Þjóðviljinn - 18.12.1964, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.12.1964, Blaðsíða 16
ALÞÝÐUSAMBANDIÐ og BSRB MÓTMÆLA SÖLUSKATTSFRUMVARPINU i Mótmælaályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins 17. des. \ Miðstjóm A.S.Í. samþykkti eftirfarandi á- lyktun á fundi sínum í gær: „Miðstjórn Alþýðusambands íslands mót- mælir harðlega frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi um hækkun söluskatts og mun hafa í för með sér nýjar álögur, sem nema 300 — 400 miljónum króna á ári. Miðstjórnin telur, að með frumvarpi þessu sé ýtt af stað nýrri verðbólguöldu, sem stefni hagsmunum launþega og eðlilegri þróun efna- hagsmála þjóðarinnar í mikinn háska og tor- veldi stórlega alla möguleika á friðsamlegum samningum um eðlilegar kjara- og launabæt- ur til handa vinnustéttunum. Miðstjórnin telur, að með slíkum aðgerðum til stórfelldra nýrra verðhækkana, sé rift þeim grundvelli, sem lagður var með samkomulagi ríkisstjórnar, verkalýðssamtaka og atvinnu- rekenda hinn 5. júní s.l. Alveg sérstaklega lýsir miðstjómin mótmæl- um sínum við þá beinu brigð á yfirlýsingum, sem gefnar voru í sambandi við júnísamkomu- lagið um það, að engar nýjar álögur yrðu á lagðar vegna niðurgreiðslna á árinu 1964, en í frumvarpinu eru 68 miljónir króna áætlaðar í því skyni. Miðstjórnin telur, að skattahækkun nú ofaná skattarán sumarsins, verki sem eitur í ógróin sár og brjóti niður trú manna á, að ríkisstjórn- in vilji heils hugar vinna að stöðvun verðbólgu og vaxandi dýrtíðar. Þess vegna varar miðstjórnin alvarlega við því, að söluskattsfrumvarpið verði samþykkt, og heitir á ríkisstjórnina að hverfa frá því ó- ráði að gera það að lögum, en freista heldur að draga úr óhófseyðslu í rekstri ríkisins og leita sérhverra ráða til að hamla gegn verð- bólgu og dýrtíð". BSRB skorar á Alþingi að samþykkja ekki frumvarpið Á fundi stjórnar Bandalags starfsmanna rík- is og bæja í dag var einróma samþykkt svofelld ályktun: „Stjórn B.S.R.B. hefur rætt frumvarp ríkis- stjórnarinnar um hækkun á söluskatti. Bandalagsstjórnin telur það mjög miður farið, að frumvarp þetta skyldi lagt fram, án þess að fyrst væri haft samráð um þessi mál við launþegasamtökin. Opinberum starfsmönnum hefur verið synj- að um leiðréttingu á launum sínum og hafa þeir því orðið að taka á sig bótalaust allar verðhækkanir frá 1. júlí 1963, en síðan hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 23,5 prósent. Eru þeir því illa við því búnir að taka á sínar herðar nýjar álögur. Stjórn B.S.R.B. skorar þess vegna á Alþingi að samþykkja ekki frumvarpið um hækkun á söluskat'ti, heldur leita í þess stað úrræða til stöðvunar verðbólgu og hafa um það fullt samráð við launþegasamtökin". (Frá B.S.R.B., 17. des. 1964). I „Liflu jólin" í Austurbœjarskólanum 13. prófessor- inn við lækna- deildina 'if Komið er fram á AI- þingi frumvarp til Iaga um fjölgrun prófessoraembætta við Háskóla fslands. Sam- kvæmt l>ví verður sett á laggirnar prófessorsemb- ætti í Iífeðlisfræði þannig að prófessorsembætti við læknadeildina verði 13. 'A’ Hingað til befur Davíð Davíðsson gegnt kennslu- störfum bæði í lífeðlis- og lífefnafræði, en hann mun gegna kennslu I lífefna- fræði eftir að maður hefur verið settur til hins starf- ans. DIOBVH Föstudagur 18. desember 1964 — 29. árgangur — 179. tölublað. Bók um Kína: Bak vió bambustjaldið ® í dag kemur í bókaverzlanir ný bók sem mörgum mun vafalaust þykja forvitnileg fyrir margra hluta sakir, bók- in Bak við bambustjaldið eftir Magnús Kjartansson rit_ stjóra, en þar segir hann frá ferð sinni um Kína sl. haust og kynnum sínum af landi og þjóð. í formála fyrir bókinni segir höfundur m. a. svo um efni hennar og tildrög. Mikid hefur verið rætt um Kína á undan- förnum árum, og hafa skoðanir manna verið mjög skiptar, jafnt sósíalista sem annarra. Því varð mér það mikið ánægjuefni þegar okkur hjónunum barst í vor boð frá Alþýðudagblaðinú í Peking, Renmin Ribao, um að koma til Kína og kynnast aðstæðum af eigin raun. Ég bjó mig eftir föngum undir ferðina, las mik- ið af nýlegum bókum og grein- um, jafnt eftir þá sem hliðholl- ir eru kínverskum stjórnháttum sem andstæðinga þeirra, og festi mér í minni mörg vandamál sem ég vildi fá vitneskju um. Við hjónin ferðuðumst síðan um Kína í septembermánuði og fram undir miðjan október, reyndum að hagnýta hverja stund og komumst