Þjóðviljinn - 26.01.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 26. janúar 1965 — 30. árgangur — 20. tölublað.
Skömmu fýrir hádegi á sunnudag varð um-
ferðarsiys á mótnm Suðurlandsbrautar og
Grensásvegar. Stórri fólksbifreið var ekið
eftir Suðurlandsbrautinni en þegar hún kom
að gatnamótunum kom Opelbifreið í veg fyr-
ir hana inn af Grensásveginum. Ökumaður
hemlaði en vegna hálku missti hann vald
á bílnum og Ienti hann utan í Ijósastaur við
Suðurlandsbrautina. Bílstjórinn hrökk út úr
bílnum við áreksturinn en slapp lítt meidd-
ur. Hins vegar er bíllinn talinn gereyðilagð-
ur. Sést hann hér á mynd. (Ljósm. Bj. Bj.)
Minna um slys í éfærðinni
;*1 Samkvaemt upplýsing-
um umferðardeildar rann-
sóknarlögreglunnar um helg-
ina höfðu henni borizt skýrsl-
ur um 141 árekstur og umferð-
arslys það sem af er janú-
armánuði en á sama tíma í
fyrra var tala þeirra 138 eða
nálægt hinu sama og nú.
Þess er hins vegar að gæta
að í janúar í ár hafa verið
óvenjulega slæm aksturs-
skilyrði því að allt frá ára-
mótum hefur verið snjór og
hálka á götunum en í janúar
í fyrra var mun betra tíð-
arfar en nú. Virðist því sem
slæm akstursskilyrði séu
ekki höfuðorsök umferðar-
slysanna, þvert á móti virð-
ast ökumennirnir aka varleg-
ar og gæta sín betur. Þetta
á a.m.k. við um það ef akst-
ursskilyrði eru slæm lengri
tíma í einu, hins vegar seg-
ir rannsóknarlögreglan að
mest sé um árekstra og slys
þegar skyndilega gerir hálku
eftir góðviðriskafla en þá
gæta menn sín ei sem skyldi.
Þá er annað atriði ekki
síður athyglisvert í sam-
bandi við samanburð um-
ferðarslysa í janúar í ár og
í fyrra en það er að frá því
um áramót hafa ekki orðið
nein alvarleg slys á mönn-.
um af völdum umferðar hár
í Reykjavík. Á sama tíma í
fyrra höfðu hins vegar orðið
3 banaslys í umferðinni hér
í Reykjavík og 1 á Akur-
eyri og auk þess höfðu all-
margir slasast meira eða
minna.
Þrjú umferðarslys urðu í gær
Um fimmleytið i gær urðu þrjú umferðar- vestan við Laufásveg og Borgartún móts við
slys hér í Keykjavík á nokkrum mínútum.
Alvarlegasta slysið varð neðst á Hverfisgötu
móts við söluturninn hjá Hreyfli. Varð öldr-
uð kona þar fyrir strætisvagni og hlaut hún
alvarleg höfuðmeiðsli. Var hún flutt í slysa-
varðstofuna og síðan i Landakotsspítala.
Hin tvö slysin urðu á Hringbraut skammt
sendibílastöðina Þröst. Á Hringbrautinni var
litlum fólksbíl ekið á götuvaltara og meidd-
ist bifreiðastjórinn lítilsháttar. A Borgar-
túni varð fjögurra ára drengur, Rögnvaldur
Carlsen, Höfðaborg 58, fyrir bíl. Var hann
fluttur í slysavarðstofuna en meiðsli hans
eru ekki talinn alvarleg.
Fundur Sósíalistafélagsins
□ Fundur verður haldinn í Sósíalistafélagi Reykjavíkur í
Tjarnargötu 20 næst komandi fimmtudagskvöld- — Nán-
ar auglýst í blaðinu á morgun.
Minningarathafnir
um CHURCHILL
ingarfundinum í dag að Chur-
chill hefði verið mesti stjóm-
málamaður þessarar aldar. U
Þant aðalritari talaði einnig og
lagði áherzlu á hlutverk Chur-
chill við stofnun SÞ.
