Þjóðviljinn - 24.12.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1964, Blaðsíða 3
ÞIÖBVILJINN SlÐA 3 Fímmtudagur 24. desember 1964 ' 1 ÞJÓÐVILJINN býður lesendum sínum að spreyta sig á verðlauna- getraun um þessi jól, eins og oft áður, og væntir þess að menn hafi gaman að, jafnframt þvi sem til nokkurra verðlauna er að vinna. GETRAUNIN er fólgin í því, að lesendur eiga að þekkja og nafn- greina þá útlendinga, lifandi og látna, sem teikningamar hér á síðunni eru af. ÝMSUM KANN að þykja getraun þessi einhæf og skirskota til of fámenns hóps, sem fylgist með á erlendum vettvangi, en í þvi sambandi má benda á eftirfarandi: I FYRSTA LAGI er þetta getraun fyrir alla fjölskylduna, þama þurfa fleiri en einn heimilismanna að bera saman bækur sínar: þeir sem áhuga hafa á íþróttum, bókmenntum, tónlist, alþjóða- málum o.s.frv. I ANNAN STAÐ eru birtir hér neðan undir 8 PUNKTAR til leiðbeiningar og eiga þeir að hjálpa mönnum við ráðningu á getrauninni. 1 ÞRIÐJA LAGI hafa nöfn allra þeirra manna, sem teikningamar eru af, birzt á síðum ÞJÓÐVILJANS á undanfömum áruna. VERÐLAUN verða veitt fyrir réttar ráðningar á getrauninni, þannig áð dregið verður um þau úr ÖLLUM lausnum sem ber- ast og reiknast 50 krónur fyrir hvert rétt nafn sem skrifað er á lausnarseðilinn. Ef upp kemur við útdráttinn t.d. seðill með 20 réttum nöfnum hlýtur sendandinn 1000 krónur, séu réttu nöfnin 10 fær sendandinn 500 krónur og svo framvegis. — Skila- frestur er til 15. janúar n.k. en ráðningar þarf að færa inn á reitina neðst á þessari síðu. Til leiðbeiningar o 0 0 o © © 0 © ÁTTA bera nöfn með upphafsstöfunum S og R og L. SJÖ eru tónskáld og tónlistarmenn — í lifenda tölu og dauðra. SEX úr hópnum eru frá Sovétríkjunum — tveir látnir, fjórir á lífi. FIMM skáld og rithöfu^dar — einn beirra þó við fleiri listgreinar riðinn. FJÓRIR íþróttamenn sem létu að sér kveða á ol- ympíuleikunum í Tokíó í októbermánuði sl. ÞRlR skera síg úr — nöfn þeirra í alþjóðafréttum dag hvem. TVEIR iátnir tónsmiðir af ítalíu — kunnir meðal tónlistarunnenda hér á landi m.a. vegna flutnings Sinfóníusveitar Islands á verkum þeirra. EINN kann flestum öðrum betur að stýra tafl- mönnum á skákborði. r. . 2. . 3. . 4. . 5. . 6. . 7. . 8. . 9. . 10. . 11. . 12. . 13. . 14. . 15. . 16. . 17. . 18. . 19. . 20. . Nafn sendanda, heimilisfang. rAAV\AAAAAAVWAAAAAAAAAAAAAAVWVWV\VWWWVVWWWWVWVWWV\AAAVVVVWWVWWVWAVWVVVVVWVVVVVVVWWVWWVVVVVWVVWWWVWVWWVWVVVWWVW\VWVVAVW\VV\AAV I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.