Þjóðviljinn - 11.12.1964, Síða 14
'14 SfÐA
HÖÐVILJINN
Föstudagur 11. desember 1964
Jonathan
Goodman
GLÆPA
UNEIGDIR
— Alex ég fer ekki fyrr en —
— Verð ég að tyggja þetta í
þig? hrópaði hann. Ég vil ekki
sjá þig. Ég vil ekki sjá þig oft-
ar. Það er allt búið að vera
okkar á milli, skilurðu? Búið ..
búið .. búið.
Hann skellti hurðinni á milli
þeirra og hallaði sér upp að
henni, álútur og augu hans fyllt-
ust tárum.
.. Hvaða máli skiptir ham-
ingja, gamli vinur? Hún skaffar
ekki peninga ..
Hann heyrði ekki fótatak
önnu þegar hún gekk burt.
— Hann er búinn að losa sig
við hana. Hún er að fara.
— Og tími til kominn Tenn-
umar glömruðu i Cliff. Hann
leit til baka á skrifstofuglugg-
ann. Engin hreyfing þar ennþá.
Kannski var það ímyndun hans,
en hann hefði getað svarið að
fyrir andartaki hefði hann heyrt
einhvem hávaða úr þeirri átt.
— Gefum henni tíma til að
komast fyrir hornið og svo för-
um við inn. Tilbúinn, drengur
minn? Það er grænt ljós....
Eitt högg á hurðina. það var
allt og sumt. Alex opnaði.
— Snöggur, gamli vinur.
Taktu í með okkur. Og minntu
mig á það þegar vel stendur á
að halda fyrirlestur um það fyr-
ir þér að halda ástarlífi þínu
aðskildu frá viðskiptalífinu
Kbmum þá.
Þeir drógu sekkina fjóra inn
í # lftið anddyiri. Bernard. spark-
aði vagninum tii baka‘ inn í
blindgötuna. Hann gekk á eftir
hinum tveimur inn í anddyrið
og lokaði á eftir sér.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og snyrtistofu
STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18
III hæð flvfta) SIMJ 2 4616
P E R M A Garðsenda 21 —
SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
enyrtistofa.
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hsefl —
TJ ARN A RSTOFAljj! — Tjamar-
gðtu 10 — Vonarstrætismegin -
SÍMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA AUST
URBÆJAR — María Guðmunds
dóttÍT Laugavegi 13. — SIMl
14 6 58 — NUDDSTOFAN ER A
SAMA STAB.
— Fyrsti hluti aðgerðarinnar
farsællega til lykta leiddur,
sagði hann.
— Aðgerðin heppnaðist —
sjúklingurinn dauður, tautaði
Alex.
— Ekkert .. Ég þarf að ná
mér í andlitinu. Bemard greip
um hálsinn á grímunni og dró
hana upp af höfðinu. Þetta var
betra. Hann settist á einn sekk-
inn.
Cliff var að taka af sér grím-
una og tautaði: Ættum við ekki
18
að flýta okkur að koma þessu
dóti upp? Bjöllumar fara að —
— Ekkert liggur á, drengur
minn. Engin ástæða til að æðr-
ast. Við höfum nægan tíma.
Bernard hallaði sér upp að
veggnum og hló. Vill ekki ein-
hver blaka nokkrum fimmköll-
um yfir mér.
— Þetta er rétt hjá Cliff,
sagði Alex. Við skulum koma
þessum pokum inn f svefnher-
bergið. Viltu hjálpa mér með
þennan, Cliff?
— Já, já.
— Flýtið ykkur hægt, sagði
Bemard. Nóttin er ung enn og
ég er svo yndisleg. Er það ekki
þetta sem þær segja, Alex, gamli
vinur? Ha?
Alex var að reyna að ná taki
á einum p>okanum. Hann svar-
aði ekki.
— Tvö hundruð þúsund pund,
tautaði Bemard. Ekki svo af-
leitt, eða hvað? Þokkaleg og
snyrtileg upphæð.
