Þjóðviljinn - 21.02.1965, Blaðsíða 4
4 SfÐA
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Sjómönnum enn ögrnð
£já. ömurlegi og raunar smánarlegi endir varð á
sjómannaverkfallinu, að LÍÚ tókst að minrika
sjómannshlutinn á þorskveiðum í nót, einmitt
þeim veiðum sem telja má víst að eigi eftir að
aukast mjög næstu árin. Það sem sjómannasam-
tökin fengu fram, var næsta óverulegt. Þátttaka
sjómanna í afgreiðslu málsins var með þeim end-
emum, að fátt sýnir betur í hverri niðurlægingu
stéttarsamtök sjómanna eru. Hlutarskerðingarpost-
ularnir í LÍÚ, undir forystu íhaldsþingmannsins
Sverris Júlíussonar, eru að vonum kampagleiðir
að þeim skyldi enn takast að minnka hlut sjó-
manna, og hafa nú birt í blöðum enn eina áróðurs-
grein um heimtufrekju sjómanna og þörf útgerðar-
manna á meiri gróða, stærri hlut af aflanum. Það
er sami grautur í sömu skál og áður. Engin rök
eru færð fyrir því að hlutur útgerðarinnar eigi
að stækka og hlutur sjómanna að minnka; að sjálf-
sögðu eiga sjómenn að hagnast á því að aukin
tækni gerir þeim kleift að draga stóraukin verð-
mæti á land. Og þeir sem mikla stöðugt fyrir sér
hlut sjómanna á stóru bátunum ættu að muna, að
útgerðin fær sannarlega ekki neinn lítinn hlut
með því aflamagni sem veiðzt- -hefur undanfarin
ár. Menn sem geta snarað þrem miljónum króna
inn í banka til kaupa á nýjum bátum og borgað
báta sína upp á fifri'm árum, auk alls þess lúxus-
lífs og óhófs sem margir útgerðarmenn eru þekkt-
ir fyrir, virðast sannarlega ekki hafa þörf fyrir
stærri hlut og meiri gróða, hvað sem reikningarn-
ir segja.
H“ er svo eftir öðru á þeim bæ, að forystumenn
LÍÚ telja sérstaka ástæðu til að sparka í Sjó-
mannafélag Reykjavíkur undir stjórn íhaldsþing-
mannsins Péturs Sigurðssonar og bandamanns
hans, Jóns Sigurðssonar. og saka þá um að hafa
haldið sjómönnum utan við ákvarðanir um gang
verkfallsins, Skyldi það ekki hafa reynzt svo,
hefðu sjómenn sjálfir getað beitt Sjómannafélagi
Reykjavíkur í þessum átökum, að LÍÚ-broddarn-
ir hefðu ekki komizt í gegn með óþokkabragð sitt
að minka hlut sjómanna á þorsknótaveiðum? En
það nær að siálfsögðu ekki nokkurri átt að halda
engan fund í stærsta sjórpannafélagi landsins í
langvarandi kaupdeilu og verkfalli. og hlýtur að
verða enn ein áminning til reykvískra sjómanna
að þeir verða sjálfir að láta mál félagsins miklu
meira til sín taka en verið hefur.
JJvað eftir annað hefur verið sýnt fram á hér í
blaðinu að sjómannakjörin tekin sem heild
yfir allan flotann og allt árið eru síður en svo nein
afbragðskiör Siómannshluturinn á að stækka, og
aldrei hefur verið meiri ástæða til þess en nú,
vegna hinna gífurlegu verðmæta sem á land ber-
ast vegna vinnu sjómannanna. Það er fáránlegt
,að sjómenu skuli láta minnka hlut sinn á nokkr-
um veiðum begar svo stendur á. og sannarlega
tími til kominn að beir hefji sókn gegn bví íhaldi
og afturhnldi sem hvað eftir annað ræðst á hlut
þeirra. — s.
HÓÐVILIINN
Sunnudagur 21. febrúar 1965
SKÁKÞÁTTURINN
*** ****★★!
Enn frá Hastingsmótinu
Hér á myndinni sést núvcrandi heimsmeistari kvenna í skák, Nona Gabrindasjvilí, (til vinstri)
ásamt sigurvegaranum í nýlega afstöðnu áskore ndamóti, Alla Kushnir. Munu þær tefla einvígi
um heimsmeistaratitil kvenna næsta haust.
Hvítt; Hindle. Svart: Gligoric
SIKILEYJARVÖRN.
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Bg5 e6
7. f4 Be7
8. Df3 Dc7
9. O—O—O Rbd7
10. g4 b5
11. Bxf6 Rxf6
12. g5 Rb7
13. a3 Hb8
(Leikur Matanovic. í Moskvu
1963 lék Gligoric 13. — Bb7
ásamt langri hrókun gegn Tal
og tapaði).
14. Bh3
(Hvassara heldur en 14. h4).
14. Rc5
(Hvitur hótar Bxe6).
15. Hhgl b4
16. axb4 Hxb4
17. 15 Bd7
18. e5! d5
(Eftir dxe5 nær hvítur óstöðv-
andi sókn með dxe6)
19. fxe6 fxe6
20. Rxe6!
(Fórnar manni til að rífa upp
svörtu kóngsstöðuna).
20. Bxe6
21. Bxe6 Rxe6
22. Rxd5 Db7
23. g6
(E'na leiðin til að halda sókn-
inni gangandi, ef nú Hf8 þá
gxh7).
23. Bg5+?
(Afleikur, meiri möguleika gef-
ur Rf4).
24. Hxg5 25. Dc3 Rxg5
(Enda þótt hvítur sé hrók
undir hefur hann stöðu). vinnings-
25. hxg6
26. Rxb4 Hxh2
27. Dc4 28. Rc6 Rf7
(Hótar Dxf7t).
28. Dc7
29. e6 Rd6
30. Dd5 Rb7
31. e7 Og svartur gefst
upp.
Enda þótt Hindle jmni þenn-
an fallega sigur yfir Gligoric,
mátti hann þó lúta í lægra
haldi fyr'r heimsmeistara
kvenna, Gaprindasjvili, sem
sigraði hann glæsilega.
Hvítt: Gaprindasjvili.
Svart: Hindle.
1. e4 c5
2. Rf3 e6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 a6
5. Rc3 Dc7
6. Be2 Rc6
7. Be3 b5
Framhald á 9. síðu.
UPPÞVOTTUR
ULLARTAU
Þvol er dásamlegt til þvotta á Wash’n Wear
skyrtum og yfirleytt öllu handþvegnu, sem
ekki þarf að strauja. Þvol er það bezta, sem völ
er á, betra en sápuspænir til þvotta á ull, silki
og nælon. Þvol töfrar burt óhreinindin og skol-
ast auðveldlega úr. Þvol þvær jafnt í köldu sem
heitu vatni, og skýrir liti í ullartaui. Við upp-
þvott er Þvol ómissandi. Fita og Önnur óhrein-
indi renna af glösum og diskum, og leirtauið
verður skýlaust og gljáandi.
SÁPUGERÐIN FRIGG