Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. desember 1964
HMVIUINN
SlÐA 7
Góðir fundarmenn.
í>að er alkunnugt þeim, sem
lesa stjómarblöðin á fslandi,
að óvíða í heiminum eru lífs-
kjörin betri. En af öllum sem
búa við ssellífi á Fróni, eru þó
líklega fáir jafn hamingjusamir
og opinberir starfsmenn. Með
hinum margrómaða Kjaradómi
í fyrra mætti ætla, að ríkis-
starfsmönnum hefði verið
tryggð himnaríkisvist þegar i
þessu lífi, ef dæma skal af
skrifum Vísis og Alþýðublaðs-
ins.
Auðvitað var launahækkun
ríkisstarfsmanna s.l. ár stór-
kostlegt framfaraspor og sjálf-
sagt eru margir verr settir en
þeir. En hvemig hefur þá verð-
bólgustefna rikisstjómarinnar
farfð með þessar kjarabætur?
Mig langar að biðja ykkur að
koma örlitla stund með mér
inn í heimilisparadís ríkis-
starfsmanns.
Við bönkum upp á hjá manni
úr einum fjölmennasta launa-
flokknum, 16. launaflokki, þar
sem,- t.d. e.ru flestir iðnaðar-
menn. Við skulum kalla hjónin
Adam og Evu í Paradis. Meðan
Eva hitar handa okkur kaffi,
fræðir Adam okkur á þvi, að
á timum þeirrar órðlögðu
vinstristjórnar og fram til 1960
hafi hann fengið 5016 krónur
í laun á mánuði. Nú hafi fram-
færsluvísitalan hér í Paradís
hækkað síðan 1960 um hér um
bil 84% skv. útreikningum
Hagstofunnar, þó meira og
minna fölsuðum af ríkisstjórn.
inni. Til þess að launin dygðu
jafn vel og þá þyrftu þau þvi
að vera 9229 kr. á mánuði í
dag. Þá segjum við;
— Nú, þú hlýtur að hafa
ein tólf þúsund núna, maður,
fyrst þér líður svona vel eins.
og Morgunblaðið segir.
— Ekki er það nú svo, segir
Adam. Ég hef 8040 krónur á
mánuði, í rauninni 1200 kr
lægra' en fyrir 6 árum, en það
er nú svona hátt af því að ég
er búinn að vinna 11 ár hjá
ríkinu. Starfsbræður minir með
fimm ára starfsaldur hjá rik-
inu hafa nú 7430 krónur, 1800
krónum lægra en ég hafði fyr-
ir sex árum, miðað við verð-
lagið nú. Þeir fá á ári jafn-
mikið og ég vann mér þá inn á
10 mánuðum. í tvo mánuði á
ári vinna þeir kauplaust fyrir
viðreisnina.
Við lítum tortryggnislega á
Adam og Evu, en hún er nú
einmitt að koma með kaffið.
— Hvað er a tama? Hafa
launin þá í rauninni laekkað
um fimmtung hjá sumum á
þessum sex árum?
— Já, segir Adam.
— Hefur þá orðið skelfileg-
ur aflabrestur eða hallæri, eða
styrjöld?
— Nei, aldrei meiri árgæzka,
síldin á Rauðatorgi árið um
kring að heita má, dæmafár
rígaþorskur í fyrra, mildirvet-
ur, afburðavæn lömb í haust,
en viðskiptin við útlönd með
blóma, og hvergi barizt nema
tusk við lögreglu á verzlunar-
mannafrídaginn og á landlegu-
dansleikjum.
Þá spyrjum við:
— Lifum við þá á tímanum
fyrir Krists burð, þegar fram-
leiðslan var óbreytt öld fram
af öld, og menn voru ekki einu
sinni búnir að uppgötva hjól-
ið?
— Nei, enda versnuðu lífs-
kjörin ekki svona ört þá, segir
Adam. Við lifum 1964 árum
eftir fæðingu frelsarans, á tím-
um stórfelldrar tæknivæðing-
ar, og framleiðni, og hagræð-
ingar.
— Eins og blessuðum hag-
fræðingunum er fyrir að
þakka, bætir Eva við.
