Þjóðviljinn - 28.11.1964, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.11.1964, Qupperneq 6
0 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. nóvember 1964 LEYNDARMAL HKÆIRVATNS Eftirfarandi grein er þýdd úr Koms- omolskaja Pravda, en í henni lýsir Húk- osúef varaleiðangursstjóri Norðaustur- deildar Moskvuháskóla kynnum leiðang- ursmanna af torkennilegri skepnu, sem þeir sáu í sumar. Greininni fylgir teikn- ing sem einn leiðangursmanna, Glad- kikh, gerði strax eftir að hann hafði séð skepnuna. Og kemur hún heim við lýs- ingar annarra sjónarvotta. Frá júlí til október í ár unnum viö í héraðinu Jansk i sjálfstjómarlýðveldinu Jak- útíu. Við vorum að rannsaka fom jarðlög og í leiðangri okkar vom starfsmenn við jarðfræðideild Moskvuháskóla og stódentar. <,,‘IBÚamir í þessu héraði sögðu okkur munnmælasögur af furðuskepnu, sem sagt var. að 11 'héldi til vestur af ánni Jaka i fimm km fjarlægð frá þorpinu Hkæir (það er f u.þ. b. 150 km frá Laptevihkvatnil. Við vomm heppnir, því sam- kvæmt áætlun áttum við ein- mitt að vinna að rannsóknum á þessu svæði þar sem dular- fulla furðuskepnan var sögð halda sig. Á sumrin er erfitt að ferðast um túndmna, svo það var ekki nema sex manna hópur sem var sendur til Hkæir vatnsins. I þorpinu var þeim sagt frá því, að enginn íbúanna færi að vatninu þar sem furðu- dýrið var sagt lifa. jafnvel ekki veiðimenn. I drögum ár- innar Omoleja er fjöldi stöðu- vatna og öll mjög fisksæl, nema einmitt vatnið leyndar- dómsfulla, það er fullyrt að i þvi sé enginn fiskur. Og hvorki gæsir né endur setjast á yfir- borð þess. Þá leggur vatnið nokkram dögum seinna en önnur vötn f nágrenninu. Samkvæmt jarð- fræðilegum athugunum stendur vatnið einmitt á því svæði. þar sem jarðskorpan hefur sein- ast brotnað. Það er u. þ. b. 500 sinnum 600 metrar að stærð, og bakk- ar þess þverhníptir. Enginn hefur mælt dýpt þess, en I- búamir segja að það sé mjög djúpt. Fólk hefur oft heyrt undarleg hljóð af vatninu og Breytingar á þingliðinu í síðustu viku tók Unnar Stef- ánsson sæti á Alþingi sem vara- maður Guðmundar f. Guðmunds- sonar, sem fékk aðsvif á þingi Alþýðuf lokk s i n s um síðustu helgi eins og alþjóð er kunnugt. Þá hefur Björn Fr Björnsson r(F) tekið sæti sitt á þingi, en hingað til hefur gegnt störfum hans sem þingmaður Óskar Jóns- son. furðulegt busl, sem talið var að kæmi frá „skrímslinu”. En eftir frásögnum að dæma hafði enginn séð dýrið svo að mark væri á takandi. Það var gjörsamlega óvænt, að Gladkikh starfsmaður líf- fræðideildar Vísindaakademíu Sovétríkjanna rakst bókstaf- lega á það. Þetta bar þannig að: Gladkikh fór niður að vatni til að sækja vatn og sá þá allt í einu einhverja skepnu skríða upp úr vatninu og á land. Honum sýndist skepnan fara að bíta gras. Hausinn var Iftill á gljáandi hálsi og skrokkurinn gríðar- stór blásvartur á lit og á bak- inu var stór uggi... Gladkikh varð dauðhræddur og hljóp aftur til stöðvanna að vekja yfirmann leiðangursins. Þegar leiðangursmenn komu hlaupandi niður að vatni með myndavélar og riffla á lofti var skrímslið horfið. Ekki vom önnur