Þjóðviljinn - 26.01.1965, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. janúar 1965
ÞI6ÐVILTINN
SlÐA J
Jóhannes Manong kom hing-
að til lands í þeirri von að fá
að læra tannlækningar, en
hann hefur lengi átt þann
draum, að verða fyrsti maður
með ellefu miljón manna þjóð
sinni, er kunni að gera við
skemmdar tennur. Honum hafði
verið sagt, að Islendingar vænu
frjálslynd og fordómslaus
menningarþjóð, vel efnum bún-
ir og hjálpfúsir; þvi kom hann
hingað eins og hann stóð, skít-
blánkur, ianghrakinn flótta-
maður úr einhverju auðugasta
ríki veraldar og leitaði ásjár
íslenzkra háskólastúdenta.
Nú vita allir, að íslenzkir há-
skólastúdentar, arftakar Fjöln-
ismanna og glæsilegustu merk-
isberar íslenzkrar nútíma-
menningar, ala ekki á kyn-
þáttafordómum. Hver maður
veit, að íslenzkir háskólastúd-
entar eru einhverjir vígreifustu
stríðsmenn hins siðmenntaða
heims í baráttunni fyrir félags-
legu réttlæti, gegn ranglæti og
kúgun í hvaða mynd sem hún
birtist. Þeir voru því að sjálf-
sögðu allir af vilja gerðir til að
hjálpa þessum nauðstadda fé-
laga sínum og greiða götu hans
í hvívetna og eru til vottfestar
yfirlýsingar formanns stúdenta-
ráðs um það.
Á hinn bóginn er kjörum
þeirra þann veg háttað, að þau
leyfa ekki — og eins þótt allir
leggðu saman — að þeir gefi
manni að éta. Það var því mik-
il rausn, eins og formaður stúd-
entaráðs hefur oftar en einu
sinni bent á, er þeir leyfðu Jó-
hannesi að borða í mötuneyti
háskólans yfir jóláhátíðina. En
meira gat það ekki orðið.
Enda kom í Ijós að Jóhannesi
Ifkaði ekki alls kostar fæðið á
Garði, sem íslenzkir háskóla-
stúdentar taka þó fram yfir
allan mat. Þeir voru heldur
ekki seinir að skýra Vísi frá
þessari ósvinnu. Hneykslaðist
blaðið ekki minna en þeir og
skrifaði frétt um málið Jóhann-
esi til verðugs ámælis. Mehn
mega samt sem áður ekki
halda að Vísir ali á kynþátta-
fordómum; þvert á móti hafa
þeir á þvi blaði, ekki síður en
kollegar þeirra á Morgunblað-
inu, slíka ofurást og trú á
svörtum meðbræðrum okkar,
að þeir gera til þeirra mun
strangari siðferðiskröfur en
sjálfra sín til dæmis. Þannig
var Jóhannesi í þessari sömu
fregn Vísis álasað fyrir að láta
brennivín hafa á sig sömu á-
hrif og venjulegan Islending.
Að vísu var fréttin ekki alveg
sannleikanum samkvæmv en
það er ekki nein nýlunda í
Vísi og þarf þvi alls ekki að
benda til þess að blaðinu sé
i L
ÚLFUR HJÖRYAR:
FARANLEG
u
ASOKUN
Jóhannes Manong
Á fimmtudaginn var birti
Morgunblaðið margra dálka
rammafregn á útsíðu urn suð-
ur-afríkanska flóttastúd-
entinn Jóhannes Manong, er
kom hingað til lands 17.
desember sl. og dvaldi hér um
mánaðartima. 1 ritstjómargrein
blaðsins þann sama dag er auk
þess vakin sérstök athygli á
fréttinni undir fyrirsögninni
„fáránleg ásökun”; en tilefni
alls þessa var frétt í Stock-
holms-Tidningen um komu
Manongs til ■ Svíþjóðar, þar
sem hann hefur hlotið landvist
og styrk til námS.
Og það er engin furða þótt
Morgunblaðið rjúki þannig upp
til handa og fóta, því þjóðheið-
ur Islendinga er í veði, sú
sæmd sem Morgunblaðið þekk-
ir æðsta og stendur um helgan
vörð þegar það má.
Stockholms-Tidningen heldur
þvi sem sé fram, að Jóhannesi
Manong hafi verið illa tekið á
íslandi og orðið fyrir alls kyns
áreitni, m.a. af kynþáttahötur-
um.
Leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins ræðst að vonum hart
aö Jóhannesi fyrir „óhróður”
um íslendinga, og að Stock-
hoIms-Tidningen („sem Islend-
ingar hafa álitið virðulegt og
sæmilega heimild“) fyrir að
vara sig ekki „á óhróðri þessa
viðkvæma (!!) Suður-Afríku-
manns—”,
Vegna kynna minna við Jó-
hannes Manong, og nokkurra
afskipta af málurn hans, þann
stutta tíma sem hann fékk að
dvelja á íslandi, vildi ég einn-
ig leyfa mér að gera nokkrar
athugasemdir við skrif Stock-
holms-Tidningen.
verr við svertingja en aðra
menn.
Hljótum' við þess vegna að
taka undir með leiðarahöfundi
Morgunblaðsins: „Kynþáttaof-
sóknir eru Islendingum fram-
andi. Um það er óþarfi að
ræða”.
Eða getum við ásakað starfs-
menn Útlendingaeftirlitsins um
kynþáttaofsóknir þótt þeir
tækju Jóhannesi Manong með
allri þeirri tortryggni sem
skyldan býður þeim? Hann var
auk þess mjög grunsamlegur:
með Ijót ör á hendi eftir
bandarískar vélbyssukúlur og
kvaðst vera flóttamaður frá
landi þar sem kommúnista-
flokkurinn er löngu bannaður
með lögum. Það var þó ekki
fyrr en Vísir birti fyrmefnda
frétt, að þeir gerðu sér ljóst
hvers konar náungi þetta var;
en þá var hann lfka sóttur,
öll skilríki af honum tekin og
honum gert að mæta á lög-
reglustöðinni nær daglega þann
tíma sem hann fengi að dvelj-
ast hér. ,
Því verða þeir hjá Útlend-
ingaeftirlitinu ekki grunaðir
um að mismuna mönnum eftir
litarhætti. Þvert á móti sýndu
þeir þessum landlausa og fé-
lausa flökkumanni mikið lang-
lundargeð. Það var miklu
frekar, að hann hefði illan bif-
ur á lögreglumönnum.
Nei, þrátt fyrir marga galla
getum vér Islendingar verið
stoltir yfir frjálslyndi okkar í
kynþáttamálum og tekið undir
orð leiðarahöfundar Morgun-
blaðsins: „Kynþáttaofsókair
eru Islendingum framandi. Um
það er óþarfi að ræða“.
Að vísu mun reynast erfitt
að sanna, að þeir sem hreyttu
ónotum f Jóhannes Manong á
almannafæri og lýstu viðbjóði
sínum á litarhætti hans, hafi
ekki verið Islendingar; heldur
ekki þeir sem hringdu til hans
í sama tilgangi, sendu hon-
um hótunarbréf skreytt Haka-
krossinum, brenndu kross að
hætti Ku Klux Klan fyrir ut-
an gluggann hans eða létu
,hann á annan hátt skilja að
hann væri óvelkominn á Is-
landi vegna uppruna sfns og
litarháttar.
En Morgunblaðið getur þá
vissulega krafizt þess í nafni
þjóðar sinnar, að Stockholms-
Tidningen finni þetta fólk,
birti nöfn þess og sanni, að
hér hafi Islendingar verið að
verki. Þar við bætist — eins
og leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins bendir á — að sé ein-^.
hver fótur fyrir frétt Stock-
hoIms-Tidningen — hefur þar
ugglaust verið um hrein
„strákapör“ að ræða og
„strákapör og kynþáttaofsóknir
eru tvennt ólíkt“, segir í leið-
aranum. Það er ekkert að ótt-
ast. Svipuð „strákapör'* upp-
hófust að vísu í bjórkjallara
nokkrum suður í Þýzkalandi
fyrir rúmum fjörutíu árum og
enduðu með skelfingu. En
Morgunblaðið er sannfært um
að slík „strákapör“ verði aldrei
framin á Islandi. Á Islandi
vaxa pörupiltar upp, og láta
af óknyttum og verða nýtir
menn — forstjórar, útgáfu-
stjórar, fiskimálastjórar og
jafnvel lögreglustjórar. Morg-
unblaðið þekkir sitt heimafólk,
ungt sem gamalt.
Sú staðreynd þessa máls, að
Jóhannes Manong fékk enga
opinbera fyrirgreiðslu á ís-
landi og fékk ekki að læra að
gera við skemmdar tennur,
vitnar þó allra sízt um að Is-
lendingar ali á kynþáttahatri.
