Þjóðviljinn - 27.11.1964, Blaðsíða 7
SÍÐA 1
Föstudagur 27. nóvember 1964
M6SVI1IINN
Merkir íslendingar
Merkir Islendingar
Nýr flokkur III.
Bókfellsútgáfan 1964.
Þegar Bókfellsútgáfan hóf
útgáfu á Merkur.i Islendingum
árið 1947, hefur vafalaust eng-
an órað fyrir því, að hér yrði
um jafnstórt safn að ræða og
raun er á orðin. Nú eru komin
út níu bindi af ævisagnasafni
þessu, röskar 4000 blaðsíður
með 132 ævisögum. Fjallar hin
elzta þeirra um Skafta lögsögu-
mann Þóroddsson, en hinar
yngstu um menn, sem eru látn-
ir fyrir fáeinum árum.
Margar af ævisögum þessum
voru áður prentaðar í And-
vara, en aðrar á víð og dreif í
ýmsum ritum, nokkrar sem
sjálfstæðar bækur, og fáeinar
birtast hér í fyrsta sinni,
prentaðar eftir handritum í
Landsbókasafni. Sameiginlegt
er það flestum þessum ævisög-
um, að þær voru orðnar tor-
gætar og ekki á vegi almenn-
ings. Flestar eru þær ritaðar af
mönnum nákunnugum þeim,
sem um er fjallað, eða að höf-
undurinn segir sjálfur ævisögu
sina. Gefur það mörgum ævi-
sagnanna stórlega aukið gildi,
þótt ekki sé því að leyna, að
stundum er kostum söguhetj-
anna gert fullhátt undir höfði,
en fjöður dregin yfir hitt, sem
miður var í fari þeirra. 1 síð-
ari bindunum htefur verið
gripið til nokkurra ævisagna
manna frá eldri tímum, byggð-
um á sögulegum rannsóknum
síðari sagnaritara. Sumar
þeirra eru að sjálfsögðu merki-
legar, en heldur þykja mér
þær gera safnrit þetta höttótt-
ara. Nokkrar þeirra eru orðn-
ar úreltar og eiga því lítið er-
indi tií lesenda. Má þar nefna
til ævisögur þeirra Skafta Þór-
oddssonar og Bjöms Einarsson-
ar Jórsalafara í fyrsta bindi
annars flokks, sem enginn
mundi nú rita á sama veg, þótt
einu sinni væru góðar og gild-
ar.
Um bindi það af Merkum Is-
lendingum, sem nú er nýkomið
út, gegnir svipuðu máli og hin
fyrri. Sumar ævisögumar em
með ágætum og mikill fengur
að hafa þær við höndina í
handhægri útgáfu. Vil ég nefna
til ævisögur þeirra séra Páls
Bjömssonar í Selárdal eftir
Hannes Þorsteinsson, Konráðs
próf. Gíslasonar' eftir Björn
M. Ólsen, Eiríks Briems eftir
Guðmund G. Bárðarson, jarð-
fræðing, og Páls Eggerts Óla-
sonar eftir útgefanda safnsins,
séra Jón Guðnason, fyrrver-
andi skjalavörð. Aðrar em mis-
jafnari, en bera þó sumar svip
liðins tíma eins og ævisögur
þeirra Gunnlaugs Briems,
sýslumanns, og Jóns prests
Þorsteinssonar frá Reykjahlfð.
Sumar em raunar léttvægar og
byggjast hvorki á rannsókn
né persónukynnum, t.a.m. ævi-
saga Hallgríms Schevings eftir
Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörð.
Jón Guðnason.
Scheving var svo merkur mað-
ur að hann átti skilið betri
ævisögu, en hún er því miður
órituð ennþá.
