Þjóðviljinn - 09.01.1965, Blaðsíða 10
2Q SÍÐA
UNDIR MÁNASI \G\ \ D
| Skáldsaga eftir M. M. KA^
an mig: Randall! Einmitt mað-
tirinn! Það má nota hann!
Sendiherrann þagnaði eins og
hann væri búinn að skýra mál
sitt nógu vel, hallaði sér afturá-
bak í stólinn og teygaði úr glas-
inu.
— Nota til hvers, herra Bar-
ton?
— Ha? Nú, til að sækja hana
auðvitað. Taka hana með hingað-
Fjallið til Múhameðs! Vona, að
hún sé ekkert fjall! Hálfjapönsk,
eins og þér vitið — þær eru ekki
svo feitar. Fjallið til Múham-
eðs!
Alex hafði andmælt og færzt
undan, en árangurslaust. Sendi-
herrann var lítið fyrir að skipta
ufn skoðun, og ef hann neitaði
ekki afdráttarlaust — og bak-
aði sér þannig óvináttu sendi-
herrans — gat hann ekkert gert.
Og honum þótti beinlínis
heimskulegt að láta svona mál
valda vinslitum. Þegar allt kom
til alls átti hann eftir að koma
til baka og vinna með þessum
manni. Starfið kom í fremstu
röð, og hann myndi eiga erfitt
með að athafna sig, ef reiði
herra Bartone snerist gegn hon-
FLJUGUM:
ÞRIDJUDAGA
FIMMTUDAGA
LAUGARDAGA
FRÁ RVÍK KL. 9.30
FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12
: FLUGSÝN
SÍMAR: 18410 18823
Sem snöggvast hafði Alex ef-
azt um að sendiherranum væri
alvara. En hann komst fljótlega
að raun um að honum var
fyllsta alvara. Sendiherrann
hafði verið að skrifa bréf megn-
ið af deginum. Þau lágu á sand-
elviðarborði með a fílabeins-
sk’reytingum, sem stoð skammt
frá honum. Hann var búinn að
skipuleggja þetta allt saman.
Randall kapteinn átti að fara
með bréf til jarlsins af Ware,
til dótturdóttur hans náðar, brúð-
arinnar tilvonandi, til lögfræð-
ings herra Bartons, til föður-
bróður hans og bankastjórans.
Auk þess átti hann í eigin per-
sónu að leggja málið fyrir jarl-
inn og undirstrika þá ósk herra
Bartons að komtessa de los
Aguilares mætti sigla til Ind-
iands árið eftir undir vemd Al-
ex Randalls kapteins og í við-
eigandi félagsskap.
— J5g læt yður um allt þetta,
sagði sendiherrann og sló út
hendinni. Snjall náungi! Það hef
ég alltaf sagt. Randall sér um
þetta, sagði ég. Strax og þau
sjá yður, vita þau að það er ó-
hætt að senda hana hingað.,
Heiðursmaður til að vemda
hana!
um.
Alex átti í harðri baráttu við
sjálfan sig um það hvað honum
bæri að gera án þess að lenda
í beinum illdeilum við yfirmann,
sem var ekki of hrifinn af
skjótri velgengni unga mannsins.
Hann hafði fyrir löngu lært að
stilla sig en þó var það erfið-
asti þátturinn í starfi hans. Hann
hafði ekki petað leyft sér að
rífast við herra Barton, með
beim afleiðingum að hann hafði
fallizt á að vinna hið óþægilega
verk sem yfirmaðurinn hafði
falið honum. Síðan þessa heitu
nótt í Lunjore hafði Alex velt
fyrir sér hvemig hann ætti að
haga sér í málinu. Til voru tvær
leiðir — báðar jafn hvimleiðar
og óþægilegar. Annað hvort
þyrfti hann að taka á sig þá á-
byrgð að fylgja ungri, göfugri.
konu til ókunns lands sem ólgaði
af óró og uppreisnum — að ekki
vferj,j.TpinpzJ á ,sjúkdámar þita «gg;
næstum aígeran-skort á- þægind-
um — og afhenda hana að lok-
um manni sem hann vissi að
var bæði drykkjurútur og
kvennabósi. Eða þá að hann
gæti sagt Ware lávarði allt af
létta og bregðast með því trausti
yfirmanns síns og gera sig sek-
an um hollustubrot.
