Þjóðviljinn - 28.11.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.11.1964, Blaðsíða 10
V |Q SlÐA Jonathan |h!! 1 Æ B Jl Goodman ^ggl aaMiaMLi JPT[| HNEIGÐIR Brjálæði. Ég glæpamaður? .. Ég er varla manngerðm í það. ÖU árin mín sem leikari, hef ég aldrei fengið hlutverk sem glæpamaður — og nú er farið fram á að ég leiki einn slíkan í lífinu sjálfu. En gleymdu því ekki að þú ert ekki enn búinn að sjá handritið. Kannski er það geysilegt avant-garde, persónum og atburðum snúið við, góð- mennin gerð að fúlmennum, hið illa sigrar hið góða, þorparinn hlýtur góðu stúlkuna í leikslok. Hver veit. — Bernard .... byrjaði hann. — Hvað er það, gamli vinur? — Ég skil þetta ekki almenni- lega með peningana sem koma engum að gagni daginn eftir, ef þeir eru ekki hirtir daginn áður. Væri þér sama .. ? Bemard otaði að honum fingri. Uhu .. Ekki fleiri spurningar, ekki núna. Hugsaðu bara um svörin við þeim tveimur spum- ingum sem ég er þegar búinn að leggja fyrir þig. Þær halda þér gangandi þangað til annað kvöld. — En án þess að vita neitt um — — Vona að þér finnist ég ekki ruddalegur, gamli vinur, en það er að verða býsna framorðið. Verð að fá mér ’fegrunarblund- inn, skilurðu. Hvað segirðu um að gefa mér bolla af þessu há- væra kaffi þínu? Svo verð ég að fara. Alex reis upp og sótti tvo bolla og undirskálar. Þegar hann beygði sig yfir kaffihitarann, hvíslaði rödd að honum — var það rödd Bemards eða bara rödd hans sjálfs? —: Hugsaðu um alla þessa dásamlegu pen- inga. Hugsaðu um þá! Hann hugsaði um þá, hugsaði um þá ákaflega lengi, hann vaknaði um nóttina, sveittur eft- ir drauma um þá; hann hugsaði um þá þar sem hann stóð í langri biðröð atvinnuleysingja við skráningarskrifstofuna. hugs- aði um þá þegar hann opnaði brúnt umslag og horfði á reikn- ing sem hann átti ógreiddan, hugsaði um þá, þegar Anna birt- ist óvænt þetta kvöld, meðan hann kyssti hana og reyndi að halda uppi samræðum. Hann var enn að hugsa um þá. þegar síminn hringdi. — Jæja. ætlarðu ekki að svara? sagði Anna. ■Sfminn virtist í margra mflna fiarfægð. Hann hættir að hringia áðTir en ég kemst þangað. það er alveg víst — Ó. guð. láttu hann hætta að hringja .. töngu áður en ég. kemst að nímanum bá heldur Bemard að ég sé farinn HÁRGRF'OSI.AN H^T’imaiðslu og snvrtistofu STETNU og DÓDÓ Dausavegi 1fi TIT hæð fivftal «!Tlvn ->4616 P E R M A Garðsenda 21 — StMT- fifiðfifi HárgreiðsTu og snvrtistofa D ö M U R » HárffreiðsTa ffið allra hæfl — TJ ARNApcTOFAN - Tjamar- gðtu 10 — Vonarstrætismegin — StMT' 14 0R2 HARGRETÐSLUSTOFA AUST- URBA5.TAR - Marfa Guðmunds- dóttir Langavegi 13 — SÍMT 14 6 56 — NTTDDSTOTiAN RR 4 SAMA STAÐ út; hann heldur það sem ligg- ur beint við — ekkert svar tákn- ar að ég hafi ekki áhuga á ráða- gerð hans; ég þarf ekki að taka ákvörðun. Hann áttaði sig varla á þvi að hann hélt á tólinu í hendinni og sagði númerið sitt. Rödd Bemards hljómaði í eyr- um hans. Var ég að vekja þig eða hvað? Þú ert svei mér ekki að flýta þér að svara í símann, ha? — Fyrirgefðu, en . . ég var að tala. — Tala? Áttu við .. Attu við að einhver sé hjá þér? — Það