— Það er eitthvað gruggugt
í þessu, segjum við. Á sama
tíma og t.d. kaupmáttur launa
hækkar um 20% i þvi volaða
Austur-Þýzkalandi, lækkar
hann jafn mikið hér. Hefur
Jónas Haralz tekið feil á plús
og mínus í útreikningunum?
Hvert fara þessar 1800 krón-
ur á mánuði?
— Kannski Haralz eða Nor-
dal gætu svarað því, segir Ad-
am. En auðvitað fer hluti af
því til að standa undir gróða
af verðbólgu og braski.
— Græðið þið hjónin á
braski? sleppur út úr okkur.
— Nei, á braski og verð-
bólgu þéna aðrir en við. Til
dæmis sá, sem byggði þessa
blokk.
— Hann er í sölunefnd vam-
arliðseigna eða einhverju svo-
leiðis, bætir Eva við til skýr-
ingar.
— Svo græða sumir á sölu-
skatti, heldur Adam áfram.
— Græðið þið á honum?
— Nei, við borgum hann.
Alls held ég að ríkið innheimti
núna 700 miljónir á ári. En
þar að auki eru kannski 300
miljónir, sem komast aldrei á
sinn þráða áfangastað, í ríkis-
sjóð. Þeim er stolið. Ætli það
fari ekki nærri, að svo sem
150 þúsund manns í landinu
greiði á þennan hátt afgangi
þjóðarinnar, 30 þúsundum
manna, þessar 300 miljónir?
Það þýðir nærri 1000 króna
útgjöld á mánuði fyrir fimm
manna fjölskyldu eins og okk-
ar. Þar er komin skýring á
verulegum hluta af 1800 króna
launalækkuninni hér í Paradís.
Hagfræðingarnir hafa ekki tek-
ið feil á plús og mínus.
— Það getur vel verið, að
bokmenntir
Aksel Sandemose; Þan-
in segl. Hersteinn Páls-
son íslenzkaði. Skugg-
sjá. 184 bls.
Það er ekki vonum íyrr að
skáldsaga eftir Aksel Sande-
mose birtist á íslenzku. Þessi
danskættaði Norðmaður er fyr-
ir löngu viðurkenndur einn
snjallasti skáldsagnahöfundur
sem uppi er á Norðurlöndum
og bækur hans eru afburða
vinsælar.
Sandemose var meðal hinna
fremstu i flokknum sem ruddi
hinni sálfræðilegu og félags-
legu skáldsögu til rúms á
þriðja og fjórða tugi aldarinn-
ar. Margir sem þá þóttu tölu-
verðir bógar eru nú gleymdir,
en vinsældir Sandemose hafa
aldrei verið meiri en um þess-
ar mundir Hverrar nýrrar
sögu frá hans hendi er beðið
með eftirvæntinsu og sífellt
koma nýjar útgáfur af þeim
eldri.
Einstök fimi að rekja flókna
þræði mannlegs sálarlífs er hjá
Sandemose samfara fágætri
frásagnarleikni. Beztu sögi^r
hans eru í senn vönduð skil-
ríki um mannlífið og svo
spennandi að lesandinn gleyp-
ir þær ósjálfrátt i sig.
Sandemose skrifar sakamála-
sögur af sérstakri gerð. Spenn-
an i þeim stafar ekki fyrst og
fremst af eltingaleiknum milli
sakamannsins og borgaralegrar
réttvísi heldur viðureign sögu-
hetjunnar sjálfrar við afbrot
sitt, bæði afleiðingar þess og
þættina í eigin e§li og um-
hverfi sem gerðu’ hann að
brotamanni gagnvart samfélag-
inu.
Ekki er svo. vel að nein af
helztu sögum Sandemose hafi
orðið fyrir valinu loksins þeg-
ar verk eftir hann birtist á
íslenzku, hvorki En flyktning
krysser sitt spor, Det svundne
er en dröm né Varulven, svo
nokkrar séu nefndar. Engin á-
stæða er samt til að fúlsa við
Mytteriet pá barken Zuidersee,
sem í þýðingunni hefur hlotið
gersamlega meiningarlaust
rómantiskt ónefni, Þanin segl.
