úr böli boginn, blóðngnr að risa og hækka, múginn vorn að máttka, stækka? Sannleiksvottur lýtum loginn. Enn í dag, 47 árum eftir holdtekju októberbyltingarinn- ar, eru skoðanir manna mjög skiptar á þessari von heimsins. Ég á ekki aðeins við þá menn, sem af eðlislægum rökum hafa fulla ástæðu til að óttast og hata októberbyltinguna og allt sem af henrii hefur flotið, held- ur einnig marga unnendur og fylgismenn sósíalismans. f þeim hópi eru ekki allfáir, sem hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þeim hefur farið eins og honum afa hans Þórbergs Þórðarsonar. Meistari Þórbergur segir í Bréfi til Láru frá merkilegri vitrun, er hann hitti í svefni afa sinn dauðan. „Ert þú á himnum?“ spurði Þórbergur. Og afi hans svaraði: „E-ekki lýsti séra Jóhann sálugi því svona. Ha-hann sagði að þar væri gullslot og sálmasöngur". Leyfið mér enn að vitna í Bert Brecht. Hann gerði einu sinni kommúnismann að yrkis- , efni og sagði þá: Er ist das Einfaehe, das schwer zu mach- en ist — hann er það einfalda, sem er torvelt að skapa. Það er hollt að minnast þessara orða ef Ieggja skal hlutlægt sögulegt mat á októberbylting- una og Sovétríkin. Sú kynslóð, sem tók pólitisk- an þroska sinn undir ægis- hjálmi októberbyltingarinnar og áranna síðan hefur margs að minnast. Ég var ungur Hafnarstúdent á árum hinnar fyrstu 5-ára-áætlunar. Um fátt annað var þá meira rætt. Mér er það í minni, að þeir menn, sem mörkuðu mest hið póli- tíska og efnahagslega almenn- ingsálit, stjómmálamenn og hagspekingar hins borgaralega heims, hæddu þessa efnahags- áætlun og sppttuðu og töldu hana brjóta í bág við öll lög- mál guðs og manna, þau er ríkja í heimi fjármála og at- vinnulífs. Þó minnist ég einn- ar undantekningar í þessu efni frá þeim árum. Það var Birch gamli, prófessor í hagfraeði við Hafnarháskóla. Hann hafði trú á 5-ára áætlun Hússa og sagði, að þótt hún yrði ekki fram- kvæmd nema til hálfs mundi hún valda meiri straumhvörf- um í sögunní en nokkur ann- ar samtímaviðburður. Ég skal geta þess, að flestir þeir Dan- ir sem ég átti tal við á þess- um árum töldu Birch gamla truflaðan á geðsmunum. Þegar ég nú lít um öxl til þessara löngu liðnu ára, þá hneykslast ég í raun og veru ekki á þeim mönnum, sem töldu 5-ára-áætlun Rússa óðs manns æði. Það var ekki í fyrsta skipti, að söguleg ný- lunda verði heiðingjum þneyksli og Grikkjum heimska. En 5- ára-áætlunin var á þessum ár- um fullkomin þjóðfélagsleg nýung, einstök og án forgeng- ils í sögunni. Það hafi aldrei verið vitað fyrr að hægt væri að spenna vinnuorku heillar þjóðar fyrir samfellda efna- hagsáætlun, þar sem kveðið var á um til fimm ára, hve miklu verksmiðjur, námur og orkuver skyldu afkasta að þeim loknum og hve miklu fjármagni skyldi veitt til hinna sundurleitu framleiðslu- og at- hafnasviða. Um þetta hafði aldrei verið getið í öllum spá- mannanna bókum. Um þetta þögðu öll hin þykku rit hag- fræðinganna, og þeir sem höfðu kannað þennan mögu- leika fræðilega sögðu slíka á- ætlun efnahagslega firru. En á- ætlunin var framkv. og meira en það. Og síðan hafa margar aðrar slíkar áætlanir verið framkvæmdar í Sovétríkjunum, þessa stundina er verið að ljúka við 7-ára-áætlun, sem er aðeins áfangi í efnahagsáætlun til 20 ára., þar sem lögð verða frumdrögin að samfélagshátt- um kommúnismans. , Það er nú liðið á aðra öld síðan Karl Marx komst svo að orði um lögfestingu á tíu- stunda vinnudegi kolanámu- verkamanna á Englandi, að þar hefði hagfræði verkalýðsins í fyrsta skipti unnið sigur á hag- fræði borgarastéttarinnar. Sá sigur var unnin innan ramma hins borgaralega þjóðfélags. En það varð að bíða októberbylt- ingarinnar rússnesku áður en hagfræði verkalýðsins gengi f raun og veru af hagfræði borg- arastéttarinnar dauðri. Efna- hagsáætlanir Sovétríkjanna hafa staðfest án alls vafa raun- veruleika hagskipanar, þar sem mennimir beizla sín eigin framleiðsluöfl, Iáta þau Iúta vitrænni stjóm, en beygja ekki kné sín fyrir þeim eins og þau væru framandi öfl af öðrum heimi en heimi mannsins sjálfs. Þá fyrst getur maðurinn talizt fullvalda í sögu sinni, er hann fær stjómað sínu eigin sköp- unarverki: efnahagslegri til- veru sinni. Og það er hið mikla afrek Sovétríkjanna að hafa fyrst allra lagt drögin að slíkri þjóðfélagslegri stjóm, og ég tek svo. til orða vegna þess, að st'jómun efnahagslegrar og félagslegrar tilveru er ekki einstakt dagsverk, sem lokið er að kveldi, heldur endalaust viðfangsefni, sem mennimir munu glíma við meðan þeir sem líftegund eru