Þjóðviljinn - 09.01.1965, Blaðsíða 6
g SÍÐA
ÞIÖÐVILTINN
Laugardagur 9. janúar 1965
MAFIAN
var ekki dauð
Frú Oswald
í háskóla
Frú Marina Oswald, ekkja
þess manns er samkvæmt
Warrenskýrslunni myrti Kenn-
edy forseta, hefur nú verið
skráð í stúdentatölu við há-
Skólann í Michigan. Ekki vit-
um við með vissu hvað frúin
hyggst nema, en nám sitt hóf
hún með ströngu tveggja mán-
aða námskeiði í enskri tungu
og bókmenntum. Það er söfn-
uður presbýta f Ann Arbor,
sem veitt hefur frúnni styrk
til náms. — Mikið hefur verið
með frú Oswald látið í landi
auglýsinganna, og þlöð og
tímarit boðið gull og græna
skóga fyrir endurminningar
hennar.
Fallhlíf að láni
A nýjársdag stökk banda-
rískur fallhlífarmaður, Rod
Pack úr flugvél í 4800 m. hæð
— án fallhlífar. Hann Ienti
hcilu og höldnu í fallhlíf, sem
honum var fengin af félaga
hans, sem út hljóp á eftir hon-
um. Það var í um þaði bil 1200
metra hæð sem Pack barst
fallhlífin í hcndur.
Pack viðurkenndi það að
hafa verið hálf smeykur í
fyrstu þótt af sér hefði bráð ’
þegar til kastanna kom. — En
bætti hann við, konan mín
var ekki sérlega hrifin af þessu
fyrirtæki.
Mafían á Sikiley hefur löngum verið alþekkt-
ur ógnvaldur og samnefnari og fyrirmynd ann-
arra glæpafélaga, sem teygir anga sína inn í
hvern krók og kima og eitrar allt andrúmsloft
eyjarinnar. í þessari grein, sem hér er þýdd og
endursögð úr „Dagbladet“ í Osló, er nánar lýst
þeim heljartökum, sem glæpafélagið hefur á
íbúum Sikileyjar og því kolsvarta miðalda-
myrkri, sem þessi ógnarstjórn þrífst í og er úr
spro'ttin.
19. september 1963 virtist
ætla að verða örlagadagur í
sögu Mafíunnar á Sikiley. 30
mafiosi frá fjallaþorpinu
Tommaso Natala £ Norðvestur-
Sikiley komu fyrir rétt í Pal-
ermo, ákærðir fyrir fjölmörg
morð. • Kona nokkur Rosa
Messina að nafni hafði lofað
að vitna gegn mönnjum þess-
um, sem hún kvað nafa myrt
' mann sinn og sonu sína tvo.
Réttarsalurinn var þrunginn
eftirvæntingu. Þetta var eitt
þeirra fáu skipta, sem einhver
hafði fengizt til þess að vitna
gegn Mafíunni.
Vitni hverfa
En þegar kallað var upp
nafn Rósu Messina kom ekkert
svar. 1 ljós kom, að hún hafði
lokað sig inni í húsí sínu
heima í fjallaþorpinu og neit-
aði harðlega að bera vitni.
Annað höfuðvitni ákæruvalds-
ins rann einnig af hólmi.
Svo er mikið ofurvald Mafíunnar á Sikiley, að kirkjan, svo ekki sé minnzt á Kristilcga dcmókrata-
flokkinn, er í hennar höndum. Fyrir nokkrum árum kom upp á eynni mál sem mikla athygli
vakti. Voru það fjórir munkar, sem stundað höfðu fjárkúgun, og var fullvíst talið, að þeir væru
á snærum Mafíunnar. Munkarnir, er tilheyrðu reglu hins heilaga Franz frá Assisí, voru í fyrstu
umferð sýknaðir en þó dæmdir eftir dúk og disk. — Myndin er af þeim kumpánum við réttarhöldin.
