Þjóðviljinn - 28.11.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA
ÞIÓ3VHIINN
Lokabréf Baldurs Pálmasonar frá Ql-
ympíuskákmótinu í Tel Aviv
SIGURINN
VANNST
Aðalfundi Alþjóðaaam-
bands skákmanna er lokið, og
var stjórn þess að mestu end-
urkjörin. Folke Rogard hinn
virðulegi málaflutningsmaður
frá Stokkhólmi verður forseti
sambandsins næsta árið, en
hann er orðinn maður fullorð-
inn, og líður sjálfsagt senn að
hvarfi hans af þeim vettvangi.
Samþykkt var tillaga um að
bæta einum skákmanni enn i
stórmeistarahópinn, David Yan-
ovsky frá Kanada, sem teflir
hér á fyrsta borði fyrir land
sitt og hefur staðið sig með á-
gætum, aðeins tapað fyrir Bot-
vinnik og Unzicker.
Sunnudaginn 22. nóv. hófst
lokahrina mótsins að því er
segja má. Eftir voru þá þrjár
umferðir og allt í megnustu ó-
vissu um útkomuna, ekki sízt
í okkar flokki, þar sem fjórar
þjóðir hafa verið næstum
jafnar í fararbroddi, þótt Sviss-
lendingar hafi lengstum verið
ívið fremstir. Hitt voru Finn-
ar, Kolumbíumenn og við
Frónbúar. Frakkar og Venzu-
elamenn voru svo spölkom á
eftir; af hinum átta þjóðunum
stafaði ekki nein hætta lengur.
Og þennan dag stóð bardag-
inn við Kólumbíumenn. Voru
báðar þjóðir hnífjafnar að
Þarna leiða þeir saman hesta sína í Te! Aviv Islendingar (til hægri á myndinni) og Uruguay-
menn. Það mun vera Bjöm Þorsteinsson sem er fremstur lsl. á myndinnl, þá Jónas Þorvaldsson.
Barnabækur og orðabók frí-
merkjasafnara frá Setbergi
Ungur Reykvíkingur, Þórir
S. Guðbergsson, hefur sent
frá sér sína fyrstu bók, barna-
bókina „Knattspymudrengur-
inn”.
Þetta er saga um stráka í
starfi og leik og fyrst og fremst
skrifuð fyrir drengi á aldrin-
um 10—14 ára.
' Höfundurinn, 25 ára gamall,
hefur starfað mikið með ung-
um drengjum í íþróttahreyf-
, ingunni og KFUM.
Það er Setberg, sem gefið
hefur „Knattspyrnudrenginn”
út, en frá sama forlagi er
einnig komið safn sagna fyrir
drengi og stúlkur á aldrinum
6—10 ára. Bókin nefnist:
„Pabbi segðu mér sögu” og
hefur Vilbergur Júlíusson,
skólastjóri valið sögurnar,
Margar teikningar eru í bók-
inni.
Þá hefur Setberg gefið út
Orðabók frímerkjasafnara eft-
ir Sigurð H. Þorsteinsson. Þetta
er orðasafn: íslenzkt — enskt,
enskt — íslenzkt, íslenzkt —
þýzkt, þýzkt — íslenzkt, ís-
lenzkt — danskt, danskt — ís-
lenzkt — og fyrst og fremst
ætlað þeim, sem nota vilja er-
lenda frímerkjalista. Ennfrem-
ur er safnið handhægt sem
uppsláttarbók í bréfaviðskipt-
um innlendra safnara við er-
lenda.
