Þjóðviljinn - 14.11.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 14.11.1964, Síða 7
/ á vesturlöndum eru flestir á einu máli um að allt eins megi búast við því áður en langt líður að bandalagið líði undir lok, a.m.k. í þ'eirri mynd sem það hefur haft síðan það var stofnað fyrir rúmum 15 árum. Bein orsök þess að nú er svo komið hinni vestrænu samvinnu er hótun de Gaulle að segja skilið við bandalagið ef Bandaríkin gera alvöru úr þeirri fyrirætlun sinni að koma upp hinum svo;nefnda kjam- orkuflota (MLF) í náinni sam- vinnu við Vestur-Þýzkaland. að eru ein fjögur ár síðan að það kom fyrst til tals að Atlanzbandalagið sjálft fengi yfirráð yfir kjamorku- vopnum. Á ráðherrafundi bandalagsins í desember 1960 bauð Herter, þáverandi utan- ríkisráðherra Bandarikjanna, að leggja því til fimm kafbáta með 80 kjarnahlöðnum Polar- isskeytum. Áhafnir kafbátanna áttu að vera frá hinum ýmsu aðildarríkjum bandalagsins og kostnaðinum átti að skipta á milli þeirra. En Bandaríkja- stjóm aftuT'kallaði fljótlega þetta boð, aðallega vegna þess að herforingjar hennar voru bvi mótfallnir að bandamenn- irnir fengju að kynnast hinum léjmilega útbúnaði kjamorku- kafbátanna. Hún lagði til að Polarisskeytunum yrði komið fyrir á ofansjávarskipum í stað kafbáta og í þeirri mynd var bessi fyrirætlun rædd á fundi Heirra Kennedys og Maemillans í Nassau i desember 1962 03 skömmu síðar birt sem stefna ■Randaríkjanna í flota þessum áttu að vera 25 „venjuleg" kcupskip. sem hvert um sig hefði átta flugskeytl af gerð- hlutfalli við þátttöku sina og fá að sama skapi aðild að stjórn skipanna og krjarnavqpnanna. Undirtektir stjórna Atlanzríkj- anna í Vestur-Evrópu hafa ver- ið dræmar frá upphafi, svo að ekki sé kveðið fastar að orði. Vesturþýzka stjórnin hef- ur ein fallizt skilyrðislaust á þessa fyrirætlun, enda hefur Vestur-Þýzkalandi verið ætlað- ur stærri hluti en hinum' Vest- ur-Evrópuríkjunum í rekstri og stjórn flotans. Kostnaðurinn við flotann fyrstu tiu árin hefur verið áætlaður 3 miljarðar doll- ara og er stofnkostnaður þar með talinn. Samkvæmt þeim ráðagerðum sem nú liggja fyrir er ætlunin að Bandarikin beri 35 prósent kostnaðarins, Vest- ur-Þýzkaland 32, Bretland 10, Ítalía og Benelúxlöndin 6—8 prósent, Grikkland og Tyrkland 3,5 prósent hvort, — vel að merkja ef þessi lönd fást til þátttöku. Ahrif ríkjanna á stjórn flot- ans og vald þeirra yfir kjarnavopnunum eiga að vera i þessu hlutfalli, en Bandarikin setja það skilyrði að ákvörðun um að beita kjarnaskeytunum verði að samþykkjast með tveim þriðju hlutum atkvæða.. Með því hlutfalli sem nú er gert ráð fyrir hefur Bandarikja- stjórn þannig tryggt sér neit- unarvald yfir kjárnavopnunum sem vitað er að hún mun aldrei afsala sér, enda er hún í þvi efni bundin af ákvæðum hinna svonefndu MeMahon-laga sem Bandarikjaþing samþykkti þeg- ar sumarið 1946. Hins vegar myndu Bandarikin og Vestur- Þýzkaland í sameiningu ráða yfir 67 prósentum atkvæða og þannig hafa vald til að beita .augardagur 14. nðvember 1964 -ÞJÖÐVSLIINN-------SÍÐA J Atlanzbandalagið J^yrirsögn þessarar greinar staf- ar ekki af óskhyggju höfund- arins og er reyndar ekki samin af honum. Hún er fengin að láni hjá brezka útvarpinu sem kallaði einn dagskrárlið sinn í fyrradag þessu nafni. Sérfræð- ingar útvarpsins um alþjóða- mál voru þeirrar skoðunar að aldrei síðan heimsstyrjöldinni lauk hefði verið meiri hætta á því en nú að upp úr samvinnu Vesturveldanna slitnaði. Atlanz- bandalagið hefur verið að gliðna í sundur siðustu árin, éða síðan de Gaulle hófst handa um að knýja fram sjálfstæða stefnu Frakklands í útanríkismálum, en nú dregur til úrslita og fréttaskýrendur inni PoIaris-A3, en kjarna- hleðsla hvers sliks skeytis er 35 sinnum öflugri en sprengj- unnar sem féll á Hiroshima. Skeyti af þessari gerð draga 4.500 km eða „nægilega langt“, eins og vesturþýzka vikublaðið „Der Spiegel" hefur orðað það, „til að skjóta frá hafinu við fsland til Moskvu“. Ætlunin var að skip þessi yrðu sífellt á sveimi á siglingaleiðum á Atlanzhafi og Miðjarðarhafi, svo að ekki væri hægt að þekkja þau frá friðsamlegum kaupskipum. Áhafnir skipanna áttu að vera írá hinum ýmsu NATO-löndum og þau áttu að bera kostnaðinn af stofnun flotans og úthaldi skipanna í Flokksbræðurnir og i’jcndurnir Erhard og Adcnaucr. Bandaríkjastjórn lagt ofurkapp á að koma því í framkvæmd, virt að vettugi eindregna and- stöðu flestra bandamanna sinna í Vestur-Evrópu og sótt málið svo fast að engu er líkara ^ð hún kjósi heldur að láta Atl- anzbandalagið sigla sinn sjó er. gefa MLF upp á bátinn. Sendi- herra Vestur-Þýzkalands t Washington, Wilhelm Grewe. kom í síðasta mánuði til Bonn með þær fréttir að vestan, að betri undirlektir. Brezku her- foringjarnir töldu að kostnað- urinn við þátttöku í MLF myndi bitna á þeirra eigin kjarnavígbúnaði og komu ekki fremur en aðrir auga á hem- aðargildi kjarnorkuflotans. Svipað var að segja um undir- tektir i öðrum NATO-ríkjum. MLF hefur þvi þannig haft allt önnur áhrif á NATO en menn höfðu gert sér vonir um í Washington. í stað þess að Frakkar hervæiast kjarnorkuvopnum PARÍS 12/11 — I dag voru lögð fram drög að nýrri varn- aráætlun fyrir Frakkland, en samkvæmt henni á að koma upp eldflaugum og kjarnorku- hleðslu í kafbátum . á næstu fimm árum. Reiknað er með að öll áætlunin muni kosta um 700 miljarða (ísl. kr.). Fyrstu þrír kafbátarnir eiga að vera tilbúnir 1970 og haldið verður áfram að auka kjarnorku mátt Frakklands. Fyrsti hlu'i hans verður myndaður með sprengjuflugvélum af Mirage gerð, en þær eiga að geta bor- ið kjarnorkusprengjur sem eru álíka öflugar og 50 til 60 þúsund tonn af TNT. Samtals hafa 62 slíkar flug- vélar verið pantaðar. Samkvæmt áætluninni á bæði venjulegur herstyrkur Frakk- lands og kjarnorkuvopn að verða tekin f notkun hvort sem er í sambandi við Nato eða á eig- in spýtur. ★ Sagt er að flýta verði þvi verkefni að koma hemum í ný- tízkuhorf og sömuleiðis rann- sóknum t sambandi við her- gögn. Þá segir að Frakkland muni að vísu styðja Nato, en aldrei á kostnað