Þjóðviljinn - 14.11.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 14.11.1964, Side 4
4 SlÐA ÞIÓÐVILJINN Laugardagur 14. nóvember 19R4 Otgelandi: Sameinmgarflolckur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Eitstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Rátstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði Aratugs reynsla "litálgögn hinna og þessara stjórnmálaflokka verja um þessar mundir miklu rúmi í bollalegging- ar um skipulagsmál Sósíalistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins, og virðast ritararnir gefa ímyndun- arafli sínu lausan taum og laga staðreyndir eftir hentisemi. Sjaldan dylst þó að hvatimar bak við skrifin eru ekki umhyggja fyrir málstað alþýðunn- ar eða stjórnmálasamtökum hennar, heldur eitt- hvað annað. |7kkert stjómmálablaðanna hefur þó varið jafn- mjklu rúmi undanfarnar vikur til að þvarga um þessi mál og málgagn Þjóðvarnarflokksins. Hefur blaðið einbeitt sér að þvarginu af svo mik- illi fórnfýsi, að tæpast hefur verið minnzt á vanda- mál eða flokksstarfsemi þess flokks, sem blaðið á að heita málgagn fyrir. Hefði þó ekki verið Ófróð- legt að blaðið lýsti í nokkrum yfirlitsgreinum ára- tugs reynslu Þjóðvarnarflokksins í skipulagsmál- um og baráttu hans samkvæmt því vígorði að fylkja til liðs við sig allri alþýðu að frátöldum þeim sem á máli Frjálsrar þjóðar og íhaldsblað- anna heita „kommúnistar“. Sjálfsagt mætti með lægni finna afsökun fyrir því hversu fátt er sagt um flokksstarf Þjóðvamarflokksins og árangur baráttu hans í skipulagsmálum sínum og eining- armálum í áratug. En reynsla þess flokks er lær- dómsrík. Bifreiðastjórar og umferðin ¥»egar rætt er um slysamál og öryggismál kenn- ir oft órökstuddrar og almennrar ádeilu í garð bifreiðarstjóra. Fjarri lagi væri þó að beina slíkri ádeilu að stéttinni almennt, því allur þorri hennar mun vel vakandi fyrir vandamálum umferðar- innar og slysahættunni. Þannig gerði nýlokið þing Landssambands vörubifreiðastjóra athyglisverða ályktun um bessi mál og segir bár m.a.: „Sjötta þing Landssambands vörubifreiðastjóra vekur at- hygli á þjóðfélaffsle<?u mikilvægi umferðarmál- anna og bendir á að farsæl lausn þeirra og þróun sé begar orðið eitt af brýnustu verke’fnum ýfir- valda og almennings 1 landinu. Hvetur þingið meðlimi Landssambands vörubifreiðastjóra hvern á sínum stað til að stuðla að auknu öryggi og auk- inni festu í umferðinni. iafnframt bví sem þingið lýsir yfir að Landssamband vörubifreiðas'tjóra er reiðubúið til samstarfs við alla aðila sem hlut eiga að máli um að skapa hér á landi nauðsynlega og heilbrigða umferðarmenningu. Þingið tekur sér- staklega fram, að Landssamband vörubifreiða- stjóra er reiðubúið til samstar'fs og samráðs við nefnd þá er dómsmálaráðherra he'fur skipað til að rannsaka orsakir um'ferðarslysa, og væntir bingið mikils af niðurstöðum og álykfunum þéirr- ar nefndar“. Það er eftiríek'farvert að þing vöru- bifreiðasfjóranna leggur áherzlu á að fekinn verði unp hægrihandaraksfur, og felur það myndi stuðla að aufcnu umferðaröryggi. Svlðsmyikl úr leikriti Einars Fálssonar „Brunnum Kolskógum“i Leikrit í einum þastti