vinningum fyrir umferöina, 28
vinningar á hvora hlið. Hvor-
ug var farin að tapa viður-
eign í C-flokki, einustu þjóð-
ir flokksins með svo góða
einkunn. Sviss hafði tapað fyr-
ir íslendingum, þótt það væri
<$• vinningi ofar í heild. Kólum-
bfumenn voru þó að því leyti
okkur fremri, að þeir höfðu
unnið allar viðureignir sínar,
flestar með litlum mun, en
við höfðum tvisvar deilt vinn-
ingum að jöfnu með andstæð-
ingunum. Sumir vinningamir
voru þeim mun ríflegri. Hófst
svo atgangur. Bjöm tefldi með
hvítu gegn Cuellar, alþjóðleg-
um meistara, sem titlar sig
prófessor. Hann komst á há-
tind frægðar sinnar á heims-
svæðamótinu í Stokkhólmi
1961, er hann vann Geller og
Kortsno.i frá Sovétríkjunum í
tveim fyrstu umferðunum, en
náði svo ekki að vinna skák
eftir það. Hér á mótinu hefur
hann teflt í þvf sem næs.t
hverri umferð og hefur hátt
vinningshlutfall. P rjunin var
spænskur leikur og kom upp
afbrigði með. drottningarkaup-
um snemma tafls, jafnframt
því sem biskupar hurfu af
borði. Tefldu þeir Bjöm og
Kapp
og forsjá
Um síðustu helgi var liðið
eitt ár siðan Kennedy Banda-
ríkjaforseti var myrtur í ríki
sínu. Af því tilefni birti
Morgunblaðið einkennilegt
kvæði á síðu þeirri sem jafn-
an er lögð undir léttmeti:
nefndist það „Loginn á leiði
Kennedys“ og hófst á þessum
línum sem ekki eru aðeins
grunsamlegar vegna stuðla-
setningarinnar: „Flöktir ljós
á fölum meiði / Fjúka blóm
af lágu leiði. / Snjórinn sinni
værðarvoð / veltir yfir sprek
og moð.“ Eftir nokkum inn-
gang i svipuðum stíl segir
höfundur síðan: „Þessi logi er
ljós þess manns, / sem ligg-
ur undir rótum hans / . og
þessvegna hann hvílir hér /
með heimsins ljós við fætur
sér“ hvemig sem lesendum
er ætlað að skilja það sam-
hengi Ennfremur fáum við
að vita að „Hann var eins
og ég og þú / en hann
var ekki ejns og við“, og er
það eflaust háleit túlkun á
ýmsum heimspekikenningum
um einstaklinginn og fjöld-
ann.
Eftir fleiri vafasamar stað-
hæfingar af þessu tagi kemur
síðan ákaflega einkennileg
og mótsagnafull mannlýsing:
„Þrek og hugdirfð mat hann
mest / en mátti oft vægja ef
það var bezt, / þvi stundum
mátti of mikið gera. / Það
mátti stundum láta Vera. /
Hann átti oft í vök að verj-
ast / og vildi glaður meira
berjast / en krækti þó hjá
kröppum sundum, / því kapp
er bezt með forsjá — stund-
um.“ Og síðan beitir höfund-
urinn hátíðlegasta og fágað-
asta orðfæri sínu: „ — og
núna logar ljós hans hér /
en launmorðingjar erum vér
.. / allir þeir sem ekkert
gera / en alltaf láta vera, /
því sitthvað er að „elska frið-
inn“ / eða „strjúka kvið-
inn“ “ Þannig er að „láta
vera“ eitt af eftirlætisorða-
tiltækjum höfundarins og ým-
ist loflegt eða vanþóknan-
legt eftir atvikum, og fer það
væntanlega eftir því hvaða
líkamsæfingar menn stunda
’ sambandi við það.
Menn skyldu ætla að eftir
betta gæti kvæðið ekki risið
öllu hærra, en höfundinum
er fátt ómáttugt. Hann segir
enn; „Eldurinn, sem ætíð log-
ar; / eldur þess, sem þorir
vogar; / þetta litla ljós á
gröf / líkist heimi á V7tu nðf
/ sem hangir á þunnum
þræði / úr þrotlausu haturs-
æði.“ Þannig breytist ljósið
í veröldina og kveikurinn í
þunnan þráð sem heimurinn
„hangir á“, og má hann þá
naumast valtari vera. Það
sem nærir logann og heldur
heiminum uppi er „haturs-
æði“, en þeir sem síður vildu
hrapa með veröldinni geta þó
huggað sig við það að sú
óskemmtilega kennd er „þrot-
laus“.
Eins og menn muna varð
morðið á Kennedy forseta til
þess að mörg eftirmæli voru
ort á íslandi og voru þar að
verki margvísleg ljóðskáld
allt upp í ritstjóra Morgun-
blaðsins. Þvi miður tókst
svo til að flest þessi kvæði
skírskotuðu til allt annarra
tilfinninga en þeirra sem
mönnum voru efstar í huga
eftir válegan atburð. Naum-
ast verður kvæðið sem Morg-
unblaðið birti á sunnudaginn
var skilið öðruvísi en svo
að höfundurinn, hinn al-
kunni Ómar Ragnarsson, hafi
þar að skotspæni ýmsa þessa
kollega sína í ríki ljóðlistar-
innar. En tilefnið sýnir svo
furðulegan skort á háttvísi
að maður kinokar sér næst-
um því við að vekja athygli
á honum, bæði hjá höfund-
inum og ráðamönnum létt-
metissíðunnar, hvort sem
beir síðarnefndu hafa áttað
sig á samhenginu eða ekki
Er þess að vænta að Ómar
sjálfur minnist eftirleiðis
bfeirra sanninda sinna að
,k?pp er bezt með forsjá —
stundum" — Austri.
