Þjóðviljinn - 23.03.1965, Qupperneq 6
6. SB,Í
H6ÐVILIINN
Þriðjudagur 23. marz 1963
Af merku sovézku bókmenntariti — Stefna Tvardov-
skís — Látum ungviðið ærslast — Pasternak og Matt-
hías — Akhmatova - Endurminningar Erenbúrgs —
Bókmenntir og hungur.
Aþeim dögum þegar dul-
arfullar myndir af sov-
ézkum háloftaköppum fylla
forsíöur heimsblaSa, þá er
líklegt að ýmisleg tíðindi í
sovézkum menningarmálum
fari fram hjá mönnum. Og
það hafa líklega fáir tekið
eftir því erlendis, að nú um
þessar mundir er áhrifamesta
bókmenntatímarit landsins
fertugt.
Tímarit þetta hefur annars
alloft komið við sögu í
heimsfréttunum. Það heitir
Noví mír (Nýr heimur). Þeg-
ar það hóf göngu sína ánð
1925 var hinn fjölhæfi og
víðsýni Anatolí Lúnatsjarskí,
fyrsti menntamálaráðherra
Sovétstjórnarinnar, einn af
ritstjórum þess. Og hann
setti því snemma það hlut-
verk, að það gæti orðið sam-
eiginlegur grundvöllur fyrir
ólíkar stefnur, ólíka rithöf-
unda, nokkurs konar samein-
ingartákn í þeim harðvítugu
bókmenntadeilum sem háðar
voru í Sovétríkjunum allan
hinn þriðja áratug aldarinn-
ár og fram á þann fjórða.
Þannig birti ritið hlið víð
hlið verk eftir reynda bolsé-
víka eins og Serafímovítsj,
umdeilda nýjungamenn eins
og Babel, og „samfylgdar-
menn“ byltingarinnar, sem
smám saman voru að finna
sér stað innan hins sovézka
þjóðfélags, eins og Alexei
Tolstoj, fyrrum greifa, höf-
und „Píslargöngu" og „Péí-
urs mikla”.
Noví mír fékk þannig
snemma á sig töluvert nafn.
Síðan hefur margt á daga
ritsins drifið, sem of langt
mál yrði að telja upp hér —
og auðvitað varð það, eins
og önnur málgögn, fyr;r
miklum skakkaföllum f
hreinsununum 1937—39 og
því andrúmslofti sem þar af
leiddi. Nema hvað árið 1950
gerðust þau ágætu tíðindi í
sovézku menningarlífi, að
skáldið Alexandr Tvardovskí
varð ritstjóri þessa þýðingar-
mikla rits. Síðan hefur það
eflzt og aukizt að áhrifum
með ári hverju — upplag
þess í dag er að vísu ekki
ýkjastórt (á sovézkan mæ!;-
kvarða) — 120 þúsund eintök,
en fá rit eru lesin með því-
líkri athygli af sovézkum
menntamönnum, ekkert rit
hefur jafn raunhæf áhrif á
þróun andlegs lífs i landinu.
Ritstjórinn, ' Tvardovski,
skrifar grein um stefnu No-
ví mír í afmælishefti ritsins.
Hann leggur þar áherzlu á
tvö atriði einkum: að ritið
hafi reynt að veita lifandi
andsvar við þörfum þjóðar-
vitundarinnar. Og að það hafi
stefnt að því að bókmennt-
irnar væru ekki aftaníossi
pólitískrar starfsemi og
blaðamennsku, takmörkuðu
sig ekki við að lýsa þvi, sem
þegar væri tekið til umræðu
og lausnar í dagblöðum eða
á pólitískum vettvangi, held-
ur légðu sem mest út í sjálf-
stætt landnám, virka könnun
á þjóðlífinu — sem síðan gæti
hlotið andsvar á öðrum svið-
um félagslegrar starfsemi.
