Þjóðviljinn - 11.12.1964, Page 8
g SÍÐA
ÞíOÐVILIIWN
Pöstudagur 11. desember 19&t
25 ÁR
Þann 30. nóvember fyrir aldarfjórðungi hófst stríðið milli Finn-
lands og Sovétríkjanna, það stríð sem nefnt hefur verið ,,Vetrar-
stríðið“. Enda þótt ,,Heimsstyrjöldin“ væri þegar skollin á, var
það ,,Vetrarstríðið“ sem varð þess valdandi, að „veröldin kipptist
við“ eins og það hefur verið orðað. f þessari grein, sem þýdd er úr
,,Land og Folk“, er nánar frá sagt þessu stríði, orsökum þess og
afleiðingum og ýmislegu fleira, sem enn vekur mönnum deilur.
mmm
'*• í :l • ú
. ’ / k'; /> ", t i ■
h> i J| ]»*{ 1 *$«, j
Finnar þekKj i biturri reynslu, hvað stríð er. Þegar Þjóðverjar urðu að hörfa úr Finnlandi í
heimsstyrjöldinni síðari, jöfnuðu þeir m.a. bæinn Eovaniemi við jörðu.
Um stríðið milli Finnlands
og Ráðstjórnarríkjanna segir
svo í danskri alfræðiorðabók:
— í október mæltust Rúss-
ar til þess við Finna, að samn-
ingaviðræður væru hafnar í
Moskvu. Paasikivi, sem hafði
verið einn af samningamönnum
Finna í Dorpat 1920, hélt
þrisvar sinnum til Moskvu.
Rússarnir heimtuðu samning
um gagnkvæma hernaðarað-
stoð, breytt landamæri á
Kyrjálaeiðinu og flotastöð við
Hangö. Finnarnir neituðu, og
30. nóv. hófu Rússar árásina.
Vetrarstríðið stóð í þrjá mán-
uði. Finnar vörðust hraustlega
og unnu marga glæsilega varn-
arsigra ... Mannerheim mar-
s&áikúr hafði yfirherstjórnina
með höndum. Þegar til lengd-
ar Iét gátu Finnar ekki staðizt
hinn rússneska þrýsting. í
febrúar 1940 brutust Rússar
gegnum víglínur Finna og í
marz var friður saminn í
Moskvu. Finnar urðu að láta
af hendi tíunda hluta af landi
sínu, nefnilega Kareliu ásamt
Viborg, Salla-héraðið og Pet-
samo. Ennfremur fengu Rúss-
ar Hankö undir flotastöð.
Enda þótt viðkomandi bindi
alfræðiorðabókarinnar kæmi út
1949, það er að segja tíu ár-
um síðar, og eftir að flestir
höfðu fengið nokkurt annað á-
lit á sambandi Pinnlands og
Sovétríkjanna, er því slegið
föstu, að „Rússar hófu árás-
ina“. Nákvæmlega eins lýstu
erlendir fréttamenn stríðinu frá
„vigstöðvunum“ og þeim held-
ur votlendum á hótelherbergj-
um sínum í Hótel Kámp í Hel-
sinki
Stríðinu lýst
Þessir fréttaritarar voru ekki
í neinum vafa um það, hver
væri ábyrgur fyrir stríðinu.
Sovétríkin höfðu á grimmdar-
legasta hátt ráðizt á litla lýð-
ræðisríkið Pinnland af þvi að
það vildi ekki verða við þeim
kröfum, sem til þess voru gerð-
ar. En Finnar börðust hraust-
lega. Án þess að gera á nokk-
urn hátt lítið úr frammistöðu
finnskra hermanna gegn ofur-
efli liðs, hlýtur það að vera
leyfilegt nu orðið að brosa i
kampinn að lýsingum fréttarit-
aranna. Við lesum um það,
hvemig litlir drengir skutu
niður flugvélar með loftbyss-
um sínum og hvernig fáeinir
finnskir hermenn umkringdu
margfalt fleiri Rússa og tóku
til fanga Betri skilning á því
hvemig þessar lýsingar urðu
til, fáum við þegar við lesum
bókina „Finlandia í moII“, en
hún er rituð af rithöfundinum
Olavi Paavolainen, sem vann í
fréttadeild vamarmálaráðu-
neytisins Hann lýsir því er
hann kom á fyrsta degi stríðs-
ins á hótel Kámp í Helsinki
og hittir þar fyrir hóp af æst-
um fordrukknum fréttariturum
erlendra blaða. Og síðari frétt-
ir benda ekki til þess að telj-
andi hafi runnið af frétta-
þjónustu lýðræðisins, enda var
helzta verkefni hennar að taka
við upplýsingum og áróðri frá
finnskum liðsforingjum. Frétta-
ritararnir vissu hvað til þeirra
friðar heyrði; t>eim var það
ætlað að lýsa stríðinu sem
grimmilegri kommúnistískri á-
rás á lítið, friðsælt og umfram
allt lýðræðislegt nágrannaríki.
