Þjóðviljinn - 27.11.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA
ÞJÓÐVII.J1NN
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána:
Hví brauzt ég frá sókn
hinna vinnandi vega...?
Það eru ekki nema fáar vik-
iur síðan að þeir á fréttastofu
útvarpsins voru uggandi um
framtíð heimsbyggðarinnar —
eða nánar tiltekið þegar Krúst-
joff hvarf af sjónarsviði heims-
málanna.
Ár og friður
Nú, þegar þetta er ritað, að
nýafstöðnum forsetakosningum
í Bandaríkjunum er sem bet-
ur fer komið annað hljóð í
strokkinn. Allur heimurinn
andaði léttar, þegar úrslit þar
urðu svo sem raun varð á. Er
það eflaust orð að sönnu. Oq
það er líka allt til að auka á-
naegjuna. Nýju valdhafarnir í
Moskvu hafa ékki enn gert
neitt illt af sér, þvert á móti
reynt að koma sér vel við alla.
Svo er líka komin ný stjóm í
Bretlandi, sem gefur góð fyrir-
heit um bætt samstarf þjóða
á milli, þrátt fyrir fimmtán
prósent tollinn. Allt bendir því
til þess, að við fáum frið á
jörðu um komandi jól.
Hér heima gengur einnig
allt eins og í sögu. Veturinn
enn ókominn, síldin veiðist,
bæði fyrir austan og vestan,
og biskupinn vígir pípuorgei
guði til dýrðar og þeim Sel-
fossbúum til eyrnayndis.
Þeir á Alþingi virðast vera
orðnir svo værukærir að þeir
nenna varla að jagast, svo
heitið geti.
Þetta myndi í gamla daga
hafa verið kallað ár og friður.
Prentaraverkfallið er búið
og prentararnir hafa víst, sum-
ir hverjir, orðið . að
hefja vinnu sína með
þvi að prenta skammir
um sjálfa sig fyrir að hafa
faríð í verkfall.
Djörf tilgáta
Margt hefur einnig verið
gott í dagskránni undanfarin
kvöld, og skal nokkuð nefnt.
Erindi Péturs Sigurðssonar:
Guð í alheimsgeimi, var at-
Bifreiðar og iandbúnaðar-
vé/ar i nýju húsnæði
Þessa dagana heldur Bifreiðar
og landbúnaðarvélar upp á tíu
ára afmæli sitt og flytur jafn-
flamt starfsemi sína í nýtt hús-
næði að Suðurlandsbraut 14,
og hefur það hús verið í smið-
u*n undahfarin þrjú ár og er
ckkl fulllokið ennþá.
Er það fyrsta hæðin, sem
tekin hefur verið í notkun og
er samtals níu hundruð ferm.
að gólffleti. Þama er búið að
innrétta smekklegar skrifstofur,
varahlutaverzlun og sýningar-
stæði fyrir nýjar bifreiðar. Tvær
. hæðir þar fyrir ofan eru enn-
þá í smíðum og eru samtals
þrettán hundruð ferm. að gólf-
fleti.
Á bak við húsið er svo stór
skemma og þar er rekið sam-
setningar- og viðgerðaverkstæði
og er samtals fjögur hundruð
og fimmtíu ferm. að gólffleti.
Á tíu ára afmæli fyrirtækis-
ins hélt Gunnar Ásgeirsson,
stjómarformaður ræðu og leit
yfir farinn veg. Á þessu tfma-
bili hafa verið fluttar inn lið-
lega þrjú þúsund rússneskar
bifreiðar, — aðallega fólksbílar
og jeppar og hefur sala þeirra
færzt í vöxt síðustu tvö árin,
og voru þannig seldar þrisvar
sinnum fleiri bifreiðar árið 19P3
samanborið við árið á undan
og þriðjungi fleiri núna í ár
borið saman við liðið ár. Árið!
1962 var öldudalur í sölu á
rússneskum bifreiðum, — fyrst
eftir að sala var leyfð frjáls á
öllum bifreiðum til landslns.