LONDON 25/1 — Konungar, forsetar og forsætisráðherr-
ar frá fjölmörgum ríkjum heims munu koma saman í
London næstkomandi mánudag, þegar Churchill, sem
lézt á sunnudagsmorgun verður færður til hinztu hvílu.
í dag var Churchill minnzt um víða veröld, í fjölmörgum
alþjóðlegum stofnunum og orðsendingum þjóðhöfð-
ingja. I neðri deild brezka þingsins var haldin minning-
arathöfn og hylltu leiðtogar allra þingflokka og fjölmarg-
ir þingmenn fyrrverandi leiðtoga brezku þjóðarinnar ein-
um rómi.
í dag fór Elizabeth drottning
þess á leit við neðri deildina að
hún samþykkti að ríkið sjái um
útför Churehill sem verður gerð
hin veglegasta.
Alger einhugur ríkir í þing-
inu um tillögu drottningar.
Lík Churchill mun hvíla á
viðhafnarbörum í Westminster
Hall í þrjá daga, en á laugar-
dag 30. janúar verður útförin
gerð frá Sankti Páls kirkju í
London. Síðan verður líkið
greftrað í ættargrafreit í kirkju-
garði í St. Martin nálægt Blen-
heim kastala.
Drottning fer sjálf sem full-
trúi allra sinna þegna í farar-
broddi þeirra þjóðhöfðingja sem
munu koma til útfararinnar.
Minningarathafnir fóru fram
í dag á allsherjarþingi SÞ og í
fjölda annarra opinberra stofn-
ana.
Alex Quaison — Sackey for-
seti . allsherjarþingsins verður
líklega fulltrúi SÞ við útförina
á laugardag. Hann sagði á minn-
Á ráðgjafarþingi Evrópuráðs-
ins í Strassbourg var Churchill
einnig minnst og lögð áherzla á
starfsemi hans í sambandi við
einingu Evrópu.
Á kauphöllinni i New York
var tveggja mínútna þögn til
minningar um Churchill
Fyrir utan höfuðstöðvar Nato
voru fánar allra meðlimaríkja
í hálfa stöng í dag. í fastaráði
bandalagsins hélt forseti þess
Manilo Brosio minningarræðu.
Hann lagði áherzlu á fram-
lag Churchill í stríðinu og á-
kveðni hans eftir stríð er kalda
stríðið var að hefjast.
Framháld á 3. síðu.
Fjérir skipverjar á
bv. Uranusi slasast
■ Togarinn Úranus kom til
morgun með fjóra skipverja,
er hnútur reið yfir skipið í
Togarinn fékk ólag þetta yf-
ir sig um kl. eitt um nóttina,
er hann var staddur út af Faxa-
flóa og lét reka. Þeir sem slös-
uðust voru allir Færeyingar og
að vinnu á þilfari, þegar öldu-
hnúturinn gekk yfir skipið.
Tveir skipverjanna fótbrotnuðu
Reykjavíkur snemma í gær-
sem slazast höfðu um borð,
fyrrinótt.
og hlutu fleiri áverka, en
meiðsli hinna voru minni. Þeir
fyrrnefndu voru fluttir í sjúkra-
hús en gert var að sárum
hinna í Slysavarðstofunni.
Bv. Úranus hélt aftur út á
miðin, er hinir slösuðu höfðu
verið settir í land.
lunnuverksmiðjurnar nyrðra
hefja störf um mánaðamétin
■ Þjóðviljinn aflaði sér í gær upplýsinga um
væntanlega starfsemi tunnuverksmiðjunnar á Ak-
ureyri og Siglufirði nú í vetur.
Tunnuverksmiðjan á Akureyri
mun í vetur smíða 20—30 þús.
tunnur og mun sú smíð taka tvo
Úthlufun listamannalauna lokið
126 LISTAMENN HLUTU LISTA-
MANNALAUN AÐ ÞESSU SINNI
B Lokið er úthlutun lista-
mannalauna fyrir árið 1965
og hlutu 126 listamenn laun
að þessu sinni. í úthlutunar-
nefndinni sem kjörin er af
Alþingi eiga sæti Helgi Sæ-
mundsson ritstjóri formað-
ur, Halldór Kristjánsson
bóndi á Kirkjubóli, Andrés
Kristjánsson ritstjóri, Bjart-
mar Guðmundsson alþingis-
maður, Einar Laxness cand.
mag., Sigurður Bjamason
ritstjóri og Þórir Kr. Þórðar-
son prófessor. Lét Einar
Laxness bóka sérstaka grein-
argerð varðandi úthlutunina
og er hún birt hér á eftir.