Svipað átti sér stað í mál-
inu gegn leigumorðingjanum
Salvatore. Giuliano og félögum
hans. Þeir voru kærðir fyrir
fjöldamorð á íbúunum í Piana
dei Greci, sem dirfzt höfðu að
greiða atkvæði hinu róttæka
Alþýðubandalagi, sem skipta
vildi stóriörðum milli fátæbra
landbúnaðarverkamanna óg
leiguliða. 11 þorpsbúar voru
drepnir og 55 særðir. En Gi-®>
uliano slapp við refsingu.
Sikiley lotið erlendu valdi,
sem þó stjómaði jafnan úr
fjarlægð. Þegar leið á stjórn
Normanna á eynni fannst eng-
in föst stjórn á eynni, enginn.
konungur. ekkert sameiginlegt
réttarfar, engin' yfirstétt með
fást aðsetur. 1 þrjú hundruð
ár herjaði Rannsóknarréttur-
inn á eynni. Mafían varð í
raun og veru eina vöm fá-
tækra eyjabúa.
Lénsskipulag
Á Sikiley ríkir í dag léns-
skipulagið og fátæktin er
hroðaleg. Mafían hefur með
því að færa sér þessa þjóðfé-
Framhald á 9. síðu.
„Sómafélagsskapur“
Þessu lýsir enski rithöfund-
urihn Norman Lewis í bðk
sinni „The Honoured Society’J
sem út kom á árinu sem leið.
Og við lestúr bókarinnar
spyrja menn-hverntg sHkur fé-
lagsskapur geti yfirleitt þrifizt
hvað þá dafnað í. réttarríki.
Vanalega er Mafían skoðuð
sem glæpafélagsskapur sem
stundi eiturlyfjasölu og fjár-
kúgun og sé sjálfur kjaminn í
glæpastarfsemi Bandaríkjanna.
Þetta er að sjálfsögðu rétt en
segir þó ekki söguna alla. Til
bess að skilja til fulls eðli
Mafíunnar verða menn að
þekkja sögu Sikileyjar og
þjóðfélagsástandið á eynni.
1 meir - en þúsund ár hefur
Væntanlegur kvenprestur
vekur miklar deilur í Svíþjóð
B Fyrir nokkrum árum varð mikil deila í Noregi vegna
þess að kona gerðist prestur. Kom fyrir lítið þótt kon-
an sækti. um eitt erfiðasta brauð Noregs, sem sanntrú.
aðir kollegar hennar í buxum höfðu ekki treyst sér til
að gegna: Mikill fjöldi presta taldi þessa veitingu and-
stæða guðs orði og aðeins einn biskup Noregs fékkst
til þess að vígja konuna til sóknarinnar. En það er víð-
ar en í Noregi sem slík deila geysar; í Svíþjóð er rif-
iz hátt og í hljóði um þessi mál.
Það er Hylander biskup í Lul-
eá, sem í þetta skipti vekur
deiluna. Hann hefur lýst því
yfir, að hann sé fús til þess að
vígja konu nokkra, Ylva Gust-
afsson að nafni, til prests þann
31. janúar — enda þótt mikiil
fjöldi klerka jafnt og leikpré-
dikara hafi mótmælt því harð-
lega að Norður-Svíþjóð fái
fyrsta kvenlega sóknarprest sinn.
Upprunalega hafði biskup ætl-
að sér að vígja Ylvu Gustafs-
son fyrir jól en frestaði því,
meðfram vegna mótmælanna en
einnig vegna hins, að nokkrir
guðfræðingar, sem vígja skyldi
um sama leyti, afþökkuðu „sel-
skapsdömuna”.
Lætur af starfi.
Hylander biskup skýrir jafn-
framt svo frá, að hann hafi '
hyggju að láta af starfi. Hanr
dregur enga dul á það, að þa<*
sé einkum deilan um kven
presta sem .þeirri ákvörðu -
valdi, en þessi deila hefur
verið mjög harðvítug í nyrzta
og stærsta biskupdæmi Sví-
þjóðar. Biskupinn er kominn á
eftirlaunaaldur, en hafði ætlað
sér að sitja í embætti eitt ár
eða tvö til viðbótar.
N ý jársboðskapur.