Viðstaddur afmælisveizluna
var Boris Gasov frá Auto Ex-
port og færði hann fyrirtækinu
útskorinn grip að gjöf frá Auto
Export.
Stjóm fyrirtækisins skipa
þessir menn: Gunnar Asgeirs-
son, stórkaupmaður, Bergur
Gíslason, stórkaupmaður og
Guðmundur ' Gíslason og er
hann jafnframt framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins.
hyglisvert fyrir þær sakir, hve
spumingin um guð var rædd
af mikilli víðsýni og án alls
ofstækis og ónota. Er það i
rauninni í fyrsta skipti, sem
hin ágætu erindi Áskels Löve
hafa hlotið sómasamlega með-
ferð í útvarpinu. En djörf er
sú tilgáta Péturs, sem hann
segist þó byggja á einhverjum
gömlum spádómi, að einhvern-
tíma muni það verða óþarfi
að boða trú á guð. Raunvísind-
in muni uppgötva hann og all-
ir muni þekkja hann, eins og
hvert annað náttúrulögmál.
Væri nú mál, að Áskell
fengi orðið á ný og segði sfna
meiningu, þeim er um erindi
hans hafa fjallað.
Hin ungborna tíð
Svo virðist sem þessi vetr-
ardagskrá sé að því leyti frá-
brugðin fyrri dagskrám sinnar
tegundar, eins og þeir segja í
útvarpinu, að hún er helguð
hinni ungbornu tíð meir en
áður hefur þekkzt, enda gat
útvarpsstjóri þess í vetrar-
byrjun, að svo myndi verða og
var enda dálítið drjúgur með.
Það skal að vísu játað, að
þetta er út af fyrir sig réttlæt-
anlegt sjónarmið og er von-
andi að hin unga kynslóð meti
að verðleikum þá tillitssemi,
sem henni er sýnd af útvarps-
ins hálfu. En við hinir eldri
kunnum þessu þó ekki sem
bezt, og það þvf fremur,. sem
bilið milli okkar og hinna
ungu er miklu meira en áður
hefur þekkzt milli kjmslóða 1
þessu landi, og tjóar ekki um
að sakast. Við kunnum þvf dá-
lítið illa, að heyra ekki á
kvöldvökunum sagnir af svað-
ilförum á sjó og landi né
rímnakveðskap og draugasög-
ur, en fá í stað þess mjög
leiðinlega frásögn um danskt
sálmaskáld frá 17. öld og
Svavar Gests á svörtu nótun-
um.
Lofar góðu
Aðrar nýjungar dagskrár-
innar virðast þó lofa góðu.
Svo er t. d. með þáttinn: Kaun-
staðirnir keppa. Nafnið að
vísu dálítið tilgerðarlegt, en
látum það vera.
Þó
það nú væri
Það hefur verið skemmti-
legt að fylgjast með skrifum
andstæðingabla^anna um sfð-
asta þing Sósíalistaflokksins.
Fyrir þingið stóðu blöðin á
öndinni af ákafa og spáðu
einhverjum feiknarlegum
stórtfðindum; Vísir boðaði
meira að segja að fréttaritari
blaðsins myndi jafnóðum
skýra frá öllu því sem gerð-
ist. En um leið og þingið tók
til starfa hjaðnaði þessi belg-
ingur líkt og blaðra sú sem
í er stungið títuprjóni. Eftir
þingið voru blöðin klumsa f
nokkra daga. þau fundu eng-
ar leiðir til þess að gera brú
milli spádóma og veruleik-
ans, og frá fréttaritara Vísis
hefur ekkert heyrzt. Loks í
gær má lesa þær gamal-
kunnu frásagnir að „Moskvu-
kommúnistar” hafi tekið ÖH
völd á flokksþinginu. Þó það
nú væri; hvenær hafa ís-
lenzkir sósíalistar verið ann-
að en Moskvukommúnistar,
siðan Rússabolsar Alþýðu-
flokksins hófu stjórnmálabar-
áttu sína á Islandi?"