er rétt. — Svei mér þá, þú hefðir get- að séð til þess að þú værir einn. Hver er það? — Vinur. — Þessi vinkona þín? — Já. — Þetta þannsett kvenfólk .. það er alltaf þar sem sfzt skyldi. Er hún að hlusta? Ég á við, getur hún heyrt það sem ég segi? — Ekki held ég það. Rödd Bernards varð háværari. Getur hún það eða getur hún það ekki? Segðu mér það hreint út. Ég veit hvemig kvenfólk er — það notar á sér hausinn til að halda eyrunum úti. Og það sem fer inn um eyrun kemur út urrt mu.nninn. Fáðu hana t.il að fara og púðra á sér nefið eða eitthvað. — Þetta er allt í lagi. örugg- lega. Þögn. örugglega? — Já já. — Það er líka eins gott. Ég veit hvernig kvenfólk er. — Þú sagðir það áðan. — Uhm .. Farðu nú ekki í fýlu, gamli vinur. Ég er að líta eftir þínum hugsmunum ekki síður en mínum, eins og þú veizt. Það varð lengri þögn. Svo sagði Bemard: Hefurðu hugsað nokkuð um .. um þetta mál sem við minntumst á í gær- kvöld? — Já. — Og .. héma .. þessar tvær spurningar sem ég lagði fyrir þig. Hefurðu svör við þeim? — Já. — Ég skil. Þögn. Gott og vel. Spuming eitt — já eða nei? — Já. — Og spuming tvö — sama svarið býst ég við? Alex Tokaði augunum. Sím- tólið var rakt við eyrað á hon- um. Guð minn góður, betta er ekki alvara mín. Þetta er ekki alvara mín .. Ég vil ekki sjá neitt' af þessum blóðpeningum Bemards. Ég vil bara fá að vera — — Fyrirgefðu, en ég heyrði ekki almennilega hvað þú sagð- ir, gamli v.inur. Sambandið er dálftið óskýrt. Væri bér sama þótt þú talaðir ögn hærra? — Svarið er já. — Ég er feginn að heyra það. Þú getu.r ekki gert þér í hugar- lund hve feginn ég er. Það verð- ur gott að vinna saman, Alex gamTi vinur. Héma .. aðeins eitt .. ég verð að biðja þig fyr- irffefningar á því hvernig ég tal- aði um hana .. héma .. vin- konu bína. Taugaóstyrkur. skil- urðu. Fyrirgefðu mér og allt bað. — Það gerir ekkert tfl. — Mjög indæl stúlka að mínu viti. En nefndu ekkert við hana. ATex? Þú skflur hvað ég á við. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð eins og stendur, ha? — Það er víst. — Og það er mikið til í þessu Jæja, ég ætla ekki að tefja þig Iengur frá vinkonunni. Kysstu ÞlðÐVIUIM Laugardagur 28. nóvember 1964 hana frá mér. Ha? Og hann skémhló. Alex lagði tólið á. — Hver var þetta? spurði Anna. Hann svaraði henni ekki. Hann gekk útúr herberginu og yfir ganginn að baðherberginu. Hann hallaði sér yfir vaskinn og kastaði upp. Honum létti ekkert við það. — Alveg á hlaðinu hjá þér, gamli vinur. Það er það stórkost- legasta við áætlunina mína. Það er undirstaðan, skal ég segja þér. Komdu hingað. Hann tók um handlegginn á Alex og leiddi hann að gluggan- um. 7 — Jæja þá, þú segist ekki vita hvað þeir gera i verksmiðjun- um þama við endann á götunni — jæja, ég skal segja þér hvað þeir gera sem máli skiptir og okkur kemur við. Hefurðu nokk- urn tíma tekið eftir þvi á fimmtudögum að stórir, svartir sendiferðabflar aka inn i portið? Hefurðu nokkum tíma tekið eft- ir því á fimmtudagskvöldum að það er ekki kveikt á sumum ijósum þangað til rétt fyrir hálf- átta? Sérðu gluggann þama, sjáðu, þú getur aðeins