Og víst hefur Noví mír
sinnt hvorutveggja með all-
góðum árangri. Til dæmis
þeirri þörf fyrir uppgjör við
fortíðina, sem hlaut að sigla
í kjölfar Stalínstíma. Það
var einmitt Noví mír sem
birti sögu Dúdíntséfs. „Bkki
af brauði einu saman“ og
hina gagnmerku fangabúða-
skáldsögu Solzjentsíns, sem
fræg hefur orðið um allan
heim. Og fleira hefur ritið
birt af þeim hlutum en
skáldsögur — það hefur gef
ið lesendum kost á að kynn-
ast ágætum sýnishomum aí
þeim mikla fjölda endur-
minninga sem streymt hafa
til sovézkra ritstjóra síðan
1956 frá alls konar fólki,
heimsfrægum rithöfundum og
fólki sem varla hafði „haldið
á penna” áður. En tímar þeir
sem á undan fóm vom varla
hliðhollir slíkum skriftum:
menn eiga ekki auðvelt með
að skrifa sína persónulegu
sögu ef þeir verða að þegja
yfir harmleik sem öllum kom
við.
Um þá viðleitni Noví mir
að hefja fyrst allra umræð-
ur um þýðingarmikil vanda-
mál samtímans mætti margt
skrifa. Það nægir hér að
minna á það, að einmitt i
þessu riti hófu menn eins og
Ovétsjkín og Dorosj alvarleg-
ar kappræður um ýmisleg
vandamál hinna rússnesku
sveita, þar sem enn í dag
býr um helmingur lands-
Y PP
\ i'-'M
% '#•
’Í&iiiSii-Í'ÍÍÍHtÍiáÍÍÍÍ
Alexci Tolstoj
manna, þau vandamál sem
hafa valdið forystumönnum
landsins mestum höfuðverK
síðasta áratug, og verður það
frumkvæði líklegaseint þakk-
að sem skyldi.
Iafmælisheftinu kennir
margra grasa. Dorosj er
þar mættur með sína bænd-
ur, Erenbúrg birtir upphaf
sjöttu bókar endurminninga
sinna, Kedrof rekur sögu
þeirrar þýðingarmiklu styrj-
aldar um líffræði sem Lisen-
ko hefur staðið fyrir í nær
tvo áratugi. Ljóðskáld leggja
fram góðan skerf til þessa
rits. Allt í einu uppgötvum
við að meðal Balkíra (Bal-
kírar eru örsmá þjóð uppi í
Kákasusfjöllum) er til ágætt
skáld, Kúlíef heitir hann.
Hann yrkir um þann dapur-
leika sem er allt í einu sezt-
ur að okkur án þess að gera
boð á undan sér, kannske
fylgdi hann regninu, ef til
vill fölu grasi — en þar eð
svo er nú komið, segir hann,
skulum við ekki eyða tíman-
um til einskis en hlusta á
regnið eins og öldungar fjall-
anna og mæla ekki óþörf orð
hver við annan. Anna Akh-
matova á þarna nokkur smá-
kvæði og fínlega ofin — þessi
aldraða skáldkona er nýkom-
in heim frá Italíu þar sem
hún var sæmd bókmennta-
verðlaunum á þingi evr-
ópskra rithöfunda. Og það er
freistandi að nema staðar við
þessi kvæði, þótt ekki væri
nema í fátæklegri endursögn.
Þannig minnist hún Úzbe-
kistan: „Gaupu augu þín,
Asía, hafa tekið eftir ein-
hverju, hafa komið upp um
eitthvað það í mér, sem áður
var falið, einhver afkvæmi
kyrrðarinnar, erfið og þrevt-
andi eins og hádegissólin í
Termez. Eins og uppsprettu-
lindir minnisins hefðu
streymt fram í vitund mína
í logandi hraunflóði. Eins
og ég drykki mín eigin tár
úr lófa annarra."