raunar yfir furðanlega mikið með því að nota einatt næturnar til ferða- laga. Einnig var að því mikið hagræði að blaðamenn tóku hvarvetna á móti ókkur; þeir gátu rætt af þekkingu um vanda- mál sem mér voru ofarlega í huga og leyst úr spumingum. Einnig áttum við tal við nokkra valdamikla sérfræðinga og stjómmálamenn í Kína og höfð- um af þvi mikiÖ gagn. Enda þótt ég hafi lært mikið á þessum tíma dettur mér sízt í hug að telja mig einhvern Kínasérfræðing; Kína er sér- stakur heimur, mjög ólíkur okkar, og engum vesturlanda- manni mun takast að átta sig á honum til nokkurrar hlítar nema á löngum tíma. Þessi bók er aðeins frásögn blaðamanns áf daglegum vandamálum og við- horfum Kínverja eins og þau komu mér fyrir sjónir. Bak við bambustjaldið er rösklega 200 blaðsíður að lengd auk 32 myndasíðna og er efni hennar skipt niður í 12 megin- kafla er aftur skiptast í undir- kafla. Geta kaflaheitin gefið svolitla bendingu um það efni sem þarna er um fjallað, en Sorenomq í WASHINGTON 17/12 — Banda- rískir vísindamenn sprengdu á miðvikudag kjarnorkusprengju á tilraunasvæðinu undir Nevada- eyðimörkinni. Sprengingin var ekki sérlega mikil. Þetta var til- kynnt opinberlega í dag og hafa nú Bandaríkjamenn samtals sprengt 21 kjamorkusprengju neðanjarðar. vélstjóri í Eyjum hœW kominn .í eldsvoða if Það var kátt á hjalla í Ævintýralandið og Fósturson- sonar. Spilað var á blokkflautur kvlkmyndasal Austurbæjarskól- inn. Einnig gerðu þau góðlát- og sungiö. Jólasvcinar komu í ans í gærmorgun. Þar héldu 9 legt grín að saumaklúbbum hcimsókn, sýnd var kvikmynd ára bekkir skólans „Iitlu jólin” mæðra sinna. hátíðleg. Margt var til skemmt- unar, börnin sýndu ýmsa æv-! Lúðrasveit drengja lék nokk- istýraleiki, svo sem Rauðhettu,! ur lög undir stíám F aIs S. Páls- o.fl. o.fl. Hér á myndinni cru þrír litlir jólasveinar að skemmta með söng. — Ljósm. Þjóðv. A.K. Vestmanhaeyjum 17/12 — I fyrrinótt kom upp eldur í m.b. Öðlingi VE 202 hér í Vestmanna- eyjahöfn og urðu miklar skemmdir á bátnum. Eldurinn breyddist út frá kabyssu í lúkar bátsins og þar hafði vélstjórinn lagst til svefns og er talið víst að hann hefði kafnað af reyk, ef vegfarandi hefði ekki átt leið þau eru: Á annarlegri ströndj Hundrað ára stríð, Vélar og fólk, Lfkamsorka og vatnsorka, A hirðingjaslóðum, I leit að for- tíöinni, Menntun og uppeldi og Stórveldið Kína. Útgefandi bókarinnar er Heimskringla, en prentun hefuí Prentsmiðjan Hólar annazt. Kápu bókarinnar gerði Gísli B. Björnsson. IWWVWVWWVWWWVWWVWVWWWWWI þarna um á bryggjunni og veitti eldinum athygli. Hann brá þeg- ar við og hljóp um borð í bátinn og tókst að vekja vélstjórann og kom honum upp úr bátnum við annan mann, sem bar þama að um líkt leyti. Slökkviliðið var síðan kallað á vettvang og vann brátt bug á eldinum. 6 DAfSAR BFTIR I gær var mikill kraftur íl 5. deild, en heldur var það t slappt annars staðar. Nú dug-; ar það ekki lengur að draga; það að taka á honum stóra I sínum. Við verðum með skrif-; stofuna opna til kl. 7 f; kvöld og viljum vekja at-í hygli á að opið verður einn-; ig í matartímanum. Á morg- un höfum við opið frá kl.: 9 f.h. til kl. 10 annað kvöld.; Það eru vinsamleg tilmæli j til allra þeirra sem eiga eft- j ir að gera upp að líta inn; til okkar sem fyrst, því síð-; ustu dagana er mikið áð gera j og því ös. Við viljum ihinna; þá sem eru úti á landi á að; enn er ekki of seint að sendaj okkur uppgjör í pósti en auk; þess er hægt að gera upp við; umboðsmenn okkar, en nöfn jj þeirra eru birt inni í blað-1 inu. Gerið skil strax í dag. Efl- ið útgáfu Þjóðviljans. Röð deildanna er nú þann- j |ig: 1. 9 deild Kleppsholt 2. - deild Vesturbær 3. lOb deild Vogar 4. 5 deildNorðurm. 5. 4a deild Þingholt 6. 8a deild Teigar 7. 8b deild Lækir 8. 6 deild Hlíðar 9. 4b deild Skuggahv. 10. 14 deild Háaleiti 1,1. 2 deild Skjólin 12. 13 deild Blesugróf 13. 7 deild Rauðarárh. 14. Norðurland vestra 15. 3 deild, Skfjörður 16. 15 deild Selás 17. lOa deild Heimar 18. Reykjanes 19. Kópavogur 20. 11 deild Sm.íb.hv. 21. 12 deild Sogamýri 22. Suðurland 23. Austurland 24 Norðurland evstra 25 Vesturland 7P ''“stfirðir 63%; 50%; 48% j 46%; 44%; 43% j 42%, I 41%; 39%: 38%; 3i%,; 27%, 24%; 24%: 21% 20%, 17%: 17%i; i6%: 13%,; 13% j 13%,? 9%: 9%,; 8%: 3%.;; Gerið skil \ sem fyrst A/VVVVAVVVAVVVVVVVWVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.