Alex sneri sér við og leit á
Bernard.
— Hissa, gamli vinur? Lætur
það vel í eyrum? Finnst þér
kannski of mikið? Eigum við
kannski að kasta upp um þinn
hlut?
— Ertu viss um að þetta sé
svo mikið?
— Mér skjátlast ekki í pen-
ingamálum, gamli vinur. Nei,
ekki honum Bemard gamla. Tvö
hundruð þúsund f fimm punda
seðlum, það er það sem við höf-
um hér. Útgengilegir peningar,
ómögulegt að rekja slóð þeirra?
Hvað eru sjö í það? Enginn sér-
stakur vandi. Mér skilst að það
láti nærri sextíu þús. á hvom
ykkar og afganginn þiggur yðar
einlægur með þökkum.
Bemard virti fyrir sér hina
tvo meðan þeir drösluðu pokun-
um upp stigann. Hann leit á úr-
ið sitt. Allt hafði gengið ágæt-
lega. Aðeins smávægllegir erf-
iðleikar sem auðvelt hafði verið
að sigrast á. Gamli næturvörður-
inn, honum veitti sjálfsagt ekki
af nokkrum aspirín þegar hann
vaknaði. Og — hvað hét ungi
náunginn nú aftur? .. Harry —
hann og þessi vitlausa kerling
hans .. þau myndu tönnlast á
þessu fram á elliár. Ég hef gefið
þeim skemmtilegar minningar til
að una við fram f rauðan dauð-
ann. Reglulega fallegt af mér.
— Haldið áfram, þið þama
tveir, kallaði Bemard upp stig-
ann. Þegar ég segi flýtið ykkur
hægt, þá á ég ekki við að þið
eigið að hanga yfir þessu fram
á rauða nótt. Haskið ykkur.
Hann gekk að útidyrunum,
sneri sér við og hljóp til baka
Hann hailaði sér fram á stiga-
nn kalla*i: Alex, gamli vin-
ío að þér finnist það
f'-"mhlevpni. en gleymdu
-vn c.* svefnherbergisdyr-
■ mum hínum. Maður veit sko
aldrei. ha. Einn af þessum lög-
regluþjónum gæti boðið sjálfum
aér upp & tesnpn og .. ifi, ef
hann sæi fjóra peningapoka á
rúminu, þá gæti auðvitað hugs-
azt að hann yrði tortrygginn.
Skilurðu?
Þú ert ekkert að hafa fyrir
þvf að svara mér, Alex, hugs-
aði Bemard. Uppskrúfuð leik-
arablók. Þykist vita alla skap-
aða hluti. Alveg eins og Cliff, ef
út í það er farið.
Bemard fékk allt í einu hug-
mynd. Var næstum búinn að
gleyma dálitlu sem máli skipt-
ir .. Svona er að verða að hugsa
fyrir þrjá. Drottinn minn, Það
hefði verið sorglegt ef ég hefði
gleymt því ..
Hann þaut upp stigann og inn
í svefnherbergið. Alex og Cliff
voru að troða sfðasta pokanum
inn í tauskáp.
— Bíðið andartak, sagði Bem-
ard. Hann dró pennahníf uppúr
vasa sínum.
— Hvað ætlarðu að gera?
spurði Alex.
— Engar spumingar, gamli
vinur. Hann skar sundur snær-
ið við pokaopið, svipti vatns-
þéttu hlífinni frá og þreifaði inn
f pokann eftir einu seðlaknipp-
inu. Allt í lagi, meira var það
ekki, sagði hann og stakk knipp-
inu í bakvasa sinn. Hann sneri
sér að Cliff. Og það er óþarfi
að horfa á mig með þessu
augnaráði, drengur minn. Ég er
ekki að lauma neinu undan.
Hann klappaði á vasann. Þessi
ögn fer á sameiginlegan reikning
okkar.
— Ég sagði ekki — byrjaði
Cliff.