Auðvitað var hugsanlegt að
unnusta sendiherrans vissi um
hinar óþægilegu hliðar á þessum
ráðahag. Að sögn Conways
Bartons hafði hjónabandið verið
afráðið fyrir svo sem fimm ár-
um, og þar sem varla var hægt
að trúlofa unga stúlku af góð-
um ættum fyrr en 17 ára, þá
hlaut hún nú að vera að minnsta
kosti myndug. En auðvitað var
hún miklu eldri og auk þess
hversdagsleg í útliti og það út-
ský'-ði .ákafa gamla jarlsins í að
tryggja henni hæfilegan maka.
Þá væri að minnsta kosti senni-
legt að ungfrúin sjálf vissi að
hverju hún gengi og kysi heldur
líf í Austurlöndum með drykk-
felldum kvennabósa en að enda
sem piparmey. Það var ómögu-
legt að reikna kvenfólkið út í
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og snyrtistofu
STEINU og DODO Laugavegi 18
III hæð Hvftal SIMI 2 46 16
P E R M A Sarðsenda 21 —
StMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa
D 0 M U B I
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN - Tjamar-
göfu 10 — Vonarstrætismegin —
SÍMI: 14 6 62
HARGREIÐSLUSTOFA AUST-
URBÆJAR — María Guðmunds-
dóttir Laugavegi 13 — SÍMl:
14 6 56 — NUDPSTOFAN ER á
SAMA STAÐ.
slíkum málum.
Þetta vandamál yrði leyst
meðan á heimsókn hans í Ware
stæði og úrslitin færu mjög eftir
skapgerð gamla jarlsins, sem ef
til vill var orðinn elliær. Auð-
vitað var ekki hægt að segja
unnustu herra Bartons neitt af
bessu, en ef fjárhaldsmaður
hennar var skynsamur maður,
bá efaðist Randall kapteinn ekki
um að sendiherrann í Lunjore
vrði að bíða brúðar sinnar ár-
angurslaust.
Medúsa hrasaði en kom fyrir
sig fótunum aftur og hugsanir
Randalls kapteins hlutu nú aft-
ur að snuast um hina óþægilegu
nútíð.
Snióknman hafði nú brevtzt í
regn. Ekki volgan hitabeltisregn-
flaum. heldu- nístandi slyddu-
regn norðurhjarans sem lamdi
ÞIÓÐVILIINN
hann eins og svipuólar. Síðustu
mílumar hafði Medúsa farið fet-
ið, varlega og hikandi í myrkr-
inu og snjóflyksumar höfðu
truflað hana. En nú tók hún allt
í einu á rás. Alex rétti úr sér
og hristi af sér slenið; hann
starði fram fyrir sig. Hann
greindi fáein tré framundan og
þama var áreiðanlega ljós. Þau
komu í vinalegra landslag með
engjum og gerðum. Medúsa
reisti hausinn og frísaði eins og
hún vissi að framundan, ekki
mjög langt í burtu, biði henn-
ar hlýr stallur og kjarngott fóð-
ur.
Vegurinn lá skáhallt niður að
trjágöngum, þar sem stormurinn
varð að hvini í trjákrónunum.
Hár múrveggur birtist og allt í
einu kom hann auga á risastórt
hlið, skrýtt ættarskjaldarmerki
með ljónum.
Það var ljós í hliðarhúsinu og
það leit út fyrir að búizt væri
við Randall kapteini, því að
grindahliðið stóð upp á gátt.
Fyrir innan tóku við löng eikar-
göng og til beggja hliða teygð-
ist stór og víðáttumikill hallar-
garðurinn.
Medúsa fór á stökk og tíu
mínútum síðar enduðu trjágöng-
in við stórt malarlagt svæði fyr-
ir framan háreista byggingu, eihs
konar millistig milli hallar
og herragarðs. Það var dimmt í
húsinu; aðeins í einum glugga
hátt uppi sást ljóstýra.