Og það væri synd að segja,
að þeir hafi brugðizt „skyldu“
sinni.
Áhrifin
Árangurinn af hrollvekjandi
lýsingum fréttaritara lét held-
ur ekki á sér standa. Hvar-
vetna var hafin „Finnlands-
söfnun", og hvarvetna var haf-
inn hatursáróður gegn Sovét-
ríkjunum. Og að sjálfsögðu
einnig gegn kommúnistum utan
Sovétríkjanna. íbúar Norður-
landa skiptust í tvo hópa, einn
smáan sem tók sér vopn í
hönd og hélt til vígvallanna
til þess að berjast gegn komm-
únismanum, og annan stærri
sem sá um heimavígstöðvam-
ar og skipulagði baráttuna
gegn „5. herdeild kommúnista“.
Það leikur tæpast vafi á því,
að mikill hluti þeirra sjálf-
boðaliða, sem héldu til Finn-
lands á lýðræðisvegum, gerði
það af hugsjóninni einni sam-
an og vegna þess að þeir trúðu
hroUvekjum hinna dauða-
drukknu fréttaritara á hótel
Kámp í höfuðborg Finnlands.
f Kaupmannahöfn bauð Kaj
Munk út stúdentaleiðangri, sem
kvöldstund eina ætlaði að
herja á ritstjómarskrifstofur
„Arbejderbladet“ í Griffen-
feldsgade. Krossferðin var
stöðvuð af nokkrum lögréglu-
þjónum, svo ekki gafst tæki-
færi til þess að handtaka þá
tvo ritstjómarmeðlimi sem þá
áttu kvöldvakt.
En þótt framlag sjálfboðalið-
anna kæmi fyrir lítið, tókst
krossferðariddurum þeim, er
heima sátu, þeim mun betur
að skapa andkommúnistískt
andrúmsloft í heimalandi sínu,
og annar eins „Finnagaldur"
hefur ekki átt sér stað síðar
fyrr en í Ungverjalandsupp-
reisninni 1956. Svo vel var að
unnið, að ailur almenningur
var um það er lauk orðinn
gjörsamlega ómóttækilegur fyr-
ir rökum þegar stríðið milli
Finnlands og Ráðstjómarríkj-
anna bar á góma.
Orsakirnar
En hvorki sjálfboðaliðum né
fordrukknum blaðamönnum
tókst að hafa þau áhrif á gang
stríðsins, sem til var ætlazt.
Hinsvegar gerðu þeir hvað
þeir gátu til þess að dylja hin-
ar rauriverulegu orsakir stríðs-
ins. f síðari greinum verður
skýrt frá þeirri þróun mála í
Finnlandi, sem leiddi til þess,
að stríð við Sovétríkin varð
svq gott sem óumflýjanlegt. í
þessari grein verða aðeins
nefndar beinar orsakir þessar-
ar deilu, og meginorsökin var
sú, að vegna þeirrar heims-
styrjaldar, sem hafin var og
átti eftir að verða æ voðalegri,
sáu Sovétríkin sig nauðbeygð
til þess að tryggja landamæri
sína að Finnlandi, en landamær-
in lágu saman um 50 krr. frá
Leningrad, annarri mikilvæg-
ustu borg Sovétríkjanna — og
svo hitt að Finnar neituðu að
ljá máls á nokkurri slikri
tryggingu landamæranna.
Þegar árið 1938 fóru Sovét-
ríkin þess á leit við Finnland,
að þau fengju herstöð á eynni
Hogland í Finnska flóanum og
leigðar nokkrar eyjar í sama
flóa, en þar er innsiglingin til
Leningrad. Finnland, sem í ár-
ásarstríðunum svonefndu gegn
Sovétríkjunum hafði viljað her-
nema Austur-Lareliu, taldi
hinsvegar, að það væri nægi-
legt að lýsa yfir hlutleysi ti!