Ekki
þjóðfélagsvandamál
Menn skipa sér saman í
stjórnmálabaráttu af ýmsum
ástæðum. Sumir hafa sann-
færzt um pólitískar hugsjónir
og vilja leiða þær fram til
sigurs, aðrir hópa sig saman
út af dægurmálum, stundum
furðu smávöxnum. En hér á
íslandi eru til menn sem
segjast vera að heyja stjórn-
málabaráttu án þess að eiga
nokkur ný stefnumál, hvort
sem litið er langt eða
skammt. Þar á meðal eru
þessir undarlegu rithöfundar
sem kenndir eru við Frjálsa
bjóð. Þeir segjast vilja stofna
nýjan flokk vinstrimanna.
þótt einkenni þeirra sé það
að ekkert grær umhverfis
þá. En þeir hafa ekk-
ert til málanna að leggja
annað en að prenta upp f
greinum og bókum allt það
sem Morgunblaðið hefur sagt
um Sósíalistaflokkinn og
Rússa f aldarfjórðung. og
bykja nú þessir sjálfskipuðu
málsvarar vinstrimennskunn-
ar hin ágætustu sannleiks-
vitni í blöðum íhaldsins.
Þegar betur er að gáð eru
það raunar engin stjórnmála-
viðhorf sem halda þessuro
skringilega hóp saman, held-
ur eru takmarkalaust húm-
orleysi, alveg linnulaus geð-
vonzka og óskiljanleg sjálfs-
ánægja eini samnefnari þess-
ara manna. En úr slíkurp
veilum verður ekki bætt með
bíóðfélagslegúm aðgerðum
beldur með bvf að temprr
magasýrurnar á skynsam-
legan hátt. —Austrl.
Fyrsti þátturinn, keppnin
milli Ólafsfjarðar og Sauðár-
króks, fór mjög vel af stað.
Keppendumir stóðu sig yfir-
leitt mjög vel, enda hafa stað-
imir eflaust teflt fram sín-
um vitrustu mönnum og fjöl-
fróðustu.
Næst væri svo hægt að
hugsa sér að röðin kæmi að
sýslunum og hinir vitrustu
menn í sveitum og smáþorp-
um leiddu saman hesta sína.
Þá ber að fagna þvi, að þátt-
urinn Spurt og spjallað hefur
nú verið endurvakinn undir
forystu Sigurðar Magnússonar,
sem áður fyrr.
Þessi fyrsti þáttur, sem tók
stóriðjumálin til meðferðar fór
alveg sérstaklega vel fram. —
Umræður voru málefnalegar
og lausar við alla persónulega
áreitni eða orðahnippingar,
málefninu óviðkomandi. Stjórn-
andinn kom fram af fyllsta
hlutleysi og blandaði sér ekki
í umræður að ófyrirsynju.
Hitt skal látið liggja á milli
hluta hvaða sjónarmið, af
þeim er þarna komu fram
hafi fallið hlustendum bezt í
geð. Vafalaust sýnist þar sitt
hverjum. En mörgum mun þó
hafa brugðið í brún er þeir
fréttiu að reiknað væri með
einum hundrað og tuttugu
miljónum f gjaldeyristekjum,
af hinu stóra fyrirtæki, alúm-
iníumverksmiðjunni. Slíkt þyk-
ir ekki stór upphæð nú á dög-
um.
Olbogabörnin
Búnaðarþættir útvarpsins,
eru í rauninni hálfgerð ol-
bogaböm og eru hraktir fram
og til baka í dagskránni, eft-
ir árstíðum. Á vetrum er þeim
ætlað rúm að loknu hádegis-
útvarpi, drjúgri stund eftir að
bændur eru komnir til vinnu
sinnar að loknu hádegishléi.
En á sumrum, eru þeir á góð-
um tíma, að loknum síðari
kvöldfréttum. Nú er það að
vísu svo, að þættir þessir, sem
eru á vegum búnaðarsamtak-
anna að því er manni skilst,
eru ærið misjafnir að gæðum
og mættu forystumenn bænda,
þeir er hafa þessi mál með
höndum, gjarna taka sig á.