sjálfstæðis síns í varnarmálum. Það fer vel á mcð dc Gaullc og Vinogradof, scndihcrra Sovét- ríkjanna í París, á þcssari mynd scm tckin var fyrir nokkrum dögum kjarnaskeytunum, þótt hin að- ildarríki MLF væru öll á móti. Það er einmitt þetta hugsaða fyrirkomulag á stjórn MLF sem er Frökkum — og reyndar öðr- um — ásteytingarsteinn. Það var ljóst frá upphafi að Banda- ríkin höfðu alls ekki í hyggju að afsala sér valdi sínu yfir kjarnavopnum og veita banda- mönnum sínum í Vestur-Evr- ópu fullt jafnrétti í þeim efn- um. Þau ætla sér eftir sem áð- ur að ráða því ein hvort banda- rískum kjamavopnum (og flug- skeytum) skuli beitt eða ekki, ef til stríðs kæmi. Allir dómbærir menn eru á einu máli um að hernaðar- legt gildi MLF sé hverfandi lítið. Þannig hefur verið reikn- að út að samanlagður sprengi- máttur þeirra 200 Polarisskeyta sem gert er ráð fyrir að MLF- skipin verði búin nemi aðeins einum fjórða úr prósenti af sprengimætti allra kjarnavopna Bandaríkjanna, sem nú er tal- inn nema 60.000 megatonnum (jafngildi 60 miljarða lesta af TNT). Montgomery lávarður og marskálkur hefur kallað MLF „algera hringavitleysu“ („pop- pycock“). Hinn kunni banda- riski fréttaskýrandi Walter Lippmann hafði þessi orð um fyrirtækið: „Klaufalegt, barna- legt og afskaplega óskynsam- legt’’. Talsmenn Ihaldsflokksins og Verkamannaflokksins í dag- skrá brezka útvarpsins i fyrra- dag voru algerlega sammála um að kalla fyrirtækið „blekk- ingu“ (,,fraud“). Franskur hern- aðarsérfræðingur hefur sagt að „aðeins ábyrgðarlausir stjórn- málamenn gætu tekið upp á því að kasta á glæ miljörðum í þeim eina tilgangi að setja nokkra sjóliða frá Vestur-Evr- ópu um borð í einhverjar Nóa- arkir“. Blaðateiknarar hafa ó- spart hæðzt að fyrirtækinu, og leitun er á blöðum i Vestur- Evrópu, utan Vestur-Þýzka- lands, sem hafa mælt því bót. Þau eru fleiri sem ekki hafa fundið heila brú í þvi. Þó hefur nú væri ætlunin að ganga að fullu frá MLF á næsta ári, ef eitthvert þriðja af hinum vold- ugri ríkjum NATO (þ.e. auk Bandaríkjanna og Vestur- Þýzkalands), t.d. Bretland eða Ítalía, fengist til þátttöku eða þá tvö minni NATO-ríki. Og Erhard forsætisráðherra lét falla orð á þá leið að koma yrði MLF í framkvæmd fyrir áramót. ®— Það er eðlilegt að sú spurning vakni hvernig á því stend- ur að Bandaríkjastjórn leggi slíkt kapp á MLF, enda þótt henni sé vitaskuld fyllilega ljóst að kjarnorkuflotinn hef- ur lítið sem ekkert hernaðar- gildi. En það sem vakað hefur fyrir frumkvöðlum MLF í Was- hington er ekki hernaðargild- ið. heldur hið pólitíska. Það var aldrei ætlunin að auka hernað- armátt Atlanzbandalagsins, heldur reyna með þessu móti að treysta samvinnu bandalags- ríkjanna og um leið forystuað- stöðu Bandaríkjanna. Þetta átti jafnframt að vera svar við þeim kröfum de Gaulle um jafnrétti Frakka við Banda- rikjamenn og Breta í stjórn NATO sem hann þrástagaðist á um það leyti sem hugmynd- in um MLF kom fyrst fram. Sömuleiðis átti að friða þá að- ila í Bonn sem kröfðust þess að Vestur-Þýzkaland