Þjóðviljinn - 26.01.1965, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. janúar 1-965
HÖÐVILIINN
SlÐA 3
□ Það kom nokkuð á óvart hversu Fram gekk
illa að ná tökum á liðinu í fyrstu deild sem ekki
hefur hlotið stig ennþá, þ.e. Haukum. Langtím-
um saman í fyrri hálfleik höfðu Haukar for-
ustuna og í hálfleik voru þeir með eitt mark
yfir, 12:11.
Handknattleiksmótið:
Islandsmeistararnir áttu í erfiðleikum
með Hauka en sigruðu þó 25:20
Það var ekki fyrr en á 22.
mínútu að Fram tókst að kom-
ast yfir, 8:7, en sem fyrr var
sagt tapaði Fram forustuimi
aftur. Loks í síðari hálfleik
tekst Fram að ná forustunni,
og lengi vel var hún á engan
hátt örugg, því að oft munaði
aðeins einu til tveim mörk-
um, og á 16:16 tókst Haukum
enn að jafna. Það er ekki fyrr
en undir lokin sem Framarar
geta talizt öruggir með sigur-
inn.
Fram gekk afar illa að kom-
ast í gegn um vörn Hauka;
Framarar fundu ekki á því
lagið að smjúga inn á miiii
varnarlínanna og ógna þaðan.
Leikur þeirra var líka held-
ur hægur og ekki tilþrifamik-
ill. Markmaður Fram var líka
nokkuð óheppinn í vörn sinni,
og enn bættist það við að
Guðjón var óvenju óheppinn
með skotin, skaut hvað eftir
annað án þess að skora.
Haukar léku oft af miklum
hraða og tókst furðuoft að
opna vörn Fram og skora.
Markmaður þeirra varði yfir-
leitt vel, en þá gerðu þeir þá
villu að taka hann úr markinu,
og ungur, nýr maður kom í
staðinn, sem ekki dugði eins
vel.
Frá leik Fram og Hauka á sunnudaginn. (Ljósm. Bjarnleifur).
-<$>
Leikir í
2. og 3. il.
S. 1. laugardagskvöld fóru
fram sex leikir í 2. og 3.
flokki í Handknattleiksmeist-
aramóti Islands. I þriðja fl.
urðu úrslit þau, að Víkingur
sigraði Fram með 10 mörk-
um gegn 6, ÍR vann Kefla-
vík með 17 mörkum gegn 7
og Valur sigraði Hauka með
25 mörkum gegn 4.
I öðrum flokki urðu úrslit
þessi: IR sigraði Keflavík
með 17 mörkum gegn 14, KR
vann FH með 18 mörkum
gegn 14 og Valur vann Þrótt
með 16 mörkum gegn 10.
Umsögn Frímans um leik-
ina birtist hér á síðunni á
morgun.
Fram lék nokkuð undir því
sem liðið getur bezt, og var
sem það tæki þetta ekki veru-
lega álvarlega. Beztu menn
liðsins voru Sigurður Einars-
son, Gunnlaugur, og enda
Hilmnr óg Gylfi Jóhánnsson. .
Haukar berjast með mikl-
um áhuga og náðu oft góðum
leik, sem alveg ruglaði fyrir
Islandsmeistunmum. Beztir
þeirra voru Matthías, sem
varla nokkurn tíma hefur ver-
ið betri. Viðar var og ágætur,
en hann á til að skjóta of mik-
ið yfir markið. Þá er Þórður
mjög vaxandi maður f liðinu,
og átti ágætan leik og skotviss
í vaxandi mæli.
Þeir sem skoruðu fyrir Fram
voru Gunnlaugur 8, Sigurður
Einarsson 6, Gylfi Hjálmars-
son og Hilmar 3 hvor, Gylfi
Jóhannsson og Tómas 2 hvor
og Guðjón 1.
Fyrir Hauka skoruðu: Matt-
hías 6. Viðar og Þórður 5
hvor, Ásgeir 2, Hörður og Sig-
urður Jóakimsson 1 hvor.
Ðómari var Karl Jóhanns-
son og dæmdi yfirleitt mjög
vel.
Ármennlngar réðu ekki við
hina hörfhi Víkinga og töp-
uðu 20:27.
Flestir munu hafa gert ráð
fyrir því að þetta myndi verða
mjög jafn leikur, þar sem bar-
izt yrði til hinztu stundar um
óviss úrslit. En þetta varð nú
öðru nær. Víkingar voru harð-
ari viðureignar en flestir munu
hafa gert ráð fyrir. Til að
byrja með virtist sem Ármann
ætlaði að standa sig vel. Þeir
jafna á 1:1 og taka forustuna
og komast í 3:1, en Víkingar
jafna á 4:4, og taka forust-
una. Ármann jafnar og síðan
ekki söguna meir. Víkingar
auka stöðugt bilið, og um
skeið standa leikar 10:5 fyrir
Víking, en fyrri hálfleikur
endar 13:8 fyrir Víking. 1 lok
fyrri hálfleiks verða þeir Þór-
arinn og Helgi í markinu að
yfirgefa 'Völlinn vegna meiðsla,
en það er eins og það fái
ekkert á Víkinga, þeir gefa
ekkert eftir. Þetta fer greini-
lega í skapið á þeim Ármenn-
ingum, sem ekki geta einbeitt
sér sem dugar.