Morgunblaðið veit betur en
nokkur annar, að Islendingar
eru þess ekki umkomnir að
mennta nógu marga menn tfl
að gera við tennurnar í sín-
um eigin börnum. Og beri Jó-
hannes Manong þann „óhróð-
ur“ á borð fyrir Svía, að hann
hafi, að fengnum þessum
upplýsingum, óskað eftir inn-
göngu í einhverja aðra deiid
Háskóla Islands þá er því til
að svara að maðurinn hafði
ekki bevís uppá nein próf. En
í þeim efnum hlýtur Háskóli
Islands að gera mun strangari
kröfur en t.d. brezkir háskól-
ar eða háskólinn £ StokkhólmL
Auk þess er ugglaust erfitt
fyrir háskólaráð Islands að
trúa því að menntamálaráðu-
neyti Dr. Verwoerds sendi
mönnum ekki umbeðin próf-
skírteini séu þau á annað borð
til.
Nei, hér voru greinilega ein-
hverjir maðkar í mysunni.
Það má vel vera,
að Svíar télji sig
hafa efni á að kosta menn
eins og Jóhannes Manong tdl
mennta og hirði ekki um hvort
hann hefur alla pappíra í lagi.
Þeir um það.
Svíár eru rík þjóð. Svo rík-
ir, að þeir hafa talið sig hafa
efni á þvi að undanfömu, að
vanrækja hin hagkvæmu við-
skiptasambönd sín í Suður-
Afríku. Á sama tíma hafa Is-
lendingar aftur á móti neyðzt
til að auka verzlun sína við
það land dag frá degi.
Fullyrðing leiðarahöfundar
Morgunblaðsins: „Kynþáttaof-
sóknir eru Islendingum fram-
andi“, stendur því óhögguð. Og
þótt við hefðum ekki efni á
að sanna hana á Jóhannesi
Manong, þá er ódrengilegt af
Stockholms-Tidningen að níða
okkur vegna þeirrar fátæktar.
Úlfur Hjörvar.
Arangursrík barátta
gegn engisprettum
Eyðileggingar af völdum
engisprettufaraldra hafa verið
óverulegar á liðnu ári, og á
það einkum við um Norður-
Afríku. Aðeins frá Indlandi,
íran og Pakistan hafa borizt
tilkynningar um tjón af völd-
um þeirra, en það hefur verið
tiltölulega lítilvægt.
Þessar upplýsingar er að
finna í nýútkomnu yfirliti frá
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
un S.Þ. (FAO). Hin sérstaka
nefnd þessarar stofnunar, sem
stýrir baráttunni gegn engi-
sprettum, telur nú fullreynt,
að orsakimar til þessa séu
fyrst og fremst nýjar baráttu-
aðferðir, sem beitt hefur verið
í stórum stíl bæði á alþjóðleg-
um vettvangi og innan ein-
stakra ríkja. Nefndin bendir
á, að nú sé fyrir hendi ein-
stæður möguleiki til að halda
engisprettuplágunni í skefjum
um ókomna tíð.
Af þessum sökum hefur for-
stjóri FAO lagt á það ríka
áherzlu við stjómarvöld hlut-
aðeigandi landa, að haft verði
vakandi auga með engisprett-
Framhald á 9. síðu.
I
Skáldhjón gefa út sameiginlegt ritsafn — Öðrum þræði
saga nútímaskáldsögu — Sara Lidman skrifar enn um
Afríku - Átökin í Kenya á morgni sjálfstæðis.
Ihverfulum heimi er ást
þeirra ágætu skálda Elsu
Triolet og Louis Aragon
merkileg staðreynd og líklega
huggunarrík.
Nú eru þessi merku frönsku
skáldhjón önnum kafin við
undirbúning útgáfu sameig-
inlegs ritsafns. Þetta er ekki
auðvelt verk, segir Aragon
í nýlegu viðtali, því að við
byggjum alls ekki á þeirri
einföldu aðferð, að velja
ákveðin verk og birta þau
síðan í réttri tímaröð. Held-
ur setjum við saman tvö
bindi £ einu og koma þau út
samtimis, og þá förum við
ekki eftir réttri tímasetningu
verkanna, heldur byggjum
á þeim innri tengslum sem
til eru á milli verka okkar,
þótt þau svo kunni að vera
skrifuð á ýmsum tfma.
Við skrifum formála næst-
um þvi að hverju bindi (en
alls verða þau 32). Þetta er,
eins og Elsa hefur sagt
„sjálfsævisaga skáldsagna og
smásagna“. Þannig fáum við
bæði tækifæri til að lýsa
þeim tengslum sem eru á
milli veruleikans og verka
okkar. Ef þessum formálum
væri safnað saman sérstak-
lega, myndu þeir segja ævi-
Arag&n
sögu okkar á óvenjulegan
hátt.
Þetta ritsafn verður auk
þess hluti sögu nútima-
skáldsögunnar, skrifuð „inn-
an frá“, og þar er reynt að
lýsa þeim lögmálum sem
stýra lífi þessarar bókmennta-
greinar.
Þetta atriði finnst mér
mjög mikilvægt. Eins og
kunnugt er er gerð allhörð
hríð að skáldsögunni. Þetta
er í sjálfu sér ekkert nýtt.
Bæði Stendahl og Flaubert
höfnuðu vissum skáldsögu-
formum, sem fyrirrennarar
’oeirra höfðu skapað. Þeir
■ejmdu að skapa ný og rúm-
betri form, raunsærri form.
rig gerðu það. En nú er því
vo farið, að er menn veitast
■ð skáldsögunni, þá ráðast
æir fyrst og fremst á raun-
sæisstefnuna, sem aðferð til
endurspeglunar og þekkingar
á veruleifcanum. Því er vöm
skáldsögunnar um leið vörn
fyrir raunsæið — þetta eru
þær vigstöðvar sem nú er
barizt á.
Tfcl
Hin þekkta sænska skáld-
kona, Sara Lidman,
hefiur fengið miklar mætur á
Afríbu. Það er ekki ýkja-
langt síðan hún skrifaði
merka suður-afríkuskáldsögu,
Sonur minn og ég (kom út
á íslenzku 1962). Og nú hef-
ur hún látið írá sér fara
nýja afríkuskáldsögu, sem
nefnist „Með fimm demönt-
um“. Sögusviðið er Kenya, og
Johan Borgen segir í ritdómi
í norska „Dagbladet", að þessi
vel skrifaða bók sé byggð á
svo sannfærandi þekkingu,
að lesarinn mætti vel halda
að höfundur af Kikuyuþjóð
bæri ábyrgð á henni.
Þessi saga er ekki bar-
átturit eins og suðurafríku-
sagan var, henni er svo lýst,
að hún fjalli um mannleg
örlög á miklum og flóknum
tímamótum í sögu þjóðarinn-
ar: þar roætist gömul siða-
boð og kristindómur, rótföst
menning og hrafl af nýtízku
hugmyndum, vaknandi sjálf-
stæðisvitund og nýlendu-
stjómarfar.
Aðalpersónan er ungur
sveitamaéur, Wachira að
nafni, sem fer til höfuðborg-
arinnar, Nairobi, til að vinna
sér fyrir þrim sex geitum
sem hann þarf að greiða
bræðrum unnustu sinnar,
Wamburu, í brúðargjald.
Wachira gerist „boy“ hjá
ýmsum hvítum herrum,
þannig er lesandinn fluttur
inn í ólík hvít heimili og
sér þau með augum hins
svarta þjóns. Og honum veit-
ist erfiðast að þola — ekki
þá sem haldnir eru þræla-
haldarasiðferði, heldur þá
„skilningsríku“ sem tala hátt
og feimnislaust um það, hvað
þeir hafi náð í ágætan þjón:
það sé hægt að skilja skart-
gripaskrín eftir á glámbekk
í húsinu, já meira að segja
sykurkerið. Sykurinn gegnir
hér tvennskonar hlutverki, og
er öðrum þræði tákn. Hung-
ur margra kynslóða hefUr
kallað fram sykurhungur,
sem ekki verður satt yfirleitt.
Sykurinn í teinu hefur meiri
þýðingu íyrir kikuyumann
en teð fyrir þá ensku herra
sjálfa. En hinsvegar er það
líka talið grunsamlegt, að
Wachira stclu ■’ ekki sykri —
það bendir til þess að hann
sé uppreisnargjar.i.
Sambúðin er með þeim
hætti, að hvert smáatvik get-
ur alltaf verið túlkað á tvo
vegu, margvíslegur misskiln-
ingur leiðir til daglegra á-
rekstra Uppreisnin gerist í
þessari bók fyrst og fremst
á sálrænu sviði, þótt hið
pólitíska svið skipi svo einn-
ig verðugan ©g eðlileger sess
Sara Lidman
í bókinni. Almennt er hat- fe
ur manna á auðugum blökku- ®
manni, samverkamanni þeirra
hvítu. Og allir biða í eftir-
væntingu eftir hinum mikla
sigurdegi í sjálfstæðisbarátt-
unni — sumir að visu óá-
nægðir yfir því að það verð-
ur ekki dagur hinna löngu
hnífa.
AUt er þetta margbrotna
efni sagt listavel saman ofið
í slcáldlega og raunsæja heild
og hafi Sara Lidman hér
unnið góðan sigur.
!