Vafalaust er ævisaga Kon-
ráðs Gíslasonar forvitnilegust,
þótt hún fjalli ekki fyrst og
fremst um hann sjálfan, heldur
jafnframt æskuvini hans,
Fjölnismenn. Á minningu
þeirra bregður sérstakri birtu
í sögu þjóðarinnar, og allt,
sem þá varðar, er og á að vera
okkur hugstætt. Sú saga er hér
rakin á þann hátt, að ekki hef-
ur enn verið bætt um, og bíður
það verkefni einhvers upprenn-
andi fræðimanns.
Fjölnismenn vom vorboðar
íslenzks þjóðlífs. Páll í Selár-
dal var fulltrúi galdrabrennu-
aldarinnar. 1 ævisögu hans
leiðir Hannes Þorsteinsson les-
andann við hönd sér um lend-
ur seytjándu aldarinnar. Páll
var einhver fjöllærðasti íslend-
ingur sins tíma, en ofstækis-
maður og hjátrúarfullur að
hætti sinnar aldar. Var hann
Framhald á 9. síðu.
V erðlaunagctraun
200,00, kr. verðlaun í vömút-
tekt frá þeirri verzlun sem dag-
skráin er fré. Sendið svarseðil-
inn í Box 408 fyrir n.k. mið-
vikudagskvöld, og sá er dreg-
inn verður úr með rétta lausn
fær senda vöruávísun á við-
komandi verzlun.
HVAR FÆST DAGSKRÁIN Á
AKRANESI?
Svar
Bæklingurinn var fenginn í
verzluninni: ..............
Nafn ...................
Heimilisfang .............
í upptalningunni um verzlan-
ir sem gefa viðskiptamönnum
sínum bæklinginn er ,4ausnin“
gefin.
Ölafnr Jens -»n.
, bref til blaösine * .
Áróðurinn fyrir
hernámssjónvarp
Síðastliðinn laugardag 21.
.nóv. fengum við með vikulegri
vörupöntun okkar sendan aug-
lýsingabækling með þessum
titli: SJÓNVARP og fleira 23.
tölublað vikan 22.—28. nóv.
1964. Ofan við titilinn er
stimpill verzlunarinnar Kjöt-
búðin Langholtsveg 17 sími
34585. Útgefendur þessa bækl-
ings eru skráðir þeir Þorsteinn
Guðlaugsson sími 41271 og
Kristján Pálsspn sími 36520.
Aðalefni bæklingsins er; DAG-
SKRÁ SJÓNVARPSINS á
Keflavíkurflugvelli vikuna 22.
til 28. nóv. þ.e. kynning á
andlegu fóðri vikunnar frá
hernámssjónvarpinu með . lík-
amlegu vikufóðri frá ofan-
greindri kjötverzlun. Dagskrá-
in er á amerísku og íslenzku
svo farið er að þjmnast í þeim
Fjölnismannablóðið, sem standa
að þessu verki. í þessu fram-
andlega riti er mikið af aug-
lýsingum frá nokkrum verzl-
unum. Meðal auglýsinganna er
ein, sem hefst með þessum
orðum: „Eftirtaldar verzlanir
gefa viðskiptavinum sínum
bækling þennan'*. Síðan eru
taldar upp allmargar verzlanir
sem veita viðskiptamönnum
sínum þessa sérstæðu þjón-
ustu, þar á meðal SÍS. Kjör-
búð, Áusturstræti 10. í bækl-
ingi þessum er verðlaunaget-
raun, sem greinilega miðast
við þá andlegu framtakssemi,
sem búizt er við hiá þeim, sem
að jafnaði horfa á hermanna-
sjónvarpið Getraunin er svona:
Ferðabók Ciafs Olavíusar
Margir fræðimenn að norð-
an hafa lagt leið sína til
Reykjavíkur til þess að fletta
upp í Olavíusi á dönsku, —
þeir hafa gengið upp á Lands-
bókasafn og beðið um þessa
merkilegu bók, — sezt síðan
niður með þennan dýrgrip, —
handfjatlað hana eins og
kornabarn, — tekið í nefið og
dæst yfir lýsingu á heimahög-
um á ofanverðri átjándu öld,
— og það á dönsku.