Þetta er ein af mörgum sjó-
mannasögum Sandemose, sem
sjálfur var í siglingum á yngri
árum um norðanvert Atlanzhaf.
Sagan hefst þar sem hollenzkt
barkskip er statt suðvestur af
íslandi á leið frá Reykjavík til
Havana með saltfiskfarm i lok
ársins 1907. Það er ekki bein-
línis úrvalið úr sjómannastétt-
inni sem velst á seglskip þegar
öld þeirra er að ljúka. Miðs-
vetrarbyljirnir geisa og um
borð er einnig allra veðra von.
Skipstjórinn er gaddfreðinn
mannhatari, annar stýrimaður
fantur, bátsmaðurinn og timb-
urmaðurinn eiga í látlausum
illdeilum. Þó hefði allt kannski
slampazt af eins og svo. oft áð-
ur hefðu ekki komið til sög-
unnar meðal hásetanna norski
beljakinn Jörgen Hanke og fé-
lagi hans Georg, óharðnaður
unglingur. Dularfullt samband
þeirra veldur sprengingu, upp-
reisninni á barkskipinu Zuid-
erzee.
Þetta er ein af þeim sögum
sem óhæft væri gagnvart les-
endum að rekja nákvæmlega i
ritfregn. Hér verður látið við
það sitja að taka fram að upp-
reisnin er ekki annað en einn
hlekkur í keCju válegra at-
burða í lifi ungrar konu. Þetta
er sjómannasaga og sakamála-
saga en þó máske fyrst og
fremst ástarsaga og þroska-
saga hennar.
Sandemose samdi söguna
fyrir hartnær tveim áratug-
um sem framhaldssögu fyrir
norskt blað. í bókarformi birt-
ist hún fyrst i fyrra. Eins og
áður segir getur sagan, ekki
talizt meðal veigamestu verka
hans, en handbragð meistararis
leynir sér ekki. Þetta er ósvik-
inn Sandemose þótt ekki sé af
bezta árgangi.
Um þýðinguna er það
skemmst að segja að hún er
undirmálsverk. Hersteinp Páls-
son er margreyndur þýðandi
og stýrir liprum penna þegar
hann vill það viðhafa en virð-
ist litla ábyrgðartilfinningu
hafa gagnvart verkinu sem
hann hefur tekið að sér að
flytja á islenzkt mál. Meðferð
hans á Sandemose er grátleg.
Norska skáldsins er ósköp blátt
áfram en nákvæm og.hnitmið-
uð, viða leynast hálfkveðnar
vísur.
Það skiptir þvi miklu
að þýðing sé nákvæm, en á þvi
er víða mikill misbrestur ' i
þessari bók. Nokkur dæmi val-
in af handahófi:
Aksel Sandemosc.
aði titring á brúnum þeirra
(stormen fik dem til at dirre
i kantene), átu endann á sjálf-
um sér (St sig selv fra halen),
vofur elda (gjenferd av ild),
allt á 7. bls.
Víða er orðfæri ankannalegt
eða beinlínis rangt. Enginn
sjómaður talar um að flétta
saman ka'ðalspotta, það heitir
að splæsa saman. Úlfar eru
látnir orga og menn frísa af
ánægju (á norskunni stendur
lcumre sem þýðir rétt og slétt
kumra.)
Þýðingin: „Hann lagði frá
sér verkfærið, sem hann hafði
unnið með“. (17. bls.). Sand-
emose: „Han satte igjen mel-
spiret sitt i tauet han stelte
med.“ þjýðandi virðist ekki
hafa vitað hvað melspira er,
og tilraun hans til að bjarga
sér á hundavaði verður til þess
að merking setningarinnar
snýst við. Þess gætir víðar að
orð úr sjómannamáli vefjast
fyrir þýðanda. Stundum velur
hann þann kost að fella alveg
niður vandþýddar setningar.
Dæmi um ónákvæmni og
klúður úr einni ekki ýkja
langri lýsingu á norðurljósum
í skýjarofi; Stormurinn orsak-
Brottfall orða gerir merkingu
oft óljósa. „Enginn vissi hvað
þeir höfðu gert“ er ekki sama
og „Ingen visste jo hvad de
selv hadde gjort.“ Stundum
falla niður heilir setningarhlut-
ar svo úr verður helber endi-
leysa: „Þess vegna gat hann
gert áætlanir, hann vissi ekk-
ert.“ (28. bls.)