Listamannalaunin skiptast
þannig:
VEITT af ALÞINGI:
75 þúsund krónur:
Gunnar Gunnarsson, Halldór
Laxness, Jóhannes S. Kjarval,
Páll ísólfsson, Tómas Guðmunds-
son.
VEITT AF NEFNDINNI:
50 þúsund krónur:
Ásmúndur Sveinsson, Finnur
Jónsson, Guðmundur Böðvars-
son, Guðmundur Daníelsson,
Guðmundur G. Hagalín, Gunn-
laugur Scheving, Jakob Thorar-
ensen, Jóhannes úr Kötlum,
Jón Leifs, Júlíana Sveinsdóttir,
Kristmann Guðmundsson, Þór-
bergur Þórðarson.
30 þúsund krónur:
Arndís Björnsdóttir, Brynjólf-
ur Jóhannesson, Elínborg Lár-
usdóttir, Guðmundur Frímann,
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
Hallgrímur Helgason, Hannes
Pétursson, Haraldur Björnsson,
Indriði G. Þorsteinsson, Jóhann
Briem, Jón Björnsson, Jón Eng-
ilberts, Jón Nordal, Jón
Þórarinsson, Karl O. Runólfs-
son, Kristján Davíðsson, Ólafur
Jóh. Sigurðsson, R 'karður Jóns-
son, Sigurður Einarsson, Sig-
urður Sigurðsson, Sigurjón Öl-
afsson, Snorri Hjartarson, Stef-
án Jónsson, Svavar Guðnason,
Sveinn Þórarinsson, Thor Vil-
hjálmsson, Vilhjálmur S. Vil-
framhald á 9. síðu.
til þrjá mánuði. Gert er ráð fyr-
ir að vinna við tunnusmíðina
hefjist um næstu mánaðamót og
vinna um 40 manns í verk-
smiðjunni. Verksmiðjustjóri er
Bjami Einarsson.
Tunnuefni er nýkomið til Ak-
ureyrar og er það í geymslu á
Oddeyri og í verksmiðjunni
sjálfri.
Nýja tunnuverksmiðjan á
Siglufirði mun taka til starfa um
næstu mánaðamót og kom Fjall-
foss þangað nýlega með tunnu-
efni.
Atvinna er mjög lítil á Siglu-
firði og er milli 30 og 40
manns á atvinnuleysisskrá.
Þess má geta í þessu sam-
bandi, að fyrir Alþingi liggur nú
fyrirspurn frá Bimi Jónssyni
þingmanni Norðurlands eystra
og Ragnari Arnalds þingmánni
Norðurlandskjördæmis vestra um
tunnuverksmiðjumar á Akureyri
og Siglufirði og verður án efa
fróðlegt að vita hvaða svör við-
komandi ráðherrra gefur við
þeim.
Arangurslaus-
ir næturfundir
■ Samningafundurinn í
sjómannadeilunni, sem
hófst á sunnudaginn kl. 4
síðdegis stóð til kl. 1 næstu
nótt, án þess að sam-
komulag næðist. Fundur
hófst svo að nýju kl. 2 síð-
degis í gær og stóð enn er
blaðið fór í prentun á mið-
nætti. Ekki hafði þá neitt
þokað í samkomulagsátt,
en búizt var við að fundi
yrði haldið áfram fram eft-
ir nóttunni.
Forseti fslands mun verSa
viðstaddur útför Churchills
-fc Ákveðlð hefur verið að forseti Islands herra Ásgeir Ásgeirs-
son, sem nú dvelur í London, verði fulltrúi lslands við útför Sir
Winston Churchill, sem fram fer næstkomandi laugardag. (Frá
skrifstofu forseta Islands).