Þjóðviljinn - 29.11.1964, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 29.11.1964, Qupperneq 12
 :::::::::::::: :#j|fÍifi ■: ■■■ ; ,•: ■. liiiiÉll ! Billiardstafan að Klappar- stíg 26 er heimur út af fyrir sig og þar er tjaldað græn- um borðum, sem heilla karl- þjóðina í þessari borg. Mér vitanlega sést þama aldrei kvenmaður og er litið heldur óhýru auga á þær verur í þeim bækistöðum. Þama er stunduð heldur göfug íþrótt og nefnist knatt- borðsleikur á íslenzkri tungu og þama fá menn útrás í hverskonar karlasproki og þar tíðkast breiðu spjótin. Eisfinkonur bölva Hinsvegar er ungum eig- inkonum meinilla við þenn- J an stað or kærustur líta hann homauga og hafa sig þó w minna í frammi meðan verið ^ er að leggja böndin á kapp- I ana. k — Hvað er þetta kona, — ^ ég veit ekki betur en biskups- skrifstofan sé andbýlingur okkar, sagði ungur kappi við k konu sína eitt kvöldið. Hann hafði gleymt sér í hita m leiksins og kom seint heim J og eiginkonan búin að bölva þessum stað í sand og ösku. Síðustu kvöldin hefur far- ið fram þarna virðuleg keppni k i íþróttinni og margir eigin- menn hafa komið seint heim. k Þama hefur verið keppt í 8 fyrsta flokki og meistara- k flokki og barizt bæði um pen- ingaverðlaun og skínandi silf- k urbikara og leikur verið oft ™ basði tvísýnn og spennandi. Tvívegis hefur Ágúst Oddgeirsson verið B illiardmeistari Isiands og er að berjast hér til þrautar um titilinn i þriðja sinn og hefði þá f engið bikarinn til eignar. En Páll Bergsson úr Landsbankanum skautzt upp fyrir á síðustu stundu i fyrrakvöld og ber nú titilinn Billiard- meistari Islands. Það er Helgi, sem hallar undir flatt á bak við; var staðan ákaflega spennandi á þessu andartaki. Ágúst Oddgeirsson er annars þekktur sem handboltahetja úr Fram (Ljósm. Þjóðv. G.M.). GRÆNU BORÐIN HEILLA Sunnudagur 29. nóvember 1964 — 29. árgangur — 264. tölubLað. Stúdentar minn- ast 1. desember ■ Háskólastúdentar efna að venju til hátíðahalda 1. des- ember, n.k. þriðjudag. Að þessu sinni er dagurinn helgað- ur Háskóla íslands og framtíð æðri menntunar á íslandi, en aðalræðumaður dagsins verður Ármann Snævarr háskóla- rektor. Kostaðí br. 2.40 k Þarna ráða ríkjum tveir bræður og nefnast þeir Björn k og Þorkell Þórðarsynir og * hafa rekið knattborðsstofu i k borginni um fjörutíu ára J skeið. Björn segir, að grænu borðin heilli alltaf eigin- J menn í þessari borg og það kynslóð eftir kynsióð. Þeir bræður hófu rekstur á knattborðsstofu að Hótel !k Heklu í ríki Rósenbergs og I ráku hana þar um tíu ára skeið. Þá kostaði græna borð- ið tvær krónur og fjörutíu á klukkutímann. Þá fluttu beir knattborðs- k stofu sína að Laugavegi 11 i hér í bæ og leigðu þár fyrst ■ hiá Helga Heigasyni og síðar J Silla og Valda í þeim húsa- 8 kvnnum. Fyrir sevtián árum fluttu þeir svo stofur sínar að Klanparstíg 26 og leigja þar hjá Sii.la og Valda. Woaf-tir að slarma f.f I dag kostar græna borðið sextíu krónur á klukkutím- Hér þarf að hugsa sig um og er staðan heldur vafasöm. Það er Sigurður Guðleifsson að berjast til þrautar í fyrsta flokki í fyrrakvöld. Þeir eru býsna heimakærir á svipinn áhorf- endur og eru þarna frá vinstri Bóbó, Reynir, Birgir og Helgi. Silla & Valda barinn er í bak- sýn. (Ljósm. Þjóðv. G.M.). ann og er ódýrara heldur en á Hótel Heklu samkvæmt mælikvörðum verðlags þá og nú. Enda hefur fólk líka minna milli handanna núna heldur en þá og lífsbaráttan er harð- ari i dag. Eiginlega eru menn hættir að geta slappað af í þessu lífsstríði, segir Bjöm og dæs- ir við. I Hátíðahöldin verða annars með hefðbundnu sniði: messa um morguninn, samkoma í há- tíðasal Háskólans eftir hádegið og kvöldfagnaður að Hótel Sögu. i Guðsþjónustan hefst í há- skólakapellunni kl. 10,30 árdeg- is. Bragi Benediktsson stud. theol. prédikar, sr. Frank Hall- dórsson þjónar fyrir altari og guðfræðinemar syngja. Organ- leikari verður Guðjón Guðjóns- son stud. theol. Kl. 2 síðdegis hefst samkoma í hátíðasalnum. Hátíðina setur Ásmundur Einarsson stud. jur., formaður hátíðarnefndar. Þá flytur próf. Ármann Snævarr háskólarektor ræðu um eflingu Háskóla íslands og framtíð æðri menntunar og loks leikur Rögn- valdur Sigurjónsson á píanó nýtt verk eftir dr. Pál ísólfs- son. Tilbrigði við stef eftir ís- ólf Fálsson, en verk þetta er tileinkað