Þjóðviljinn - 11.12.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.12.1964, Qupperneq 4
4 SÍDA ÞIÓBVXLIINN Föstudagur 11. desember 1964 uaifli Otgetandi: SameinlngarQokkur alþýöu — Sósíallstaflofclr- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús KJartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjórl Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 Linur). Ásfcriftarverð kl. 90,00 á mánuði. Lögleysur og myrkraverk • • Qllum samningum fiemámsflokkanna um hemám íslands og herstöðvar á íslandi er það sameig- inlegt, að þeir hafa í raun verið gerðir bak við Al- þingi og þjóðina, lítil klíka manna í hernámsflokk- unum hefur í raun ráðið því, að þessir örlagaríku samningar voru gerðir, fáeinir menn hafa staðið í makkinu við Bandaríkjastjórn. Það sem þessir fáu menn hafa samið um hefur svo verið lamið inn í þingflokka þeirra með aðferðum sem sjálf- sagt þyldu illa dagsbirtu. Einstöku sinnum hafa opnazt glufur inn í þann sirkus, eins og þegar þingmaður úr íhaldsliðinu lýsti því yfir á Alþingi að hann samþykkti hinar erlendu fyrirskipanir vegna þess að andstaðan væri eins og hnífur stæði á barka manns. Það var 1941, þegar Bandaríkja- her var beðinn um „vemd“ eftir að allt var raun- ar klappað og klárt og þingmenn hemámsflokk- anna fengu einungis að samþykkja gerðan hlut. Að vísu fylgdi drengskaparloforð Bandaríkjafor- seta að her Bandaríkjanna skyldi hypja sig á brott af íslandi í stríðslok. Allir vita hvemig það loforð var efnt. Fyrst með kröfu um þrjár herstöðvar á íslandi til 99 ára. Því var neitað vegna áhrifa Sós- ^íalistaflokksins í ríkisstjóm. Þá tók Bandaríkja- stjórn að framfylgja áformum sínum í áföngum, og er að því enn, með stuðningi hernámsflokkanna íslenzku. Ein herstöðin sem krafizt var 1945 til 99 ára var Hvalfjörður. fjr] svífnast gengu þó hernámsflokkarnir til verka vorið 1951. Þeir höfðu við inngönguna í Atlanz- hafsbandalagið haft uppi stóra svardaga að á ís- landi skyldi aldrei verða her eða herstöðvar á frið- artímum. En þetta vor var Bandaríkjaher hleypt inn í landið og Bandaríkjunum afhentar ódulbún- ar herstöðvar á íslandi. Hafi nokkru sinni verið framið stjórnarskrárbrot var það með þessum verknaði, þar sem hann var ekki borinn undir Al- þingi. Þingmenn hernámsflokkanna voru kallað- ir til klíkufunda í Alþingishúsinu og látnir þar samþykkja svokallaðan samning sem ríkisstjórn- in gerði við Bandaríkjastjórn um nýtt hernám ís- lands. Síðar hefur því ‘ verið fleygt að umboðs- menn Bandaríkjanna, aðalmenn hernámsflokk- anna hafi þulið yfir þingmönnum á þessum klíku- fundum lygasögu úr bandarískum áróðri um yfir- vofandi hættu á heimsstyrjöld næstu daga. Á grundvelli slíkra „upplýsinga“ var hernámssamn- ingurinn 1951 gerður! Það breytir engu um sak- næmi þess verknaðar hernámsflokkanna að samn- ingurinn var hespaður gegnum Alþingi mörgum mánuðum síðar, undir nauðung orðins hlutar. gnn er haldið áfram á sömu ógæfubraut. Um- boðsmenn erlends valds gera enn samning um aukið hernám íslands bak við Alþingi og þjóðina, meira að segja án þess að utanríkismálanefnd Al- þingis fái um hann að vita. Þannig er allur vegur hernámsins varðaður smánarlegri misnotkun valds, lögbrotum og óvirðingu við Alþingi og þjóð- ina. Og er mál að linni. — s. OTG.: ÆSKULÝÐSFYLKINGIN — RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNOSSON, ARNMUNDUR BACHMANN OG SVAVAR GESTSSON A þessari mynd sést landslið lslands f körfuknattleik, sem fer t il Bandaríkjanna 27. þon. Yzt til vinstri í fremri röð leikmanna er Guttormur Ólafsson. Rætt við landsliðsmann um hús- næðismál íþróttahreyfingarinnar □ Forustulið Reykjavíkur í menningarmálum hefur margt óhreint á samvizkunni. Ber þar til dæmis að taka sinnuleysið, sem ríkjandi er um sæmilega uppbyggingu íþróttahúsnæðis handa íþróttaæskunni. Ekki er unnt að kenna löglegan fjölda kennslustunda í leikfimi á viku sakir húsnæðisleysis. Og síðast en ekki sízt: fjöl- margir efnilegir íþróttamenn verða oft í viku að leita suður á Keflavíkurflugvöll til æfinga. □ Þetta er tvímælalaust eitt hróplegasta dæmið um þá skipulögðu ameríkaníseringu, sem hér á sér