Þjóðviljinn - 28.11.1964, Side 3
Laugardagur 28. nóvember 1964
ÞIÓÐVILHNN
Enn harðir bardag-
ar í Stanleyville
LEOPOLDVILLE 27/11 —
Fréttastofa Reuters skýrir svo
frá, ad enn séu harðir bardagar
í Stanleyville, og engin af göt-
wm borgarinnar sé trygg til um-
ferðar. Sérstaklega séu bardag-
ar harðir í götum þeim, er
Bggja á hægri bakka Kongó-
ftjótsins, en þar er einnig mið-
bik borgarinnar. íbúarnir í
Stanleyville hafi flestir flúið til
skógar.
Bandaríska sendiráðið í Leo-
poldville skýrir frá því, að hvít-
ir málaliðar Tshombes, sem
haidið hafi yfir Kongófljótið frá
Stanleyville, hafi fundið 28 lík
hvítra manna. Hafi þá uppreisn-
armenn drepið samtals milli 70
og áttatíu hvíta menn. Flótta-
menn segja, að enn séu um
100 hvítir menn í Pauli, • sem
ekkert hafi til spurzt.
Frá Addis Abeba berast þær
fréttir, að Hailie Selassie, keis-
Hellsu eins
fimmburans
ari í Abyssiniu, hafi farið þess
á leit, að haldinn verði
fundur alira æðstu mann Afr-
íkuríkja til þess að ræða á-
standið í Kongó. Þá hefur Jomo
Kenyatta, forsætisráðherra í
Kenya og formaður nefndar
þeirrar hjá Samtökum Afriku-
ríkja, er um Kongómálið fjallar,
lýst því yfir í ræðu, að hann
hafi alltaf verið þeirrar skoð-
unar, að samningaviðæður séu
gagnslausar ef erlend ríki hlut-
ist til um málefni Kongó.
II
■ I
Held ég enn
í austurveq
STOKKHÓLMI 27/11 — Forsæt-
isráðherrar Noregs, Danmerkur
og Svíþjóðar hafa nú allir á-
samt Finnlandsforseta fengið
boð um að heimsækja Sovét-
ríkin. Áður er ákveðið, að Finn-
landsforseti haldi austur í marz
næsta ár og þá í sambandi við
fyrirhugaða för hans til Ind-
lands. Síðar verður svo ákveðiö,
hvenær forsætisráðherrarnir þrír
halda í heimsókn sína.
Kommúnistafundi
verður frestal
TÖKÍÓ 27/11 — TJm 5.500
vinstri sinnaðir japanskir
stúdentar f óru i kvöld í kröfu-
göngu i Tókíó til þess að
mótmæla því, að kjarnorku-
knúnum bandarískum kafbát-
um hefur verið leyft að nota
japanskar hafnir.
hrakar
PARlS 27/11 — Prófessor Marcel
Lelong, en bann er yfirmaður
bamasjúkrahúss þess, er fimm-
buramir frönsku dveljast á,
skýrði svo frá í dag, að heilsu
Dominique, eins þeirra fjögurra,
er eftir lifðu, hraki stöðugt. Eigi
barnið við öndunarerfiðleika að
stríða, og sé mjög tvísýnt um
líf þess.
Alþingi
Framhald af 12. síðu.
sér með skeytingarleysj þvf,
sem hún hingað til hefði sýnt
viðleitni stjórnarandstöðunnar á
Alþingi, til að lækka opinþer
gjöld frá í sumar.
Sfðastur tók til máls Eðvarð
Sigurðsson og fef skýrt frá máli
hans hér í blaðinu í gær.
Frumvarpinu var að umræðu
lokinni vísað til nefndar og 2.
unrræðu.
Fœrð spillisf
Framhald af 1. síðu.
miili Fljóta og Ólafsfjarðar varð
ófær í gærdag.
Af Vestfjörðum höfðu borizt
ógreinilegar fréttir um ástand
vega í gærdag; þó var talið
víst að Breiðdalsheiöi milli ön-
undarfjarðar væri orðin ófær
og sömuleiðis Botnsheiði milli
Súgandafjarðar og önundar-
fjarðar. Þá er Þingmannaheiði
á Barðaströnd ófær.
Mikið hefur snjóað á Snæ-
fellsnesi undanfarna daga og
er færiö orðið ískyggilegt yfir
Kerlingaskarð og Fróðárheiði.