ummerki en bælt gras .. . Þeir athuguðu strönd- ina vandlega, en fundu ekki nein merki þess að gras hefði verið bitið. Það var mjög kyrrt svona snemma morguns, en á yfir- borði vatnsins sáust töluverð- ar gámr, ef til vill hafði skrímslið horfið þama í kaf. Þegar þeir komu aftur heim í tjöldin flýtti Gladkikh sér að teikna mynd af skrímslinu eftir minni. Til allrar hamingju kom skepnan í ljós. Þrír menn voru saman og sáu það samtímis, það vom yfirmaður líffræði- leiðangursins og tveir starfs- menn hans. Þeir sáu skyndilega á miðju vatni haus koma upp og síðan kom ugginn á bakinu í ljós. Skepnan barði vatnið gríðar- sporði og varð af því mikill öldugangur á vatninu ... Hugsið ykkur hve við urðum furðulosnir þegar við sáum með eigin augum að munn- mælasögumar vora þá sannar ( eftir allt saman. Enginn getur j um það sagt enn sem komið er ; hvaða skepna þetta er — lík- 1 lega þekkja vísindin ekkert til j þessarar tegundar? Kannski er j þetta síðasti afkomandi ann-' ars löngu útdauðrar fiskeðlu- ‘ tegundar. Það veit ég ekki. Ég j er jarðfræðingur. En á næsta ári ætlum við að setja höfuðstöðvar okkar upp nær Hkæirvatni og reyna ; að ná ljósmyndum af skepn-1 unni. Evgenij Samuélovitsj Varga t látinn Marx-Lenínsk vísindi hafa misst einn sinn bezta mann. Látinn er einn hæfasti vís- indamaður Sovétríkjanna, 6- þreytandi baráttumaður o kommúnisti, frábærasti ful trúi Marx-Lenínskrar ha fræði, óbilandi í alþjóðleg: baráttu byltingarsinnaðra verkalýðsstéttar, Leninorðo hafinn Evgenij Samuélovits Varga. Varga fæddist 1897 í Ung verjalandi í fjölskyldu sveitr kennara. Strax, á námsárun um tekur hann þátt í byltin arhreyfingunni og upp fr því er líf hans allt órjúfanö tengt byltingarbaráttu verk.-. lýðsstéttarinnar. 1906 gekk Varga i Sósia demókrataflokk Ungverja lands og studdi vinstri ari flokksins. Varga fagnaði októberbyi: ingunni heilshugar og tó virkan þátt í stofnun ráð stjómarlýðveldis í Ungverj: landi 1919 og varð fjármála ráðherra í ríkisstjórn þes og síðan forseti æðsta rá* þjóðarbúskaparins. Frá 1920 bjó Varga starfaði í Sovétríkjunum o gekk í Kommúnistaflokk Sov- étríkjanna. Varga var einn öt- ulasti starfsmaður Komintem, og var oft kosinn í trúnaðar- stöður í hreyfingunni. Varga varð heimsfrægur fyrir sinn hlut að hagfræði Marx-Lenínismans. Hann var Evgenij Varga visindamaður sem sameinaði á sérstakan hátt vísindastörf og byltingarreynslu. Rann- sóknir hans voru ævinlega í beinu sambandi við þarfir stríðandi verkalýðs. Varga lagði mikið af mörk- um við rannsóknir á helztu vandamálum pólití-skrar hag- fræði. Hann rannsakaði krejjpur og sögu þeirra, þró- unarlögmál allsherjar kreppu kapítalismans og efnahagslega samkeppni tveggja ólikra hagkerfa .... Sérstaklega bera af verk hans, þar sem hann gerir ná- kvæma grein fyrir efnahags- Iegum og pólitískum andstæð- um í nútíma auðvaldsskipu- lagi. Fram á siðasta dag notaði Varga frábæra hæfileika sína til skapandi starfa, Hann skrifaði 75 bækur og bækl- inga og ríflega 500 visinda- greinar, sem birta glæsilega alhliða þekkingu vísinda- mannsins á verkefnum