virðast lítt við skap reykvískra leik- gesta eftir reynslu síðustu ára- tuga að dæma; snjöllum og vel fluttum einþáttungum hefur á stundum verið sýnt gremjulegt og furðulegt tómlæti — „Browningþýðingin“ er okkur enn í fersku minni: Leikfélag Reykjavíkur lætur ekki tóm- læti þetta á sig fá góðu heilli, og að óreyndu trúi ég ekki að aðsókn bregðist að hinum hug- tæku gerólíku verkum, „Brunn- um Kolskógum“ og „Sögu úr dýragarðinum“ sem frumsýnc} voru fyrir skömmu Við ágætar viðtökur áhofenda. Reyndar var aðeins að hálfu leyti um frumsýningu að ræða — jþáttur Einars Pálssonar, hins þekkta og ötula leikhús- manns var tvisvar fluttur á listahátíðinni í vor sem al- kunhugt er. og um hann birtar ítarlegar umsagnir f dagblöð- unum öllum, og um þá dóma ætla ég ekki að reyna að bæta. Einar Pálsson færist óneitanlega mikið f fang, hann bregður upp litsterkri átakanlegri mynd af sjálfum Móðuharðindunum, hryllilegustu hörmungum ís- lenzkrar þjáningarsögu. Eldi og brennisteini rignir á sviðna skorpnaða jörð, menn og skepnur falla umvörpum af hungri himinninn er rauður sem blóð — þessa ógnarmynd tekst leikhúsinu vonum betur að seiða fram á sviðið og er öðrum framar. alkunnu list- fengi Steinþórs Sigurðssonar að þakka. Leikritið er nokkr- um göllum búið og liggja raunar f augum uppi, en sýn- ir um leið svo að ekki verður um villzt að Einar Pálsson er gæddur dramatískri gáfu, hug- kvæmni og skáldlegri íhygli og af honum margs góðs aðvænta. Það sem mér er sízt að skapi eins og fleirum er mál það sem höfundur leggur söguhetjum sínum á tungu, hann reynir af fremsta megni að líkja eftir orðfæri séra Jóns Steingríms- sonar og annarra lærdóms- manna þeirrar tíðar, máli sero snillingum einum kann að auðnast að hefja í æðra veldi. Tiltæki þetta verður til þess eins að þyngja leikinn, tor- velda skilning hans, draga úr áhrifamætti orðsvaranna. Ég veit að sjálfsögðu ekki hvern- ig íslenzkt alþýðufólk talaði á ofangreindri 18. öld, en stirð- legt, útlenzkulegt og skrúfað ritmál klerkanna var því á- reiðanlega víðs fjarri; við hljótum að hugsa með sökn- uði til Jóns Hreggviðssonar og félaga hans. Aðferð þessi virð- ist bæði óþörf og út í hött er þess er gætt að skáldið hirðir oftlega lítt um sögulegan senni- leika, heldur lætur hugarflpgið ráða — heiztu átökin í leiknum stafa af þeirri óhagg;mlegu trú- arvissu séra Jóns í Meðallandi að hörmungarnar séu refsi- dómur drottins fyrir það að stúlka austur í öræfum eign- LEIKFELAG REYKJAVIKUR BRUNNIR K0LSKÓGAR eftir EINAR PÁLSSON Leikstjóri: Helgi Skúlason Úr „Sögu úr dýragarðinum": Guðmundur Pálsson í hlutverki Pét- urs og Helgi Skúlason I hlutverki Jcrrí. SAGA ÚR DÝRA- GARÐINUM eftir EDWARD ALBEE Leikstjóri: Erlingur Gíslason ast bam í lausaleik, og þeim muni þá fjæst linna er hún verður dregin fyrir lög og dóm, brennimerkt eða flutt i danska prísund. Að mínu viti mun torvelt að flokka „Brunna Kolskóga“ und- ir sérstakan stíl eða stefnu, þeir eru táknrænt verk. en ýmist raunsætt eða ljóðrænt. óskadraumar og ofskynjanir hinna banhungruðu dauða- merktu kotunga ráða mestu undir lokin. Leikstjóri er Hélgi Skúlason og gerir sitt til að færa