Þjóðviljinn - 14.11.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.11.1964, Blaðsíða 2
V I 2 SIÐA ÞJOÐVILJINN Laugardagur 14. nóvember Í964 í dag er liðið ár frá því að hið sögufræga gos hófst við Vestmannaeyjar. Og á morgun á Surtsey ársafmæli, því aðfaranótt 15. nóvember 1963 skaut hún fyrst kolli úr sæ. í tilefni af þessum merkisafmælum mun Þjóðviljinn hér á eftir rifja upp helztu atriði úr sögu Surtseýjar. Meðfylgjandi myndir eru fengnar hjá Landmælingum íslands og lét Ágúst Guft- mundsson starfsmaftur þar Þjóðviljanum í té eftirfarandi upplýsingar í sambandi við þær og mælingar á Surtsey. Fyrstu loftmyndir af eynni voru teknar 17. febrúar sl. en vegna slæms skyggnis tókust þær ekki vel. Eftir þeim mæl- ingum sem þá voru gerðar reyndist flatarmál eyjarinn- ar 1,2 ferkm. Næstu loftmyndir voru teknar 11. apríl úr 1840 m flughæá og er fyrsta myndin hér að ofan tekin í þeirri ferð. Flatarmál eyjarinnar var þá orðið 1,7 ferkm en flatarmál hraunsins 0,4 ferkm. lengd hennar var þá 1,6 km og breldd 1,4 km. í þriðja sinn voru teknar loftmyndir af eynni 16. júní úr 1630 m flughæð. Er mynd nr. 2 hér að ofan tekin þá. l>á reyndist flatarmál eyjarlnnar 1,7 ferkm. en flatarmál hrannsins ,0,5 ferkm. Surtsey var ljósmynduð úr lofti í fjórða sinn 25. ágúst í sumar úr 1760 metra hæft og er þriðja myndin á síðunni tekin þá. Þá var flatarmál eyjarinnar orðið 2,1 ferkm. og flatarmál hraunsins 1,0 fer- km. Loks var eyjan svo mynd- uð i fimmta sinn 22. október sl. og birtist mynd sem þá var tekin á forsiðu biaðsins í dag. Flatarmálift reyndist þá vera orðið 2,4 fenkm. en flatarmál hraunsins 1,2 fer- km. Mesta Iengd eyjarinnar var þá 2,0 km og mes’ta breidd 1,5 km. Hæsti tindur eyjarinnar er nú 173 m og hefur hæð hans lítt eða ekki breytzt síðan í marz. Við samanburð á myndun- um hér að ofan og á forsíð- unni má sjá breytingar þær sem orðið hafa á lögun eyjar- innar á þcssu tímabili en rétt er að taka það fram að stærð- arhlutfallið er ekki rétt á myndunum þar sem þær eru teknar í mismundandi Iofthæð. BBB SURTSEY Á fjögurra mánaða afmæli Surtseyjar, hinn 14. marz síð- astliðinn, birtist í Þ.ióftviljanum viðtal við Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. Rakti Sigurður þar í stuttu máli sögu eyjarinn- ar þessa fyrstu mánuði. Við skulum til gamans rifja upp helztu atriðin úr þessu spjalli Sigurðar. Surtur fæðist •— Það var klukkan 7,15 að morgni 14. nóvember sem Ólaf- ur Vestmann matsveinn á ís- leifi II frá Vestmannaeyjum sá gosið Ólafur var á bauju- vakt og fann bátinn snúast ekki ósvipað og f hringiðu væri. Sá hann þá dökka þúst og siðan reyk og var þar Surt- ur kominn. Surtsey fæddist svo aðfaranótt næsta dags . . . Gosið gerði tiltölulega lítil boð á undan sér, þó mældi Þorsteinn þorskabítur heitari sjó aðfaranótt 13. nóvember og var það lítið eitt suður af nú- verandi Surtsey. Gosið byrjaði sem greinilegt sprungugos og er eyjan hryggur langur og mjór, klofinn af gossprungunni. Svo varð gígurinn meira hóf- laga og var aðalopið til norð- urs. Siðar breyttíst gosopið enn og sneri þá til suðvesturs eða suðurs. . . . Lengst af hefur gosið veríð með tvennu móti. Sé gígurinn opinn og sjór i honum eru sprengingamar með nokkru millibili, og öskutrjóna með gufumekki hefur staðið til him- ins. Stundum hefur svo gígur- ínn verið lokaður með gjall- hring og er þá samfleytt gos og samfelldur öskufallsstrókur, sem mælzt hefur um 2 km