fengi auk- in ítök í NATO og aðild að yf- irráðum yfir kjarnavopnunum, en háværastur þeirra var Franz-Josef Strauss, sem þá var enn landvamaráðherra. En þessi fyrirætlan reyndist „van- hugsuð og vansköpuð“ (Lipp- mann). De Gaulle hafnaði henni þegar í stað. Hann var sannfærður um að það eitt vekti fyrir Bandarikjunum að heíta athafnafrelsi Frakka; hann leit á „MLF sem bragð Bandaríkjanna til að neyða hin (Atlanz)ríkin til að af- sala sér yfirráðum yfir sínum eigin herafla" (brezka viku- blaðið „Economist"). í Bret- landi fékk þugmyndin litlu treysta samtökin, hefur MLF magnað misklíðina innan þeirra um allan helming og spillt svo sambúð stjórna Frakklands og Vestúr-Þýzka- lands að nú sem stendur er ekki annað sýnna en það geti riðið Efnahagsbandalaginu að fullu. De Gaulle hefur í raun- inni sett Bonnstjórninni þá úr- slitakosti, að annaðhvort hætti hún við þátttöku í MLF eða þá Frakkar segi skilið við EBE, að hún velji milli Frakklands og Bandaríkjanna. Þegar de Gaulle setti Bonn- stjórninni þessa úrslitakosti, gerði hann það í fullvissu þess að hann á öfluga bandamenn handan Rínar, sem einskis svíf- ast til að koma f bobba Erhard og utanrikisráðherra hans, Schröder. helztu foringjum þess arms Kristilega demókrata- flokksins sem metur meira vel- vild Bandaríkjanna en banda- lag við Frakkland. Þessir gaull- istar Vestur-Þýzkalands eru þeir Adenauer og Strauss, for- menn Kristilega flokksins. Og de Gaulle hefur nýlega bætzt enn einn öflugur liðsmaður, þar sem er Eugen Gerstenmai- er, forseti vesturþýzka þings- ins. í fyrirlestri sem Gersten- maier flutti japönskum stúd- entum í vor líkti hann sam- starfi vesturveldanna við spor- baug með tveimur brennipunkt- um, sem annar væri í Wash- ington en hinn í París. Þetta hljómaði vel í eyrum de Gaulle og í síðasta mánuði kallaði hann Gerstermaier, sem stadd- ur var i Paris, á sinn fund og ræddi við hann lengi. Á föstu- daginn í síðustu viku birti út- breiddasta blað Vestur-Þýzka- lands „Bild Zeitung“ viðtal við Gerstenmaier undir fyrirsögn- inni: „Við erum í hættu. Hinni efnahagslegu velgengni er einn- ig ógnað, hrópar Gerstenmaier. Bjargið vináttunni við Paris“. Tveim dögum síðar fór Aden- auer til viðræðna við de Gaulle og á fundi i stjóm Kristilega demókrataflokksins í Bonn á miðvikudaginn var samþykkt að hans ráði að frest- að skyldi enn um sinn öllum endanlegum ákvörðunum um þátttöku Vestur-Þýzkalands í MLF. Jafnframt var samþykkt að íallast ekki á neina lækkun vesturþýzka kornverðsins, en de Gaulle hefur hótað að ef kornverðið hafi ekki verið lækkað samkvæmt kröfu Frakka fyrir 15. desember, kunni Frakkar að segja skilið við Efnahagsbandalagið. (Senni- legt er að ekki verði gerð al- vara úr þeirri hótun eftir und- anhaldið í Bonn í MLF-málinu, en þessi hótun er athyglisverð í sjálfri sér, ekki sizt fyrir okkur fslendinga sem höfum, að þvi okkur hefur verið sagt, bundið okkur um aldur og aevi með landhelgissamningnum við Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.