Þjóðviljinn - 24.12.1964, Blaðsíða 1
I
Fimmtudagur 24. desember - Aðfangadagur jóla
AUKABLAD
Lauslcgur uppdráttur af grunnfleti aðalrústanna, sem grafnar voru upp í
L’ Anse aux Meadows. Skýringar við uppdráttinn; A — eldstæði og gjall-
gryfjur. B —• steinlagt eldstæði. C. — skurðvöllur. D — ræsi. E — djúp
gryfja, en í henni fannst Ieirkerið.
VÍKINGAALDARMI
Á NÝFUNDNA-
LANDI HVAL-
VEIÐISTÖÐ
FRÁ 16. ÖLD?
Snældusnúður úr tálgusteini, fundinn f
rústunum í L’Anse aux Meadows sumarið
1964. Snúðurinn er helmingi minni en mynd-
in sýnir.
Þegar sumri tók að halla ár-
ið 1961, barst sú fregn út um
veröldina, að víkingaaldar-
rústir hefðu fundizt á . Ný-
fundnalandi. Loks hefðu menn
rambað á fornan bústað Leifs
heppna og félaga hans. í sjálfu
sér er það ekkert merkilegt,
þótt einhverjar minjar um vist
norrænna manna finnist i
Norður-Ameríku. íslendingar
fundu landið um 986, og
frændur vorir Grænlendingar
stunduðu þangað siglingar öðru
hverju allt fram á 14. öld a.
m. k., en á 15. öld skárust
Englendingar í leikinn og
„fundu landið". Reyndar töldu
þeir sig þá einnig finna ís-
land. Norður-Ameríka var
byggt land, þegar íslendingar
og Grænlendingar tóku að
venja þangað komur sínar á
miðöldum. Þótt þeir hafi hróf-
að yfir sig einhverjum kofum
og búið þar lengur eða skem-
ur, þá hafa þau mannvirki
ekki fengið að standa mjög
lengi í friði fjrrir umstangi
landsfólksins. Það er því harla
ósennilegt, að menn gangi
nokkurn tíma að víkingaaldar-
rústum á strönd Norður-Ame-
ríku, þótt þær gætu leynzt
undir yngri mannavistum.
Blaðafregnir af fornleifa-
fundinum vestra voru þegar í
upphafi alltortryggilegar. Ég
skrifaði smágrein í jólablað
Þjóðviljans 1961 um Vínland
hið góða og segi þar m.a.: „Það
hafa fundizt rústir á nyrzta
odda Náfundnalands, og þær
eiga að sverja sig í ætt nor-
rænna húsa frá einhverju
skeiði ofanverðra miðalda. Af
fréttum virðist þó helzt mega
ætla, að þær séu af gerð svp-
nefndra gangabæja, en þeir
hafa varla komizt í tízku fyrr
en á 14. öld. En um þetta at-
riði er bezt að hafa s.em fæst
orð. Enn sem komið er veit
enginn, hvað hefur fundizt.
Helge Ingstad telur, að hann
hafi fundið rústirnar af aðsetri
Leifs heppna á Vínlandi hinu
góða. Þótt Helge sé mikill rit-
höfundur og fræðimaður, þá er
hann einnig tjilsverður aug-
lýsingamaður. Það lætur óneit-
anlega betur í eyrum í heims-
fréttum, að fundizt hafi rústir
af aðsetri Leifs á Vinlandi en
yfirlætislítil frétt um fund ein-
hverrar . mannavistar, sem
sennilega sé frá miðöldum, en
geti v'erið ytogri,“ .
RÍtsmíð, sem ég samdi síð-
astliðinn vetur um menningu
víkingaaldar og birtist í Xíma-
riti Máls og menningar, héfur
komizt eitthvað út fyrir land-
steinana. Sem svar við henni
hafa mér borizt nokkur tiðindi
af Nýfundnalandi, þar á rhcðal
ritgerð, sem ýmsúm fslending-
um mun ekki þykja með öllu
ófróðleg. Hún birtist í blað-
inu Evening Telegram í St.
John’s á Nýfundnalandi þann
5. febrúar s.l. eða fyrir nær-
fellt einu ári. Það verður les-
andinn að hafa í huga, því að
í sumar telur Helge Ingstad
sig hafa fundið visitkort Leifs
í rústunum á L’Anse aux
Meadows, — en það er snældu-
• snúður úr tálgusteini. Ef ■ sá
fundur er óyggjandi, þá bendir
hann til þess, að norrænir
. menn hafi dvalizt þar einhvern
tíma ,á miðöldum. Þó er hugs-
,anlegt, að frumbyggjar lands-
ins hafi borið gripinn með sér
úr öðrum fundarstað.
Leyndardómurinn
í L'Anse aux
Meadows
Leikmannsþankar eftir
Harold Horwood.
Sumarmorgun einn 1961
fylgdi maður að nafni George
Decker, búsettur í L’Anse aux
Meadows við .Straits of Belle
Isle‘ (Fagureyjarsund) á Ný-
fundna’andi, norska rithöfund-
inum Helgi Ingstad á stað
nokkurn, sem kunnugir nefna
,the old Indian camp' eða
fornu Rauðskinna búðirnar.