á hæð með sífelldum eldglæring- um. Þriðja tegund gossins átti sér aðeins stað fyrst í febrúar og gaus Surtur þá hraunbun- um. . . . Ólga Hinn 28. desember var svo vart við ólgu í sjónum tvo og hálfan kílómetra norðaustur af Surtsey. Gaus þar á þrem stöðum í tvo, þrjá daga, en ekki kom hryggur upp fyrir yfirborð sjávar. Míkið jarð- rask hefur þó orðið neðansjáv- ar sem bezt sést á því að þar er nú rúmlega 23 m dýpi sem áður mældust 120 metrar. f lok janúar steinhætti svo gamli gígurinn að gjósa eftir vel unnin störf og myndaðist i bonum lítil og falleg tjöm. Nýr gígur tók við þar sem frá var horfið og er hann vestan á eynni. — ★i Þjóðviljinn sneri sér í gær til Þorleifs Einarssonar jarð- fræðings og bað hann halda fram sögu Surtseyjar þar sem frásögn Sigurðar lauk. Þorleif- ur tók þeirri málaleitan vel og fer frásögn hans hér á eftir. Hraungos — Næsti merkisdagur í sögu Surtseyjar er líklega 4. apríl. Þá hafði ösku- og gjallrif myndazt í gígbarminum og * gosefnin orðið svo þétt í gig- veggjunum að sjórinn náði ekki að komast ofan í gíginn. Þepnan dag er þvi talið að sjávargos, hafi hætt, en við tekið' hraungos, svipuð þeim sem verða á landi. Þeyttust gló- andi hraunsúlur hátt i loft upp og rann hraunið síðan í stríðum straumum til sjáv- ar. Stigu þá upp miklir gufu- mekkir og var engu líkara en að gos væri á tveim stöðum. Hinn 22. apríl rann „hraun- bylgja“ úr gígnum til sjávar á 15 sekúndum, en þetta er um 300 metra leið. Eftir þessar hamfarir varð langt hlé, og rann ekkert hraun úr gígnum í tvo og hálfan mánuð. Eftir þessa góðu hvíld tók gígurinn til starfa af endurnýjuðum krafti. Þann lft. júlí færðist gosið mjög í aukana og hraun tók að renna á nýjan leik og gerir það raunar enn þann dag í dag. Hraunrennslið er nú með nokkuð öðrum hætti en í gos- hrinunni í apríl. Streymir það ' í lækjum fram undan hraun- hellunum í miðjum hlíðum eða niður undir sjó. Surtseyjarhraunið er að mestu leyti apalhraun, þó eru spildur af helluhrauni inni á milli og þá einkum í kringum hraungíginn. Bergið sem hefur komið upp í gosinu er basalt eða blágrýti. Ævarandi Surtscy hefur löngum átt í vök að verjast vegna égangs brimöldunnar sem sorfið hef- ur drjúgar spildur af eynni. Þessa gætir þó minna síðan hraunrennslið hófst og er sennilegt að Surtsey standist allan ágang Ægis. Þorieifur gat þess að !oktrm að síðan sögur hófust væri aS- eins vitað um þrjú gos hér á landi sem staðið hafi lengur en Surtseyjargosið, Það ertx Mývatnseldar 1724—29, Heklu- gosið 1766—68 og Heklugosið 1947—48. Heimildir herma enn- fremur að við strendur íslands hafi orðið á annan, tug sjáv- argosa og mun Surtseyjargos- ið þegar orðið mest þeiiTa allra. Rannsóknir Eyjan hefur á stuttri ævi laðað að sér fjöldann allan af ferðamönnum og eru þeir nú orðnir allmargir, lærðir og leikir, sem stigið hafa á Surts- eyjargrund. Eyjan hefur að vonum ver- ið vísindamönnum merkilegt rannsóknarefni. Hafa allmarg- ar rannsóknarferðir verið farn- ar út í eyna og eru þær allar skipulagðar af svonefndri Surtseyjarnefnd. í nefnd þess- ari eiga sæti fulltrúar hinna ýmsu vísindagreina. Erlendir vísindamenn hafa sýnt Surtsey mikinn áhuga og eiga sæti í Surtseyjarnefnd ýmsir erlendir vísindamenn sem hafa hug á \ samvinnu við fslendinga um, rannsóknir í Surtsey. Formaður nefndarinnar ei Steingrímur Hermannsson framkvæmdastjóri Rannsókn, arráðs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.