I nýjársboðskap sínum vík-
ur Hylander að þessari deilu
og leggur áherzlu á það, að
trúarjátningin minnist ekki á
prestsembætti. Hinsvegar kveðst
hann ekki munu undir nein-
um kringumstæðum vígja konu
til prests ef meirihluti safnað-
ar telji sig ekki geta við henni
tekið. Það var ætlunin, að
ungfrú Gustavsson yrði sókn-
arprestur í Tærnaby í Váster-
botten, en söfnuðurinn þar
hefur skýrt og greinilega beð-
n um konu til að gegna þvf
embætti. . i
Vllcfta í röðinni?
Ef af þessari vígslu verður.
'i Ylva Gustavsson hin ellefta
' röðinni kvenlegra presta í
Svíþjóð. Enda þótt það sé há
tala til móts við einn kven-
prest í Noregi, sýnir þetta
Hvítabjarnarstofn'
inn er nú í hættu
Það er nú komið í ijós, að
orsökin er einkanlega sú, að pen-
ingaskríll, cinkum bandarískur
og japanskur, stundar það ~
mjög að gera út lciðangur til
bjarndýradrápa og þcir menn,
scm eftirlit hafa mcð stofnin-
um kvcöa það hrcina svívirðu,
hversu mikið sé drepið af dýr-/
um fyrir „íþróttina” eina
saman.
Það er til marks um það, í
hverri hættu bjarnarstofninn
er nú, að innanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Stewart Udall,
hefur sett birni á hinn opin-
bera lista Bandaríkjastjórnar
yfir þau villidýr, sem hætta er
á að verði útrýmt með öllu.
Það eru tíu aðilar, sem skipul.
hvítabjarnaveiði í Alaska
og taka gífurlegt fé fyrir hálfs-
mánaðar veiðiferð. Það er al-
gengt að dýrin séu elt lang-
tímunum saman £ flugvélum
og þegar björninn er svo ör-
magna af þreytu lætur „veiði-
maðurinn” loks svo litið að
lenda og skjóta hann til bana.
— Hvað segir ekki Shaw:
Maðurinn er eina dýrið sem
kann að roðna, enda eina
skepnan sem hefur ástæðu til.
Vor guð er borg á bjargi
traust,
sem bilar ekki í hriðum,
þótt alltaf snjói endalaust
og öll séu fífl á skíðum.
(meistari Þórbergur)
Italía er Iandfræðllegt
hugtak.
(Metternich)
Nú orðið erum við allir
sósíalistar!
(Játvarður VII.)
Krístindómurmn andvígur
kosningum á sunnudögum
— En kærí kollega og biskup,
Kristur hefur sjálfur sagt . . .
— Já, hann sagði nú svo
margt.
(Albert Engström)
bezt, að enn á jafnrétti korf-
unnar langt í land i menning-
arríkjum Skandinavíu, og enn
er þjóðfélagið, og ekki hvað
sízt heilög kirkja full af for-
dómum. „Giftur heirrispekingur I
er hlægilegur“ sagði Nietzsche. I
Frændur vorir Norðmenn
velta því nú fyrir sér að hafa
kosningadagana tvo í stað eins
áður, enda oft erfitt um sam-
göngur í landinu. Helzt hefur
komið til ' greina að kjósa
mánudag og sunbudag. En
það er eins og við manninn
mælt: Haida skaltu hvíldar-
daginn heilagan stendur í
ritningunni. og sannkristnir
Norðmenn, sn tala þeirra er
iégio, neita því eindregið að
ganga til jafn veraldlegs
verks og kosninga á slíkum
degi.
„Várt Land” heitir málgagn
Kristilega flokksins í Noregi.
Það hefur nýlcga mótmælt
harðlega öllum fyrirætlunum
í þessa átt og telur, að svo
mikið sé nú um iþróttamót og
aðrar samkomur á sunnudög-
um, að ekki sé á bætandi, enda
líklegt að lítið verði úr guðs-
þjónustu ef þetta nái fram að
ganga. Það fylgir fréttinni, að
' svo standi kristindómurinn
föstum fótum í Stórþinginu, að
alls sé óvíst, að þessi fyrir-
hugaða kosningahagræðing nái
fram að ganga.
- í
i
I
I
i