sin- um og baráttuhug hans. í banalegunni lagði hann síðustu hönd á ritverk sem birta umfangsmiklar rann- sóknir hans: „Ritgerðir um vandamál pólitískrar hag- fræði auðvaldsskipulagsins“, sem var gefið út á þessu ári. Evgeníj Samuélovitsj Varga var frábær skapandi vísinda- maður, ósveigjanlegur bar- áttumaður í byltingarhreyf- ingunni, kristalhreinn heiðar- legur maður og Iíf hans og starf er skínandi dæmi sannr- ar trúmennsku við málstað baráttunnar fyrir alheims- sigri glæstra hugsjóna Marx- Leninismans. v m ! SARTRE útskýrir neitun sína vii Nohelsverðlaununum „Hvers vegna ég afþakkaði verðlaunin? Því ég ætla, að þau hafi um nokkurt skeið verið pólitískt lituð“, sagði franski rithöfundurinn Jean- Paul Sartre í viðtali við Nouv- elle Observateur, sem er vinstri sinnað vikubiað í París, þegar hann var spurður eftir ástæð- unni fyrir því fræga neii við Nóbelsverðlaununum í ár. Hann bætti því við að hann hefði þegið þau, ef lífsskoðun sú sem hann telur verðlaunin túlka væri í samræmi við lífs- skoðun hans sjálfs. „Éf ég hefði verið féiagi í einhverjum stjórnmálaflokki, t. d. Kommúnistaflokknum“, sagði Sartre, „hefði viðhorfið verið allt annað, því þá hefðu verð- launin óbeint verið veitt flokki mínum. En þegar er um einstakling að ræða, jafnvel einstakling, sem hefur „öfgakenndar“ skoð- anir, þá er hann á vissan hátt „unninn“ til fylgis við ákveðna sveit með því að þiggja verð- launin. Á vissan hátt er raunvem- lega sagt: „Þegar allt kemur til alls er hann einn af oss“. Ég get .ekki fallizt á þetta sjón- armið" Sartre segir að hann hefði tekið við verðlaynunum, ef al- þýðufylkingarstjóm „eins og ég vildi óska“ sæti við völd í Frakklandi og þessi ríkisstjóm hefði boðið honum þau, „þá hefði ég tekið þeim með ánægju“. f sambandi við fjámpphæð Nóbelsverðlaunanna segir hann: „Ég afþakka 26 miljónir gam- FALLBYSSUR í STAÐ SKÓLA Þessi bók hefur alvarleg á- hrif á Vestur-Þjóðverja. Um hana er rætt heima og á vinnu- stað í háskólum, dagblöðum og þinginu. En ríkisstjómin hefur ekki enn sagt eitt einasta orð um hana. Höfundur bókarinn- ar er dr. Georg Pieeht vestur- þýzkur kennari og menningar- frömuður, sem á sæti í þýzku uppeldis- og kennslumálanefnd- inni. Bókin heitir „Hörmungar- ástand þýzkra menntamála". í henni er núverandi ástand i uppeldismálum í Vestur-Þýzka- landi skilgreint og litið á fram- tíðarhorfur. Greinargerð dr. Piecht er þurrlega skrifuð og full af hag- tölum og óspart vitnað í fjöl- margar heimildir. Þetta er ein- mitt styrkleikur bókarinnar — staðreyndir og tölur varpa liós," vandamálið. Dr. Piecht slær þvi föstu, að c imbandslýðveldið Þýzkaland ó samkvæmt opinberum töl- 1,171 ™ uppeldismál hrapað oiður á neðsta stig í Evrópu og sitji á sama bekk og frland og Portúgal. Höfundur tekur dæmi: Ár- ið 1961 vantaði í Vestur-Þýzka- landi 27.190 skólastofur, 44.081 stofur fyrir sérhæfða kennslu og 17.229 leikfimisali og her- bergi fyrir nám sem ekki fer fram i skólastofum. Kannski hefur aðstaðan batn- að á þeim tíma sem síðan er liðinn? Það er eitthvað annað. Höf- undur bendir á að með hverju ári