Þjóðviljinn - 12.11.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.11.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. nóvember 1964 ------------- ---------------------------------ÞIÖÐVILJINN------------------------------------------------------------------------------- in SÍÐBÚINN ANNÁLL UM ÞINGSTÖRFIN VERKFALLSDAGANA ■ Hér fer á eftir stutt yfirlit um þingstörfin og umræður á Alþingi þá daga fyrir og um síðustu mánaðamót er dagblöðin komu ekki út vegna verkfalls prentara. Mánudagur 26. október 1 dag voru tekin fyrir ýmis mál í neðri deild þingsins og efri. Meðal þeirra mála, sem rædd voru í neðri deild var frumvarp til laga um vemd barna og ungmenna, sem felur í sér allnokkra beytingu á núgildandi bamavemdarlögum. Nánar verður sagt frá ræðu Einar Olgeirssonar í umræðunum um þetta mál, er hann ræddi þann smánarblett á íslenzku þjóðfélagi, sem bamavinnan er. Þriðjudagur 27. október 1 dag var fundur í efri deild um gjaldaviðauka 3. umræða og var málið afgreitt til neðri deildar. 1 neðri deild var fyrst tekið fyrir frumvarp til laga um breyt- ingu á almennum hegningarlögum. Jóhann Hafstein talaði fyrir því og var það samþykkt án frekari umræðna til 2. umræðu og nefndar. Þá var tekið fyrir stjómarfrumvarp um breytingu á lögum um Síldarverksmiðjur ríkisins, sem felur í sér afnám forgangsréttar einstakra aðila til löndunar hjá Síldarverksmiðjunum. Samþ. samhlj. til 2. umræðu og nefndar. Loks frumvarp til laga um skipsströnd og vogrek frá Sigurvin Einarssyni (Frfl.) Samþ. samhlj. til nefndar óg 2. umr. Miðvikudagur 28. október Fundur í Sameinuðu þingi. Fyrst teknar fyrir fyrirspumir. Frá Gils Guðmundssyni um Áburðarverksmiðjuna. f framsögu sinni sagði Gils, að allt frá upphafi hefði ríkt mikil óánægja meðal bænda með verksmiðjuna. Stjómendur hefðu reynt að bæta úr þessu en tvennum sögum fari af árangri þeirrar viðleitni. Ingólfur Jónsson (S) varð fyrir svörun\ og sagði að tilraunir til að auka komastærð kjamaáburðarins hefðu ekki borið árang- ur. Þá fór ráðherrann orðum um aðra liði fyrirspumarinnar og sagði t.d. að ekki væri unnt að blanda íslenzku kalki saman við kjamann, sem væri of kalksnauður fyrir íslenzkan jarðveg. Þá sagði hann, að ráðagerðir væru uppi um að stækka verksmiðjuna i áföngum og myndi fyrsti áfanginn kosta 95 milj. Gils tók aftur til máls og sagði, að ekki hefði gætt nægrar fyr- irhyggju í upphafi um framleiðsluval og framleiðsluaðferð. Ljóst væri af máli landbúnaðarráðherra að kjaninn væri mjög ein- hæfur áburður. Þá þakkaði Gils ráðherra svörin. Skúli Guðmunðsson tók til máls og á eftir honum Ingólfur ráð- herra á nýjan leik. Næst var fyrirspurn frá Halldóri E. Sigurðssyni o.fl. um hvort ríkisstjórnin hefði notað lagaheimild frá síðastliðnum vetri um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. Bjami Benediktsson svaraði fyrirspurninni og var ræða hans orðrétt eftirfarandi: „Herra for- seti, þessari heimild hefur ekki verið beitt“. Halldór Sigurðsson tók þessu næst aftur til máls og þakkaði greið svör. Næsta mál á dagskrá neðri deildar var þingsályktun um end- urkaup Seðlabankans á framleiðslu- og hráefnavíxlum iðnaðar- ins. Flm. Þórarinn Þórarinsson (F), hóf mál sitt á því að spyrja, hvort iðnaðurinn ætti ekki að vera jafnrétthár landbúnaði og sjávarútvegi með tilliti til þessara afurðalána. Iðnaðurinn yrði að njóta sömu aðstöðu til að afla sér fjár og hinir atvinnuveg- imir þ.e. að geta fengið afurðalán út á framleidda vöfu. Þetta væri ekki sízt brýnt vegna þess að nú væri mikill lánsfjárskort- ur ríkjandi í iðnaðinum. Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, tók næstur til máls og og svaraði nokkrum atriðum úr ræðu Þórarins. Næstur tók til máls Lúðvik Jósepsson og sagðist hann vilja gera athugasemd við málflutning Framsóknarmanna. Af ræðu Þórarins hafi mátt marka, að hann teldi ísl. iðnað homreka með tiUiti til þessara endurkaupalána. Þetta væri ekki rétt, því stór- ar greinar sjávarútvegsins gætu ekki fengið endurkaupalán. Tog- aramir hafi aldrei fengð hin sk. afurðalán. Aðalatrðið í þessari lánastarfsemi væri að Seðlabankinn skuldbindur sig til að lána út á framleiddar vörur sem eru raunveruleg gjaldeyrisverðmæti. Lúðvík kvað það ástæðulaust að láta iðnað, sem framleiðir fyrir innanlandsmarkað fá þessi endurkaupalán, t.d. súkkulaði- verksmiðjur, en tillaga Framsóknarmanna felur í sér, að öllum iðngreinum sé lánað fjármagn út á framleiðsluna. Þingmaðurinn sagði, að málflutningur Framsóknarmanna um að sjávarútveginum og iðnaðinum væri gert mishátt undir höfði væri ósanngjam. Benda mætti á fordæmi erlendra þjóða, sem lána út á framleiðsluvörur útflutningsiðnaðarins með góðum vaxtakjörum. Ræðumaður lét svo ummælt, að núgildandi reglur væru hent- ugar því þær stuðluðu að auknum útflutningsiðnaði og þar með auknum gjaldeyristekjum fyrir þjóðina. Reyndar skorti iðnaðinn lánsfé, en þær tillögur, sem Framsóknarmenn flyttu væru ekki rétta leiðin til að greiða úr þeim skorti. Þórarinn Þórarinsson tók aftur til máls og síðan var málinu frestað. Fimmtudagur 29. október I efri deild mælti Páll Þorsteinsson (F) fyrir fmmvarpi til laga um samvinnubúskap. Hann rakti efni frumvarpsins, skýrði á- kvæði þess og tilgang. Magnús Jónsson (S) kvað frumvarpið stórmerkt og benti m.a. á að við stöndum frammi fyrir tæknilegri byltingu í landbún- aðinum og það sem stæði frekari framþróun fyrir þrifum væri að mörgu leyti einyrkjabúskapurinn. Lausn vandamálanna yrði því að miklu leyti að byggjast á samvinnubúskap. Það væri í sjálfu sér enginn skaði þó afskekktar afdalajarðir færu í eyði. Hann sagði að lokum, að ríkið ætti ekki að hafa neina forgöngu um þessi mál. Bændur ættu að gera það sjálfir. Arnór Sigurjónsson (Albl) kvað fjölskyldubúskapinn í sérstök- um vandræðum nú þar sem vinna leggst á einn og aðeins einn aðila. Fjölskyldubúskapurinn hefði marga kosti, sem ekki fengjust í öðrum atvinnuvegum, en sagði að ástæða væri til að frum- varpi þessu um samvinnubúskap yrði tekið vel. Magnús Jónsson tók aftur til máls og tók mjög í sama streng og Arnór. Síðan var málinu vísað til nefndar og 2. umræðu. Emil Jónsson mælti í neðri deild fyrir frumvarpi um hækkun og lengingu orlofs, og skýrði frá, að þetta væri aðeins einn lið- urinn í samkomúlagi ríkisstjómarinnar, Vinnuveitendasambands- ins og Alþýðusambandsins frá sl. vori. Lúðvík Jósepsson (Albl) fagnáði flutningi frumvarpsins og sagði, að samkomulag um þetta atriði hefði verið mjög réttlátt eins og á stóð. Reyndar hefðum