Cuellar svo lengi hrókum sín-
um, riddurum, peðum og kóng-
um. Var Cuellar heldur í sókn,
og varð Björn að hafa sig all-
an við að tapa ekki peði. Tók
hann síðan að þrýsta sjálfur
með riddara á fremra tvípeð
Ouellars á miðborði, og þar
kom, að Ouellar afréð að láta
hrók fyrir þennan riddara og
peð, til þess að ná sóknarfær-
um að nýju. Fqr skákin í bið
um það leyti, og þótti Birni
einsætt, að um vinning gæti
ekki orðið að ræða af sinni
hálfu. Stefndi hann því að
jafntefli, lét skiptamuninn aft-
ur, og kom þá upp staða með
hrók Bjöms móti hrók og
tveim miðborðsfrípeðum pró-
fessorsins. Er það theoretískt
jafntefli ef rétt er að farið i
vörninni, og fer Bjöm ekki í
grafgötur um, hvemig henni
tók annað peð Cuellars, þótt
ist og lét taflið fara 1 bið öðru
sinni er komnir voru 88 leik-
ir. Hafði hann þá verið stað-
inn að því frammi í forsalnum
að bera stöðu stna undir farar-
stjóra Rússanna Kotoff á vasa-
tafli sínu. Þykir mér ólíklegt
að Kotoff hafi getað gefið hon-
um góð ráð og eflaust ekki
kært sig um það heldur.
I þriðju setu virtist Cuellar
vera orðinn nokkuð fullviss
um jafnteflisúrslit, en hann
lék þó allt til enda, er Bjöm
tók annað peð Ceuellars, þótt
valdað væri af kóngnum. Hefði 3 -
hann staðið leiklaus, ef hrók-
urinn var þeginn.
Skiikin Minaya — Trausti
var hlaðin spennu, einkum
drottningarmegin, enda er
Kólumbíumaðurinn þéttings-
djarfur sóknarskákmaður. Vildi
hann ólmur brjóta upp stöð-
una og kostaði til peði og síð-
an öðru. Trausti varð einkum
að vara sig á að iáta ekki
drottningu sína lenda í klandri
og fór svo að hann lét annað
umframpeðið fjúka. Var hann
þá orðinn tímalítill og átti ó-
leikið fáeinum leikjum, svo að
hann stakk upp á jafntefli.
Minaya tók boðinu samstund-
is, og munu báðir aðilar hafa
vel við unað. — Jón átti í
höggi við Cuartas og tókst
með lagni að smáhagræða
stöðu sinni, s. s. einn og tvo
millimetra með hverjum leik,
unz eftir stóðu á borði auk
kónganna hvítur riddari og
svartur og hvít peð tvö, sitt
á hvorum vallarhelmingi, eins
og þeir segja í knattspymunnl.
Þá sá Cuartas að hann réð
ekki lengur við neitt. — Mót-
herji Magnúsar er lunkinn
skákmaður, og var hans hlut-
ur heldur meiri í byrjun, enda
hafði hann hvítt. En Magnús
lét ekki fipast, og eftir drottn-
ingakaup og meiri uppskipti
voru báðir komnir með ein-
stæð frípeð, og var þeim nú
att af stað. Undir lok fyrri
setu var Tejeda orðið svolítið
órótt vegna klukkunnar. Ýtti
hann frípeði sinu feti framar
í flíótfærni og kostaði það
hann biskup. Fór svo skákin
f bið, og er ekki að efa að
Kólumbíumenn hafa lagt sig
í líma að finna sem bezta leið I
gegn vandanum, enda var
mesta furða, hve góðir leikir
leyndust fyrir hvítan, þegar
áfram var haldið. Leit um
tíma ut fyrir að hann næði
öllum peðum Magnúsar og
innsiglaði þar með jafnteflið,
en Magnús lék ekki síður hug-
vitsamlega, og þar kom að
hann gat tryggt síðasta peði
sínu líf. Tejeda sá þá sína
sæng upp reidda.
Okkar hlutur varð því 3
vinningar gegn Kolumbíu-
mönnum, og var það vel af
sér vikið, ekki síður en sams-
konar sigur yfir Svisslending-
um. Þar með voru báðar þess-
ar þjóðir sigraðar af íslend-
ingum, og þeim einum. Hver
yrði svo útkoman á viðureign
þeirra f milli í síðustu urn-
ferðinni? Um það varð ekki
spáð á þessu stigi máls. önnur
úrslit 11 umferðar f C-flokki:
Irland 2 7? Grikklqnd ll/T,
Tyrklands 2% Frakkland- -\'/r,.