Randall kapteihn st.eig með
erfiðismunum af baki. Hann tók
rennvotan tauminn og batt hann
við undarlega steinstyttu sem
átti að fyrirstilla hund og gekk
upp þrepin að aðaldyrunum.
Hann togaði í jámkeðjuna sem
klukkan hékk á. Meðan hann
stóð og beið stappaði hann nið-
ur fótunum til að fá blóðið til
að streyma til þeirra á ný. Eftir
mjög langa bið heyrðist silalegt
fótatak og dymar opnuðust hægt
og marrandi. Gamall maður,
kengboginn og hrukkóttur með
hvítt hárið greitt á fomaldar-
legan hátt, starði út í myrkrið,
og opnaði síðan meira, svo að
Alex kæmist inn fyrir.
Randall kapteinn steig inn í
mjög stórt anddyri, sem sýndist
eenn stærra fyrir það að þar var
ekki annað ljós en fáein kerti
í sjöarma ljósastiku. Hann lit-
aðist undrandi um. Það hefði
mátt ætla að slíkt anddyri væri
prýtt fjölskyldumálverkum.
vopnum og veiðimenjum, en þar
var ekkert slíkt að sjá. Það var
eins og svartir veggirnir bylgj
uðust í vindinum sem næddi inn
um hálfopnar dymar. Ljósin
blöktu ofsalega, þar til svart-
klæddur þjónn gat lokað með j
þv£ að leggjast á hurðina.
Randall kapteinn hélt fyrst að .
hann sæi ofsjónir. Þreytan virt- I
ist hafa haft áhrif á sjón hans.
Var það aðeins ímyndun eða var
það af kulda og þreytu sem
honum þóttu veggirnir hreyfast?
Gamli brytinn, sem hafði opn-
að fyrir honum, vafraði þvert
yfir anddyrið og lyfti ljósastik-
unni hátt upp; um leið sá Alex
sér til undrunar að veggirnir í
stóra anddyrinu voru 1#aldaðir
svörtum klæðum frá gólfi til
lofts.
Gamli maðurinn barði í stein-
gólfið með löngum brytastafnum
og tveir dökkklæddir þjónar í
viðbót birtust eins og fyrir töfra
utanúr dimmum skuggunum.
Það verður annazt um hestinn
yðar, herra, og Tómas sér um
að öllum þörfum yðar verði
sinnt. Þér emð sjálfsagt einn úr
fjölskyldunni? Sem stendur man
ég ekki nafnið. Afsakið herra ..
Yðar náð .. við áttum ekki von
á ..?
Alex greip fram í fyrir hon-
um. Yður skjátlast. Ég er Rand-
all kapteinn. Ware lávarður ósk-
aði þess að ég kæmi hingað á
fund hans í dag. Ég tafðist á
leiðinnni, annars hefði ég get-
að verið kominn fyrir myrkur.
Ferðataska mín er bundin við
hnakkinn.
— Hans náð stefndi yður
hingað .. ? Það var vantrú í
rómnum. Alex stakk hendinni
inn á sig og dró fram pappírs-
örk með nokkrum línum á, skrif-
uðum með titrandi gamalmennis-
hendi. Ég fékk þetta bréf fyrir
viku og sendi svar, þar sem ég
tilkynnti Ware lávarði að mér
væri heiður að koma á fund
hans í dag. Hefur bréf mitt ekki
komizt til skila?
— Ég .. við .. það koma svo
mörg bréf, sagði gamli hofmeist-
arinn . hikandi. Kannski . hefur
einhverjum sézt yfir bré'fið.
Fyrir viku .. segið þér .. ?
ATRYGGINGAR
á húsum í smíðum,
véium og átiöldum,
effni og lagerum o.ffl.
Heimistrygging hentar yður
&
Heimiistryggingar
Innbús
Vatnstfóns
Innbrots
Glertryggingar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRÍ
LINDARGATA 9. REYKJAVlK SlMI 2 1 26 0 SÍMNEFNI : SURETY
Laugardagur 9. janúar 1965
SKOTTA
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIRTIN
FERÐASKRIFSTOFAN > ....
land syn^
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.