Einu sinni tók sig upp vinnu-
maður norðan af Melrakka-
sléttu og fór gagngert suður
til þess að fletta upp í Olavf-
usi, — um hávetur á þeim ár-
um, þegar Vesta gamla lónaði
hér í strandferðum.
Þessi vinnumaður var við-
urkenndur fræðimaður f sinni
sveit; hafði risið upp harðvít-
ug deila í sveitinni um reka-
viðarmörk og engum fræðí-
manni fyrir sunnan treystandi
til þess að rita niður á trú-
verðugan hátt lýsingu Olaví-
usar á Melrakkasléttu, — það
gat eitthvað skolazt til og við-
kunnanlegra að senda ábyrg-
an mann, sem sæi þetta með
eigin augum á dönsku., Það
hefur verið stór stund á sín-
um tíma, þegar þessl heiðvirði
vinnumaður stóð með þessa
bók í vinnulúnum höndunum
upp á Landsbókasafni eftir að
hafa tekið sig upp af fjarsta
landshorni, og það tók fimm
daga að rita niður viðkomandi
gögn.
★
Það er rétt að drepa á þessa
iitlu staðreynd í sambandi við
útkomu á fyrra bindi bókar-
innar ökonomisk Reise iginn-
em de nordvestlige, nordlige
og nordöstlige Kanter af Is-
land, sem gefin var út í Kbhn.
1780 og snarað hefur nú verið
á íslenzku af Steindóri Stein-
dórssyni frá Hlöðum, — ein-
hverntíma hefðu það þótt
stórtíðindi fyrir vestan, norð-
an og austan, að þessi mæta
bók skyldi koma út á íslenzku.
Nefnist hún á íslenzku
Ferðabók, — landshagir i norð-
vestur, norður og norðaustur-
sýslum Islands 1775 tii 1777,
ásamt ritgepðum Ole Henckels,
um brennistein og brennl-
steinsnám og Christian Zieners
um surtarbrand.
Bókin hefst fyrst á formála
eftir þýðanda og er þar rakin
nokkuð ýtarlega ævisaga Ól-
afs Ólafssonar frá Eyri í Seyð-
isfirði vestra, en hann latfni-
seraði nafn sitt að lærðra
manna sið og kallaðist Olav-
ius.
Ólafur var fæddur vestra árið
1741 og var kominn af dugandi
bænda- og prestaættum og út-
skrifaðist frá Skálholtsskóla^'
Þá verður að teljast líklegt,
að Jón Eiríksson hafi verið
helzti hvatamaður að þessari
reisu og talað um fyrir fjár-
málamönnunum í Vestur Ind-
iska ráðuneytinu.
Enda lagði Olavius upp ó
freigátunni Jægersborg í fyrstu
reisu sína til Islands.
★
1 þessu fyrsta bindi eru
skráðar athuganir Olaviusar á
Isafjarðarsýslum, Strandasýslu,
Húnavatnssýslu og Skagafjarð-
arsýslu.
Þetta hafa verið langar og
strangar ferðir á sjó og landi
og samanstanda af þrem ferð-
um með viðdvöl í Kaupmanna-
höfn á millum.
Olavius lagði upp í fyrstu
ferð sína 3. júní 1775 og lenti
16. júlí í Dýrafirði og hélt
þaðan Gemlufellsheiði og
Breiðadalsheiði norður alla
Vestfirði og Homstrandir til
Steingrímsfjarðar. Þaðan fer
hann stytztu leið yfir Gjörvi-
dalsheiði til þess að skoða
höfnina í Flatey á Breiðafirði
og tekur síðan skip I Dýra-
firði og kemur til Kaupmanna-
hafnar aftur 29. október. Þá
leggur hann aftur upp árið
1776 og kemur um vorið til
Húsavíkur og ferðast þá um
Melrakkasléttu og Langanes fil
Vopnafjarðar og þaðan um
Fljótsdalshérað og síðan niður
á alla firðina suður að Lóns-
heiði, — tók þá Berufjarðar-
skip 7. október og kom til
Kaupmannahafnar 6. nóvem-
ber.
