Þjóðviljinn - 20.11.1964, Blaðsíða 6
MðÐVILIINN
Föstudagur 20. nóvembcr 1954
0 SÍÐA------------------------
Einna mestur mun uppgang-
ur Siðvæðingarhreyfingarinnar
hafa orðið á árunum fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld, en það var
einnig á þeim árum, sem upp
kom sú tortryggni gagnvart
hreyfingunni, sem aldrei hefur
dvínað síðan. Hámarki náði
þessi tortryggni er dr. Buch-
man þakkaði sjálfum guði fyr-
ir Adolf Hitler.
Þegar Olympíuleikimir voru
haldnir í Berlín 1936, var
Buchman einn þeirra þúsunda,
nem heimsóttu Þýzkaland. Það
skildi þó Buchman og aðra
dauðlega ferðamenn, að hann
komst í náin kynni við helztu
nazistaforingjana, hvort sem
það var nú að þeirra ósk eða
hans. Víst er um það, að báð-
ir aðilar töldu þessi kynni hag-
kvsem og heppileg.
,Afbragðs náungi'
Einn hinna erlendu gesta í
Berlín var Kenneth nokkur
Lindsay, þingmaður og ráð-
herra í ensku stjóminni. Lind-
say hafði kynnzt Oxford-hreyf-
ingunni smávegis á yngri ár-
um sínum og á Hótel Adlon
hittust þeir Buchman. Buch-
man heilsaði kumpánlega,
spurði, hvort hann hefði hitt
að máli alla, sem hann vildi,
og kvað Lindsay svo vera.
Buchman var ekki af baki
dottinn. „Þekkirðu Heinrich
Himmler?" spurði hann. Þeg-
ar svarið var neitandi sagði
þessi postuli siðgæðisins í
heiminum: „Þú verður að kynn
ast Heinrich, hann er afbragðs
náungi“ („a great lad“).
Lindsay vissi vel, eins ng
Buchman hlýtur að hafa gert,
að Himmler var yfirmaður
Gestapo — leynilögreglu naz-
ista, sem þá þegar var alræmd
fyrir óvanalega grimmd. Hann
afþakkaði því að hitta þenn-
an „aíbragðs náunga“ að máli.
Betri en enginn
Buchman bætti því við,
að Hitler væri hreyfingunni
betri en enginn: „Hann leyfir
okkur að halda fundi hvenær
seríi' 'við viljum". Lítið álit
virtist hann hafa á Englandi
eða Kanada, England væri
hræðilega á vegi statt, „allt
morandi af kommúnistum", og
sama máli gegndi um Kanada.
Ekki gat Lindsay fallizt á
OKKAR
Á MILLI
Franskur embættismaður,
undir de Gaulle settur, reyndi
fyrir skömmu að andmæla
forsetanum eitthvað smávegis
og sagði: „En herra forseti,
allir fyrirrennarar yðar. . .“
De Gaulle greip fram í af,
bragði: „Góði maður, ég á
enga fyrirrennara!"
Joseph Luns, utanríkisráð-
herra Hollands. er nú farinn
að slaga hátt upp í suma stétt- j
arbræður sína íslenzka og á !
síðustu tveim mánuðum hefur
hann farið niu utanlandsferðir.
Daghlaðið „Algemeen Dagblad"
í Rotterdam fagnaði ráðherr-
anum heimkomunum úr einni
reisunni með þessum orðum:
„Luns utanríkisráðhcrra hciðraði
land vort nýlega með stuttri
heimsókn. “
Zt i
Tafara Work, ráðherra í
Abyssiniu. kvaddi með þess- ;
um orðum enskan sendimann, |
sem verið hafði á ferð til þess
að undirbúa komu Elísabetar !
drottninear .Blessaðír látið þér
okkur vita tímanlega. hvaða
staði Hennar Hátign Iangar i
til að heimsæk.ia hér, þér vit-
ið. hvað það tekur langan
tíma að byggja flugvelli".