Annars er akvegasamband frá
höfuðborginni austur yfir fja.fl
um Suðurlandsundirlendið fært
bílum með keðjur og sömuleið-
is akvegir norður í land.
Síldarleysi
Framhald af 1. síðu.
RE 3 og Freyfaxi frá Keflavík.
Sex Austf jarðarbátar stunda
ennþá síldveiðar af hörku
fyrir austan, en vcður hefur
hamlað veiðum sfðustu viku.
Vitað er þó um mikið síldar-
magn út af Gerpi sjötíu sjó-
mílur út af Gerpi og fá bát-
arnir þarna dágóð köst þessa
daga. þegar gefur vegna veð-
urs. Síldin stendur þó nokk-
uð djúpt.
Sovézki reknetaflotinn er
þarna ennþá að veiðum og virð-
ast veiða dável. Síldin sem veið-
ist nú fyrir austan fer aðallega
í bræðslu í verksmiðjurnar á
Eskifirði, Neskaupstað og Seyð-
isfirði.
Þá fer nokkurt magn til fryst-
ingar.
Segjast haía unnið
sigur á Víetkong
SAIGON 27/11 — Stjórnarher-1
inn í Suður-Víetnam kveðst hafa
unnið mikinn sigur á skæruli
um Víetkong. Segir í fréttinni.
að Víetkong hafa skilið eftir að
minnsta kosti eitt hundrað
fallna á vígvellinum og
álíka marga fallna hafi þeir
haft á burt með sér, er þeir
létu undan síga. Þá kveðst
stjórnarherinn hafa tekið mik-
ið af vopnum.
Enn ríkti umsátursástand í
Saigon í dag. Frá Washington
berast þær fréttir, að helztu
her- og stjórnmálaráðgjafar
Johnsons forseta hafi komið
saman til fundar á föstudag til
þess að ræða ástandið í Suð-
ur-Víetnam, og þá með sérstöku
tilliti til þess, að Sovétstjórnin
hefur opinberlega varað Banda-
ríkjastjórn við því að reyna
að rétta hlut Saigonsstjórnar-
innar með þvf að ráðast á Norð-
ur-Víetnam. Dean Rusk, utan-
ríkisráðherra, og helztu sam-
starfsmenn hans taka þátt í
fundi þessum ásamt Maxwell
Taylor, sendiherra Bandaríkj-
anna í Saigon, en hann hefur
sem kunnugt er verið einn helzti
hvatamaður þess, að Bandaríkin
réðust inn í Norður-Víetnam.
Búizt er við þvf, að þessar
umræður standi að minnsta
kosti nokkra daga. Sjálfur mun
Johnson forseti eiga fund með
Rysk, Taylor og Robert McNam-
ara, varnarmálaráðherra, i
næstu viku og verður sá fund-
ur í Hvíta húsinu. Bandarískir
embættismenn vildu í dag ekk-
ert láta uppi um það, hvaða
ákvarðanir, ef nokkrar, hefðu
verið teknar á fundinum í dag.
Landamæradeilur
NEW VORK 27/11 — Landa-
mæradeilurnar milli Sýrlands
og Israel, sem fyrir ellefu
dögum ulht hörðum átökum
á landamærum, voru í dag
teknar til umræðu í Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna.
Eftirlitsnefnd SÞ hefur lýst
því yfír, eftir að hafa rann-
sakað atburð þenna, að full-
víst sé, að það séu Sýrlend-
ingar, sem hófu skothríðina.
MOSKVD 27/11 — Norska
fréttastofan NTB kveðst hafa
það eftir áreiðanlegum heim-
iidum í Moskvu, að öruggt sé,
að Kommúnistaflokkur Ráð-
stjórnarríkjanna muni fresta
fyrirhuguðum fundi 25 komm-
únistaflokka, en hann átti að
hefjast í Moskvu þann 15. des.
n.k. Skyldi sú ráðstefna ræða
hugmyndafræðideilurnar með
Kínver.jum og Rússum og vera
um Ieið undirbúningsfundur
undir heimsráðstefnu kommún-
istaflokkanna.
