Þjóðviljinn - 08.11.1964, Side 12

Þjóðviljinn - 08.11.1964, Side 12
Kóreuballettinn í Þjóðleikhúsinu 1 viðtali við fréttamenn ný- verið skýrði þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, frá því að innan skamms væri væntan- legur hingað til lands á vegum Þjóðleikhússins stór söng- og dansflokkur frá Seoul í Suður- Kóreu. Mun flokkurinn halda þrjár sýningar í Þjóðleikhúsinu dagana 21.-23. þ.m. Flokkur irang og árið 1951. listamenn, söngvarar, þessi nefnist Ar- var hann stofnaður I honum eru alls 46 þ.e. 29 dansarar og II hljómsveitarmenn og sex fararstjórar og aðstoðar- menn. 1 flokknum eru ýmsir, þekktustu listamenn Suður-Kór- eu á þessu sviði og nýtur hann ríkisstyrks. Flokkurinn hefur að undanfömu verið á ferðalagi um Ameríku og héðan heldur hann til Norðurlandanna. Efnisskráin er að mestu byggð á gamalli kóreanskri tón- list er varðveizt hefur lítt breytt um aldaraðir. Söngvaramir syngja gamlar þjóðvísur og dansaramir sýna þjóðdansa en margir þeirra hafa verið endur- samdir og færðir í nútímabún- ing. Er tónlistin mjög sérkenni- leg og ólík tónlist Vesturlanda, Sunnudagur 8. nóvember 1964. — 29. árgangur 246. tölublað. Pressuballið næsta laugardag □ Næsta laugardagskvöld, 14 .nóvember, heldur Blaða- mannafélag íslands „pressuball“ sitt að Hótel Borg. Veizlu- stjóri verður Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, en hann er gamall blaðamaður og stjórnaði líka síðasta pressuballL Þrjár dansmeyjar úr Ariang-ballettinum ásamt tveim einsöngvurum söngflokksins. hljóðfærin eru og frábrugðin þeim sem við þekkjum t.d. tólf strengja kóreönsk harpa. kóre- anskar skeljar o. fl. Leiktjöldin eru gerð í gömlum austurlenzk- um stíl og búningar mjög lit- ríkir og skrautlegir. Aðaldans- ari og danshöfundur flokksins er Stella Kwon sem er mjög þekktur listdansari í heima- landi sínu. Hljómsveitarstjóri er John S. Kim. Enn er búið í „Pólunum" hálfrar aldar gömlum 84 BÖRN MEÐAL 245 ÍBÚA í 20 TIL 30 ÁRA GÖML UM HERSKÁLUM | | Enn er búið í 69 íbúðum í fjórum braggahverfum hér í Reykjavík, nær hálfum þriðja áratug eftir að skál- ar þessir voru reistir sem bráðabirgðahúsnæði erlendra hermanna. Alls búa í borgarbröggunum 245 einstaklingar, þar af 84 börn innan 16 ára aldurs. Þjóðviljinn hafði fyrir skömmu samband við Svein Ragnarsson húsnæðismálafulltrúa borgarinn- ar og lagði fyrir hann nokkrar spumingar um Pólana og braggahverfin í bænum. Hvenær er ráðgert að rýma Pólana? LJÓÐ EFTIR LISTAMENN Út er komin sérkennileg Ijóða- bók, Listamannaljóð nefnist hún og geymir kvæði eftir sextán listamenn, allt frá Sæmundi Hólm og Sölva Helgasyni til Nínu Tryggvadóttur og Harðar Ágústssonar. Magnús Á. Árnason sá um út- gáfuna og skrifar hann eftir- mála. Þar ræðir hann yrkingar listamanna yfirleitt og kemst að þeirri niðurstöðu, að tilhneiging- ar þeirra til kveðskaþar séu ekki eingöngu það íslenzka fyr- irbæri að allir vilji vera skáld, heldur tengdar tjáningarþörf þeirra. „Það virðist augljóst, að að óbreyttum aðstæðum um og eftir aldamótin síðustu, hefðum við sennilega flest orðið skáld, góð eða léleg eftir því sem efni stóðu til. Flestir af yngri lista- mönnum okkar eru algjörlega lausir við þessa sýki _“ í bókinni eru og sjálfsmyndir flestra þeirra listamanna er í hana yrkja. Bókin er gefin út til ágóða fyrir byggingarsjóð myndlistar- manna — til að koma upp nýj- um og varanlegum sýningar- skála. Ragnar Jónsson gaf prent- un, og fyrir bókband var greitt með mynd eftir einn félagsmann FÍM. Bókin verður seld í bóka- verzlunum Máls og menningar og Almenna bókafélagsins og munu þær ekki áskilja sér nein sölulaun. Bóki ner gefin út í 550 tölu- settum eintökum. Káouna gerði Barbara Árnason. Ráðgert var að rýma Pólana á þessu ári og miða þá helzt við 1. október á svokölluðum fardög- um á hausti. Núna standa málin þannig, að ellefu fbúðir eru rýmdar og búið er ennþá í fjór- um íbúðum. Þetta eru þannig fjórar fjöl- skyldur og þar af tvær bama- fjölskyldur. Önnur fjölskyldan hefur eitt bam á framfæri inn- an 16 ára aldurs og hin fjöl- skyldan hefur fjögur böm inn- an 16 ára aldurs. Hvert hefur fólkið flutzt úr Pólunum? Megnið af því hefur flust í Höfðaborgina við Borgartún. Hvað búa margir f bröggum í Reykjavík? Samkvæmt skýrslu 14. október eru nú sextíu og níu íbúðir i braggahverfum. Það eru samtals 245 íbúar og þar af 84 börn innan 16 ára aldurs. Hvar eru stærstu braggahverf- in í bænum? Fjögur