þess að tryggja landamæri Sov-
étríkjanna í norðri. Næsta ár
fór Sovétstjórnin þess sama á
leit við finnsk '. stjómina og
stakk upp á samningi um gagn-
kvæma hernaðaraðstoð, landa-
mærabreytingar á Kyrjálaeiði
og að hún fengi Hangö undir
flotastöð.
Landamærabreytingar á Kyrj-
álaeiði þýddu að sjálfsögðu
það, að Finnland hlaut að láta
hér land af hendi, en Sovét-
ríkin buðu á móti annað land-
svæði — stærra — í Austur-
Kareliu, norður af Ladogavatn-
inu. Það var vitað áður, að
Finnar höfíu áhuga á því land-
svæði, enda höfðu heir reynt
að hernema það áður í innrás-
arstríðunum.
Það kom ella í Ijós í við-
ræðumþeim, er finnska stjóm-
in neyddist að lokum til þess
að hefja, að Sovétríkin vildu
ekki setja neina úrslitakosti
en voru reiðubúin til þess að
semja og ganga langt i sam-
komulagsátt. Bandaríski pró-
fessorinn C. Leonard Lundin
skrifar eftirfarandi í bók sinni
„Finland och andra várldskrig-
et“:
Á síðasta stigi viðræðnanna
virtist Stalín fáanlegur til þcss
að falla frá rkveðnum kröf-
um sínum um Hangö og stakk
upp á öðru: Að Sovétríkin
fengju nokkrar eyjar í ná-
;renninu. Finnska sendinefnd-
in sendi simskeyti til Helsinki
til þess að fá leiðbeiningar og
stakli upp á því, að bjóða
Jusarey. Svarið var alger neit-
un“.
Einn fulltrúa Finna í þess-
um viðræðum, sósíaldemókrat-
inn Váinö Xanner, sem enginn
hefur vænt um sérstaka Sov-
étvináttu, er í bók sinni „Fin-
lands vág 1939-40“ sárbitur yf-
ir neitun stjómarinnar:
„Við vorum mjög vonsvikn-
ir yfir þeim fyrirskipunnm,
sem við fcngum. Og því má
bæta við: Þetta var þægilegur
máti að afgreiða hlutina: Út-
búa strangar leiðbeiningar sem
ekki mátti hvika frá hárs-
brcidd, en krcfjast þess að
auki, að ekki kæmi til stríðs“.
En enda þótt finnska stjóm-
in ríghéldi við það, að hlut-
leysisyfirlýsing yrði að vera
Sovétríkjunum nægileg trygg-
ing, voru þó þeir menn í Finn-
landi, sem gerðu sér ljóst, að
fræðilega að minnsta kosti
gátu landamæri ríkjanna orðið
Sovétríkjunum hernaðarlega
hættuleg. f grein í blaðinu
„Svensk Botten“ 14. apríl 1939
reit finnskur hemaðarsérfræð-
ingur, Johan Christian Fabrit-
ius, m.a.:
„Finnland snýr að hinum
norðvestlægu sambandslínum
Sovétríkjanna við Evrópu;
Gegnum Finnska flóann og
meöfram Murmansk-brautinni
að Ilvítahafi. í evrópsku stór-
vcldastríði gegn Rússlandi verð-
ur rússneski herinn að gera
ráð fyrir þcim möguleika. að
á Iandið verði ráðizt frá Finn-
landi, sem Iiggur ógnandi á
hægra væng rússneska megin-
landsins. Rússneska lierstjórn-
in gerði einnig ráð fyrir þess-
um möguleika fyrir Heimsstyrj-
öldina 1914. . Því verður
þannig ekki með nokkru móti
mælt gegn, að Finnland er
hernaðarlega fræðilcg ógnun
fyrir Rússland og hindrar jafn-
framt ákveðnar aðgerðir, ef
Rússland drcgst inn 1 Evrópu-
stríð“.
