Þjóðviljinn - 11.12.1964, Blaðsíða 16
W Á
I
!
I
SfLDINNI EKIÐ f HAUGA
Á FROSNA JÖRÐ EYSTRA
DUMUINN
Föstudagur 11. desember 1964 — 29. árgangur — 273. tölublað.
Neskaupstaður
Neskaupstað, 10/12 — Síld-
arskipin koma hér inn dag
eftir dag með fullfermi og
höfum við tekið á móti 50
þúsund málum af síld í des-
ember. Þróarrými er hér tak-
markað og er síldinni tekið
á tún hér í plássinu og er
nú hér margur myndarlegur
haugurinn, sem stækkar dag
frá degi.
í dag komu hingað inn
Hólmanes með 800 mál, ís-
leifur IV. 1000, Eldey 1100,
Eldborg 1300, Þórður Jónas-
son 1300 og Arnar 1100.
Hér er fryst á tveim stöð-
um og slattar ofan af skipum
saltaðir eftir því sem aðstæð-
ur leyfa og skortir þó tilfinn-
anlega húsakynni hér á
staðnum. f gær voru þannig
saltaðar um 200 tunnur hjá
Mána og það sett þegar um
borð í Esju og sent til Kefla-
víkur til frekari verkunar. í
dag er verið að salta hjá
Sún. Þá eru komnir hingað
menn frá Bæjarútgerð
Reykjarvíkur og togari þaðan
er vsentanlegur í fyrramálið
og ætlar hann að taka 300
tonn af síld og ísa hana og
flytja hana til Reykjavíkur.
Þá er Pétur HaUdórsson að
koma úr sölutúr til Englands
og kemur hingað og ísar hér
fullfermi og siglír með það
á Þýzkalandsmarkað. Mun
togarinn þurfa um 100 tonn
af ís og er Neskaupstaður
eini staðurinn hér fyrir aust-
an, sem getur látið slíkt ís-
magn af hendi úr frystihús-
unum. Hér er unnið dag og
nótt og þó er reynt að halda
Skólaunglingum fyrir utan
atvinnulífið og standa nú yfir
pfóf hjá nemendum.
En þegar jólaleyfin hefjast
má búast við að unglingarnir
sogist inn í atvinnulífið.
R.S.
Fáskrúðsfjörður
Fáskrúðsfirði, 10/12 —
Við erum búin að taka á
móti 25 þúsund málum af
síld í desember og ökum
þessu jafnóðum inn í fjarð-
arbotn á sléttar grundir og
geymum síldina þar á fros-
inni grundinni, sagði Guðjón
Friðgeirsson, kaupfélagsstjóri
í viðtali við Þjóðviljann í
dag.
Þarna eru nú komin
fimmtán þúsund mál í haug
og snjóar yfir þetta jafnharð-
an. Ætlunin er að taka á
móti tíu þúsundum í viðbót
og geyma síldina á þennan
hátt.
í dag komu hingað inn
Margrét með 1200 mál, Ögri
1200 og Óskar Halldórsson
1200. í gær komu þessi sömu
skip inn með sama skammt
og sex bátar í viðbót með
samtals tíu þúsund mál.
Síldarbræðslan hér á Fá-
skrúðsfirði tók á móti 160
þúsund málum af sumarsíld
og hafa afurðirnar verið að
fara þessa dagana.
Hér vinna allir, sem vettl-
ingi geta valdið frá því
snemma á morgnana og langt
fram yfir miðnætti. Okkur
hefur þó tekizt að halda
skólaunglingum fyrir utan
þessa vinnu.
Hér á Austurlandi er £
uppsiglingu mikið vandamál
og er ekki hægt að sjá annað
en hér sé yfirvofandi raf-
magnsskömmtun.
Síldarbræðslan á Seyðis-
firði og Reyðarfirði hefja
bræðslu á morgun eða hinn
daginn og er þá búizt við að
rafmagnsskömmtun skelli yf-
ir Austfirði. Grímsárvirkjun-
in býr nú við vatnsskort og
er vatni hleypt á virkjunina
þrjá til fjóra tíma á dag.
Kemur þessi orkuskömmt-
un til með að valda erfiðleik-
um í rekstri síldarverksmiðj-
anna á næstu vikum.
