Þjóðviljinn - 14.11.1964, Side 6

Þjóðviljinn - 14.11.1964, Side 6
g SlÐA ÞJÓÐVILÍINN Laugardagur 14. nóvember 1964 Þegar Bandaríkjamenn barma sér yfir Kúbu vitna þeir gjarnan til þess, hve vel hafi famazt eynni Puerto Rico, sem lengi hefur verið undir þeirra eigin pilsfaldi. Það er því ekki úr vegi að líta nokkru nánar á stað- reyndir málsins og athuga það, hver gróði það hefur verið eyjarskeggj- um að lúta handleiðslu bandarískra auðhringa áratugum saman. — Grein- in er endursögð úr „Land og Folk“. RICO' FRIRIKIÐ // Hvað eftir annað hefur komið til alvarlegra árekstra í Puerto Rico. Hér sjáum við lögreglulið í höfuðborginni San Juan í baráttu við stúdent a, sem kröfðust sjálfstæðis eynni til handa og jafnframt bættra kennsluskilyröa við háskólann. Um það bil fjögur þúsund stúdentar tóku þátt í þessum m ótmælaaðgerðum. PUERTO RICO Hinn hundtryggi „landstjóri' Bandarilíjanna á Puerto Rico, Monzo Martin, sem nú hefur Iátið af „embættr,. . Puerto Rico er lítil ey f Karabíska hafinu og hefur 2.3SO.OOO íbúa. Bandaríkjamenn benda á það, að á eynni sé enginn her, lítið atvinnuleysi og þriðji hlutinn af útgjöldum eyjarinnar renni til mennta- mála. AUt er þetta að vissu marki rétt, en þó er önnur hlið á málinu og ekki eins skínandi björt. Fuerto Rico er fríríki í tengslum við Bandaríkin, og eyjarskeggjar gegna herþjón- ustu í bandaríska hemum. Á móti kemur, að Bandaríkin mega að vild nota eyna undir herstöðvar sínar, og þar er jafnan talsvert bandarískt lið staðsett. Óæðri þjóðflokkur Atvinnuleysi á eynni er minna en f nokkru öðru landi Mið- og Suður-Ameríku að Kúbu undanskilinni, en það er hins vegar snöggtum meira en yfirvöldin vilja vera láta: Eitthvað um fjórði hluti verka- manna hefur enga atvinnu eða litla. Og atvinnuleysið væri sýnu meira kæmi ekki til út- flutningur fólks til Bandaríkj- anna. Hitt er líka rétt að mik- ið er gert til þess að koma einhverju lagi á skólamál eyj- arinnar, en einsog eyjarskeggj- ar segja sjálfir: Hvað stoðar það að setjást á skólaþekk ef við erum svo í Bandaríkjun- um skoðaðir sem óæðri þjóð- flokkur? Engum getur blandazt hug- ur um það, að það eru Banda- ríkjamenn en ekki eyjarskeggj- ar sem græða á tengslum ríkj- anna. OfÖega hafa eyjarskeggj- ar mótmælt hátt og í hljóði framkomu Bandaríkjamanna. „Frelsun“ Þegar nýlenduveldi Spánar á þessum slóðum var í upp- lausn skömmu fyrir síðustu aldamót tóku Bandarfkjamenn að sér að „frelsa” Puerto Rico. Þeir byrjuðu á þvi að beita stórskotaliði gegn hðfuðborg- inni, San Juan, og stuttu síð- ar settu þeir lið á land undir forustu hins illræmda Indíána- morðingja Nelsons A. Miles. Spánverjar voru hraktir burt, en Kaninn sat um kyrrt. Árið 1900 lagði stjórnin í Washington drögin að sjálf- stjórn eyjarinnar og 1917 „veitti” bandaríska þingið eyjarskeggjum bandarískan^ ríkisborgararétt með hinum svonefndu Jones-lögum. Stór hópur eyjarskeggja var þegar kvaddur til herþjónustu og sendur á vígvellina í Evrópu. Uppreisn 1937 gekk mótmælaalda yfir Puerto Rico. Suitur, atvinnu- leysi og kynþáttamisrétti gáfu sjálfstæðishreyfingunni byr undir báða vængi, en frelsis- baráttan var barin niður með fjöldamorðum í bænum Ponce, þar sem hundruð eyjarskeggja voru skotin niður af stjómar- herliði undir leiðsögn liðsfor- ingja frá West-Point herskói- anum. 1948 var svo Bandaríkjalepp- urinn Luis Monoz Marin „kjörinn“ forseti en jafnframt þessu undirbjó þjóðfrelsishreyf- ingin nýja almenna uppreisn. Þessi uppreisn átti sér stað 1950, en þá eins og þrettán ár- um áður endaði uppreisnin^ með ósigri og uppreisnarmenn voru brytjaðir niður. 