Margir þessara þátta eru f
samtalsformi, og þá gjarna
skotið inn hljóðurri ýmiskon-
ar kvikinda, svo sem kúa,
hænsna, hunda og anda, að
maður nefni ekki véladyninn,'
sem truflar hið mælta mál oft
meir, en góðu hófi gegnlr. Eru
þættir af þessu tagi yfirleitt
nauðaómerkilegir og engum
til fróðleiks né skemmtunar.
Hinu ber svo ekki að neita,
að stundum koma góðir þættir
af þessu tagi og þá helzt þeg-
ar rætt er við greinargóða og
skynuga kjarnakalla, sem segja
frá búskaparreynslu sinni að
fomu og nýju á skipulegan
og skilmerkilegan hátt og siá
svo um, að spyrjandinn verði
ekki allt of stór persóna í
Ieiknum.
Þeir, sem um þessi mál eiga
að fjalla, þyrftu því að hugsa
sitt ráð og athuga sinn gang.
Við gætum t.d. hugsað okkur,
að annarhver þáttur fjallaði
um hagnýtt efni. holl ráð og
leiðbeiningar til bænda. kynn-
ingar á nýjungum f búnaði
og niðurstöðum af tilrauna-
starfsemi. f öðrum hverjum
hætti yrði svo höfð kynning
á bví, hvað bændur geta lagt
5f mörkum ti.1 menningarlffs
' bessu landi og kannske eiti -
fvað sótt til fortíðarinnar, ef
nútíðin skyldi komast í þrot.
Játvarður Jökull Júlíusson
Spjallað við
bændur
Tvisvar í viku er í morgun-
útvarpi smáþáttur, sem nefnist:
Spjallað við bændur. Er ætl-
azt til, að bændur sendi þætti
þessum spumingar, sem þeir
vísu menn í Búnaðarfélaginu
taka að sér að svara.
I síðasta þætti tilkynnti
stjórnandinn, að þátturinn væri
orðinn gjaldþrota. Engin fyrir-
spum hafði borizt. Og í raun-
inn hefur þáttur þessi hangið
á nástrái, hvað þetta snertir,
alla tíð.
Þetta er furðulegt. Eru bænd-
ur áY0*13*Jí6Pil§A(IÖ&,,?ða ligg-
ur þeim í raun og veru ekk-
ert það á hjarta, er þeir myndu
vilja spyrja um, eða búast þeir
við að þeir myndu fara í geit-
arhús að leita ullar?
En búnaðarþátturinn sem
Játvarður Jökull flutti 2. nóv-
ember er sér í flokki.
Játvarður er alvörumaður,
án bölsýni og beiskju. Við
finnum, að á bak við orð hans.
einföld og yfirlætislaus, býr
Ijúfsár tregi, næstum ljó.ðrænn,
eftir það sem var og aldrei
kemur aftur, aldrei, framar
meir. Lömbin sem léku sér f
högunum í sumar eru farin f
sláturhúsið. Göml^u hjónin í
dalnum, sem hafa setið með-
an sætt var og lengur þó hafa
flutzt til Reykjavíkur og keypt
sér kjallaraíbúð fyrir bústofn
sinn arðinn af ævilöngu striti.
en jörðina sina verða þau að
skilja eftir og hún mun aldrei
byggjast, aldrei framar meir.
■ Föstudagur 27. nóvember 1964
En þrátt fyrir þessi og ýmt
önnur vetumáttafyrirbæri ís-
lenzks búnaðar og bændamenn-
inar, glatar höfundur ekki
trúnni á að eftir vetur komi
vor, ef fólkið þorir.
Ungu hjónin, sem flytja úr
borginni og taka við einni af
þeim jörðum, er hin ellimóða
útslitna kynslóð varð frá að
hverfa, verða höfundi, að þátt-
arlokum, sem tákn og fyrirboði
þess, að enn komi vor, ef
fólkið þorir.