Þorsteinn í markinu var ekki
vel upplagður og varði ekki
eins og oft áður, og fengu Vík-
ingar ..ódýr” mörk til að byrja
með. Hitt var svo einnig að
vera má að Víkingar hafi
„kreist” úr þeim kjarkinn, er
þeir komu upp að vítateigi
þeirra. Þá voru sóknarmenn
teknir og þeim haldið og þeir
------------------------— -------<%>
$ALT
CEREBOS í
HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM
HElMSpEKKT GÆÐAVARA
Mrssre. Kriujai) O. Skagfjord Limnc4i
r»t Box 411, REYKJAVIK, lcrl.od.
kreistir hvernig sem á stóð, og
var sama hvað þetta gerðist
oft og það af sama . manni,
þeim leiðst þetta; aðeins dæmt
aukakast. Dómarinn var því
langt of vægur við Víkinga;
þetta var oft ekki handknatt-
leikur í vörn þeirra, það voru
fangbrögð af hörðustu tegund,
og vonandi á þetta ekki eftir
að innleiðast í handknattleik-
inn hjá okkur. En Víkingarn-
ir léku „að blístrunni”, og það
er alkunn regla líka.
Þegar líða tók á leikinn
reyndu Ármenningar að leika
„maður á mann” og þar höfðu
Víkingar einnig betur. Gekk
þetta stundum allfjörlega og
t. d. eitt sinn þegar hver Ár-
menningur hafði síns manns
að gæta, gerði Brynjar mark-
maður Víkings sér lítið fyrir
og yfirgaf mark sitt, fékk
knöttinn og rakti hann einn og
óáreittur upp að vítateig „koli-
ega” síns, hinir voru allir önn-
um kafnir með sinn mann, og
Brynjar sýndi enga miskunn
og skorar!
Víkingar virtust hafa mun
meiri kraft og sigurvilja, en
Ármann eins og fyrr segir.
léku þá grátt og unnu örugg-
an sigur.
Víkingar gerðu sem þeir
gátu til að hindra Hörð í að
skora, því að það virtist vera
nóg til að setja Ármann útaf
laginu. Honum tókst þó að
skora 12 mörk, en það dugði
ekki til. Hinir í liði Ármanns
gátu ekki verið nógu vel með.
Ármanns-liðið náði ekki þeim
hraða, sem t.d. í fyrra ein-
kenndi liðið svo mjög, það
hafði naumast sigurvilja eða
baráttuvilja. Lið sem hefur
þessi einkenni, vekur á sér
grun um að það sé ekki í
góðri þjálfun og ætti þó ekki
til þess að koma. Lúðvfk og
Árni hafa t.d. ekki komið eins
sterkir í leikjunum undanfarið
og t.d. í fyrra. Það er eins
og Ármann hafi ekki náð sér
upp síðan það vann Fram
fyrsta kvöldið í móti þessu.
Það er greinilegt að Ármann
verður að taka sig saman „í
andlitinu” eins og það er
stundum svo faglega orðað, og
það á að geta tekizt með þann
efnivið sem liðið hefur.
Beziu menn Vfkinas voru:
Framhaid á 9. síðu.
Stór
ÚTSALA
Svo eitthvað sé nefnt:
Fyrir konur : Telpukápur
KR. 295.—
Kvenblússur Unglinga-stretchbuxur
FRÁ KR 98.— KR. 350.—
margar tegundir. Drengjaskyrtur
Peysur KR 35.— KR. 95.—
Goiftreyjur
KR. 275.— K a r 1 m e n n :
Ullargolftreyjur Stuttar nærbuxur
KR. 325.— KR 35.—
Sloppar Hlírabolir
KR. 145.— KR 35.—
Nælonsokkar Vinnuskyrtur
KR. 15.— KR. 160.—
Kvensportbuxur Sportskyrtur
KR. 140.— KR. 175.—
Iítil númer. Karlmannasokkar
Slæður KR. 25.—
KR. 45.— Vinnusloppar
Kápur KR. 325 —
KR. 250.— Vattfóðraðir jakkar
margar tegundir. KR. 150.—
m •• Röndóttar skyrtur
rs o r n : KR. 150.—
Svuntukjólar Hvitar skyrtur
KR. 45 — KR. 125.—
Smekkbuxur Nankinsgallabuxur
KR. 95.— KR. 145.—
Barnapeysur Sportbuxur, litil númer
KR 35.— KR. 175.—
Drengjaúlpur Mislitir bolir
m 295.- , KR. 55.—
Mikið af nýjum vörum bætist við á útsöl-
una í dag. Stærsta útsalan ávallt hjá
okkur. Allt selst fyrir ótrúlega lágt verð.
Austurstræti 9.
Nýkomin þýzk dralon
gluggatjaldaefni
Fjölbreytt litaúrval. — Hagstætt verð.
Gardínubúðin
Ingólfsstræti.
A ðstoðar/æknisstaða
Staða aðstoðarlasknis II við Kleppsspítalann er laus
til umsóknar. Staðan veitist til 2ja ára. Laun
samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna
Umsóknir með upnlýsingum um aldur, námsferil
og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspit-
alanna. Klapparstíg 29 fvrir 1. marz n.k.
Reykjavík, 25. janúar 1965.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
Auglýs'ð i Þjóðviljanum
i