Þjóðviljinn - 07.05.1965, Blaðsíða 1
Föstudagur 7. maí 1965 — 30. árgangur — 101. tölublað.
Engin sunnudagavinna við
Reykjavíkurhöfn í sumar
Hríðarspor, nýljáða-
bókkom útígærdag
■ í gær kom út ný ljóðabók eftir Guðmund Böðvarsson
skáld er hann nefnir Hríðarspor og er hún tileinkuð Sam-
tökum hemámsandstæðinga. Er hún gefin út í 300 eintök-
^um tölusettum og árituðum. Kostar bókin 300 krónur og
verður seld á skrifstofu Menningarvikunnar í Lindarbæ.
I formálsorðum fyrir bókinni
segir höfundur svo:
„f þessu kveri eru samantek-
in nokkur kvæði, hverra upp-
runa mætti rekja til þeirrar
löngunar, að Islendingar fengju
að lifa og mótast sem vaxandi,
sjálfstæð þjóð í sínu eigin landi,
án þess að þurfa að deila því
með herflokkum framandi þjóð-
ar.
Mörg þessara kvæða hafa áð-
ur birzt í kvæðakverum, sem
komið hafa út á undanfömum
árum, sum eru tekin upp úr
blöðum og tímaritum, en hafa
ekki áður birzt á bókarsíðum,
Framhald á 9. síðu.
■ Mikill meirihluti hafnarverkamanna í Reykja-4
vík hefur með undirskriftum ákveðið að vinna
ekki á sunnudögum í sumar fram til 1. október.
Samkvæmt þessari ákvörðun tilkynnir stjórn
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í dag öllum
hlutaðeigendum með auglýsingu að ekki verði
unnið að skipaafgreiðslu í Reykjavíkurhöfn á
sunnudögum í sumar, fram til 1. október 1965.
Bryndís Schram
átfarpar göngu-
nenn við hliðið
★' Þátttakendur í Kefla-
víkurgöngunni munu Ieggja
af stað með bílum úr
Rcykjavík kl. 1.45 á sunnu-
dagsmorgun.
★ Menn eru beðnir að
hafa samband við skrif-
stofuna í Lindarbæ í dag
og láta vita hvar þeir ætla
að koma í bílana. Síminn
er 20155.
★ Klukkan hálf tíu um
morguninn áður en lagt
verður af stað frá Kefla-
víkurflugvelli verður hald-
inn stuttur útifundur og
mun frú Bryndís Schram
ávarpa göngumenn.
★' Gangan verður á
öskjuhlíð kl. 10 um kvöld-
ið, en útifundurinn við
Miðbæjarskólann hefst kl.
10.45. Ávörp flytja þeir
Magnús Kjartansson rit-
stjóri og Ingimar Erlend-
ur Sigurðsson rithöfundur.
.Tón Múli Arnason verður
fundarstjóri á útifundinum.
+’ MikiII kostnaður er
við framkvæmd göngunn-
ar og verða merki seld i
göngunni og á útifundinum
til að standa straum af
kostnaði.
Sjá 12. síðu
Þjóðviljinn náði í gær tali af
Guðmundi J. Guðmundssyni,
varaformanni Dagsbrúnar, og
bað hann að segja nokkru nánar
af aðdraganda þessarar ákvörð-
unar.
Það sem gerzt hefur, er að fyr-
ir liggja undirskriftir mikils
meirihluta hafnarverkamanna
þar sem þeir lýsa yfir að þeir
vinni ekki sunnudagavinnu til 1.
október, sagði Guðmundur.
Orsökin er fyrst og fremst sú,
að vinnutíminn við höfnina er
orðinn hrein vitfirring. Þar er nú
unnið alla daga frá kl. 8 til- kl.
7, og iðulega til kl. 8 á kvöldin,
enda þótt tíminn milli kl. 7 og
kl. 8 sé greiddur með fjórföfdu
dagvinnukaupi.
Seinni hlutann í vetur hefur
verið unnið hvern einasta sunnu-
dag við höfnina, almennt ;ð
heita má, dálítið misjafnt þó.
Hjá stærstu skipafélögunum hef-
ur verið uhit'ið hvern einasta
sunnudag og jafnvel öðrum dög-
um fremur.