við dregizt aftur úr um orlofs- greiðslur því orlof á Norðurlöndum væri yfirleitt orðið 9°/ci og þvi Vs% lægra hér þó þessi lög næðu fram að ganga. Lúðvík kvað fjarstæðu eina að halda því fram að sjómenn væru nk. atvinnurekendur, þó þeir fengju hlutdeild úr afla, og ættu þeir að eiga sama rétt og aðrir launþegar. Ekki mætti láta mikinn afla nokkurra skipa villa sér sýn; til grundvallar yrði að leggja meðaltal allra þeirra skipa, er veiðar stunda. Sumir bátar fiskuðu ekki fyrir lámarkskauptryggingu meðan aðrir bátar hefðu hana margfalda. Hann sagðist að lokum vona, að frumvarpið mætti engri and- stöðu á þingi þrátt fyrir ummæli Bjöms Pálssonar. Eysteinn Jónsson (F) fagnaði samkomulaginu og sagði, að sjó- menn þyrftu ekki síður orlof en aðrir. Þá tóku til máls Sverrir Júlíusson (S), Bjöm Pálsson (F), og Emil Jónsson (A). Einar Ágústsson F) mælti fyrir frumvarpi Framsóknarmanna um lækkun skatta og útsvars. Hann rakti gang þessara mála frá i sumar og vitnaði í málgögn stjómarflokkanna, fjármálatíðindi og útvarpsumræður um skattamálin. Kom fram þar hvað óánægj- an meðal almennings yfir hinum svívirðilegu álögum í sumar var mikil. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, svaraði nokkrum atrið- um úr ræðu Einars en <=íðan var umræðum frestað. Mánudagur 2. nóvember Á dagskrá efri deildar í dag var frumvarp til girðingalaga frá ríkisstjórninni. Ólafur Jóhanncsson (F) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og gagnrýndi hann málsmeðferð þá, sem stjómin hefur haft á, að leggja miklu fleiri stjómarfrumvörp fram í neðri deild- inni en í efri. Þetta hefði það í för með sér, að þegar loks málin kæmu til efri deildar væri lítill tími til að ræða þau, því þá kæmu þau svo mörg .í einu. Gunnar Thoroddsen (S), og Magnús Jónsson (S) tóku í sama sama streng og Ölafur. Síðan var eina dagskrármálinu frestað. I neðri deild hafði Hannibal Valdimarsson framsögu fyrir fmm- varpi sínu um vinnuvemd og sagði að hann væri til viðræðu um einstakar breytingar á frumvarpinu en efnislega væri þetta í samræmi við álit sitt á nauðsynlegri lagasetningu sem þessarar. Þá skýrði hann frá því að þetta frumvarp hefði verið flutt á síðasta þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Vísaði hann, í sam- bandi við frekari rökstuðning, til framsöguræðu þeirrar er hann hélt þá um málið. Að lokinni ræðu Hannibals var frumvarpinu vísað til nefndar og 2. umræðu. 10 ÁRA STARF AÐ VINNU- HAGRÆDINGU Á fSLANDI Þessa daga á norska fyrir- tækið Industrikonsulent tíu ára starfsafmæli hér á landi. Það hefur unnið að vinnuhag- ræðingu hér hjá ýmsum stofn- unum og hefur nú í takinu þessa stundina Póst og síma, Sementsverksmiðju ríkisins og ríkis- Og bæjarstofnanir hér i bænum og fleira mætti telja. Fyrirtækið hefur aðalbæki- stöðvar sínar í Osló. Fjórir ungir menn stofnuðu það árið 1945 og hefur það fært. út kví- amar síðan. Einn af stofnendunum er Lars Mjös og er hann nú i heimsókn hér á landi í sam- bandi við tiu ára afmælið og bauð á dögunum til hádegis- verðar ýmsum fyrirmönnum úr atvinnulifinu; einnig voru fréttamenn blaða og útvarps viðstaddir. Árið 1954 var Eiríkur Briem á ferðalagi um Evrópu og veitti því þá athygli, hvað vinnuhag- ræðing átti upp á pallborðið hjá ýmsum