Q Árum saman hefur verið rætt um það, hver
hafi verið afstaða Siðvæðingarhreyfingarinnar og
foringja hennar, dr. Buchmans, til Hitlers og naz-
ismans. Tom Driberg, kunnur þingmaður Verka-
mannaflokksins í Englandi, hefur nú tekið þetta
mál til meðferðar í nýútkominni bók sinni, er
hann nefnir „Leyndardómur Siðvæðingarhreyf-
ingarinnar“. Siðvæðingin vekur jafnan nokkra
athygli, og verða því niðurstöður Dribergs rakt-
ar hér að nokkru.
„ÉG ÞAKKA
GUÐI
ADOLF HITLER"
þetta og þótti fullyrðingin bera
þess vott, að Buchman vissi
harla lítið um bæði löndin.
Það er Lindsay sjálfur, sem
frá þessum viðræðum hefur
skýrt, ' og Siðvæðingin hefur
aldrei treyst sér til að mót-
mæla, enda Lindsay hið áreið-
anlegasta vitni. Hinsvegar hef-
ur Buchman í blaðaviðtali 1941
neitað því að hafa þekkt
Himmler. Þrjár skýringar eru
mögulegar. Hann gat hafa
verið að gorta við Lindsay,
honum gat hafa förlazt minni
þegar hann neitaði þessu í
blaðaviðtalinu (það var 15.
maí við „Allentown Morning
Call“) eða þá að hann var
einfaldlega að ljúga þegar
hann kvaðst ekki þekkja
Gestapoforingj^nn.
Buchman kom til Bandaríkj-
anna úr Bjarmalandsför
sinni til Þýzkalands 25. ágúst
1936, og daginn eftir átti blað-
ið „New York World-Tele-
gram“ við hann sögufrægt við-
tal. Blaðamaðurinn, sem við-
talið tók, er William A. H.
Birnie, nú einn af ritstjórum
„Readers Digest". Viðtalið er
svohljóðandi:
,Ég þakka guði'
„Dr. Frank Nathan Daniel
Buchman, ákveðnum og hrein-
skilnum 58 ára gömlum leið-
toga Oxford-hreyfingarinnar.
virðist fasisminn í Evrópu
benda á ótakmarkaða mögu-
leika til þess að endurbyggja
heiminn og koma honum und-
ir „Guðs stjórn“.
„Ég þakka guði fyrir mann
eins og Adolf Hitler, sem
reisti varnarvegg gegn Anti-
Kristi kommúnismans“ sagði ^
hann i dag í bókum þaktri '
skrifstofu sinni í annexíu Cal-;
vary-kirkjunnar.
„Rakari minn í Lundúnum
sagði mér, að Hitler hefði
bjargað allri Evrópu undan
kommúnismanum. Þetta fannst
nú honum. Ég fellst ekki
allt, sem nazistarnir gera.
Gyðingahatur? Slæmt, að sjálf-
sögðu. Ég býst við því, aö
Hitler sjái Karl Marx í hverj-
um Gyðingi.
En hugsið ykkur bara. hvaða
býðinu það hefði fyrir heim- !
inn, ef Hitler léti að stjórn
guðs. Eða Mussolini. Eða hvaða
einræðishcrra, sem væri. Með j
slíkum manni gæti guð stjórn-
heilli bjóð á einni nóttu og
leyst sérhvert vandamál".
Lítill, gildvaxinn maður, sem
reykir hvorki né drekkur og
hlustar hljóður eftir „ætlunum
guðs“ hálfa klukkustund eða
svo á degi hverjum fyrir
morgunverð. Dr. Buchman tal-
aði rólega um heimsmálin og
átta eða níu Oxfcrdítar —
laglegir, urtgir menn klæddir i
tweedfötum — sátu á gólfinu
og hlýddu á.
„Heimurinn þarfnast ein-
ræðis guðs“ sagði hann og
brosti, hagræddi gleraugunum
og strauk hár sitt, sem tekið
er að grána. „Ég vildi gjarn-
an segja þetta á þennan hátt:
Guð er ein samfelld útvarps-
stöð, og allt, sem þú þarft
að gera er að skrúfa frá tæk-
inu“.