Stundum er líka gefið nætur-
vinnuleyfi, en leyfi Dagsbrúnar
þarf til' þess að næturvinna sé
unnin eftir kl. 8 að kvöldi. Það
er nokkuð almennt veitt ef verið
er að ljúka vinnu við skip, skip
er að fara, vara liggur undir
skemmdum, eða annað þess hátt-
ar kemur til. Þó er samfelldur
söngur um næturvinnuleyfi. Ef
Dagsbrún héldi því ekki niðri,
væri oftlega unnið langt fram á
nætur.
Föstu hafnarverkamönnunum,
sem vinnan við höfnina byggist
algerlega á, finnst það dálítið
einkennilegar aðfarir, að hóa
Framhald á 9. síðu.
4. ,
Miklar umræður í borgar-
stjórn um virkjunarmálin
★ Fyrir fundi borgarstjórnar Reykjavikur
í gærkvöld lá til staðfestingar samþykkt
meirihluta borgarráðs frá 27. apríl sl. þar
sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg
verði í framhaldi af aðild sinni að Sogsvirkj-
uninni aðili að virltjunarfyrirtæki, er taki
viö eignum og skuldbindingum Sogsvirkjun-
arinnar og reisi allt að 210 þús. kw raforkuver
£ Þjórsá við Búrfell I meginatriðum £ sam-
ræmi við frumvarp það til laga um lands-
virkjun er nú liggur fyrir Alþingi.
★ Um þessi mál spunnust miklar og lang-
ar umræður og fléttuðust þar inn i rökræður
og deilur um undirbúningsrannsóknir í
sambandi við Búrfellsvirkjun, misræmi i
hagkvæmni við smærri virkjanir og stór-
virkjanir, og ráðagerðir um stóriðju erlendra
auðhringa á íslandi.
★ Fundurinn stóð langt fram eftir kvöldi
og eru þvi ekki tök á þvi að greina nánar
hér frá umræðum, en að þessu Ioknu var
samþykkt meirihluta borgarráðs, sem fyrr
var getið, staðfest af borgarstjórn.
Síðasta dagskrá
menningarvik-
unnar í kvöld
1 KVÖLD lýkur dagskrá menn-
ingarviku hernámsandstæð-
inga með flutningi tveggja
þátta á Litla sviffinu í Lind-
arbæ og hefst hann kl.
20.30.
FYRRI ÞATTURINN nefnist
Svipmyndir úr sjálfstæðis-
baráttu lslendinga á 19. öld,
samfelld dagskrá tekin sam-
an af Einari Laxness, en
flytjendur auk hans eru
Óskar Hallgrímsson, Gils
Guðmundsson og Röngvald-
ur Hannesson.
SlÐARA ATRIÐIÐ nefnist Hér
er gott aff dansa, samfelld
dagskrá. Sverrir Hólmarsson
flytur erindi um gömul
danskvæði og söngmenn und-
ir stjórn dr. Hallgríms Helga-
sonar flétta inn í nokkrum
tóndæmum.
De Gaulle segir Bandaríkjamönnum
ai draga þegar herlið sitt heim aftur
— kveðst jafnvel viðurkenna stjórn Francesco Caamano
PARÍS, WASHINGTON 6/5 — De Gaulle, Frakk
landsforseti, lýsti því yfir á fimmtudag, að Banda-
ríkin eigi þegar að kveðja her siinn heim frá Dóm-
íníkan-lýðveldinu. Um leið gaf forsetinn það í
skyn, að Frakkar myndu senn viðurkenna stjórn
Franciscos Caamano. — Friðarnefnd OAS telur
líkur á því að mynduð verði samsteypustjórín
uppreisnarmanna í Dómíníkan-lýðveldinu og her-
foringjastjórnarinnar sem áður fór með völd.
De Gaulle birti þessar skoðan-
ir sínar á ráðuneytisfundi þar
sem hann var sjálfur í forsæti.