þjóðum. Setti hann sig þá í samband við forstöðu- menn fyrirtækisins í Osló og kcjm Lars Idjös til landsins. Það varð úr að fyrirtækið opnaði hér skrifstofu og reynd- ar samtímis í Stavinger. í hádegisverðarboðinu að Hótel Sögu færði Lars Mjös Eiríki Briem blómvönd að gjöf og hélt þá um leið hjartnæma ræðu yfir borðum Árið 1954 hafði fyrirtækið þrjátíu og fimm ráðunauta í þjónustu sinni og hafði þá jafnframt skrifstofur opnar i Bergen og /Osló. Fyrirtækið er í örum uppgangi og í dag hef- ur það áttatíu og einn ráðu- naut á sínum vegum og skrif- stofur opnar á öllum Norður- löndunum nema Finnlandi, og ráðunautar frá fyrirtækinu starfa meðal annars í Alsír, Júgóslavíu og New York. Flest- ir ráðunautanna hafa verk- fræði- eða hagfræðimenntun eða eru iðnfræðingar. Er reynt að láta ráðunautana sérhæfa sig i þeirri atvinnugrein, sem hæst ber á hverjum stað, eins og skipaútgerð í Noregi og fiskiðnaði á íslandi og ætlun- in er í framtíðinni að flytja þá á milli landa. Hér 6 landi hefur fyrirtækið fimm ráðunauta í þjónustu sinni og er Eling Kjellevold forstöðumaður skrifstofunnar hér. Einn ráðunautanna lét svo um mælt, að hér á fslandi taki sjö- tíu og fimm þúsund einstak- lingar þátt i atvinnulífinu. En hvað er vinnuhagræðing og kostir hennar? Einr maður kom með skemmtilega líkingu og kvað alla menn geta orðið sammála um að stækka kökuna, sem væri til skipta - i þjóðarbúinu. Vinnuhagræðing stefndi að þvL Veigamesta skerfinn til ís- lenzks atvinnulifs hefur fyrir- tækið lagt til hraðfrystihús- anna og hefur það komið á svokölluðu bónuskerfi eða á- kvæðisvinnufyrirkomulagi í mörgum frystihúsum. Sannast að segja hefur verka- fólk haft heldur slæma reynslu af þessu fyrirkomulagi og hafa lóðin þótt þyngri atvinnurek- endamegin í bónuskerfinu. Þannig mætti rifja upp sögu<5> um manninn á Hellissandi eða Ólafsvík, sem sveittist við flökun heila vetrarvertíð og fékk fimm hundruð krónum meira upp úr krafsinu, borið saman við tímakaup. Maður- inn varð svo reiður, að hann labbaði með þennan seðil í klósettskálina í frystihúsinu og skolaði honum niður. Nspsta föstudag og laugardag halda sjö fslendingar til náms í vinnuhagræðingu úti í Noregi og dveljast vetrarlangt við nám i Osló og síðar í Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi og Reykja- vík. Námið tekur tíu til tólf mánuði. Hver maður hefur vev,.ð valinn úr tíu til tólf manna hópi og eru þessir: Ágúst Elíasson frá Vinnuveit- endasambandinu, Ágúst Odds- son frá Félagi íslenzkra iðn- rekenda, Bolli B. Thoroddsen frá Verkamannasambandi fs- lands, Böðvar Guðmundsson '■<á Vinnumálanefnd SÍS, Guð- brandur Árnason frá Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks, Krist- mundur Halldórsson frá A.S.f. og Óskar Guðmundsson frá Fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Allir þessir menn eru þegar komnir á laun og fá fimmtán þúsund krónur í "i kaup á mánuði. Þá íá þeir þar fyrir utan dagpeninga til lifibrauðs og skólagjöld eru greidd fyrir þá í viðkomandi stofnunum hérlendis og erlend- is. Er þetta athyglisverð nýj- ung í afstöðu til námsferils manna. Þeir sem fara út á vegum verkalýðshreyfingarinnar gegna þýðingarmiklu starfi ; fram- tíðinni og verður hér um brautryðjendastarf að ræða. Þannig