greint hann — fyrsti, annar þriðji frá vinstri — jæja, það er glugginn á herberginu sem okkur varðar. Eftirlitsherberginu. Langar þig að gizka á hvað þeir eru að gera þar á fimmtudagskvöldum? Ég skal segja þér það. Þeir eru að gera smávik fyrir Englands- banka. Þeir em að eftirlíta knippi af gömlum peningaseðl- um sem fluttir hafa verið á stað- inn til þess að hægt sé að brenna þá daginn eftir. Hann þagnaði og sneri sér að Alex. Maður fer að hugsa sitt af hverju. gamli vinur? Allir þessir indælu, skítugu peningar fara í súginn. Sérðu þennan reykháf? — hann er yfir ofn- unum. Svo sem hálf mfljón kem- ur upp um þennan stromp á hverjum föstudagsmorgni. Er það ekki skelffleg tilhugsun? — Þú sagðir að það væri eft- iriitsherbergið sem kæmi okkur við. — Það er rétt, ég sagði það. Þar inni er risastór peninga- skápur — þar eru peningamir geymdir. Það er tímalás á hon- um. Vagnamir koma á hverj- um fimmtudegi milli klukkan hálffjögur og fjögur. Klukkan fjögur á slaginu er skápurinn opnaður, peningarnir fara inn í hann og klukkan kortér yfir fjögur lokast skápurinn aftur. Ef hann lokast ekki klukkan kortér yfir, þá byrjar aðvörunarbjall- an að hringja i djöfulmóð. Þeir era með þessar bjöllur alls stað- ar. Það er furðulegt að þeim skuli ekki hafa dottið í hug að setja eina á Big Ben. Mér er al- vara. — Og hvemig hefurðu þá hugsað þér að ná peningunum út? — Bíddu hægur, bíddu hæg- ur .. Það er mjög einfalt ef þú leyfir mér aö útskýra málið. Náungarnir í eftirlitsherberginu — þeir era sex eða svo — þeir hafa tímann til tíu mínútur yf- ir sjö til. að yfirfara öll fylgi- skjölin sem koma með banka- seðlunum. Þau hafa verið yfir- farin áðUr, en þessir vesalings náungar verða aftur að athuga þau. Þetta er Englandsbanki út í yztu æsar, gamli vinur, tvö- falt öryggi á öllum sviðum. — Og hvað gerist klukkan tíu mínútur yfir sjö? — Þá er tímalásinn á skápn- um opnaður. 1 tíu mínútur, það er allt og sumt. Frá tíu mínút- ur yfir til tuttugu mínútur yfir. Þá æða allir þessir náungar inn með blöðin sín til að athuga hvort númerin á pokunum standa heima við athuganir Húsmæður athugið Hreinsum teppi og húsgögn i heimahúsum. Vanir menn — vönduð vinna. Teppa- og húsgagnahreinsunin. Sími 18283. HREINSUM rússkinsjakka rússkinskápur sérstök meðhöndlun EFNALAUGIN BJÖRG Sólvallagötu 7«. Slml 13237 BarmahllB 6. Slmi 23337 VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KROJN ■BUÐIRNAR CONSUL CORTINA bflaleiga magnúsar skipholti 21 sfmar: 21190-21185 VÖNBUÐ II n 11 n Skmbórjónsson &co PIANO 'a SERVICE^p TUNINd~~ai REPAIRING Píanóstillingar OTTO R YEL Sími 19354. SKIPATRYGGINGAR á vöpum í flutningl á eigum skipverja Heímistnygging henfar yður Aflafryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINDARGATA 9 REYKJAVIK SlMI 21 260 SÍMNEFNI , SURETY ^iaukur (^uömundóaon HEIMASÍMI 21037 FERÐIZT MED LANDSÝN • Seífum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L/\ ISI O S V ISI ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. B0X 465 — REYKJAVÍK, UMBOÐ LOFTLEIÐA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.