1952 hlaut Puerto Rico svo sjálfstæði sem fríríki í tengslum við Bandaríkin — ekki eftir þjóð- aratkvæðagreiðslu heldur eftir umræður í bandaríska þinginu. Áfram skal haldið Þjóðfrelsishreyfingin á eynni, MPI, eða Movimiento Pro Indepencia, hefur innan sinna vébanda vinstriflokka eyjarinnar, frá framfarasinn- uðum kaþólikkum og komm- únistum, og er stjórnað af Mari Blas. MPI hefur frá önd- verðu barizt gegn leiguþýi Bandaríkjanna, Monoz Marin, sem rekið hefur erindi þeirra í sextán ár samfleytt án þess að örlaði á sjálfstæðri hugsun hvað þá framkvæmd hennar. Og Þjóðfrelsishreyf ingin er staðráðin í því að halda bar- áttunni áfram, „unz brautin er brotin á enda”. PRÓFESSOR HlRTl Í7MIUÓNMÖRK Mikið f jármálahncyksli er nú upp komið í Bonn, og er sak- borningur Hans Deutsch frá Lausanne I Sviss, lögfræðing- ur og bókaútgefandi, sem not- Ið hcfur alþjóðlegs álits. Flelri munu þó í málið flæktir. Deutsch, sem er prófessor að nafnbót, var handtekinn fyrir skömmu í Bonn, og eru honum gefin fjársvik að sök og svo að hafa stuðlað að röng- um framburðj vitna., Það , cr haft eftir góðum heimildum í Bonn, að með fölskum kvittun- um hafi hann komizt yfir 17,5 miljónir vestur-þýzkra marka. Þá liggur prófessorinn einnig undir þeim grun að hafa not- fært sér skaðabætur þær, sem greiddar eru fómardýrum naz- ismans, og logið sér fé út á mann, sem ekki var lengur í tölu lifenda. Hans Deutsch stofnaði á sínum tíma verðlaun þau við háskólann í Bem sem við hann eru kennd. Hann er austurrískur ríkisborgari og í Vín stófnaði hann 1961 hið þekkta Hans Deutsch forlag, sem getið hefur sér mjög gott orð £ heimi bókanna. ,HUNDALÍF' I BANDARÍKJUNUM Hundatizkan breytist álíka skyndilega og kvenfatat£zkan. Um alllanga hríð var eftlrlæt- isdýr bandarískra kvenna — auk karlmanna auðvitað — kjölturakki, sem cocker spani- el nefnist á tungu landsmanna, síðan tók vlð mjóhundur og nú er það loðhundur, sem lukkuna gerir. Og hundabransinn er eink- ar gróðavænlegur. Blaðið „Wall Street Joumal“ skýrir svo frá, að hundafirmað Spiegel hf. selji rakka fyrir hálfa miljón dali árlega. Síðastliðið ár seldi fyrirtækið hundafæðu fyrir 530 miljónir dala. Auðugir Banda- ríkjamenn kaupa náttföt, yf- irhafnir, ullarnærföt og minkapelsa á kjölturakka sína, og til þess að greyin vökni nú ekki £ fætuma: stfgvéi, skó og sokka. „Buxur, vesti, brók og skó, bætta sokka nýta,” kvað listaskáldið. Hér er hugsað fyrir öllu. Fyrirtækið Sir Art- hur Originals International í Kansas City seiur jafnvel grímubúninga á. blessaðar skepnumar. I blöðunum blasa við auglýsingar fyrir hunda- sjampó og frönsk ilmvötn ætl- uð rökkum, og fótsnyrting er einnig £ boði. Gizkað er á, að þeir sem sjá bandarískum hundum fyrir fötum og snyrti- vörum muni á þessu ári hljóta meir en 800 miljón dala fyrir ómak sitt. „Ýmsum þeim, sem ekki telja sig neina sérstaka hunda- vini, mun þykja sumt af þess- um útgjöldum einkennileg ef ekki beinlínis fáránleg” segir „Wall Street Journal”. I þeirra hópi er e.t.v. að finna þá fjölmörgu Bandaríkjamenn, sem lifa á þv£ sem Kennedy forseti kailaði „landamæri fá- tæktar” og lifa þannig sann- kölluðu hundalífi. Herbert Hoover Bandaríkjaforsetí ■ Nýlega er látinn í Bandaríkjunum Herbert Hoov- er fyrrum forseti landsins. Hann hefur andaður verið ausinn lofi af löndum sínum, og í eftirmæl- unum var þess fagurlega minnzt, að hann hefði ver- ið af fátæku foreldri í Iowa og að beztu fyrirmynd- um bandarískum „unnið sig upp“. En ferill hans varpar nokkru Ijósi á það hvernig