verða þeir uppalendur í verkalýðshreyfingunni og 1150 leikhúsgestir á einum degi Það má segja að það hafi verið mjög góður afladagur hjá Þjóðleikhúsinu s.l. sunnudag og munu sýningargestir þann dag hafa verið um 1150. Kl. 3 á sunnudag hófust sýningar aftur á barnaleiknum Mjallhvít og var það 33. sýning leiksins. Kl. 8 um kvöldið var svo sýning á óperettunni Sardasfurstinnunni og vai uppselt á þá sýningu. A sama tíma var svo sýning á Litla sviðinu í Lindarbæ á Kröfuhöfum og var einnig upp- selt þar. Á næstunni verður Sardas- furstinnan og Mjallhvít sýnd á sunnudögum f Þjóðlcikhúsinu og Kröfuhafar á Lítla sviðinu á sunnudagskvöldum. Einnig verða kröfuhafai sjmdir á fimmtu- dagskvölíium. koma til með að mennta alla trúnaðarmenn á vinnustöðum. Þeir koma til með að ferðast milli verkalýðsfélaganna úti á landi og halda þar fyrirlestra um vinnuhagræðingu. Þeir verða ráðunautar verka- lýðsfélaganna og munu vega og meta árekstra við atvinnurek- endur sprottna af tæknilegum grundvelli og standa vörð um hagsmuni verkafólks er leiðir af vinnuhagræðingu hjá fyrir- tækjum. 18 íslenzk ungmenni til ársdvalar i Bandaríkjunum Árið 1961 hóf íslenzka kirkj- an þátttöku í starfi, sem mið- ar að því að auka samskipti og skilning milli þjóða með því að gefa ungmennum tæki- færi til ársdvalar í framandi landi. Strax þá héldu níu ís- lenzkir unglingar vestur um haf, og nú eru íslenzku ung- mennin orðin 44, sem hafa tek- ið þátt í þessum skiptum og dvalizt eitt ár á bandarískum heimilum. Hér á landi hafa dvalizt alls 11 bandarísk ung- menni. Á þessu ári dveljast 16 íslenzk ungmenni á bandarísk- um heimilum, en bandarísk ungmenni á íslenzkum heimil- um eru hins vegar aðeins þrjú. Þessu starfi verður haldið á- frarr. næsta sumar, og er því ungu fólki, sem áhuga hefði á ársdvöl á bandarísku heimili, bent á þetta íækifæri. Einnig gefst íslenzkum heimilum kost- ur á þvi að veita bandariskum ungmennum móttöku til jafn- langrar dvalar hér á landi. Umsækjendur verða að vera orðnir 16 ára 1. sept. 1965 og ekki eldri en 18 ára sama dag til þess að geta tekið þátt í næstu skiptum. Þeir verða að hafa góða undirstöðuþekk- ingu í enskri tungu, vera fé- lagslega s nnaðir og á allan hátt verðugir fulltrúar lands og kirkju. Vestra dveljast íslendingam- ir sem gestir þeirra heimila, sem taka þátt j skiptunum, en auk þess eru söfnuðimir virkir aðilar að boðinu. Munu unglingarnir því kynnast am- erisku kirkjulífi, og eru það vonir þeirra, er að þessu standa, að þeir haldi áfram kirkjulegu starfi, er heim kemur. Unglingamir munu stunda nám i bandarískum skólum, svonefndum „High Schools". Fyrst eftir að lent er^ á a'merískri grund í júlí- mánuði næsta árs munu skipti- nemamir taka þátt í námskeiði, sem ætlað er öllum þeim, er valdir hafa verið til þátttöku. Síðan heldur hver til þess staðar, sem honum hefur verið úthlutað. Allar nánari upplýsingar veitir æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar, séra Hjalti Guð- mundsson, Biskupsstofu, Klapp- arstíg 27, sími 122C6. Einnig afhendir hann umsóknareyðu- blöð. Umsóknarfrestur um þessi skipti er til 15. desember n.k. (Frá æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar.L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.