Þjóðviljinn - 23.03.1965, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 23.03.1965, Qupperneq 12
3374 SÓTTU ALMENNA STARFS- FRÆDSLUDAGINN SL. SUNNUDAG □ Tíundi almenni staxfsfræðsludagurinn í Reykjavík var haldinn þann 21. marz sL í Iðnskólanum í Reykjavík. Dagurinn hófst á þvi að leiðbeinendur komu saman í Há- tíðasal Iðnskólans klukkan 13,20. í Hátíðasalnum sungu stúlkur undir stjóm Jóns G. Þórarinssonar íslenzk þjóðlög. Þá flutti forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson ávarp. Hóf forsetinn mál sitt á því að þakka forgöngumönnum starfsfræðslunnar í landinu og leiðbemendunmn, sem nm 10 ára skeið hafa leiðbeint æskunni um framhaldsnám og störf án nokkurs endurgjalds. i >'■ ' ■ . mir' : J liIliISS IHMI Um stálskipasmídi spuröu 90 og 80 heimsóttu Stálvík við Arnarvog. 70 vildu fræðast um jámiðnaðirm og 200 um tækni- fræðL Ferðamál voru nú kynnt í fyrsta sinn á starfsfræðsludeg- inum og spurðu 150 um þau. Um höggmyndalist spurðu 7 og hálega 60 um leiklist. Fjöldí fólks skoðaði fræðslu- sýningar byggingarefnarann- sókna og iðnaðardeildar, var Framhald á 9. síðu. Þriðjudagur 23. marz 1965 — 30. árgangur 68. tölublað. Forseti Islands ræðir við sk ipasmiði. — (Ljósm. Þjóðv. A. K). Fjárhús og hlaða brenna í sinueidi Á sunnudagsnóttina brunnu fjárhús og hlaða sem stóðu í svonefndu Flatahrauni við Hafn- arfjörð. Höfðu unglingar kveikt í sinu þarpa skammt frá og breiddist eldurinn út um stórt svæði og komst í fjárhúsin og hlöðuna. Voru þau alelda er slökkviliðið kom á vettvang og tókst ekki að bjarga neinu sem í þeim var. Hins vegar tókst að verja þriðja húsið sem var á- fast við þau. Eigandi húsanna var Gunnlaugur Stefánsson kaupmaður, hafði hann engar kindur í fjárhúsunum en geymdi í þeim timbur og fleiri bygg- ingarvörur. Byggingarvörurnar voru allar óvátryggðar og er tjón eigandans því mikið. Ráðisl á stúlku á götu á Akureyri Aðfaranótt sl. laugardags var ráðizt á stúlku sem var ein á gangi eftir Hrafnagilsstræti á Akureyri og hlaut hún talsverða áverka og taugaáfall. Var það drukkinn piltur 18 ára að aldri, sem á hana réðist og kveðst hann ekk- ert muna um atburð þennan. Atburður þessi átti sér stað um kl. 1.30 um nóttina. Var stúlkan á leið heim til sín og var komin á móts við heimavist menntaskólans við Hrafnagils- stræti. Vissi hún ekki fyrr til en maður réðist að henni og greip fyrir kverkar henni. Stúlk- unni tókst að slíta sig lausa eft- ir nokkur átök og hrópaði hún þá á hjálp. Heyrði nemandi í heimavistinni óp hennar og hringdi á lögregluna. Á meðan gerðist það að árásarmaðurinn réðist aftur á stúlkuna og slengdi henni í götuna og hlaut hún þá meiðsli á höfði. f því bili bar lögregluna að og skakkaði hún leikinn og tók árásarmanninn í sína vörzlu. Stúlkan fékk taugaáfall auk þess sem hún meiddist á höfði og hálsi og einnig rifnuðu föt hennar í átökunum. Við yfir- heyrslu á laugardaginn þar árás- armaðurinn það að hann myndi ekkert af því sem gerzt hefði vegna ölvunar. Pilturinn er 18 ára gamall. Talar um raf- segulfræðina Verkfræðingafélag