Þá leggur hann upp þriðjn
sumarið og kemur til Húsa-
víkur eftir fjörutíu daga útivist
og ferðast þaðan um Norður-
land allar götur til Steingríms-
fjarðar.
Olavius segir að aðalmark-
mið farar sinnar hafi verið
að kanna ásigkomulag sjávar-
útvegsins og þræða þannig
hverja vík og vog og fara með
ströndum fram og geta þannig
lagt fram svör, sem með tím-
anum gætu orðið til þess aö
bæta kjör sjómanna og einnig
til þess að kanna áður óþekkt
skipalægi til eflingar verzlun
landsmanna.
En víða ber Olavius niður i
athugnum sínum og er honum
fátt óviðkomandi; virðast þess-
ar athuganir furðu traustar og
vísindalega unnar á þeim tím-
um. Þannig hefur hann til
dæmis áhyggjur af sandfoki í
önundarfirði og leggur til að
bændur þar hefti það með
melrækt og einnig leggur hann
til að þar sé eytt mýrlendi
með því að hagnýta sér Pater-
Nýjar skáldsögur
eftir tvær konur
árið 1765.
Síðan hélt hann til náms í
Kaupmannahöfn og lagði þar
einkum stund á náttúrufræði
og hagnýta búfræði við hó-
skólann þar ó einum mestu
niðurlægingartímum þjóðarinn-
ar, þegar einokunarverzlun lá
sem mara á þjóðinni og fólks-
fjöldi komst niður í 37 þúsund
íbúa.
Ólafur lauk ævi sinni sem
tollvörður á Jótlandi árið 1788.
Þá er í þessari merku bók
ýtarleg ritgerð eftir Jón Ei-
ríksson konferensróð, er hafði
mikil völd um málefni Islands
i stjómardeildinni i Kaup-
mannahöfn á órunum 1770 til
1781.
Er ritgerðin einskonar ald-
arspegill átjándu aldar og rit-
uð í anda fræðslustefnunnar.
Þá voru flutt hreindýr til
landsins og lögð áherzla á
þúfnasléttun og túngarða-
hleðslu og mælt með hvers-
konar tilraunum er varða
kornrækt. skógrækt og garð-
yrkju.
Eru þetta árroðablettir með
soltinni þjóð í móðuharðind-
um.
Ekkert er óviðkomandi hag-
nýtum vísindum á Islandi og
fjallar til dæmis einn kaflinn
um stjömufræðiathuganir, og
þá var skipaður stjömumeist-
ari að Stsðastað og lagt til að
reist yrði þar rannsóknarstöð.
Tvær konur eru meðal inn-
lendra höfunda nýrra skáld-
sagna. sem ísafold gefur út á
þessu hausti, þær Gufirún A.
Jónsdóttir og Þorbjörg Áma-
dóttir.
„Taminn til kosta“ er nafnið
á skáldsögu Guðrúnar A. Jóns-
dóttur, bók upp á nær 300
blaðsíður. Þetta er önnur
skáldsaga höfundar sem út
kemur; fyrir nokkrum 'árum
gaf Norðri út söguna „Helgu
Hákonardóttur" eftir Guð-
rúnu.
Á kápusiðu hinnar nýji:
bókar segir m.a. um höfund-
inn: — „Guðrún A. Jónsdóttir
er fædd 10. október 1908 á Ás-
bjarnarstöðum, Stafholtstun.s-
um .... Tæplega ársgömu’
fluttist Guðrún með foreldruir
-ínum og systkinum að Sel-
haga, nýbýli er faði. hennar
hafði reist í hluta Ásbjarnar-
staðalands. En vorið 1914 tók
fjölskyldan sig upp og flutti
nostertæki, ausuhjól og vatns-
snigla.