Eskifjörður
Eskifiröi, 10/12 — Skínandi
gott veður er nú á miðunum
og komu þessi skip inn með
síld í dag. Sæhrímnir 1000
mál, Jón Kjartansson 1600,
Helga Guðmundsdóttir 1600,
Guðrún Þorkelsdóttir 850,
Þorgeir 600, Vigri 1100, Sig-
urpáll 800 og Gísli lóðs 800.
Síldin fer að mestu í bræðslu
og hefur þannig ekkert verið
saltað hér í dag. Er tunnu-
laust og koma ekki tunnur
fyr en með Esju. Annars er
búið að salta hér rúmlega tvö
þúsund tunnur síðustu daga
og fer öll sú síld á Rúmeníu-
markað.
Er síldin söltuð á vegum
Auðbjargar og fer fram inn-
anhúss.
Síldin er lögð í tunnurnar
með hausi og innvolsi eins og
hún kemur upp úr sjónum
og verður síðan flokkuð í
stærðarflokka.
Svona vilja Rúmenar fá
síldina. Þá fer lítilsháttar í
frystingu.
Síldin fer að mestu í
bræðglu og höfum við tekið
hér á móti 30 þúsund málum
af síld í desember og kallast
það vetrarsíldveiði.
Fólkið vinnur fjórtán stund-
ir á sólarhring og er mikil
vinna framundan á Eskifirði.
Síldarbræðslan hér á Eski-
firði tók á móti 210 þúsund
málum af sumarsíld. Næstu
daga kemur hingað nýtt síld-
arskip og heitir það Krossa-
nesið og fer þegar út á mið-
in.
Skipstjóri hefur verið ráð-
inn og heitir hann Árni Hall-
dórsson og var áður með
Vattarnesið og fylgir honum
að mestu gamla skipshöfnin.
Hinsvegar hefur Vattarnesið
verið selt til Neskaupstaðar
og hefur Gísli Brynjólfsson,
útgerðarmaður þar keypt "
bátinn og ber hann nú nafn-
ið Björg NK 103.
Seyðisfjörður
SeySisfirði, 10/12 — Síld-
arverksmiðjan á Seyðisfirði
byrjaði að taka á móti síld í
fyrradag og hafa tólf skip
landað hjá verksmiðjunni ná-
lægt 20 þúsund málum, en
þróarrými hjá verksmiðjunni
er einmitt 20 þús. mál, sagði
Gunnlaugur Jónasson í stuttu
viðtali við Þjóðviljann í gær.
Við munum ekki safna
síldnini fyrir í hauga á fros-
inni grundinni enda erfitt
um vik í landleysinu hér á
Seyðisfirði.
Við erum líka hræddir um
að síldin súrni við þá með-
ferð.
Ætlunin er að hefja bræðslu
næsta laugardag og hefur þó
verið erfitt að fá menn í
verksmiðjuna og fáum við
til dæmis aðeins 20 menn hér
á Seyðisfirði. Hér er ennþá
mikil vinna í kringum salt- k
síldina. Hingað eru væntan- "
legir aðkomumenn ofan af |
Héraði og sunnanfrá Reykja-
vík og þurfum við 60 menn
til þess að starfrækja verk-
smiðjuna.
Afurðir verksmiðjunnar frá
sumrinu eru að mestu farnar
og er aðeins eftir 400 tonn
af lýsi og fer það á næst-
unni.
Hinsvegar eru eftir 2000
tonn af mjöli og fer helming-
urinn með Selá á morgun og
Goðafossi á mánudaginn.
!
Þó er o5eíns 42% bllaskaffanna variS fil vegamála
SVIPUÐ FJÁRHAEÐINNHEIMT MEÐ
BIFREIÐASKATTI OG ÚTSVÖRUM
Hverfistigi settur
í verzlanahús KEA
□ í nýjasta hefti ÖKUÞÓRS, tímariti Félags íslenzkra
bifreiðaeigenda, er það harðlega gagnrýnt að ríkissjóður
skuli ár frá ári hækka skatta af bifreiðum og rekstrarvör-
um þeirra, án þess sjáist nokkurn stað í auknum vega-
framkvæmdum. Er fullyrt í ritinu, að sjaldan eða aldrei
hafi ástand fjölförnustu þjóðveganna verið verra en á síð_
astliðnu sumri.