Kvæði er £ þessu hefti eft:r
þann fræga friðarspilli
Évgení Evtúsjenko. Évtiisjen-
ko er fráleitt mesta skáld
sinnar samtíðar í Sovétríkj-
unum, en hann hefur verið
öðrum þarfur ólátabelgur,
duglegur dráttarhestur fram-
faranna. Kvæðið heitir „Ball-
aðan um veiðiþjófinn". Þar
segir frá fiskimanni sem mik-
ils er metinn í sínu héraði
fyrir ríkulegan afla sem hann
dregur úr ánni Pestjora. En
í raun og veru er þessi mað-
.ur illa að velgengni sinni
kominn: hann veiðir sinn fisk
í net af ólöglega smárri
möskvastærð. En þá gerist
það, að fiskarnir ásækja
manninn £ draumi og mæla
þá sitt af hverju sem ekki
verður skilið öðru vfsi en
fremur gagnsæ heilræði um
menningarpólitík yfirleitt:
>,Og ef ekki verður án neta
komizt £ þessu lifi, þá feiga
netin þó að minnsta kosti að
vera lögleg. Eldri fiskarnir
eru þegar flæktir f net og
geta ekki losnað, en ungvið-
ið hefur Ifka ánetjazt — til
hvers að drepa ungviðið?
Gerðu möskvana stærri —
látum ungviðið ærslast áður
en það verður biti á fati ...“
Spurzt hefur að von væri á
ljóðasafni Pasternaks, en
úrval ljóða hans var síðast
gefið út f Moskvu 1961 (M.a.
s. Matthfas Johannessen hafði
af þvf miklar áhyggjur ný-
lega, að sovézkir hefðu fram-
ið þau helgispjöll á Paster-
nak að skipta um orð í einu
kvæða hans, setja „vinna“ í
stað „þjáningar"; þarna þótti
Matthíasi komin sú sovétíser-
ing andans, sem margfalt
hættulegri væri en amerísk
áhrif á Islandi, dátasjónvarp
innifalið. Nú má hugga Matt-
hías með þvf, að í þessu
kvæði (sem einmitt birtist í
úrvalinu) er þjáningin á sín-
um stað, þeirri hættu fyrir
íslenzka mennirtgu er þannig
bægt frá í bili og Matthías
þarf ekki að berjast nema á
einum vígstöðvum, guði sé
lof, það er víst nógu erfitt
samt). En hvað sem þeim út-
gáfuáformum líður, þá birtast
í afmælisheftinu nokkur Ijóð
úr fórum Pasternaks sem
ekki munu áður prentuð þar
eystra. Auk þess birtast þar
tvær ritsmíðar Pasternaks
frá styrjaldarárunum. Sér-
kennilegur vitnisburður um
Pastemak sem pólltiskan
Pastemak
Erenburg
hugsuð, og um uppgjör hans
við Þýzkaland, sem hann
sjálfur sótti menntun sína t*l.
Hann kemst svo að orði:
„1 Hitlerismanum hefur
Þýzkaland á furðulegan hátt
glatað pólitísku frumkvæði.
Verðleikum þess hefur verið
fórnað fyrir annars flokks
hlutverk. Upp á landið hefur
verið þröngvað því hlutskipti
að vera íhaldssöm athuga-
semd við sögu Rússlands. Ef
Rússland byltingarinnar þurfti
á spéspegli að ha^da, sem af-
skræmdi drætti hennar f grettu
haturs og skilningsleysis, þá
höfum við hana hér: Þýzka-
land hefur tekið að sér að
búa hana til. Þetta verkefni
er lítilfjörlegt, það er á því
það útkjálkasnið, sem kemur
greinilegar fram fyrir þær
sakir að það er kallað heims-
sögulegt.