— Þú þurftir þess ekki. Stund-
um tala svipbrigði hærra en
nokkur orð, skal ég segja þér.
Það skaltu muna. Hann sneri
sér aftur að Alex, sem var að
læsa skápnum. Þú stendur klár
að hlutverkinu, er það ekki,
gamli vinur? Ef þú þarft ein-
hvers að spyrja, þá gerðu það
núna, eða aldrei.
Alex kinkaði kolli.
— Jæja, vertu ekki svona
eymdarlegur á svipinn. Hann
klappaði á herðamar á Alex.
Við treystum því að þú leikir
eins og fimmtíu manns. Ekki
valda okkur vonbrigðum. Er
það, Cliff?
Cliff fékk ekki tækifæri til að
svara, ekki einu sinni til að
kinka kolli.
Allt í einu var eins og allar
bjöllur í heiminum færu að
hringja.
Bemard leit í skyndi á úrið
sitt. Alveg á mfnútunni, hróp-
aði hann svo að til hans heyrð-
ist. Komdu, Clifford, drengur
minn, það er kominn tfmi til að
kveðjast með virktum. Hann
lyfti þumalfingri. Sjáumst aftur.
Bless, bless!
Hann hljóp útúr stofunni og
niður tröppumar og Cliff á eft-
ir. Það heyrðist ekki þegar úti
hurðinn skelltist fyrir hávaðan-
um í bjöllunum.
Alex læsti svefnherbergisdyr-
unum og stóð stundarkom á
stigapallinum og horfði á lyk-
ilinn í hendi sér.
Hringingamar létu engu hærra
í eyrum hans en hringingin i
dyrabjöllunni hans hafði gert
fyrir nokkrum mínútum. Fyri'r
nokkrum mínútum — fyrir heilli
eilífð, hugsaði hann.
James Ballinger var viss um
að það væri sunnudagsmorgunn
Vildi óska að konan stöðvaði
þessa vekjaraklukku, hugsaði
hann; ég er með hræðilegan
höfuðverk og —
Hann opnaði hægra augað
hægt. Hann hafði reynt að opna
þau bæði en eitthvað hélt þvi
vinstra lokuðu. Hann botnaði
ékkert f þessu. Hann sá bara
langar, beinar lfnur sem teygð-
ust burt frá honum og hurfu f
Ijósleita móðu. Fjalir — þetta
voru fjalir og hann fann kreósót-
lyktina og þama var blautt
spor .. Fjalir?
En smátt og smátt, og sfðan
allt í einu, svo að höfuðverkur-
inn nísti hann. mundi hann hvað
hafði komið fyrir. áttaði sig á
bví hvar hann var. Þessar bjöll-
ur, það var neyðarhringingin,
bessir menn hlutu að hafa — ó,
vesalings. gamla höfuðið mitt ..
Þetta blóð, það hlýtur að vera
blóð sem fyllir hitt augað á
mér .. Vona að konan heyri ekki
biöllumar .. og .. fái .. á-
hvsgjur .. útáf ..
Hann lauk ekki við hussun-
ina. Augað lokaðist og hann
hvarf aftur inn í óminnið. Drag-
súgurinn undan hurðinn vfði
bunnt hár hans; nokkrar lýiur
bærðust til ©g loddu við blóðið.
Hún heyrði bjöllumar hringia
meðan hún beið á viðkomustaðn-
um. en hún veitti beim enga at-
hygli. Hún vonaði að strætis-
HREINSUM
rússkinsjakka
rússkínskápur
sérslök meöhéndlun
EFNALAUGIN BJÖRG
Sólvallagölu 74.' Sfmi 13237
Barmahlið 6. Slmi 23337
SKOTTA
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX — FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L/\ Isl D SVN 1r
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVtK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
Húsmæður athugið
Hreinsum teppi oe, huseöen' i heimahúsum.
Vanir menn i — vönduð vinna
Teppa- og húsgagnahreinsunin.
Simi 18283
4
*
f