Það voru ekki eingöngu
hernaðarsérfræðingar, sem sáu
þetta og skildu, heldur einnig
stjómmálamenn. Nær samtímis
Qg Fabritius skrifar grein sína,
sendi nefnd Sósíaldemókrata-
flokksins frá sér opinbera á-
litsgerð, en þar segir:
„I stríði milli I»ýzkalands og
Rússlands myndi strönd og
skerjagarður Finnlands verða
hernaðaraðilum mjög mikil-
vægar herstöðvar. Af þeim
sökum gætu Þ.ióðverjar freist-
azt til þess að undirbúa árás
eftir þessum Ieiðum á Lenín-
grad og Murmansk-hrautina
Og þarmeð gegn flutningalcið-
um Soviítríkjanna að íshaf-
inu“.
Hugsunin um það, sem síðar
skeði, nefnilega að Þjóðverjar
notuðu Finnland sem þý::ka
herstöð, var þannig vel kunn
með Finnum, bæði með hem-
aðarsérfræðingum og stjórn-
málamönnum, og þetta hefði
átt að verða til þess, að finnska
stjórnin hefði sýnt meiri skiln-
ing á kröfum Sovétríkjanna.
Skoðaðar í ljósi þessara stað-
reynda voru kröfur þeirra
einkar eðlilegar óskir um að
tryggja sig gagnvart þessum
möguleika
Þjóðverjaheim-
sókn
> Finnska stjómin hélt hins-
vegar fast við afstöðu sína og
hagaði sér að sumu leyti nán-
ast ögrandi. í apríl 1939 var
í mesta flýti rokið til þess að
styrkja landamæravígin sem
lágu að Sovétríkjunum og mik-
ill hluti verksins var unninn
af fasistískum stúdentasamtök-
um sem nefndust Akatemiinen
Karjala Seura, stúdentarnir
bauluðu fasistasöngva og sýndu
sovézkum landamæravörðum
fyrirlitningu sína og jafnframt
menningarstig með því að snúa
við þeim baki og leysa buxur.
Nú er venjulegur fasistarass
að sjálfsögðu ekki sérlega ógn-
andi vopn, en ýmislegt benti
til þess, að sá friðarvilji, sem
finnska stjórnin þóttist full af,
væri mest á yfirborðinu. Skyn-
samari menn sáu sig einnigrtil-
neydda til að mótmæla, þann-
ig skrifaði Stúdentablaðið eft-
irfarandi:
„Finnsk stúdcntasamtök hafa
unnið starf fyrir várnir vorar,
sem á fulla viðurkenningu
skilið, og því er leitt til þess
að vita, að þessi samtök geri
varnarstarf sitt tortryggilegt
með ábyrgðarlausum hemaðar-
áróðri".
Sýnu grunsamlegri hlutu Sov-
étríkjunum að virðast hinar
tíðu heimsóknir háttsettra,
þýzkra liðsforingja til Finn-
lands, en þar var á móti þeirp
tekið með allri hugsanlegri
viðhöfn. Meðal þeirra, sem
heiðruðu Finnland með nær-
veru sinni, var Halder hers-
höfðingi, en i JúriÍ 1939 skoð-
aði hann landaméeravigin á
Kyrjálaeiði og við nyrztu
landamærin.
Á þessum tíma gerðu menn
sér Ijósan möguleikann á striði
milli Sovétríkjanna og Þýzka-
lands — þrátt fyrir vináttu-
samning ríkjanna — 0g ekki
gat hjá því farið, að Sovétrík-
in væru tortryggiff á hlutleys-
isvilja Finna. Og ýmislegt
bendir til þess, að það hafi
einmitt verið tilhugsunin um
væntanlegt stríð Hitlers gegn
Sovétríkjunum, se'íri valdið hafi
afstöðu finnsku sliórnarinnar,
begar hún vísaði1 öllum mála-
leitunum Sovétríkjanna á bug.
Vonlaust stríð
'6 nóv. 1939 kqpi til vopna-
Framhald á 13. síðu.
Sambúð Sovétríkjanna og Finnlands hefur til skamms tíma verið
hvergi nærri góð, enda sat kúgun keisarastjómarinnar lengi í
Finnum, sem eðlilegt er. Nú er þó sem bctur fer flest komið í
samt lag. — Hér að ofan sjáum við tvo þekkta stjómmálamenn
þessara landa, þá Kekkonen, Finnlandsforseta, og Nikita Krúst-
joff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sem þá var.
' ♦
} .
i
*
4
V
f
<