minnki ríkisstjómin fram- lag sitt til uppeldismála: 1958 runnu 3,31% af fjárlögum til beirra, en 1962 ekki nema 2,99%. Samkvæmt opinberum tölum eru 60 til 70 nemendur í hverrj skólastofu í fjölmörgum skól- um. Og þess era dæmi að 90 nemendur hafi verið í sama bekk. Hörmulegt ástand í skólamálum verður enn alvar- legra sé þess gætt að helming- ur allra skólabygginga i land- inu var reistur fyrir 1905 og fullnægir engan veginn frum- stæðustu nútímakröfum t.d uv hreinlæti. Það er óþarfi að telja ná- kvæmlega hversu mörg þús- und kennarastöður eru óskip- aðar í Vestur-Þýzkalandi. Á- hrifamesta svarið verður frá- sögn Piecht, að í nokkrum skól- um verði „einn kennari að kenna átta óskyld fög í átta bekkjum“. En hvemig eru framtíðar- horfurnar? Útreikningar sýna að eðlileg fjölgun þjóðarinnar og áætlun um að lengja skóla- skyldu úr átta í níu ár verður til þess á næstu árum, að tvær miljónir nýrra nemenda bæt- ast við. Piecht hefur reiknað út að þá muni vanta í Vestur-Þýzka- landi 300 þúsund kennara. Fyr- ir þann gífurlega nemenda- fjölda þarf auðvitað að reisa fjölmarga nýja skóla. Stórfelld- ur kostnaður við það er áætl- aður um 50 miljarðir marka. Leggur ríkisstjómin í þenn- an kostnað? Augljóst er að það er ákaflega ólíklegt. Því ljónsparturinn af fjárlögum fer í æðisgenginn vigbúnað og kostnað við Bundeswehr. Og það er dapurleg niður- «taða, sem dr. Georg Piecht kemst að. Hvað á að taka til bragðs? Uöfundur setur fram sundur- 'iðaða áætlun um hvað gera þurfi til þess að enn sé hægt að bjarga uppeldismálum í Vestur-Þýzkalandi. En til þess þyrfti að breyta þjóðskipulaginu verulega og fyrst og fremst gjörbreyta ráðstöfunum á fjármunum skattgreiðenda. Stjómendurnir í Bonn ganga varla að þessu. Fyrir þeim er núna mál rriálanna að efla her- inn og útbúa hannn kjamorku- vopnum. En skólaböm! Hagtölur, sem að vísu eru ekki teknar úr bók Piecht en úr opinberum skýrslum sýna að á 15 ámm Sambandslýð- veldisins hafa Vestur-Þjóðverj- ar eytt 135 miljörðum marka í vígbúnað en um 10 sinnum minna til uppeldismála. Það er einnig kunnugt að það kostar 18 þúsund mörk að þjálfa hvem hermann i 18 mánuði, en átta ára skólaganga kostar aðeins um 650 mörk fyrir hvern nemanda. Dr. Georg Piecht krefst þess, að þegar í stað verði gripið til „neyðarráðstafana" til þess að koma í veg fyrir algert hrun skólakerfis í Vestur-Þýzka- landi. Höfundur lýsir þeirr? skoðun sinni, að verði ekki gripið til sérstakra ráðstafana verði Vestur-Þýzkaland skjót- lega þriðja-flokks Evrópuríki. I Jean-Pavl Sartre alla franka og ég er gagnrýnd- ur fyrir það. En á sama tima ~æ ég upplýsingar um það, að bækur mínar seljist betur, því fólk muni segja: Hver er þessi skrítni fugl, sem fúlsar við svona peningasummu? Á þenn- an hátt mun ég samt vinna mér inn peninga með afstöðu minni. Þetta er fáránlegt, en ég get ekkert að því gert, Þversögnin er þessi: Með því <1 afþakka Nóbelsverðlaunin °í ég ekkert gert Hefði ég 3gið þau mundi ég hafa að- 'afzt nokkuð — ég hefði lofað „kerfinu" að telja mig til tekna“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.