Mexíkó 2V2 Mónakó IVj, Sviss
21/? Iran IV2, Finnland 4 Porto
Rico 0j, Yenqzyieja .4 JndJand
0. Höfum við nú dregið hálfan
vinning á Svisslendinga og
fengið Finna upp að hlið okk-
ar í stað Kólumbíumanna.
I A-flokki enduðu þrennar
viðureignir þessarar umferðar
með 3,5 gegn 0,5. Sigurvegarar:
Sovétríkin. Vestur-Þýzkaland
og Rúmenía. Sigraðir: Argen-
tína, Kanada og Spánn. Svo
- Fðsáudagur 27. nóvember 1964
að harkan sýnist færast í auk-
ana. Norðmenn unnu fjórða
og stærsta sigur sinn í B-
flokki, fengu 3,5 vinninga móti
Perúmönnum.
Og þá var röðin komin að
Tyrkjum Björn hafði svart og
brá fyrir sig Sikileyjarvöm
gegn kóngspeðsleik Suers, en
afbrigði það er hann leiddist
inn á var næsta slæmt og
hefði kannski getað farið nið-
ur, ef Tyrkinn hefði verið
nógu séður til að auka Birni
erfiðið. Var t.d. hægðarleikur
fyrir hann að spilla fyrir
stuttri hrókun á svarta borð-
inu. En þótt hann hefði þægi-
legra tafl, mistókst honum að
gera haldkvæma áætlun til
framrásar, og gekk mjög á
tíma hans í þeim vangavett-
um. Fór þá Björn að sækja
sig, gat tvöfaldað hróka sína
á peðaröð andstæðingsins, rót-
að þar til í peðaskaranum og
komið við máthótun. Suer
gafst upp. ’— Trausti fékk við
að glíma hollenzka vörn Kul-
urs og fór víst ekki nýjustu
. leiðir í þeim efnum. Varð hon-
um lítiö ágengt, enda þótt
staða hans væri kannski svo-
lítið skárri og þegar honum
fannst nóg að gert í árangurs-
lausum þæfingi, þrálék hann
og samdi frið. — Jónas henti
sér út í Pirc-vörn í fyrsta
skipti í alvarlegri kappskák,
og var svo að sjá sem upp úr
henni kæmi jafnt tafl á báða
bóga. Þó fór svo eftir upp-
skipti að Tyrkinn Tebi, sem
er fararstjóri sveitar sinnar og
hinn viðfeldnasti maður, nokk-
uð við aldur, fékk heldur
rýmra endatafl, en þar eð
hann átti verri tíma bauð
hann jafntefli, Jónas var í bar-
dagahug og hafnaði boðinu, og
gekk hann þó ekki heill til
skógar, hafði kvefazt og kenni
hitalumbru síðan um hádegi,
en þá var búið að tílkynna
liðskipan dagsins, og varð ekki
aftur snúið. Svo fór að Tebi
tapaði peði fyrir aðgæzluleysi
og síðan öðru, svo að biðstað-
an gaf ótvírætt hugboð um
vinning fyrir Jónas, enda kom
það 4 daginn. Tébi varðist þó
sem mest hann mátti alveg
fram í andlátið, og þótti hálf-
súrt í brotið að tapa skákinrri,
sem hafði lengstum verið jafnr
- teflisleg. — Magnús tefldi við
Bilyale og var það uppskipta-
afbrigði í drottningarpeðsbyrj-
un. Hrókaði Magnús langt en
hinn stutt. Náði Magnús betri
tökum í byrjun og hóf kóngs-
sókn fremur snemma, og tófc
þá hinn til bragðs að merkja
Framhald á 9. sfðu.
Að gefnu tí/efni
vilja neðanskráð samtök taka fram eftirfarandl:
Skv. ákvæðum 11. greinar kjaradóms verzlunar-
manna frá 6. febrúar 1964, er 1. desember ekki
samningsbundinn frídagur verzlunarmanna. 1. des-
ember ber því að skoða sem virkan dag.
Félag íslenzkra íðnrekenda.
Félag íslenzkra stórkaupmanna.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.
Kaupmannasamtök íslands.
Verzlunarráð íslands.
Vinnumálasamband samvinnufélaga.
Vinnuveitendasamband íslands.
frá STR0JEXP0RT
RAFMÓTORAR
lokaðir, 0,5 til 38 hestöfl
SLÍPIHRINGJA-
MÓTORAR
38 og 62 hestöfl.
HEOINN
vélaverzlun