einleikaranum. Fullveldisfagnaðurinn í Sögu hefst kl. 7 með sameiginlegu borðhaldi. Þar flytur Auðólfur Gunnarsson stud. med., formað- ur stúdentaráðs, ávarp, en ræðu heldur sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Einsöng og tvísöng syngja þau Erlingur Vigfússon og Svala Nielsén við undirleik Ragnar Björnss., Jón R. Ragn- arsson stud. jur. flytur Minni fósturjarðarinnar, Karl Guð- mundsson fer með skemmtiþátt sem sérstaklega er i saminn vegna kvöldsins, Margrét Hall- grímsson synir ballett (ind- verskan dans og jazzballett), Kristinn Jóhannesson stud. mag. og Friðrik G. Þorleifsson stud. phil. syngja glunta. Þá verður almennur söngur og loks dans- að fram eftir nóttu. Veizlustjóri verður Már Pétursson. Ármann Snævarr háskólarektor Nœsti forseti Ailsherg- þings SÞ NEW YORK, 28/11 — FastafulÞ trúi Ghana hjá Sameinuðu þjóð- unum, Alex Quaison-Sackey, sem er fertugur að aldri verður for- seti næsta allsherjarþings SÞ, er hefst 1. desember. Þetta varð ljóst á fundi Afr- íkuríkja, sem eiga aðild að SÞ £ gærkvöld, en þar samþykktu fulltrúar Súdan og Lfberíu að draga framboð sín til baka til þess að styðja kjör fulltrúa Ghana. Þar sem Afríkuríkin hafa náð samkomulagi um að bjóða Quai- son-Sackney fram til forseta,: verður hann að líkindum ein- róma kjörinn með lófaklappi. Er Rúmenía ódýrasta ferðamannalandið? Hér ern þeir að berjast harðri baráttu í fyrsta flokki. Frá vinstri: Ágúst Ágústsson á Hverfisgötu og Guðmundur Jónasson í Kópa- vogi. Ágúst varð efstur í fyrsta flokki og vann bikar, og eftir að hafa unnið bikar í fyrsta flokki þrisvar sinnum fær hann inn- göngu í meistaraflokk (Ljósm. Þjóðv. G.M.) * WINSTON CHURCHILL 90 ÁRA. Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verð- ur níræður á morgun, 30. nóvember. M.T.Ó. skrifar grein af því tilefni á 7. síðu. Um þessar mundir eru staddir hér á landi þeir Traian Lupu forstjóri ríkisferðaskrifstofunnar „Carpati” í Rúmeníu og Aurel Canpeanau umboðsmaður ferða- skrifstofunnar i Bretlandi. Eru þeir hingað komnir á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu, sem hefur umboð fyrir þá hér á landi. Og ætla þeir að skipu- leggja sumarleyfisferðir fyrir Islendinga til borgarinnar Mam- aia. Guðni Þórðarson forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu skýrði frá því á blaðamannafundi í fyrradag, að sennilega væri Rúmenía ódýrasta skemmtiferða- land í heimi. Borgin Mamaia sem íslendingum gefst kostur á að heimsækja í sumar stendur við Svartahaf og er einskonar útborg frá Constanz. Þetta er nýtízkuborg byggð upp á síð ustu árum og er einungis ætluð ferðamönnum, þar búa engir á vetrum utan nokkrir er gæta bygginganna. í borginni eru 12.000 gistirúm og hefur borgin upp á öll nýtízkuþægindi að bjóða og flestar þær skemmtanir er hugurinn girnist. Þar er fyrsta flokks baðströnd, og skil- yrði til að stunda flestar íþrótt- ir. Allir skemmtistaðir eru opn- ir til klukkan tvö, og fyrir þá sem lengur vilja skemmta sér eru svo einnig næturklúbbar. Þar er spilavíti, útikvikmynda- hús og útileikhús, óperu og kon- sertsalir. Meðaihiti á þessum slóðum eru 24 gráður og þarf fólk ekki að hræðast að sjá aldrei til sól- ar, sagði Lupu, því við Svarta- hafsströnd Rúmeníu eru að með- altaii 300 sólskinsdagar á ári. Eins og fyrr segir munu verða skipulagðar ferðir Islendinga til þessarar borgar í sumar og á- ætlað er að hálfsmánaðardvöl á staðnum með flugferðum óg fæði muni kosta um 12000 fs- lenzkar krónur, sem er talsvert mikið ódýrara en samskonar ferð til Mallorka. Einnig má geta þess að vega- bréfsáritun þarf ekki til Rúm- eníu, svo og að ferðamenn er koma til Rúmeníu frá 200% uppbretur á ferðamnnnngjnldeyri og 20% afslátt af öllum vörum. Sýning á verkum Senedikts Undanfarna viku hafa verið sýnd i Bogasal Þjóðminjasafnsins listaverk eftir Benedikt heitinn Guðmundsson, en hann lézt árið 1960. Benedikt hélt fyrstu sýningu sína í Safnahúsinu árið 1944. Ennfremur sýndi hann á Selfossi þar sem hann starfaði um skeið og síðasta sýning hans var á Mokkakaffi. Það er eiginkona Bene- dikts og dætur sem efnt hafa til sýningarinnar i Bogasalnum. Hér.að ofan sjáum við mynd af einu málverkinu en það heitir: „Um dauða mús í kirkju 1949“. Sýningunni lýkur í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.