Það er ekki geðfellt að at-
yrða gamlan stéttarbróður, en
óprúttnum þýðendum og útgef-
endum verður að skiljast að
þeir geta ekki skákað i því
skjóli að enginn hafi geð í sér
til að elta ólar við hrakleg
1 vinnubrögð.
M.T.Ó.
þessar tölur séu ekki nákvæm-
ar, bætir Eva við. Kaupmann-
inum hér við hliðina á okkur,
og húsaöraskaranum við hina
hliðina, hefur nefnilega láðst
að færa okkur sundurliðaðan
reikning yfir það, sem þeir
hafa stolið af söluskatti. En
við lásum dálítið um þetta í
bók, sem kom út i sumar.
— Hvaða bók er það?
— í>að er skattskráin. Þeir
borguðu jafn háa skatta og við.
Það sýnir, að framtalið hefur
verið hóflegt, og sitthvað fleira
en nýju bílana sína hafa þeir
sjálfsagt getað keypt fyrirstol-
inn söluskatt. Og ekki bara fyrir
söluskatt, heldur stolið að-
stöðugjald, stolinn tekjuskatt
og útsvar. Þess vegna er það
meðal annars, sem skattamir
hafa hækkað á okkur, þrátt
fyrir lægri tekjur. Einhvern
veginn verður Gunnar Thor.
að berja fjárlögin saman.
— En af hverju látið þið þá
ekki koma krók á móti bragði
og teljið líka hóflega fram?
— Það er ríkisféhirðir, sem
telur fram fyrir okkur, segir
Adam.
Eva býr til gott kaffi og við
höfum drukkið það með
ánægju. Samt er eins og óbragð
í munninum á okkur eftir
þessa heimsókn. Við urðum
ekki vitni að Paradísarheimt,
heldur Paradísarmissi. Kald-
rifjaðar aðfarir viðreisnar-
stjómarinnar gagnvart þessu
heiðarlega fólki blasa við hug-
skotssjónum okkar í skæru
Ijósi staðreyndanna. í skipu-
lögðum herhlaupum hefur rik-
isstjórn fésýslustéttarinnar lát-
ið greipar sópa um heimili al-
mennings í landinu, rænt og
ruplað og hrúgað fengnum
saman í digra sjóði, sem færð-
ir hafa verið eigendum rikis-
stjórnarinnar, hlutafélaginu
Viðreisn, á silfurfati, meðan
Morgunblaðið, Alþýðublaðið,
ráðherrar og þingmenn við-
reisnarinnar fjölyrða um þau
sældarkjör, sem alþýðu íslands
hafa verið búin.
Þið munið löðrungana á
hægri og vinstri kinn: tvennar
gengislækkanir, kaupbindingu,
3% söluskatt, siðan 514%, og
hækkun í 714% á morgun eða
hinn daginn, auk allra annarra
árása, sem of langt yrði að
telja, meðal annars gkatta-
ránið mikla í sumar. Með
hverju höggi hefur lánazt að
hrifsa part af laununum þeirra
Adams og Evu í 10. launaflokki
og ná þannig saman þeim 1200
eða 1800 krónum, sem þau
greiða nú mánaðarlega i jöfn-
unarsjóð viðreisnarinnar, hina
miklu uppistöðu þess orku-
vers, er veitir síðan yl og
gleði inn á heimili fámennrar
braskarastéttar. Þetta er lítið
betra en glæpareifari af óhugn-
anlegasta tagi.
f bók þeirra Stefáns frétta-
manns og Jóhannesar á Borg
er frásögn af því er danskur
maður sló íslending. Þá mælti
sá síðarnefndi:
— Slóstu mig?
Þá greiddi danskurinn næsta
högg, og sá frónski mælti:
— Slærðu mig?
Ræða Páls Berg-
þórssonar veður-
fræðings á borg-
arafundinum sem
Sósíalistafélag
Reykjavíkur boð-
aði til í Austurbæj-
arbíói sl. sunnu-
dag.