I gervisveit
Játvarður bendir á það með-
al annars í erindi sínu, að
nota mætti eyðijarðir, sem
sumardvalarheimili fyrir böm.
Sumardvalarheimili þau, sem
nú eru rekin á vegum ýmissa
stofnana, em börnunum nokk-
urskonar gervisveit, sagði hann
og hefur hann áreiðanlega hitt
naglann á höfuðið.
Séra Gunnar Ámason viður-
kenndi í útvarpsviðtali nú fyr-
ir skemmstu, að það væri ekki
búið að finna börnum við-
fangsefni í slíkum stofnunum.
Svo sem sumarbúðirnar og
barnaheimilin reynast krökk-
unum gervisveit, er sennilegt,
að búskapurinn á hinum litlu
bamaheimilum eyðibýlanna,
myndi verða til þess að lofa
krökkunum að kynnast lif-
andi skepnum og til þess að
fullnægja eðlilegri athafnaþrá
þeirra í starfi og leik. En ef
til vill myndi reynast örðugt
að fá fólk til að dvelja á þess-
um heimilum vetrarlangt og
hirða búsmalann og myndi þa
verða að grípa til þess ráðs,
að selja skepnurnar að haust-
inu, eða koma þeim í {óður.
Það er í rauninni eitthvað í
ætt við að gefa börnum steina
fyrir brauð, að koma þeim í
sveit, þangað sem þau sjá ekk-
ert vinnandi fólk og enga
skepnu, og bæta svo kannske
gráu ofan á svart með þv£ að
halda þeim að sálmasöng og
biblfulestri um hábjargræðis-
tímann.
Með vísindalegri samanburð-
artilraun mætti ganga úr
skugga um, hvor aðferðin
færði börnum meiri lxfsham-
ingju.
Einar Ben.
Ekki verður annað sagt en
að hundrað ára minning Ein-
ars Benediktssonar hafi farizt
útvarpinu mjög vel úr hendi,
og sýnilega samansett af mik-
illi vandvirkni. Það mætti
kannski helzt að henni finna,
að hún hafi verið aðeins of
stór í sniðum. Ekki svo að
skilja, að minningu skáldsins
væri gert of hátt undir höfði.
Venjulegir menn eru ekki bet-
ur af guði gerðir en svo, að
þeir þola ekki nema skamma
stund í senn, að hlýða ljóð-
um Einars Benediktssonar, án
þess að kenna andlegrar
þreytu. Þó er hitt ef til vill
enn meiri andleg áreynsla að
heyra lærða menn og marg-
fróða útskýra kvæði hans og
flytja hugleiðingar um þser
Framhald á 9. síðu.
Ti/kynning
. Verðlagsnefnd hefur ákveðið
á selda vinnu hjá rafvirkjum.
nr. 38/1964.
eftirfarandi hámarksverð
Dagv. Eftixv Næturv.
Sveinar Kr. 69.30 Kr. 100.15 Kr. 120.75
Sveinar með framhaldspr. 76.25 110.15 132.85
Flokksstjórar 79.70 115.15 138.85
Flokksstj. með framhaldspr. 86.65 125.20 150.95
Eftir 2ja ára starf:
Sveinar Kr. 72.75 Kr. 104.25 Kr. 126.00
Sveinar með framhaldsprófi 80.05 ■ 114.70 138.60
Flokksstjórar 83.65 119.90 144.90
Flokksstj. með framhaldspr. 90.95 130.30 157.50
Eftir 3ja ára starf:
Sveinar Kr. 74.50 Kr. 106.50 Kr. 128.60
Sveinar með framhaldsprófi 81.95 117.15 141.45
Flokksstjórar 85.65 122.50 147.90
Flokksstj. með framhaldspr. 93.10 133.15 160.75
Söluskattur er ekki innifalinn í verðinu
Reykjavík, 24. nóvember 1964
Ver?lag:sst jérinn.
i
*
V