Hinsvegar hefur fréttastofan
það eftir sömu heimildum, að
litlar sem engar líkur séu nú
á því, að upp verði teknar á
ný viðræður milli kommúnista-
flokka Ráðstjórnarríkjanna og
Kommúnistaflokks Kína. Ráða-
menn í Moskvu hafi tekið mjög
óstinnt upp nýja árásargrein
Kínverja í flokksmálgagninu
„Rauði fáninn“. Þó er það al-
mennt álit erlendra fréttamanna
í Moskvu, að ráðamenn þar
muni ekki taka þann kost að
svara greininni, enda hafi hún
eingöngu beinzt að Nikita Krúst-
joff persónulega. Það sé Kín-
verjum einum í hag að hefja
nú deilur á ný. Aftur á móti
hafi það oftlega verið staðfest
opinberlega í Moskvu síðustu
vikur, að mikil þörf sé á því
að haldinn verði ráðstefna allra
kommúnistaflokka heims, og því
sé líklegt að unnið verði að
því í kyrrþey að koma á fót
slíkum fundi.
Liðsforingja-
fundur
KAUPMANN AHÖFN 27/11
— Háttsettir iiðsforingjar frá
Noregi, Danmörk og Svíþjóð
komu saman í Kaupmanna-
höfn til að ræða tæknileg
vandamál í sambandi við
stofnun skandinavísks fasta-
liðs á vegum Sameinuðu
þjóðanna.
--------------- SlÐA 3
Tunglferð
frestað
KENNEDYHÖFÐA 27/11 —
Hinni nýju tilraun Bandaríkja-
manna til að senda geimfar til
mánans var frestað á föstudag
sökum tæknilegra erfiðleika.
Enn hefur ekki verið ákveðið,
hvenær tilraunin skuli gerð, en
talið er að það muni tefjast
um sólarhring. Mariner fjórði,
en svo nefnist farið, átti að
hefjast til flugs í dag. Mariner
þriðja var skotið á loft 5. nóv.
sl. en tilraunin misheppnaðist.
Uggvænleg
aukning
STOKKHÓLMI 27/11 — Það
kemur fram í skýrslum sænskra
heilbrigðisyfirvalda, að kynsjúk-
dómar hafa svo mjög aukizt í
Svíþjóð að undanförnu, að ugg-
vænlegt þykir. Einkum er það
syfilis, sem breiðist ört út.
Læknar telja, að þessi aukning
kynsjúkdóma þar í landi eigi
rót sína að rekja til breyttra
þjóðfélagshátta, lægri kynþroska-
aldurs og frjálslegri kynferðis-
maka meðal æskufólks.
BLAÐDREIF8NG
Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í þessi hverfi:
VESTURBÆR:
Skjólin
Tjarnargata.
AUSTURBÆR:
Grettisgata
Skúlagata
Höfðahverfi
Laugateigur
Meðalholt
Háteigsvegur
Langahlíð
Mávahlíð
Blönduhlíð
Safamýri
KÓPAVOGUR:
Laus hverfi í vest-
urbæ:
Hraunbraut,
Kársnesbraut.
Umboðsmaður 1 Kópa-
vogi — sími 40-319.
i—i
SIMI 17-500.
Skemmtilegt kvöld að Hótel Sögu
Mánudagskvöldið 30. nóvember kl. 9 verður haldin
Glæsilegasta tízkusýning ársins
TÍZKUS YNING :
Finnskir dagkjólar „Mari Mekko“
frá Dimmalimm.
Nýjasta tízka í samkvæmiskjólum
frá Báru.
Dömuhattar frá Hattabúð
Soffíu Pálma.
Herrafatnaður frá P.Ö.
Kápur frá Guðrúnarbúð á
Klapparstígnum.
Frú ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR
býður gesti velkomna.
*
Kynnir kynningarkvöldsins verður
HERMANN RAGNARS
en danspar frá honum sýnir
nýjustu dansana.
Einnig koma fram okkar vinsælu
leikarar
ÁRNI TRYGGVASON og
KLEMENZ JÓNSSON ,
með skemmtiþátt.
HAPPDRÆTTI:
Aðgöngumiðar eru tölusettir og
gilda sem happdrættismiðar.
Meðal vinninga eru:
HERRAFÖT
frá P. 0.
KÁP A
frá Guðrúnarbúð á Klapparstígnum.
HATTUR
frá Hattabúð Soffíu Pálma.
K JÓLL
frá Dimmalimm
og
SINDR ASTÓLL
Aðgöngumiðar verða seldir í Guðrúnarbúð á Klapparstígnum á laugardag og
mánudag og við innganginn.
Borðpantanir í Hótel Sögu eftir kl. 4 á mánudag í síma 20221.
Allur ágóði rennur til Dren gjaheimilisins að Breiðuvík.
Salurinn verður opnaður kl. 7.
F. h. undirbúningsnefndar
Guðrún Stefánsdóttir.