1 ÖKUÞÓR er lögð áherzla á
þetta með því að benda á eftir-
farandi staðreyndir:
-k Á þessu ári munu íslcnzkir
bifreiðaeigendur greíða alls í
skatta af bifreiðum og rekstr-
Miljén kréna vinningur
kom á heilmiða
í gær var dregið í 12. flokki
Happdrættis Háskóla íslands.
Dregnir voru 6.300 vinningar að
fjárhæð 15.780.000 krónur.
Hæsti vinningurinn, ein millj-
ón krónur, kom á heilmiða núm-
er 36.580, sem seldur var í um-
boði Frímanns Frímannssonar í
Hafnarhúsinu. Þessa tvo sam-
stæðu heilmiða átti sinn hivor
maðurinn. Aukavinningarnir,
sem eru 50.000 krónur að þessu
sinni, skiptust milli þriggja að-
ila. Númer 36.579 skiptust milli
tveggja manna, en sá sem átti
númer 36.581 hafði bætt við sig
miðanum í aukaflokknum og
fékk þar af leiðandi 100.000 kr.
200.000 króna vinningurinn kom
á hálfmiða númer 18.816. Tveir
hálfmiðar voru seldir í umboði
Þóreyjar Bjarnadóttur, Lauga-
vegi 66, einn hálfmiðinn var
seldur hjá Frímanni Frímanns-
syni og sá fjórði var seldur hjá
Arndísi Þorvaldsdóttur, Vestur-
götu 10.
100.000 króna vinningurinn
kom á heilmiða númer 48.082,
sem seldir voru í umboði Frí-
manns Frímannssonar í Hafnar-
húsinu. Sá, sem átti annan heil-
miðann átti röð af miðum.
arvörum þeirra um 570 miljónir
króna. Er það álíka fjárhæð og
öll útsvör á Iandinu samanlögð.
-k Af þcssu fé er aðeins varið
240 miljónum króna til vega-
mála, og er þá þar með talið
það fé, sem ríkið Ieggur til
gatnagerðar í Reykjavík og
öðrum kaupstöðum landsins.
•k Þcssi fjárhæð þyrfti að vera
að minnsta kosti 350—400 milj.
kr. til þess að vegaframltvæmd-
um hér á landi miðaði eðlilega
áfram.
-k Aðeins um 35 milj. kr. vcrð-
ur varið á þessu ári til endur-
byggingar ýmissa þjóðbrauta og
hraðbrauta. Sú fjárhæð myndi
aðeins nægja fyrir þriðjungi
kostnaðar við byggingu verzl-
unarhúss í Ueykjavfk á stærð
við Bændahöllina eða 15—20 í-
búðarhúsa. Þykja þessar fram-
kvæmdir þó engum tíðindum
sæta og eru samt gerðar fyrir
atbeina einstaklinga en ekki
þjóðfélagsins sem heildar.
•k Arið 1963 voru hinir sérstöku
skattar, sem Iagðir voru á bif-
reiðar og rekstrarvörur þeirra
af ríkisins hálfu 470 milj. kr.
! Það ár var aðeins varið um 150
milj. kr. til vegamála í land-
inu.
ic Sambærilegar tölur árið 1962
voru 300 og 100 milj. kr.
Orgeltónleikar í
Kristskirkju
á sunnudag
Tékkneskur orgelleikari, Kar-
el Baukert heldur tónleika í
Kristskirkju næsta sunnudag
og næsta þriðjudag á Akranesi.
Karel Baukert dvaldi hér á
landi veturinn 1961 og 1962 og
var þá óbóleikari £ Sinfóníu-
hljómsveitinni og hélt hér einn-
ig sjálfstæða tónleika. Síðan
hefur hann haldið tónleika í
Þýzkalandi, Belgíu og heima-
landi sínu. Nú er hann á leið
vestur til Bandaríkjanna og
heldur þar tónleika á komandi
vetri.