Þriðja höggið dundi, og nú
gat landinn ekki lengur þess-
ara lokaorða bundizt:
— Ætlarðu að slá mig, hel-
vítið þitt?
Svo nennti Daninn ekki að
berja hann lengur.
Viðskipti viðreisnarstjómar-
innar við almenning í landinu
hafa nú staðið í meira en fimm
ár, og þau hafa verið mjög á
sömu lund og milli Danans og
íslendingsins, sem Jóhannes
sagði frá.
Vist er skapstilling fögur
dyggð, en þó aðeins þegar hún
á við. Þegar hún lýsir sér í
því að hreyfa hvorki hönd né
fót til bjargar konum og börn-
um sem ráðizt er á, þá er hún
ekki lengur dyggð, heldur synd
og glæpur. Ég veit ekki, hvort
þau Adam og Eva í Paradís 10.
launaflokks hafa nokkum tírna
tautað fyrir munni sér, þegar
árásir viðreisnarstjómarinnar
hafa dunið yfir: Slóstu mig —
Slærðu mig — eða; Ætlarðu
að slá mig, helvítið þitt? En
ég veit. að jafn hyggin hjón
gera sér nú ljóst, að slíkar að-
gerðir duga ekki lengur til þess
að bera blak af bömunum
þeirra þremur og þeim sjálf-
um.
Á þessum fundi eru ekki tök
á því að tína til einstök atriði
þeirra ráðstafana, sem almenn-
ingur í landinu þarf nú að gera
til vamar gegn þeirri ríkis-
stjóm, sem ætti að vera skjól
hans og skjöldur. En ég vildi
aðeins segja þetta:
Þó að Daninn i sögu Jóhann-
esar glímukappa nennti ekki
að slá nema þrisvar, þá mun
viðreisnarstjómin nenna að
berja, ekki aðeins þrisvar held-
ur þrjátiu sinnum þrisvar. Og
hún mun æsast við hvert högg,
sem verður ekki svarað á verð-
ugan hátt.
Fró aðalfundi Lúðrasveitar
verkalýðsins
Lúðrasveit verkalýðsins hélt
aðalfund sinn nýlega. Fráfar-
andi formaður flutti skýrslu
um starfsemi sveitarinnar, sem
var mikil síðastliðið ár, en
stjórnandi er Sigursveinn D.
Kristinsson tónskáld.
Lúðrasveitin lék á skemmt-
unum ýmissa félaga í Reykja-
vík, auk þess sem hún fór
nokkrum sinnum í hljómleika-
ferðir út fyrir bæinn. Meðal
annars heimsótti lúðrasveitin
vistheimilið að Reykjalundi og
fór um Suðurnes ásamt Lúðra-
sveit Sandgerðis á síðasta vori.
Reikningar sýndu að þörf er
á að styrkja fjárhag félagsins,
vegna þeirrar auknu starfsemi
sem gert er ráð fyrir á næsta
félagsári. Nýir félagar hafa
gengið í sveitina og er nauð-
synlegt að geta fengið þeim
kennslu og hljóðfæri.
Ný stjóm tók við á fundin-
um. Um nokkurra ára skeið
hefur Ólafur L. Kristjánsson
gegnt formannsstörfum, en
hann hafði nú beðizt undan
endurkjöri, vegna anna. Var
honum þakkað langt og ágætt
starf í þágu lúðrasveitarinnar
og hann hylltur með lófatakL
Hin nýkjörna stjórn er skip-
uð þessum mönnum: Bjami
Guðmundsson, formaður; Ólaf-
ur L. Kristjánsson, varafor-
maður; Kristján Sigyrðsson,
g.ialdkeri; Atli Magnússon, rit-
ari og Pétur Ágústsson, áhalda-
vörður.
í umræðum, sem urðu á eft-
ir kom í ljós mikill og ein-
dreginn vilji til að efla starf
lúðrasveitarinnar. Lúðrasveit
verkalýðsins var stofnuð hinn
8. marz 1953 af nokkrum á-
hugamönnum og hefur starfað
sleitulaust síðan. (Frétt frá
Lúðrasveit verkalýðsins).
i
i
i
i
J