til á þessum hnetti. Þrjátíu árum eftir lok hinnar fyrstu 5-ára-áætlunar hneyksl- ast nú enginn á áætlunarbú- skap nema Barry Goldwater, flutti þá fregn fyrir nokkrum kvöldum, að franska stjórnin hefði birt efnahagslega 5-ára- áætlun. Þannig bregðast nú krosstré sem önnur tré. Það er tæplega til það auðvalds- land á hnettinum, Bandaríkin ekki undanskilin, að það sé ekki að burðast með einhvers konar efnahagslegar áætlanir. EFTIR SVERRI KRISTJANSSON sem heldur að Lyndon Johnson sé sósíalisti. Það er ekki að- eins að hinn vestræni heimur sé farinn að játa, að efna- hagsáætlanir Sovétríkjanna séu í samræmi við veruleikann, að engin ástæða sé að efast um að þau nái því marki, sem þau hafa sett sér innan ákveðinna tímamarka, heldur hefur hinn vcslræni hejmur.orðið að lúta svo lágt að taka upp áætlun- arbúskap á vissum afmörkuð- um sviðum að svo miklu leyti sem ekki er gengið of nærri hinu kapítalíska frelsi til að græða á lýðnum. Útvarpið Jafnvel viðreisnarstjórnin okk- ar, sem hélt hún gæti stigið dansinn í frelsi og áhyggju- leysi Manchestermannanna brezku frá miðri 19. öld, er nú á kafi í áætlunum. Þannig læra háþroskuð auðvaldslönd SQvézk vinnubrögð, stundum án þess að vita af því sjálf, en oftast af illri nauðsyn. Hinn gamli klassíski kapitalismi hefur sungið sitt síðasta vers, á því þróunarskeiði, sem hann er nú staddur á eftir miðja 20. öld verður hann að beita á- ætlunarbundnum framleiðslu- aðferðum þar sem því verður við komið, að öðrum kosti er hætt við að hið aldna sigur- verk hætti einn góðan veður- dag að tifa. Það skal raunar ósagt látið hvað upp kann að spretta af þvi, er efnahagsá- ætlanir eru gerðar á kapítal- ískan meið. En kannski verð- ur árangurinn ekki lakari að sínu Ieyti en þegar listrænum apa er kennt að mála abstrakt. Sovézkra áhrifa kennir ekki aðeins í áætlunarbúskap þrosk- aðra auðvaldslanda. Hvergi eru þessi áhrif dýpri en meðal hinna snauðu manna í þróun- arlöndunum svokölluðu, þeim löndum, sem hinn vestræni heimur hefur stjórnað af al- geru fullveldi þangað til fyr- ir nokkrum árum, að þau heimtu flest pólitískt sjálf- stæði sitt. Það er athyglisvert, að nálega öll þessi nýfrjálsu lönd leita sér ekki efnahags- legra fyrirmynda í .hinum vestræna heimi sem skiluðu þeim af sér í því þokkalega á- standi, sem öllum er kunnugt, heldur reyna þau áð Iærá af efnahagslegri reynslu Sovét- rikjanna. Öll hafa þessi ríki - Sunnudagur 8. nóvember 1964 tekið upp áætlunarbúskap í einhverri mynd, öll hafa þau gert sér efnahagsáætlanir til skemmri eða len.gri tíma. Þess- ar nýfrjálsu þjóðir telja sér ekki fært að beita hinum klassísku vinnubrögðum vest- ræns heims þegar þær leitast við að risa upp úr örbirgð sinni og niðurlægingu. Nei, þær ganga í skóla Sovétríkjanna, sem á tæplega hálfrí öld hafa sjálf risið upp úr fátækt ald- anna og orðið næststærsta iðju- veldi veraldar. Þannig geisla áhrif hinnar miklu október- byltingar um hnöttinn allan leynt og Ijóst og Sovétrikin eru orðin heimsáfl i sögu ald- ar okkar. Áhrifa þeirra gætir víðar en £ þeim efnum, sem ég hef þeg- ar drepið á. Þegar Sovétrik- in skutu fyrstu geimförum á loft og þjóðir í landi áætlun- arbúskaparins teygðu sig til hnatta festingarinnar, varð hinn vestræni heimur æði for- virraður. Á dauða sínum átti hann von, en ekki þessu. Þótt ótrúlegt sé, þá virðist hinn vestræni heimur hafa þá fyrst vaknað til vitundar um það, að menntun kostar fé. Og hvaðanæva heyrðist hrópað: meira fé til vísinda og mennta og það var veitt meira fé til vísinda og mennta og jafnvel hálfhungraðir og fyrirlitnir bandarískir barnakennarar fengu launahækkun. Slík voru áhrifin frá hinu forna klass- íska landi ólæsisins. Úm sama leyti voru raddir uppi meðal hagfræðinga og stjómmálamanna hins borgara- lega heims um efnahagslegt kapphlaup milli austurs og vesturs. Sérfræðingarnir tóku að velta því fyrir sér, hvort Sovétríkin mundu kannski ekki áður en langt um liði hlaupa hinn vestræna heim uppi á paðreim atvinnulífsins. Flestir vom á einu máli um það, að þetta mundi verða, þótt þeim kæmi ekki saman um ártalið, er Sovétríkin hlypu í mark. Bollaleggingamar um þetta við- fangsefni em í sjálfu sér tim- anna tákn. Það er mál margra sérfræðinga vestrænna um efnahagsmál, að atvinnuleg þró- un Sovétríkjanna neyði hinn I Framhald á 8. síðu. Húsgögn á ÍOOO fermetrum Höfum opnað f húsgagnaverzlun að LAUGAVEGI 26 Glœsilegt húsgagnaúrval á tveimur hœðum LAUGAVEGI 26 — SlMI 22 900. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.