Alla nítjándu öldina, og
einkum undir lok hennar,
vann Rússland að menntun
sinni, hratt og með góðum á-
rangri. Andi víðfeðmi og
sammannleika nærði skilning
þess. Upphaf snilldarinnar,
sem undirbjó byltingu okkar
sem þjóðlegt og siðferðilegt
fyrirbæri (vér dirfumst ekki
að dæma um pólitískan und-
irbúning hennar — það er
ekki sérgrein vor) dreifðist
jafnt og gegnsýrði það and-
rúmsloft sem ríkti áður
en stórtíðindin gerðust . . .
Snilldin er innborinn réttur
til að leggja sinn eigin mæli-
kvarða á alla hluti, sú til-
finning að þú sért í kallfæri
við alheiminn, tengdur sög-.
unni fjölskylduböndum . . .
Snillingurinn er upprunaleg-
ur og ekki áleitinn. Hinar
sömu eigindir nýjungar og
frumleika skópu byltingu
vora.
Og ávallt (víkur Pastemak
að Þýzkalandi aftur) fylgir
einhver öfundsjúk miðlungs-
mennska hinu hrjúfa örlæti
hins náttúrlega hæfileika-
manns. Miðlungnum finnst
hegðun hins gæfusama keppi-
nautar sérvizka og brjálæði.
Hinn fáfróði byrjar á pré-
dikunum og endar á blóðsút-
hellingum”....
Eins og fyrr segir birtir
Noví mfr nú nýja kapí-
tula úr endurminningum Er-
enbúrgs. Hann segir þá frá
fyrstu eftirstríðsárunum; frá
ferðalagi sínu um Austur-Evr-
ópu: frá bjartsýni unga fólks-
ins, frá skortinum, frá þvf
hatri milli þjóða sem styrj-
öldin sáði til, frá áhyggjum
róttækra listamanna, sem þeg-
ar höfðu heyrt ásakanir um
„formalisma”. Hann tilfærir
og einkennilegar sögur um
Stalín — nefnir dæmi þess
að Jósef hafi tekið upp
hanzkann fyrir rithöfunda (þ.
á.m. Erenbúrg sjálfan) sem
nefnd sú er úthlutaði Stalín-
bókmenntaverðlaununum fann
ýmsar „villur” hjá. Ekki fer
Erenbúrg þó út í þessa sálma
til að bera í bætifláka fyrir
gamla manninn, nefnir reynd-
ar dæmi þess að slfk „sam-
úð” Stalíns hafi reynzt enda-
slepp þegar á reyndi, heldur
neyðist hann til að hrista
höfuðið og segja: Því meir
sem ég hugsa um Stalín því
minna skil ég.
En að þessu sinni vil ég
tilfæra alllanga fvitnun í
þennan þátt endurminning-
anna, sem að mörgu leyti
bregður ljósi yfir afstöðu
Erenbúrgs, og að mínu viti,
margra þeirra manna sem
helzt hafa veg og virðingu af
því tímariti sem hér er rætt.
1 Leníngrad kynntist Eren-
búrg stúlku sem hafði lifað
af hörmungar umsátursins um
borgina. Hann segir:
„fTtil mín kom stúlka og
X sagði: Þér munið að lík-
indum skrifa um stríðið. Ég
bjó hér allt umsátrið, vann,
hélt dagbók. Lesið hana,
máske verður hún yður að
nokkru gagni .... Þá um
nóttina fór ég að lesa dag-
bókina. Lýsingar hennar voru
fáorðar: svo og svo mörg
grömm af brauði, svo og svo
mikið frost, Vasíléf dó, Nadja
er dáin, systir mín er dáin
...... Svo veitti ég athygli
setningum sem þessum: „önnu
Karenínu í alla fyrrinótt”,
„Madame Bovary f alla nótt”.
Þegar stúlkan kom til að
sækja dagbókina spurði ég:
Hvemig tókst yður að lesa á
nóttinni? Það var ljóslaust,
ekki satt? — Auðvitað var
ekkert ljós að fá, sagði hún.
Ég hugsaði á nætumar um
bækumar sem ég hafði lesið
fyrir stríð. Það hjálpaði mér
til að beriast við dauðann”..