fslands heldur fund í kvöld, þriðjudag, í Tjamarcafé uppi. Á dagskrá fundarins er m. a. erindi um undirstöðuatriði rafsegulfrseð- innar, sem Þiorbjörn Sigurgeirs- son prófessor flytur. Að loknú ávarpi forseta ís- lands söng stúlknakór á ný. Ól- afur Gunnarsson sálfræðingur þakkaði forseta ávarpið, leið- beinendum samstarf og sagði tí- unda starfsfræðsludaginn settan. Úti fyrir skólanum lékdrengja- hljómsveit Reykjavíkur undir stjóm Karls Ó. Runólfssonar tónskálds og stundvíslega kL 14 var húsið opnað almenningi. Alls sóttu starfsfræðsluna 3374 og ef við þá tölu er bætt þeim 1377, sem komu á starfsfræðslu- dag sjávarútvegsins hafa alls 4751 sótt starfsfræðsludaga í vetur í höfuðborginni eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Margir leituðu fræðslu um hverskonar sérnám. Um nám í Matsveina- og veitingaþjónaskólanum spurðu 20, húsmæðraskóla 116, hús- mæðrakennaraskóla 63, íþrótta- kennaraskóla Islands 57, Kenr- araskólá íslands 97, mennta- skólanám 21, Bréfaskóla SlS 65, Samvinnuskólann 45 og um 500 sóttu fræðslusýningu hans. Fræðslusýningu Verzlunarskóla Islands sóttu 680. Um nám í Handíðaskólanum spurðu 51, Foster tríóii / Prag kikar hér á morgun Fjórðu tónleikar Kammer- músikklúbbsins á þessu starfs- ári verða haldnir í hljómleika- ssnan — stúlkan týnisf Á dansleik í Hveragerði á laugardagskvöldið kastaðist í kekki milli pilts og stúlku, sem þangað höfðu komið, sunnan úr Reykjavík. Um kvöldið heyrðist mikíll hávaði inni í hótelherbergi, en dansleikimir eru haldnir í Hót- el Hveragerði. Áttust þau þá illt við, en piltur smaug út úr herberginu áður en lögreglan kom að. Þó náðist hann von bráðar og flutti lögreglan á Sel- fossi hann í bæinn. Stúlkan skauzt líka framhjá lögreglunni og var hún ekki komin í leitirn- ar í fyrrakvöld. Pilturinn bar það fyrir rétti, að ósætti hefði orðið í milli þeirra og því komið til handa- lögmálanna. Voru þau bæði undir ábrifum áfengis. Þjóðviljinn hafði í gærkvöld samband við lögregluna á Sel- fossi og lögregluna í Reykjavík en á hvorugum staðnum var frekari fréttir. að fá af atburði þessum. sal Tónlistarskólans annað kvöld og hefjast klukkan 21. Á hljómleikunum leikur Forst- ertríóið frá Prag verk eftir Beet- hoven, Sjostakovitsj og Dvor- ak. í Forstertríóinu eru þrír ungir tékkneskir menn, sem eru vel þekktir í heimalandi sínu, en hafa lítið ferðazt um önnur lönd til hljómleikahalds. Hing- að til lands kom tríóið í gær og dvelst hér í tíu daga. Tékkarnir koma hingað til lands á vegum Ríkisútvarpsins. Tækniskóla Islands 50 og Náms- flokka Reykjavíkur 50. Um leiklistarnám spurðu 59. Um nám í brezkum skólum spurðu 34, bandarískum 8, dönskum 20, norskum 19, sænsk- um 8, þýzkum 19, rússneskum 8, en við fulltrúa rússneskra skóla var engu síður rætt um háskóla- nám almennt. Um námsstyrki og námslán spurðu 19. Við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Islands ræddu 30 aðallega um hvers- konar fræðslurit. Áhugi á. há- skólanámi var í heild allmikill en skiptist að venju misjafnt á hinar ýmsu greinar. Flestir spurðu um