Á þessum tónleikum leikur
hann verk eftir Bach, César
Franck og sjálfan sig. Aðgöngu-
miðar að tónleikunum í Krists-
kirkju verða seldir í Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar og
Hljóðfæraverzl. Sigríður Helga-
dóttur £ Vesturveri.
8. des. s.1. lauk umfangsmikl-
um breytingum á verzlunum
Kaupfélags Eyfirðinga, í Ilafn-
arstræti 91 og 93. Þá opnaði
Herradeildin á fyrstu hæð i
Hafnarstræti 93 og Vefnaðar-
vörudcildin tók alla aðra hæð
fyrir sínar vörur. Auk þess er
teppasala í kjallara hússins, svo
að nú er verzlað á þrem hæðum
þcss í björtum og mjög rúm-
góðum húsakynnum. Verzlunar-
plássið í kjallara er um 80 fer-
metrar, á fyrstu hæð um 250
fermetrar og á annarri hæð um
270 fermetrar.
Flest öllum varningi deild-
anna er fyrirkomið á lausum
borðum eða „eyjum’’ þannig að
viðskiptavinirnir eiga mjög
auðvelt með að skoða, hann.
Teikningar af breytingunum
annaðist teiknistofa S.I.S., en
verkstjórn Stefán Halldórsson,
byggingameistari, sameinuðu
verkstæðin Marz og Vélsmiðjan
Oddi, sáu um hitalagnir, en
Raflagnadeild KEA um raflagn-
ir. Jón A. Jónsson, málarameist-
ari, og menn hans önnuðust
málningu, en Húsgagnavinnu-
stofa Ólafs Ágústssonar sá um
smi'ði og uppsetningu verzlunar-
innréttingar.
Til algerrar nýjungar £ útbún-
aði verzlunar hér í bæ er hinn
svonefndi hverfistigi, sem er
hinn fyrsti, sem settur er upp
hér á landi utan Reykjavfkur.
Stiginn er smiðaður hjá OTIS-
ELEVATOR Company i Þýzka-
landi, sem er eitt elzta og reynd-
asta fyrirtæki heims í smiði
hverfistiga og lyftna. Stiginn er
af sömu gerð og í mörgum
stærstu verzlunarhúsum megin-
iandsins. Hann er með full-
komnum öryggisútbúnaði svo að
engin slysahætta er talin stafa
af honum. Uppsetningu stigans
annaðist Mr. W. J. Davis frá
Otis-fyrirtækinu £ Englandi, en
hann hefur farið viða um heim
í slíkum erindagerðum.
Hverfistiginn flytur viðskipta-
vinina úr Herradeildinni upp í
Vefnaðarvörudeildina, og er
staðsettur nálægt miðju þessara
deilda, en að sjálfsögðu er einn-
ig venjulegur stigi milli þeirra,
ELLEFTIBREZKI
TOCARINN TEKINN
| | Um miðnætti í fyrrinótt tók varðskipið Þór brezk-
an togara að ólöglegum veiðum 2,4 sjómílur fyrir innan
fiskveiðitakmörkin á Húnaflóa út af Geirólfsnúp á Strönd-
um. Heitir togarinn Kongston Jacinth, H 198, og er frá
Hull. Þór fór með togarann til Akureyrar og þar hófust
réttarhöld í máli skipstjórans kl. 2 síðdegis 1 gær.
Ellefu brezkir togarar hafa
verið teknir í landhelgi við ís-
land á árinu 1964. Níu af þess-
um togurum hafa verið teknir
út af Vestfjörðum og tveir út
af Langanesi. Sex af brezku
togurunum hafa verið út af
Barða og tveir út af Horni og
1 út af Látrabjargi.
Engir aðrir erlendir togarar
hafa verið teknir í landhelgi á
árinu og var þó til dæmis al-
gengt, að belgískir togarar væru
teknir og ennfremur þýzkir.
Þrír íslenzkir togarar hafa
verið teknir í landhelgi á árinu.
Fyrsti togarinn sem tekinn
var í landhelgi á þessu ári var
tekinn 31. ágúst sl. og er ó-
vanalegt að jafnmargir togarar
hafi .verið teknir í landhelgi á
svo skömmum tíma þótt heild-
artalan á árinu sé ekki hærri
en oft áður.
♦
»