... Ég man fá orð sem hafa
haft meiri áhrif á mig, oft
hef ég vitnað til þeirra er-
lendis er ég hef reynt að gera
grein fyrir því, hvað það var
sem hjálpaði okkur til að
standast allar raunir. 1 þess-
um orðum felst ekki einungis
viðurkenning á mætti listar-
innar, þau eru upplýsingar
um eðli okkar þjóðfélags.
Júrí Olésja skrifaði einhverju
sinni leikrit; þar er kona sem
heldur tvo lista: á annan
skráir hún „glæpi“ byltingar-
innar, á hinn „velgjörðir”
hennar. Á síðustu árum hefur
margt verið sagt um fyrri
listann — en glæpina ber ekki
að skrifa á reikning bylting-
arinnar, þeir voru framdir í
trássi við grundvallaratriði
hennar. Að því er „velgjörð-
ir” hennar varðar, þá eru þær
í raun réttri tengdur eðli henn-
ar. Ef ég man rétt, þá segir
þessi persóna leiksins, að
byltingin hafi fengið smalan-
um í hendur bók um jarðlík-
an. Stúlkan sem hélt dag-
bókina, fæddist árið 1918 í af-
skekktu þorpi, stundaði nám í
kennaraskóla, varð hjúkrunar-
kona rétt fyrir stríð. Ekki að-
eins sú staðreynd, að á hræði-
legum nóttum umsátursins gat
hún rifjað upp þær dásam-
legu bækur sem hún hafði áð-
ur lesið, heldur og það, að
hún furðaði sig á undrun
minni, er tengd eðli hins sov-
ézka þjóðfélags. Það veitti
mér síðar styrk á hinum erf-
iðustu stundum, að ég vissi
þetta”....
A. B.
Shakespcaxe.
Shakespeare
mest þýddur
| | Árið 1963 var 400 ára
afmælis Shakespeares
minnzt með hátíðahöldum
víða um lönd; í sambandi
við afmælið voru verk
hans þýdd á fjölmörg
tungumál, þannig að þau
voru jafnvel meira þýdd
en Biblían, sem venjulega
er í efsta sæti. Verk Krús-
tjofs, sem árið áðurhöfðu
verið í öðru sæti, eru nú
komin miklu neðar á list-
ann.
Skýrslan um þýðingar á hin
ýmsu tungumál er birt af
Menningar- og vísindastofnun
Sameinuðu þjóðanna (UNES-
CO) f ársritinu „Index Trans-
lationum". Síðasta yfirlit tók
til ársins 1963.
Á því ári voru gefnar út
35.143 þýðingar í 69 löndum
(árið 1962 32.787). Efst á blaði
voru Sovétríkin með 4.357 þýð-
ingar, þar næst Þýzkaland með
3.710, Niðurlönd með 2.194.
Svíþjóð var í tíunda sæti með
1156 þýðingar og Danmörk í
ellefta sæti með 1086. í
Finnlandi voru þýðingamar
Jean Paul Satre.
695, á Islandi 118 og í Noregi
650.
Verk Shakespeares voru þýdd
207 sinnum og Biblían eða
hlutar úr henni 181 sinni. Len-
in var í þriðja sæti með 148
þýðingar. Árið 1962 var röð-
in þannig: Biblían 221, Krústj-
off 204, Lenín 182
Verk Tolstoís eru nálega
alltaf mest þýdd allra skáld-
sagna. Árið 1963 voru verk
hans þýdd 94 sinnum. John ■
Steinbeck var þýddur 93 sinn-
um og Jules Veme 84 sinnum.
Nóbelsverðlaunahöfundar eru
mikið þýddir. Verk eftir Je- -
an-Paul Sartre voru þýdd 45
sinnum, þó hér sé um að ræða
árið áður en honum voru veitt
Nóbelsverðlaunin.
(Frá S. Þ.).
Lenín.
i
l
i
é
t