stað. ís- lenzkir æskumenn verða að leita á náöir herliðsins til að komast í sæmilega æfingaaðstöðu. □ f tilefni þessa ræddum við við Guttorm Ólafsson, menntaskólanema, sem á sumrin er markvörður í knatt- spymuliði Þróttar, en á vetuma er virkur þátttakandi í körfuknattleiksdeild KR, meira að segja svo virkur að hann var umsvifalaust settur í landslið, sem- valið var til Bandaríkjaferðar nú seinni hluta þessa mánaðar. — Eina húsið, sem nú er til almennra kappleikja er Há- logaland, kannski þú segir mér eitthvað um höllina þá. — Iþróttahúsið að Háloga- landi var byggt 1941—1942 af Bretunum, sem hér voru. Þrátt fyrir þennan háa aldur var þar til skamms tíma stærsti salur í bænum og rúmar jafnframt flesta áhorfendur eða um 800. Samt fullnægir þessi salur okkar Islendinga ekki sett- um lágmarksskilyröum um vallarstærð þegar um er að ræða flokkaíþróttir. Segja má með nokkurri vissu að stærð hússins hafi staðið hand- og körfuknattleik fyr- ir þrifum hér héima og hefur t.d. verið með öllu ókleift að bjóða erlendum landsliðum hingað heim til keppni í þess- um greinum, unz það ráð var tekið að notast við íþróttahúsið á Keflavíkurflugvelli fyrst fyr- ir u.þ.b. ári. — En segðu mér, hvemig er Hálogalandshúsið úr garði gert ' að öðru leyti með tilliti til al- menns þrifnaðar, bóningsher- bergja o.þ.h.? — Ef við athugum búnings- herbergin fyrst þá má geta þess, að þegar danska liðið „Ajax“ var hér á dögunum, neituðu leikmenn þess að hafa fataskipti í búningsklefunum að Hálogalandi. Þá má heita að salemi þar sé ónothæft. Eins og öllum mun kunnugt stendur Hálogalandsbragginn við Gnoðarvog og er þversum við allt skipulag þar. Þá er loftræsting varla til í húsinu. Loks má geta þess að þarna er náttúrlega afar mikil brunahætta og öryggisráðstaf- anir þar til bóta næsta litlar og aðeins tvennar dyr fyrir 800 manns til að hlaupa út um! Af öllu þessu er ljóst að Hálogalandsheimilið er með öllu óviðundandi svo ekki sé fastar að orði kveðið. KR- og Valssalimir, sem eru stærstu íþróttasalir á landinu hafa ekkert rúm fyrir áhorfendur. Þau íþróttafélög, sem ekki eiga húsakynni eru i standandi vandræðum til að æfa á vet- uma. T.d. verður Þróttur að Guttormur Ólafsson láta sér nægja að komast öðru hverju yfir veturinn í leikfimi- sal Laugamesskólans. — Og svo gerir fólk grín að íþróttunum, og árangri íþrótta- manna okkar. — Já, nóg er af því. En af þessu, sem ég hefi hér sagt má ljóst vera, að íþróttamenn eiga ekki við neitt sældarbrauð að búa. T.d. verðum við lands- liðsmenn í körfuknattleik að fara 2svar í viku suður í Kefla- vik til æfinga. Við leggjum af stað kl. 8 að kvöldi og kom- um aftur eftir miðnætti. Semsé fimm tíma ferð á eina æfingu og þar af 2 tímar í bíl á slæm- um vegi. Síðan þurfum við margir að koma í skóla kl. átta að morgninum. En það er ekki nóg með það, að þessar æf- ingaferðir taki tíma og séu erf- iðar heldur verðum við að greiða kr. 25 fyrir hverja ferð sem þó er ekki nema helming- ur, en Körfuknattleifcssamband Islands greiðir hinn helming- inn. Væri einhver aðstaða hér til að iðka flokkaíþróttir gætum við staðið hinum beztu liðum hvar sem er í heiminum á sporði. En meðan svona er að íþróttamönnum okkar búið er ekki ástæða til að krefjast mikils af þeim. — Hvemig er húsið á Kefl^- víkurflugvelli? — Það er mjög gott íþrótta- hús, einfalt í sniðum en hag- anlega fyrirkomið. Það rúmar um 1500 áhorfendur. — Hvað geturðu svo sagt Framhald á 13. síðu. ÆFR - Skálctferð - ÆFH Næst komandi Iaugardag efna Æskulýðsfylkingardeild- imar í Reykjavík og Hafnarfirði til skíða- og skálaferðar í skála sinn í Sauðadölum. Skálaferðir þessar hafa löngum verið snar þáttur í vetrarstarfi Æskulýðsfylkingarinnar og er ekki að efast um góða þátttöku, nú sem endranær. Rögnvaldur Hannesson framkvæmdastjóri Æskulýðs- fylkingarinnar gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um út- búnað og vegarnesti ferðalanga, — en samkvæmt upplýs- ingum skálanefndar verður lagt af stað kl. 18 á laug- ardaginn og komið til baka um kvöldmatarleytið daginn eftir. _______________________ ._________ o:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.