Auk þessa máls ræddi forsetinn
einnig Vietnam, en engin ný
sjónarmið komu fram í þeim
hluta ræðu hans. Á frétta-
mannafundi eftir ráðuneytis-
fundinn var svo frá skýrt, að de
Gaulle hefði lýst sterkri and-
stöðu sinni við íhlutun Banda-
ríkjamanna og lýst þeirri von
sinni jafnframt, að þeir dragi
herlið sitt heim.
Samsteypustjórn,?
Fjórir meðlimir friðamefndar
OAS eru nú komnir aftur til
Washington til þess að gefa sam-
tökunum skýrslu um gang mála
í Dómíníkan-lýðveldinu. Ekki
vildu fjórrmenningarnir neitt
láta hafa eftir sér en það er þó
haft eftir góðum heimildum, að
friðarnefndin telji líkur á því að
koma megi á samsteypustjórn
uppreisnarmanna og herforingja-
stjómarinnar. OAS hefur ákveð-
ið að senda friðargæzlulið til
Dómíníkan-lýðveldisins. Ekki er
friður með öllu kominn á í San
Domingo, í dag kom til vopna-
viðskipta með ' uppreísnarmönn-
um og Bandaríkjamönnum og
féllu fjórir hinna fyrinefndu en
einn Bandaríkjamaður. — Alls
munu hátt í 2.000 mánns hafa
látið líf sitt í átökunum í upp-
’’eisninni.
■Tuan Bosch, fyrrum forseti
Dómínikan-lýðveldisrns og nú út-
lagi á Puerto Rico, lýsti því yf-
ir í dag í viðtali við fréttamann
bandaríska blaðsins „New York
Times“, að hann myndi ekki
snúa heim aftur enda þótt
hann styddi Francesco Caamano.
— Minn tími er liðinn, sagði
Bosch, ég er ekki rétti maður-
inn til þess að bæta þann skaða,
sem bandaríska innrásin hefur
valdið, til þess vantar mig
styrk. Ég get ekki staðið gegn
þeim þúsundum og aftur þús-
undum af ungum kommúnst-
um, sem aðgerðir, Bandaríkja-
manna skapa. Það er Lyndon
B. Johnson, sem nú er forseti
í Dómíníkan-lýðveldinu, hann er
herra vor og meistari. — Frá
Washington ■ berast þær fréttir,
að öldungadeildin hafi í dag
samþykkt með yfirgnæfandi
meiri hluta atkvæða að veita
Johnson forseta þær 700 milj-
ónir dala, sem hann hefur farið
fram á til að standa straum
af bandarískum hemaði í Viet-
nam og Dómíníkan-lýðveldinu-
Þá hefur bandaríska stjómin
látið frá sér fara skjöl, sem
eiga að færa sönnur á það, að
kommúnistar og Kastrósinnar
hafi tekið þátt í uppreisninni.
öryggisráðið
Öryggisráð SÞ frestaði á
fimmtudag atkvæðagreiðslu um
ályktunartillögu Sovétstjómar-
innar þess efniSj að ráðið for-
dæmi vopnaða íhlutun Banda-
ríkjamanna í Dómíníkan-lýð-
veldinu. Var atkvæðagreiðslunni
frestað að bæn fulltrúa Vene-
zuela, sem vildi fá tima til þess
að rannsaka nánar þá ákvörð-
un OAS að senda sameiginlegt
lið til Dómíníkan-lýðveldisins. —
Framhald á 9. siðu.
ÁSKORUN
í þau 25 ár sem ísland hefur verið hernumið hafa
sósíalistar í Reykjavík staðið í fararbroddi sem
andstæðingar hernámsins, hvort sem vel eða illa
hefur horft í baráttunni. Enn sem fyrr heitir Sósí-
alistaiélagið á félagsmenn og fjölmarga stuðn-
ingsmenn, karla sem konur, að taka þátt í Kefla-
víkurgöngunni á sunnudaginn. Hraustmennin
ganga alla leið en ekki er minna um hitt vert
að aðrir sýni hug sinn með því að slást í förina
lengri eða skemmri hluta leiðarinnar.
Gerum sunnudaginn 9. maí að eftirminnilegum
áfanga baráttu hernámsandstæðinga. Fjölmennið
í gönguna og til móts við hana. Komið á útifund-
inn í Reykjavík um kvöldið.
Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur.