Þjóðviljinn - 21.02.1965, Blaðsíða 12
Efnilegir nemendur
reyna krafta sína
og gleðilegir tónar
fylltu hinn litla sal Tón-
listarskólans uppi í Skipholti.
Upphafiö á E-moll fiðlukon-
sert Mendelssohns. Það var
leikið af léttleik og ákveðni:
tvær ungar stúlkur, önnur
sautján ára, hin átján voru að
æfa sig fyrir tónleika, sem
haldnir verða í dag.
Þessir tónleikar eru nokkuð
sérstæðir, sagði Bjöm Ólafs-
son, sem helzt ber ábyrgð á
uppeldi ungra fiðlara í skól-
anum. Við höldum alltaf
nemendatónleika á vorin, þar
sem beztu nemendurnir úr
hverri deild koma fram, svo
og skólahljómsveitin. En nú
á sunnudaginn (þ.e. í dag) kl.
fjögur koma þessar ungu
stúlkur fram á tónleikum,
sem eru þeir fyrstu í þessu
formi. Tónleikar þar sem
mjög efnilegum nemendum
gefst færi á að reyna krafta
- y*>
•* r
Guðný Guðmundsdóttir
Anna Aslaug Ragnarsdóttir.
sína, og skólanum gefst tæki-
færi á að minna á tilveru
sína. Þeir eru haldnir fyrir
nemendur og kennara og allir
tónlistarunnendur eru þar að
auki velkomnir meðan okkar
húsrými leyfir.
Sú sem mun einkum bera
hita og þunga dagsins er
Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari en með henni kemur
fram Anna Áslaug Ragnars-
dóttir píanóleikari. Anna mun
halda sjálfstæða tónleika í
byrjun marz.
Báðar eru stúlkumar frá
tónlistarheimilum — Guðný
dóttir Guðmundar Matthías-
sonar og Anna dóttir Ragn-
ars H. Ragnars á ísafirði.
Guðný tók fyrst á fiðlu sjö
ára gömul og hefur lært hjá
Birni síðan hún var átta ára.
Þessi vetur er sá fyrsti sem
hún getur gefið sig að fiðl-
unni eingöngu — stóð í lands-
prófsstórræðum í fyrra. Og
þrátt fyrir tónlistamám og
almenna skólagöngu, hefur
henni einnig gefizt tími til að
leika með sinfóníuhljómsveit-
inni í meira en ár.
Aðspurð um framtíðaráform
vill hún sem fæstu svara. En
Bjöm kveðst vona að hún
verði sem lengst í skólanum.
Þó játar hann, að öðru tilefni
að þau verkefni sem Guðný
glímir við á þessum tónleik-
um séu fyllilega jafnerfið og
þau sem lögð eru fyrir nem-
endur á burtfararprófi. En
þau eru, auk konserts Mend-
elssohns, sem áður var nefnd-
ur, sónata nr. 6 í E-dúr eftir
Bach, rondo í G-dúr eftir
Mozart og smámunir eftir
Gluck og Tartini-Kreisler. Það
er, sem fyrr segir, verið að
reyna kraftana.
Núna eru um 30—40 fiðlu-
nemendur í skólanum og mik-
ill byr í seglum og mikill á-
hugi hjá fólkinu, segir Bjöm
að lokum og er bjartsýnn sem
endranær ....
Sunnudagur 21. febrúar 1965 — 30. árgangur — 43. tölublað.
Nýr bátur hleypur af stokkunum í
Stykkishólmi
SJALFKJORIÐ I
SJÓMANNAFÉLAGI
HAFNARFJARDAR
Sjómannafélag Hafnarfjarðar
hélt aðalfund sl. miðvikudag.
Fóru fram venjuleg aðalfundar-
störf. Stjórnin var endurkjörin,
og kom einungis fram einn listi
fEFB
Félagar! — Næstkomandi
þriðjudagskvöld kl. 9 ræðir
Geir Gunnarsson alþingismað-
■ur þingmál í Góðtemplarahús-
inu uppi. — Mæt ð vel og
stundvíslega. — Stjórnin.
Kvikmyndasýning verður
ur í dag eins og aðra
sunnudaga að Tjarnargötu
20 fyrir böm félaga í flokki
og fylkingu. Hefst hún
klukkan 2 og verða sýndar
margar skemmtilegar mynd
ir.
STARFSNEFND.
um kjör stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs., .
Stjórn ' Sjómanafélags Hafn-
rf jarðstf' skipa þessir menn:
Fprmaður Kristján Jónsson
Varaformaður Jónas Sigurðsson
Ritari Ólafur Brandsson
Gjaldkeri Guðmundur Ragnars-
son.
Varagjaldk. Óskar Vigfússon
Varastjórn: Ingimar Kristjáns-
son og Ólafur Ólafsson.
Auk stjórnar eiga sæti í trún-
aðarmannaráði félagsins þessir
menn: Eyjólfur Kristjánsson,
Hilmar Arnórsson, Eyjólfur
Marteinsson, Þorlákur Sigurðs-
son, Eysteinn Illugason, Ólafur
Sigurgeirsson
Varamenn i trúnaðarmanna-
ráð: Sigfús Svavarsson, Sigurður
Eiðsson, Eysteinn Guðlaugsson,
Aðalsteinn Guðmundsson, Karel
Karelsson, Sigurður Pétursson.
Norðmenn
veiða vel
1 gærmorgun höfðu Norð-
menn veitt sína fyrstu miljón
hektólítra af stórsíld á þessari
vetrarvertíð. Kl. 12 á föstudagse-
nótt höfðu borizt á land 964.-
345 hl. af stórsíld, en á sama
tíma í fyrri ekki nema 186.000
hl. Veiðarnar hófust fyrr í fyrra
en nú, en gengu mjög illa fram-
an af vegna illrar veðráttu.
Dagsafli var á föstudag 358.000
hektólítrar og er það nýtt met.
Um klukkan 4 s.I. fimmtudag
varð það slys í Keflavík að 6
ára telpa, Ása Ingþórsdóttir að
nafni, varð fyrir stórum vöru-
bíl og slasaðist svo mikið að
KRISTJAN JÓNSSON hún lézt í sjúkrahúsi Keflavík-
formaður Sjómannafélags Hafn- ur af afleiðingum slyssins í
arfjarðar. I fyrradag.
Þrír Svíar keppa
á sundmóti A og KR
n
Sýning Veturliða Gunnarsson-
ar í Listamannaskálanum stend-
ur til kl. 10 í kvöld. Aðsókn
hefur verið mjög góð og 27
myndir hafa selzt.
Allra síðasta tækifæri er því
fyrir fólk að sjá sýninguna í
dag.
Þymirós framsýnd
Á föstudagskvöld fór fram í,
Háskólabíó íslenzk frumsýning á |
sovézku ballettmyndinni Þyrni- !
rós. Meðal viðstaddra voru for-
seti íslands, forsætisráðherra og
menntamálaráðherra.
Áður en sýning hæfist fluttu
þeir ávörp sendiherra Sovétríkj-
anna Nikolaj Túpitsín og Gylfi
Þ. Gíslason menntamálaráð- i
herra. Sendiherrann kynnti
áhorfendum þau Öllu Sízovu og
Júrí Solovjof, sem dansa aðal-
hlutverkin í myndinni. Sízova
mælti nokkur orð, lýsti ánægju
sinni með ferðina hingað og
kvaðst vona, að ballettflokkur
söngleikahússins í Leníngrad,
sem þau Solovjof starfa við, ætti
eftir að koma hingað og sýna
hér list sína. Menntamálaráð-
herra lýsti ánægju sinni yfir
hingaðkomu merkrar kvikmynd-
ar og góðra gesta og kvaðst
vona að hvorttveggja yrði til
þess að treysta enn ágætan vin-
skap milli íslenzkrar og sov-
ézkrar þjóðar.
★
Sýningargestir tóku myndinni
ágætlega og hylitu dansfólkið
innilega að henni lokinni.
Tveir piltar og ein stúlka
úr hópi hinna efnilegu yngri
sundmanna í Svíþjóð eru
væntanleg hingað til Reykja-
víkur í dag, en á þriðjudags-
og miðvikudagskvöld taka
bau þátt í sundmóti KR og
Ármanns sem háð verður í
^"ndhöll Reykjavíkur.
Hinir sænsku gestir KR og
Ármanns eru þau Claes-Göran
Anderson frá Gautaborg. Thn-
mas Johnson frá Skövde og Eva
Ferm frá Borás. Andersson
keppir i skriðsundi og flug-
sundi, en hann hefur nú synt
100 metra skriðsund á 57,6 sek.
og 100 m. flugsund á 1.02,0 mín.
Johnson er bringusundsmaður
og hefur náð tímanum 2.41,0
mín. á 200 metrunum, en Eva
Ferm er jafnvíg á bringusund
og skriðsund. I 100 m bringu-
sundi á hún beztan tíma 1.26,0
mín og í 100 metra skriðsundi
1.09.0 mín. Af framansögðu er
ljóst að búast má við jafnri og
spennand: keppnj milli sænsku
gestanna og beztu tslendinganna
í Sundhöllinni á þriðjudag og
miðvikudag.
pyrri dag mótsins verður
keppt í þessum greinum: 100
metra skriðsundi karla, 200 m.
bringusundi karla, 200 metra
fjórsundi karla, 100 m. bringu
sundi kvenna, 100. metra skrið-
sundi kvenna, 100 metra skrið-
sundi drengja, sem fæddir eru
1949 og síðar, 100 metra bringu-
sundi sveina (f. 1951 og síðar)
50 metra baksundi stúlkna, sem
fæddar eru 1949 og síðar. Enn-
fremur í tveim boðsundum:
3x100 metra þrísundi karla og
4x50 metra skriðsundi kvenna.
Keppnisgreinar síðari móts-
daginn eru þessar: 200 m. skrið-
sund karla, 100 metra bringu-
sund karla, 100 metra flugsund
karla, 100 metra baksund karla,
200 m. bringusund kvenna, 50
metra flugsund kvenna, 100 m.
skriðsund sveina (f. 1951 og síð-
ar), 50 metra skriðsund telpna
(f. 1951 og síðar), 4x50 metra
skr ðsund karla og 4x50 metra
bringusund kvenna.
STYKKISHÓLMUR 20/2 — í
dag var hleypt hér af stokkun-
um tæplega 70 tonna vélbát hjá
skipasmíðastöffinni Skipavík h/f,
þetta er fyrsti vélbáturinn er
stöðin smíðar og jafnframt sá
stærsti, sem hefur verið smíð-
aður hér á staðnum.
Þetta er tréskip meff 20 hest-
afla Kelvin diesel-aðalvél og
ijósavél er sömuleiðis frá Kelv-
in. Báturinn verður afhentur
cigendum, sem er hlutafélagiff
Rán um mánaðamát marz —
apríl og hefur þá tekið 10Vt
mánuð að smíða hann.
Báturinn verður gerður út
frá Stykkishólmi og skipstjóri á
honum verffur Jóhannes Guð-
varffarson.
Leikfélag Flateyringa sýnir Bieder-
mann og brennuvargana
Leikfélag Flateyrar æfir nú
af kappi leikritið „Biedermann
og brennuvargarnir” eftir sviss-
neska höfundinn Max Frisch.
En leik þennan sýndi leikfé-
lagið Gríma í Tjamarbæ í R-
vík fyrir tveim árum. Frumsýn-
ingin á Flateyri er fyrirhuguð
í byrjun marz. Leikstjóri var
fenginn frá Reykjavík, Erling-
ur E. Halldórsson og hefur hann
dvalizt á Flateyri að undanförnu
við æfingar á leikritinu. Með
aðalhlutverk fara: Kristján Guð-
mundsson, bakari, sem jafn-
framt er formaður leikfélagsins,
Eysteinn Gíslason og Einar Odd-
ur Hjartarson. Nokkur smærri
hlutverk eru í leiknum og enn-
fremur syngur kvartett slökkvi-
liðsmanna; söngstjóri er Emil
Hjartarson. 1 fyrra gerði Leik-
félag Flateyringa víðreist um
Vestfirði með leikrit sem það
hafði þá á takteinunum; sýndi
það 14 sinnum og er búizt við
að sýningar á Biedermann verði
ekki færri.
Björgun h.f. eignast Susan Reith
RAUFARHÖFN 18/2 — Eigenda-
skipti hafa nú orðið á Susan Reith,
og fékk Björgun h.f. skipið gegn
því að láta af öllum kröfum um
björgunarlaun. Skipið situr enn
fast á skerinu,ogundanfarna daga
hefur verið unnið að því í
blankalogni og blíðu að bjarga
1 land ýmsum verðmætum úr
því. Skipið er mjög illa farið
og er talið að miðhluti þess sé
gjörónýtur, og er talið fullvíst
að það verði ekki hreyft í heilu
lagi. Heyrzt hefur hér að hinir
nýju eigendur hafi fullan hug
á að láta smíða nýjan miðpart
í skipið og koma því |i flot.
Norðurlandsborinn að Laugarhól
AKUREYRI 18/2 — Fyrirhugað
er að næsta verkefni Norður-
landsborsins verði v:ð Laugar-
hól sunnan Glerár. Um þessar
mundir er unnið að því að lag-
færa veginn sem liggur að bor-
stæðinu við Laugarhól, svo tak-
ast megi að koma bornum þang-
að. Síðast var unnið með bor-
inn á Laugalandi í Þelamörk
og var þar boruð 1088 metra
djúp hola sem gefur 12 sekúndu-
lítra af 89 stiga heitu vatni.
Mestur hiti mældist vera á um
500 metra dýpi, ,eða 92 stig, en
fór heldur lækkandi eftir því
sem neðar dró. Borinn verður
tekinn sundur við Laugaland og
fluttur á borstæðið við Laugar-
hól. Vinna við flutninga og sam-
setningu borsins mun taka nokk-
urn tíma og er óvíst hvenær
framkvæmdir hefjast við Laug-
arhól.
Þjófur á Raufarhöfn
Kongéstjórn
Kongóstjóm hefur vísað úr
landi sautján kennurum, sem
störfuðu í landinu á vegum UN-
ESCO. Var þeim gefið að sök
að hafa í frammi undirróður í
landinu.
Flestir voru kennararnir Eg-
yptar.
RAUFARHÖFN 20/2 — Þyrill
kom hingað til Raufarhafnar í
fyrradag til að taka lýsi. Ein-
um skipverja nægði þó ekki lýs-
ið heldur brauzt inn í skrifstof-
uhús Síldarverksmiðjunnar.
Þar komst hann inn í auða í-
búð, sem er uppi á lofti. Ekki
náöi hann í neitt fémætt, en
braut þess í stað tvær hurðir,
sem metnar eru á þúsund krón-
ur.
Eftir að hafa heimsótt síldar-
verksmiðjuna vippaði hann sér
yfir götuna og brauzt inn í
kjallara pósts og síma. Ekkert
fann hann þar utan tvœr máln-
ingardósir.
Víkur þá sögunni að Valtý
Hólmgeirssyni póst- og sfm-
stöðvarstjóra, er býr í sama húsi.
Vaknar hann við mikinn hávaða
neðan úr kjallara og fer niður.
Er niður kemur hefur fyrrnefnd-
ur skipsverji af Þyrli tekið sér
málningardollurnar í hönd og
hamast nú við að hella máln-
ingu á gólfið. Urðu miklar rysk-
ingar milli Valtýs og skipverj-
ans og flýði sá síðarnefndi að
lokum. Hafði Valtý tekizt að
ata hann málningu áður, svo
að hann þekktist aftur.
Safnaði Valtýr liði og leit
hófst að pTtinum, fannst hann
eftir nokkra leit um borð í
skipi sínu, þar sem skipsfélag-
ar hans höfðu sett hann í járn.
Kom upp úr kafinu, að með
honum í för var félagi hans, en
talið er að sá hafi ekki átt hlut-
deild í innbrotunum, en fylgt
honum eftir, í von um að af-
stýra vandræðum.
Var pilturinn geymdur um
borð í Þyrli um nóttina, en síð-
an sendur til sýslumanns:ns á
Húsavík með m/s Heklu. Ekki
er talið að hann hafi framið
innbrot þessi af ráðnum hug,
heldur hafi hér einungis verið
um að ræða fylleríisóra.
Verður reist síld^n'^rksmiðja á
Hornafirði
HÖFN, Hornafirði 18/2 — Hér
á Hornafirð' er mjög mikill og
almennur áhugi ríkjandi fyrir
byggingu síldarverksmiðju á
staðnum og er það ekki að
undra því Hornafjörður liggur
vel við síldarmiðunum á vissum
tíma árs. Það var hreppsnefndin
sem fyrst hreyfði þessu máli ca
var strax hafizt handa um að
koma þessu máli fram. Kaup-
félagsstjórinn okkar er í Reykja-
vík þessa dagana til að athuga
mögule'kana á þessu og næstu
daga er von á manni frá Rvík
til að athuga allar aðstæður hér
fyrir síldarverksmiðju.
Líklegt er talið að síldarsölt-
unarstöð taki til starfa hér á
hrekku í Mióafirði í s.umar og
eru bað aðkomumenn sem ið
þeim framkvæmdum standa.