braggahverfi eru nú í borginni. Fyrst mætti nefna Kaplaskjólshverfið undir öðru nafni Kamp Knox. Þar er nú búið í fimmtán íbúðum. íbúa- fjöldi fjörutiu og fimm og þar af átta böm. Þá er það Herskálahverfið við Suðurlandsbraut. Þar er búið í ellefu íbúðum. Ibúafjöldi þrjátíu og átta einstaklingar og þar af ellefu börn. Þá er það Bústaðahverfið með tíu íbúðir. Ibúafjöldi fimmtíu og fjórir einstaklingar og þar af tuttugu og sex böm. Að lokum er það Melabragg- inn með átta íbúðir. Þar búa ellefu manns og ekkert barn. Ein af þeim fjölskyldum er að flytja þessa dagana. Sveinn Ragnarsson sagði að lokum, að sókninni yrði þannig hagað á næstunni, að barna- fjölskyldur myndu sitja fyrir um rýmingu úr heilsuspillandi húsnæði. GALLERY 16 VIKUGAMALT Gestir pressuballsins verSa for- sætisráðherrahjónin nýkomin úr reisu til Landsins helga. Fær- eyski rithöfundurinn William Heinesen ætlaði að koma á ball- ið, en vegna erfiðra samgangna við Færeyjar gat nú ekki af þvi orðið. En Heinesen gerði það ekki endasleppt og sendir minn- ingarljóð um Einar skáld Bene- diktsson. Er það ort á færeysku og voru þeir kunningjar í lif- anda lífi. Helga Valtýsdóttir, leikkona les ljóðið upp um kvöldið. I Aðalheiður Guðmundsdóttir er upprennandi söngstjarna kemur heim frá söngnámi í Þýzkalandi næstu daga og ætlar að troða upp á pressuballinu og lofa mönnum að njóta ávaxtanna af ströngu söngnámi bæði hjá Mos- arteum í Salzburg og hjá frú Lingeman í Munchen. Frú Aðal- heiður hefur verið formaður Fíl- harmoníukórsins og sungið á hans vegum hér heima. Þá hefur Ragnar Jóhannesson cand. mag. samið parodiu á Pét- ur Gaut í nútímaformi og gerir nýjustu viðburði að gamanmálL Þeir Robert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson eru flytjendur Framhald á 8. síðu. Aðalheiður Guðmundsdóttir Eins og frá var skýrt i blaðinu fyrir tveim dögum hafa tveir ungir menn opnað sýningarhúsnæði að Klapparstíg 16 og nefna það Gallery 16. Þar ætla þeir að sýna og selja Iistaverk allan ársins hring, og láta tekjur af innrömmunarverkstæði sem þeir reka á sama stað koma í stað aðgangs- eyris. — Myndin sýnir annan þessara ungu manna, Kristján Guðmundsson, við mynd eftir Sverri Haraldsson. SVFÍ og Landhelgis- gæzlan kaupa þyrlu Forstöðumenn ' Landhelgis- gæzlunnar og iSlysavarnafélags- ins boðuðu fréttamenn á sinn fund í gær og skýrðu þar frá því, að dómsmálaráðuneytið hafi veitt heimild til handa Land- helgisgæzlunni til kaupa á þyr- ilvængju. Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar skýrði frá því, að Slysavarnafélagið muni standa straum af kostnaði að hálfu á móti Landhelgisgæzl- unni. Auk þess mun notað til kaupa á þyrlunni fé það, sem safnaðist til þyrlukaupa meðan Landhelgisdeilan stóð yfir, 660 þús. kr. Pétur skýrði frá því að ekki hefðu verið ákveðin kaup á sér- stakri þyrlu, en hún yrði alla- vega valin af gerðinni Bell 47 J. Búast má við að þyrlan komi hingað til lands fyrir næstu ára- mót og mun hún hingaðkomin kosta um 3% milj. kr. Þær þyrlur, sem hingað til hafa verið í notkun hér hafa verið keyptar notaðar eins og Sif“ en þessi flugvél verður ný, framleidd í Bandaríkjunum og tekur þrjá menn auk flug- manns. Gunnar Friðriksson skýrði þátttöku S.V.F.L Væru ástæður margvíslegar og nefndi hann m. a. í því sambandi björgun á mönnum úr strönduðum skip- um eða úr gúmbát á hafi úti, flutning á sjúklingum bæði af sjó og landi, til leitar að týndum mönnum eða flugvélum o.fl. Ennfremur gafst fréttamönn- um kostur á að ræða við þá Þórarin Björnsson, skipherra, sem fyrstur manna hérlendis gerði tilraunir með þyrluflug og Björn Jónsson, sem hefur und- anfarið verið aðstoðarflugmaður á „Sif“ en verður nú flugmað- ur á nýju vélinni. Tillaga um endurskoB- un ríkisframfærslu Alfreð Gíslason hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um rík- isframfærslu sjúkra manna og örkumla. Tillagan er svohl’jóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara endurskoðun laga um ríkisframfærzlu sjúkra manna og örkumla. Skal þeirri endurskoðun hraðað og breytingartillögur í frumvarpsformi lagðar fyrir Alþingi svo fljótt sem verða má“. Tillögunni fylgir greinargerð og ennfremur sem fylgiskjal, kaflar úr athugasemdum við frumvarp til laga um almannatryggingar, lagt fyrir Alþingi 1962—1963. Greinargerðin verður birt hér á þingfréttasíð- unni f heild á þriðjudaginn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.