menn „vinna sig upp“ í bandarískum st'jórnmálum. I fyrri heimsstyrjöldinni var Hoover settur til þess að stjórna bandarískri aðstoð, sem átti að færa matvæli al- þýðu manna f þeim löndum, sem verst voru leikin af völdum stríðsins. Þetta hljóm- ar nógu fallega, en sam- kvæmt viðurkenningu banda- ríska utanríkisráðuneytisins 1946, var þessi aðstoð eitt tækið til þess að vinna gegn kommúnistastjómum og rót- tækum verkalýð. Þess má geta f þessu sambandi, að Hoover var verkfræðingur að menntun, hafði stofnað sitt eigið verkfræðifirma og átti mikilla fjárhagslegra hags- muna að gæta £ Rússlandi. Hann var einn þeirra, sem bak við tjöldin var einn helzti hvatamaður þess, er herir Vesturveldanna gerðu innrás f Sovétríkin eftir okt- óberbyltinguna. 4. janúar 1921 var hann £ bandarísku öld- ungadeildinni sakaður um að hafa notað 40 miljónir dala af fé „aðstoðarinnar” tii þess að skipuleggja pólska innrás £ Sovétrfkin. Svo sem f þakklætisskyni fyrir frammistöðuna var hann 1923 skipaður utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og 1920 var hann kjörinn forseti. Verðfallinu í Kauphöllinni 1929 og þvf gífurlega atvinnu- leysi kreppuáranna, sem á eftir fóru, mætti hann með gamalkunnum aðferðum auð- hringanna: Hann barði frá sér niður á við. Þegar at- vinnulausir uppgjafahermenn héldu í hungurgöngu til Washington 1932, gaf hann þeim síðar svo illræmda hershöfðingja Douglas Mac- Arthur skipun um að siga hemum á göngumenn, sem hann og trúlega gerði. Hoover hafði fulla samúð feð þýzkum hemaðaranda, og 1932 veitti stjórn hans Þýzkalandi formlega „rétt” til þess að endurvígbúast, en áður höfðu mikil bandarísk lán verið veitt í þessu skyni. Við forsetakosningarnar ár- ið 1932 beið hann mikinn ó- sigur fyrir Franklin D. Roos- velt og dró sig þá úr stjórn- málum. Ekki hélt hann þó með öllu kyrm fyrir, og þeg- ar til Öfriðar dró í Evrópu, var hann aftur kominn á stjá. 1938 heimsótti hann ýmis Evrópulönd, m. a. Þýzkaland, og átti þá einkar hjartanlegar viðræður við Adólf Hitler. Þegar heim var komið hóf hann æðisgengna þaráttu gegn þvf að no^kuð væri gert til varnar gegn nazisfanum. Er heimstyrjöldin síðari skall á barðist hann gegn því með hnúum og hnefum, að Banda- ríkin veittu Englandi og bandamönnum þess flugvélar og aðra hemaðaraðstoð. A fyrstu árum styrjaldarinnar reyndi hann eftir megni að koma því í kring, að nazista- stjórninni þýzku væri veitt aðstoð. Þetta tókst þó ekki. 1949 var hann einn af þeim, sem dyggilegast studdu stofnun Nató, og 1950 lagði hann fram þá tillögu, að sprengja Sameinuðu þjóðirn- ar og koma á laggirnar sam- tökum bandarfskra leppríkja. Menn á borð við Truman forseta og Dulles utanríkis- ráðherra studdu tillöguna, en þó varð ekki af atlögunni, sem beint var gegn Scvétríkj- unum og alþýðulýðveidunum og hefði að sögn frú Elen- og Roosevelt getað leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Herbert Hoover bar hátt i flokki þeirra þjóðhöfðingja, sem ekkert sáu nema komm- únistahættuna. Árið 1931 lét hann svo um mælt í viðtali við blaðið San Fransisco News: „1 sannleika sagt er það ævitakmark mitt að eyðileggja Ráðstjórnarríkin.” Ekki tókst honum það þó , fremur en Hitler, og nú er hann látinn, kominn á tíræð- isaldurinn. Þá væri vel, ef hernaðaráætlanir bandarískra heimsvaldasinna færu með honum í gröfina. En þeir eru margir á borð við hann vest- ur þar, menn sem ekkert hafa lært og engu gleymt. Þeir menn eru fulltrúar deyjandi þjóðfélags og deyj- andi stéttar — eins og hann.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.