Þjóðviljinn - 11.12.1964, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.12.1964, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. desember 1964 M6ÐVILJINN SlÐA JJ Aðeins 2000 af 12000 stríðsglæpa- mönnum hefur verið refsaÓ Af þeim sem frömdu glæpi sína í Póllandi Pólski forsætisráðherrann, Cyrankewicz getur búizt við að verða kallaður fyrir rétt í Auschwitz réttarhöldunum í Frankfurt til þess að bera vitni fyrir einn hinna ákærðu. Hann á að skýra frá því hvernig ákærður Klaus Dylewski SS yfirforingi bjargaði lífi hans í Auschwitz. Það er verjandi hinna á- kærðu, Hans Laternser, sem hefur sett fram þéssa kröfu. Cyrankiewicz var fangi í Auschwitz og er sagður hafa reynt ad flýja þaðan. Sam- kvajrnt frásögn Latemser verj- anda skýrði hann forstöðu- mönnum Krupp-fyrirtækisins B. Beitz og Hundhausen frá . þessari misheppnuðu flóttatil- raun í samtali við þá í janúar 1961. Dylewski komst á snoðir um fyrirhugaðan flótta, en sá til þess að rannsókn málsins ónýttist Eiginlega get ég þakkað Dyí- ewski það að ég get gegnt nú- verandi starfi mínu sagði pólski forsætisráðherrann. við fulltrúa Krupp í viðræðum við þá í Varsjá, ef hægt er að trúa orðum verjandans. Cyrankiewicz Þess vegna á. Cyrankiewicz sjálfur að fá færi á að árétta þetta í réttarsalnum í Frank- furt Til öryggis hefur Latem- ser einnig beðið um að fá að kalla Hundhausen til vitnis. Önnur vitni hafa greinilega ekki uppgötvað jafn mannlega eiginleika* hjá Dylewski. Þau segja að hann hafi sjálfur komið blóðbaði af stað og hrópað: „Drepum júðana.” Auschwitz réttarhöldin hafa staðið yfir í næstum því ár, en vintnaleiðslum er enn ekki lokið. Verjendumir unnu smá- sigur þegar þeir fengu fram- gengt kröfum sínum um að myndir af hinum ákærðu væru fjarlægðar af Auschwitz sýn- ingunni í Pálskirkju. En helzt vildu þeir að sýningunni væri alveg lokað. Þeir héldu þv£ fram að hún væri íhlutun í réttarhöldin. Frankfurter Allgemein Zei- tung skýrði frá því frá Var- sjá að ákvörðun Bonn-stjóm- arinnar um að lengja ekki fyrningarfrest fyrir stríðs- Framhald á bls. 13. * Heimsmet í sölu kúlu- penna Þess vegna er BIC framúrskarandi. Enginn annar penni á sama verði og BIC, hefir „demants“-kúlu úr harðmálmi: BIC skrifar þess vegna betur og !engur en pennar, sem eru margfalt dýrari. 5130 (Cristal) Kr 8:00 5130 (Gulur’1 t-r 9.00 mwwinmiiiuilllluiMliHHI M 10 (Clic) kr. 10,00. Heildsala: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F Kraftaverkið síðasta sýning Á morgun, laugardag verður leikritiö KRAFTAVERKIÐ sýnt í síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu, og er það 25. sýning leiksins. Leik- urinn vax frumsýndur þann 20. september sl. — Myndin er af talið frá vinstri: Amari Jónssyni, Val Gislasyni og Helgu Val- týsdóttur í hiutverkum sínum. Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir Bjóðum yður nú sem fyrr stórglæsilegt húsgagnaúrval. Getum nú boðið yður húsgögn í alla íbúðina. í>að er 3 sett: Svefnherbergissett, sófasett og borðstofusett, sam- tals kr. 51,800,00 allt 1. flokks húsgögn. — Verðið ótrúlega lágt miðað við gæði. Hvar gerið þér betri kaup ? ? ? ? Við ykkur unga fólkið, sem eruð að stofna heimili, viljum við segja þetta: Lítið inn til okkar og kynn- ist af eigin raun hinu ótrúlega lága verði og hag- stæðu greiðsluskilmálum. Það hefur ávallt verið markmið Trésmiðjfunnar Víðis, að ná til sem flestra landsmanna með við- skipti sín. Og til að auðvelda viðskiptavinum vor- um húsgagnaúrvalið, höfum við nýlega gefið út myndalista ásamt verðskrá, sem verður dreift út við fyrsta tækifæri. Skrifið eða símið og við mun- um senda yður svar um hæl. Trésmiðjan Víðír hf. Símar 2-22-22 og 2-22-29. ' Opið fil klukkan 10 í kvöld. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.