„Spánn hefur kennt okkur
guðlcysi kommúnismans. Hvern
hefði drcymt það, að nunnur
ættu það cftir að hlaupa
naktar um strætin? Mannleg
vandamál eru ekki cfnahags-
legs cðlis. Þau eru siðfcrðileg
og vcrða ckki lcyst með sið-
lausum aðgcrðum. Þau mætti
leysa í gufrs-stýrðu lýðræði,
eða öllu heldur guðsríki, og
þau mætti ,Ieysa undir guðs-
stýrðri einræðisstjórn fasism-
ans“.
Hann leit í kringum sig í
herberginu, á þessa átta eða
níu ungu menn, sem gleyptu
í sig' hvert orð, og lagfræði
fagurrauða rósina í hnappa-
gatinu".
,Samhengi'
Þannig lýkur þessu gagn-
merka viðtali. Þegar talsméin
Siðvæðingarinnar eru spurðir
um þetta viðtal, ganga þeir
sjaldnast svo langt að neita
því, að rétt hafi verið hermd
orð spámannsins. Þeir reyna
að snúa sig út úr vandræðun-
um á einn eða annan hátt.
Þannig segja þeir gjarnan,
að ummælin. „ég þakka guði
fyrir Hitler", séu slitin út úr
samhengi, sem þau eru vissu-
Yfirmaður Napoleonsafnsins
í París, sagnfræðingurinn
Marcel Dunan, hefur nú neit-
að því að opnuð verði gröf
Napoleons fyrsta til þess að
ganga úr skugga um það, hvort
kcisarinn hafi verið drcpinn á
eitri, nánar tiltekið arseniki.
Enskur vísindamður, dr.
Hamilton Smith, hefur sem
kunnugt er haldið því fram,
að hann hafi fært sönnur á
það með nákvæmum, vísinda-
tegum rannsóknum á sýnis-
homum af hári keisarans, að
keisarinn hafi dáið af arsenik-
eitrun. Rannsóknir þessar fóru
fram við kjarnorkurannsókna-
stöðina í Harlow í Englandi
lega oft. En hitt er svo ann-
að mál, að venjulegt fólk fær
ekki séð, hvernig heill haf-
sjór af „samhengi" getur breytt
merkingu þessara orða. Buch-
man var nýkominn frá Þýzka-
landi nazismans, bersýnilega
með glýju í augum af áróðri
nazistanna, og trúði því í ein-
lægni, að Hitler hefði reist
varnarvegg gegn kommúnism-
anum, sem hann í sömu ein-
lægni taldi vera Anti-Krist á
jörðu.
,Slæmt'
En það er fleira í þessu við-
tali, en þessi setning ein, sem
athygli vekur. Þegar talið berst
að Gyðingaofsóknunum svarar
Buchman því einu til: „Slæmt
að sjálfsögðu". Og þá er af-
sökunin heldur ekki dónaleg:
„Ég býst við því að Hitler
sjái Karl Marx í hverjum
Gyðingi". Engar samvizkukval-
ir þar. Þó hlýtur Buchman að
hafa þekkt fullvel kenningar
nazismans um „hina norrænu
herraþjóð" og „hreinan kyn-
þátt“. Og hann hlýtur að hafa
vitað, að Hitler sá ekki Karl
Marx í hverjum Gyðingi, þar
eð hann hafði dundað sér við
það af stökum áhuga að gera
upptækar eignir auðugra kapí-
talista af Gyðingaættum.
Trúboðsstarf?
Enn reyna Siðvæðingarmenn
að halda þvi fram, að Buch-
man hafi því aðeins bundizt
vináttuböndum við nazista-
böðlana, að hann hafi viljað
„breyta“ þeim og snúa þeim
frá villu síns vegar. Heldur
og sýndu að sögn Smiths
greinileg merki um arsenik í
hári Napoleons. Sænskur vís-
indamaður, dr. Sten Forshufud,
sem starfar við háskólann í
Gautaborg, hélt því fram fyrir
nokkrum árum, að ástæða væri
til að halda það, að Napoleon
hefði ekki dáið eðlilegum
dauða heldur verið drepinn á
eitri og þá trúlega af landa
sínum. Montholon greifa, en
hann var sendur ( útlegðina
til St. Helenu ásamt hinum
afsetta keisara.