Þá lýsir hann nokkuð bænd-
um i önundarfirði, Dýrafirði
og Súgandafirði og telur þá
láta sér vaxa skegg umfram
aðra landsmenn og þeir gangi
i gamaldags klæðum með ó-
breyttu sniði frá ofanverðri
seytjándu öld. Þá eru þessir
bændur allsérlundaðir. Þeir
gifta sjaldan dætur sínar ut-
ansóknarmönnum eða taka sér
koriur af ókunnum ættum og
beir eru hæglátir og geöstilltir.
Meðferð þeirra á mat og drykk
er óbrotin og sæmilega hrein-
leg og þeir standa nábúum
sínum efnalega jafnfætis. Þeir
nota að mestu steinbítsroð i
skó og slíta femum pörum
yfir daginn. Daglegt viðurværi
þeirra er mjólkurmatur ásamt
steinbít og rauðmaga, og ull-
arvinna er stunduð af kappi
af karlmönnum á vetrum.
★
Ferðalýsing Olaviusar er að-
allega atvinnulegar og hag-
fræðilegar upplýsingar um
landshóttu til sjávar og sveit-
ar á sínum tima.
Þessar upplýsingar virðasi
nákvæmar og traustar og aí
heiðvirðum toga spunnar með
trausti ó danskan kóng.
Þær hafa líka hlotið verð-
ugan sess í hugum fræðimanna
í tvö hundruð ár og hafa
nánast verið helgur stafur.
Fáir hafa orðið til þess að
rengja þessa bók og hversdags-
legar athugasemdir varpað
fram á sínum tíma orðnar dýr-
mætur arfur.
Mikið mætti Hagstofa ls-
lands prísa sig sæla eítir önn-
ur tvö hundruð ár, ef hún
nyti svipaðrar virðingar þá
eins og þessi merka bók £ dag
meðal þjóðarinnar.
Mér hefur sagt starfsmaður
hjá þessari virðulegu stofnun,
sem áður var getið, að allar
upplýsingar og rannsóknir
hagfræðilegs efnis séu meira
og minna véfengjanlegar nema
helzt manntalið. Þá er talið, að
hagfræðingar í þjónustu borg-
arastéttarinnar gangi sér til
húðar á þrem árum og trúir
þá enginn orðum þeirra. Er
það stutt starfsskeið i einu
landi með dýra menntun að
baki.
Þessi fallega og merka bók
ætti að vgra leiðarvísir í þeim
efnum og er útkoma hennar
merkur viðburður.
Það er þó kaldhæðni örlag-
anna, að hagfræðingur skuii
kosta útgáfu hennar og er
batnandi mönnum bezt að lifa.
Bókfellsútgáfan gefur þessa
bók út. — g. m.
búferlum til Borgamess, þar
sem foreldrar Guðrúnar bjuggu
síðan .... Síðastliðna hálfa
öld hefur lögheimili hennar
ávallt verið í Borgamesi og
þar býr hún nú búi sínu ásamt
manni sínum".
Saga Þorbjargar Árnadóttur
ber heitið „Signý” og undirtit-
ilinn Hjúkrunarnemi í fram-
andi landi. Hefst sagan í
Reykjavík þegar spænska veik-
in geisaði hér og Signý gerist
sjálfboðaliði við hjúkrunar-
starfið í Miðbæjarskólanum,
en síðan heldur hún til Dan-
merkur til hjúkrunarnáms.
Segir á kápusíðu bókarinnar að
sagan sé byggð á sönnum at-
'iurðum í aðalatriðum.
Eftir Þorbjörgu Ámadóttur
'iafa komið út fjórar bækur:
Sveitin okkar. þjóðlífssaga
0949), Draumur dalastúlkunn-
ar, leikrit (1950.V Móðir og
bam, heilsufræði (1951) og
Pílagrimsför og ferðaþættir
(1959).