læknisfræði 52 og arkitektúr 73, um hjúkrunarnám spurðu 180, fóstrunám 175, fóstrustörf 115, gæzlusystur 38, bændaskóla og búvísindi 12, störf bænda 15, mjólkuriðnað 8, garðyrkju 63 og um 200 sáu kvikmyndina „Bóndi er bú- stólpi“. Lögreglan var að vanda mjög vinsæl, um störf hennar spurðu 460 og þar af 60 sérstaklega um störf rannsóknarlögreglu, en 135 stúlkur voru í hópi þeirra, sem fræðast vildu um lögresglustörf, m.a. um störf kvenlögreglu. Um tollþjónusfcu spurðu 62 og um störf slökkviliðsmanna 40. Um störf hjá Landssíma Is- lands spurðu 61 og 170 heim- sóttu vinnustaði stofnunarinnar. Á póststörfum var áhuginn held- ur minni. Um afgreiðslustörf al- mennt spurðu 26 og 109 um Framhald á 9. síðu. Söngskemmtun Guðrúnar endurtekin Vegna ágætrar aðsóknar og fjölmargra áskorana verður söngskcmmtun Guðrúnar Tómasdóttur end- urtekln I Gamla Bíói n.k. fimmtudag kl. 7.15. Verður efnisskráin sú sama og á fyrri tónleikunum. og umlirleikari er Guðrún Kristinsdóttir. Myndin er tekin á tónleikunum um daginn af þeim nöfnum. Truflar starfsfræðslan tilfinninga- iíf menntamálaráðherrans? í lok fréttatilkynningar er Ólafur Gunnarsson sólfræð- ingur sendi Þjóðviljanum í gær um starfsfræðsludaginn s.l. sunnudag, sbr. frétt á öðr- um stað í blaðinu, segir hann svo: Með þessum velheppnaða starfsfræðsludegi má gera ráð fyrir að þessari tegund starfsfræðslu sé lokið a.m.k. fyrst um sinn í höfuðborg- inni. Þegar undirbúningur starfs- fræðslu hófst í Reykjavtk árið 1951 var gert ráð fyrir að fljótlega tækist samvinna um málið milli ríkis og borg- ar. Nokkrar samningaviðræð- ur fóru fram, en ekki leiddu þær til neins árangurs, enda munu a.m.k. sumir þeirra, er um málið fjölluðu hafa haft næsta takmarkaðan áhuga á farsælli lausn þess. Þegar gagnsemi starfs- fræðslunnar fór að verða góð- viljuðum og hugsandi mönn- um 1 augljós, beittu forustu- menn atvinnu- og fræðslu- mála utan Reykjavíkur sér fyrir starfsfræðsludögum og leituðu þá jafnan aðstoðar fagmanns Reykjavíkurborgar. Fyrir rúmum þremur árum var í fyrsta sinn veitt nokk- urt fé á 16. grein fjárlaga til starfsfræðslu utan Reykja- víkmr. Eigi alllöngu síðar voru gerð fmmdrög að samningi um samstarf ríkis og borgar um málið. Þegar að því kom, að geng- ið skyldi endanlega frá samn- ingi þessum, kom í ljós að staðfesting hans myndi hafa mjög truflandi áhrif á til- finningalíf eins mikils valda- manns ríkisins. Var þá horf- ið að því ráði að láta málið dankast eftir sem áður og varðveita þannig heimilisfrið- inn. Þáttar þessa valdamanns og nokkurra undirmanna hans í að vinna málefninu tjón verður nánar getið síð- ar. Við þáttaskil þau, sem nú hafa orðið er mér ríkast í hug að þakka öllum þeim á- gætu mönnum, sem . ég hef átt langt og farsælt samstarf við. Þótt ákveðin yfirvöld hafi ekki kunnað að meta starf okkar er ég þess full- viss, að árangurinn af því mun um langa framtíð búa i hugum fjölmargra æsku- manna og kvenna og bera þannig ávöxt í aukinni lífs- hamingju og farsæld. Ólafur Gunnarsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.