leikinn í stílinn, beitir sterkum áhrifameðulum og rat- ar rétta leið; það er þrátt fyrir allt ekki út í bláinn, að minnzt er á expressjónisma í leik- skránni. Söguhetjumar eru fjórar og allar skýrt mótaðir einstaklingar og fulltrúar ó- líkra lífsskoðana og viðhorfa, en athafnir þeirra o:f kyrrstæð- ar, orðsvörin helzti einhliða og meira um endurtekningar en góðu hófi gegnir; þeim er öll- um vel borgið í höndum hæfra leikenda. Séra Jón er ósvikin imynd logandi ofstækis; blöskr- unarlega þröngsýnn og óbil- gjam valdsmaður, en þrek- menni um leið. Gervi og fram- ganga Haraldar Bjömssonar er með ágætum, leikurinn örugg- ur og þróttmikill og tilsvörin furðulega lifandi og rík af bræbrigðum þótt klerkurinn þrástagist tíðum á sömu hugs- un og áþekkum orðum. Alger andstaða hans er Steinvör, hin örsnauða bóndakona sem misst hefur alla ástvini sína úr sulti, hún er sannur uppreisn- armaður sem aldrei beygir bak sitt fyrir óréttlæti og klerka- kreddum. Andlitsgervi Helgu Backmann gæti verið betra, enda hefur hún ekki farið með svipuð hlutverk áður, en það er reisn yfir henni, orðin ein- örð og markviss og einlægni hennar verður ekki dregin í efa. Dóttirin í kotinu, hin brot- lega og ruglaða stúlka er full- trúi rómantlskrar sveimhygli og sárrar þrár eftir fegurra og betra lífi og riki hennar ekki af þessum heimi. Leikur Krist- ínar önnu Þórarinsdóttur er hugþekkur og innilegur og þróttmikill þegar færi býðst. en hlutverkið of einhæft til þess að unnt sé að lokka fram marga hljóma. Kotbóndinn fað- ir hennar sveiflast milli tveggja skauta,. hentistefna og hughyggja togast á um hann. lffslöngun og föðurást, prest- urinn og dóttirin; loks lætur hann sámauðugur undan for- tölum og hótunum prestsins. Gísli Halldórsson lýsti þessum nauðstadda volaða manni lát- laust og af miklum skilningi og nærfæmi, okkur hlaut að taka sárt til hans. Loks birtist hinn hollenzki bamsfaðir stúlkunnar snöggvast í draumsýn, það er Pétur Einarsson. gervilegur piltur. Tónlist dr. Páls Isólfs- sonar er hugþekk og fellur vel að efni og anda leiksins, hinn margraddaði máttugi söngur undir lokin þótti mér áhrifa- mest og fallegast atriðanna allra. Það er á flestra vitorði að Einar Pálsson hefur annan ein- þáttung samið. „Frilluna" og hlaut fyrir viðurkenningu Menntamálaráðs fyrir nokkr- j um árum. Það er stuttur þátt- ur og ekki stórbrotinn og ger- , ist á hemámsárum Reykjavík- ur, betur samið leikrit en „Brunnir Kolskógar" að því ég fæ séð, stílhreint og hnökra- laust að kalla, þar er skáldlegu táknmáli beitt með ærið list- fengum hætti og brugðið upp eftirminnilegum skýrum mynd- um; tilgerð eða öfgar er þar hvergi að finna. Þó að grund- vallarhugsun þáttanna tveggja sé skyld með vissum hætti er um ólík verk að ræða; Leik- félagið hefði átt að sýna „Frilluna" ásamt „Brunnum Kolskógum" og helga þannig Einari Pálssyni heilt leikkvöld, sýna list hans frá sem flestum hliðum, enda skylda leikhús- anna að hlúa af fremsta megni að efnilegum leikskáldum ís- lenzkum, sýna þeim fullan sóma. ★ 1 annan stað hefði ég alls ekki vil.jað missa af ..Sögu úr Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.