Ingstad er einnig fornfræðing-
ur, en með honum var kona
hans, Anne Stine, sem hefur
nokkra þekkingu á fornleifa-
greftri. Þau litu yfir staðinn,
þar sem augljósar rústir af
fornu húsi risu um tvö fet
yfir grassvörðinn. (Svo segist
Decker frá, en Ingstad telur,
að ekkert hafi verið sjáanlegt
öðrum en konu sinni).
„Þarna stigu víkingar á land
í Norður-Ameríku", sögðu
hjónin og tóku að grafa.
Skömmu síðar létu þau boð út
ganga, að þau hefðu fundið
minjar um dvöl norrænna
manna á norðurodda Ný-
fundnalands, og blöðin tóku að
bollaleggja um, að þau væru
að grafa upp „Leifsbúðir“, lend-
ingarstað Leifs heppna, sem
venjulega er talinn hafa fund-
ið Norður-Ameríku fyrstur
Evrópumanna einhverntíma
um árið 1000 e. Kr.
Stjórn Nýfundnalands flýtti
sér að lýsa L’Anse aux Mead-
ows sögustað og lét reisa veg-
legt skýli til varnar rústun-
um. En eftir þessa fyrstu til-
kynningu kom löng þögn —
þögn, sem hefur ríkt í mær-
fellt þrjú ár, — og efasemdir
hafa gripið suma. Hvað var
það í raun og veru, sem Helge
Ingstad fann í L’Anse aux
Meadows, og hvaða sannanir
eru fyrir því, að það, sem hann
hefur e.t.v. fundið, sé af nor-
rænum uppruna?
í fyrsta lagi fann hann rúst
af húsi. Fyrsta tilkynningin
var á þá leið, að hún væri af
norrænu langhúsi svipaðrar
gerðar og fundizt hefur á
Grænlandi. Því miður reyndist
þetta rangt. Hvernig sem hús-
ið hefur verið, þá er það víst,
að það var ekki norrænt lang-
hús né af líkri gerð og húsin,
sem vfkingar reistu á Græn-
landi á 11. öld. Því var skipt
í fimm herbergi, og í þeim öll—
um fundust eldstæði. Það
þurfti talsvert ímyndunarafl til
þess að sjá líkingu með þessu
húsi og þeim, sem reist voru
á Grænlandi og íslandi á 12.
öld, en það átti ekkert skylt
við neitt, sem reist var á
Grænlandi um árið 1000.
Þegar grafið hafði verið þrjú
sumur í rústirnar, höfðu
hvorki fundizt vopn né áhöld
í L’Anse aux Meadows. Eftir-
taldir hlutir hafa fundizt:
Tvær steinkolur (önnur
brotin), en báðar sennilega
ættaðar frá Eskimóum og önn-
ur af alkunnri Dorset-gerð. Sú
síðarnefnda fannst í ,smiðj-
unni', þar sem járn hefur verið
hamrað og e.t.v. blásið.
Brúnt leirker með loki um
tíu þumlungar í þvermáL Það
var fjarlægt með mikilli leynd.
Það sannar vissulega, að Ev-
rópumenn eða íbúar Nýfundna-
lands hafi eitt sinn átt þama
bækistöð, því að Rauðskinnar
og Eskimóar á þessum slóðum
bjuggu aldrei til leirmuni. Það
gæti því verið af norrænum
uppruna, eða komið frá Bösk-
um, Frökkum eða Englending-
um. Einnig er hugsanlegt, að
það sé gert í Boston til þess
að baka í baunir. Þetta ker er
e.t.v. lykillinn að leyndarmál-
inu í L’Anse aux Meadows.
Við verðum að vera þolinmóð
og sjá hvað setur. Vonandi
verður herra Ingstad ekki leyft
að gleyma kerinu, hvað sem
öðru líður. Ef það kemur í
ljós, að kerið sé fremur ó-
norrænt, gæti það orðið ó-
þægilegra viðfangs en steinkol-
ur Eskimóanna. Brúna leirker-
ið kom upp úr'gólfi aðalhúss-
ins.
ViSarbútur, sem Ingstad taldi
vera úr ár.
Bronsmoli, ómótaður að því
er virtist.
Viðarkol, sindur, járn. Meðal
þess, sem fannst í ,smiðjunni‘
voru litlir málmkögglar úr
hrájárni eða steypujárni eða
eitthvað, sem Ingstad áleit að
væri bráðið járn. Nýfundna-
landsbúi tók einn köggulinn úr
rústunum og sendi til efna-
greiningar á rannsóknarstofu
Rústirnar í L’Anse aux Meadows. Grunnflötur aðalhússins er 70x55 fet.
BJÖRN ÞORSTEINSSON sagnfrœðingur fók saman
flmininnin””*—*—K"im'r"-iiiiiiaii»ivim,iiiM>i iniiiiiiii ■iiíii.^im ir im r~m irmrrrrm ... n n iiiiiiiirii—iiiiiiiiiiiTimninnB—iiiiiiHiiiii
f
i