I greinargerð fyrir afstöðu
sinni segir Marcel Dunan, að
engar sannanir séu fyrir því.
að sýnishornin, sem hér um
Framhald á 9. síðu.
Var Napoleon mikli
myrtur á eitrí?
Þriár fequrstu konur heims
Það má ekki lengur dragast að við birtum mynd af fegurstu
konu heims. Ungfrú Alheimur, eins og hinn opinberi titill hennar
er, heitir Ann Sidney og cr ensk að þjóðerni. Hún situr liér á
milli tveggja keppinauta sinna, en þær eru fegurðardrottning
Argentínu (t.h.) og fegurðardrottning Formósu (t.v.), en þær urðu
í öðru og þriðja sæti.
Rannsóknar
stofnun SÞ
%
Rannsóknar- og fræðslustofn-
un Sameinuðu þjóðanna verð-
ur brátt sett á laggirnar, og
hafa mjög stuðlað að því gjaf-
ir og loforð frá ýmsum lönd-
um. Búizt er við að stofnun-
in hefji starfsemi sína á ár-
inu 1965.
Hlutverk hennar verður m.a.
að þjálfa háttsetta embættis-
menn, einkum frá vanþróuð-
um löndum, til þjónustu í
heimalöndum sínum og hjá
Sameinuðu þjóðunum, og einn-
ig til að rannsaka með hvaða
hætti verði hagkvæmast og
árangursríkast að hjálpa þeim
löndum sem eru á ólikum þró-
unarstigum.
Nýlega barst stórgjöf, 450.000
dollarar, frá Rockefeller-stofn-
uninni bandarísku. Fyrir þá
fjárhæð geta samtökin fest
kaup á fimm hæða húsi í ná-
grenni við aðalstöðvarnar í
Napólcon
ræðir, séu raunvenrlega úr hári
Napoleons. Það við bættist.
að fyrri rannsóknir viðvíki-
andi dauða keisarans virðist
hafa leitt það í ljós svo ör-
uggt megi telja, að dauða
Napoleons hafi borið að með
eðlilegum hætti.
New York. 1 þessu húsi verð-
ur hin nýja stafnun. Nú er
beðið eftir því, að reglugerð
stofnunarinnar verði fulllokið,
og sennilegt þykir að forstjóri
hennar og stjóm verði skipuð
í janúar.
Stofnunin verður sett á fót
samkvæmt ákvörðun Allsherj-
arþingsins. Framkvæmdastjóri
S.Þ. hefur sent persónulegan
fulltrúa sinn til um 50 landa
til að afla fjárhagsaðstoðar við
stofnunina. Með gjöf Rocke-
feller-stofnunarinnar eru fram-
lögih, sem komin eru fram eða
lofað hefur verið, orðin 2,8
miljónir dollara frá 30 lönd-
um og 3 einkastofnunum. Bú-
izt er við að enn muni 15
lönd og nokkrar stofnanir bæt-
ast í hópinn, svo að þær 5
miljónir dollara, sem nauðsyn-
legar eru, safnist inn.
Til þessa hefur eitt Norð-
urlandanna lagt fram fé til
stofnunarinnar. Það var Nor-
egur með 56.000 dollara.
Búizt er við að fyrsta nám-
skeið stofnunarinnar verði
haldið fyrir unga embættis-
menn frá þróunarlöndunum til
að kynna þeim starfsemi S.Þ.
(Frá S.Þ.).
Verwoerd
er enn að
Suður-afríkanski lögfræðing-
urinn Abram Fischer, sem m.a.
var verjandi Nelsons Mandela
í hinu svonefnda Rivonia-máli,
hefur nú verið dreginn fyrir
■'étt ásamt 13 mönnum öðrum
'g sakaður um að vera með-
'mur hins bannaða kommún-
staflokks landsins. Fischer var
handtekinn í september sl.
-n hefur fram til þessa slopp-
ið við fangelsisvist gegn 600.000
króna tryggingu.