Þjóðviljinn - 27.05.1965, Side 6

Þjóðviljinn - 27.05.1965, Side 6
6. SIDA Helztu niðurstöður búreikninga 1962 ÞiésmiiwH Fimmtudagur 27. maí 1965 Shastrí hrsætisráðherra ávarpar bæadar ÁRIÐ 1962 VAR VERRA BÚSKAPARÁR EN 1961 Búnaðarfélag íslands hefur nýlega gefið út „Skýrslu um niðurstöður búreikninga fyrir árið 1962“, en skýrsla þessi er gerð af Búreikningaskrifstofu ríkisins og nær yfir helztu nið- urstöður búreikninga þeirra, er bárust skrifstofunni fyrir árið 1962 eða fardagaárið 1962 til 1963. Búreikningar þessir eru 21 að tðlu og skiptast þannig eftir sýslum; Borgarfjarðarsýsla 2 Hnappadalssýsla 1 Dalasýsla 1 Vestur-ísafjarðarsýsla 2 Strandasýsla 2 Austur-Húnavatnssýsla 1 Eyjafjarðarsýsla 1 Suður-Þingeyjarsýgla 2 Norður-Þingeyjarsýsla 2 Norður-Múlasýsla 1 Suður-Múlasýsla 1 Vestur-Skaftafellssýsla 2 Ámessýsla 2 Kjósarsýsla 1 í skýrjlu þessari er gerð grein fyrir helztu þáttum bú- reikninganna en meginniður- stöðumar dregnar saman I lokakaflanum. Þetta em niður- stöðutölur búreikninga fyrir ár- ið 1962, eða fardagaárið 1. maí 1962 til 1. maí 1963. Fer megin- efni þessa lokakafla hér á eftir; Fjármunir þeir, sem bundnir eru við rekstur landbúnaðarins hjá þejsum bændum, eru að meðaltali kr. 617.859,68 í árs- byrjun. Þar af er eign bóndans kr. 617.545,39, en á leigu kr. 314,29. Af þes-sari upphæð er fasteign 64.4%, búfé 19.0%, verkfseri 11,4% og forði (aðal- lega hey) 5,2%. ... Efftahagur bændanna er að meðaltali þannig í ársbyrjun, að eign er kr. 730.167,54, en skuld kr. 168.016,56, hrein eign því kr. 562.150,98. Skuldir eru þvj 23,0% af eignum alls. en hrein eign 77,0%. Hrein eign óx á árinu um kr. 68.961,01. Heildararður aðalbúgreina er að meðaltali kr. 240.914,42. Þar af frá búfé 80,7%, frá jarðrækt 9,8% og ýmislegt 9,5%. Heild- ararðurinn er kr. 14.459,59 hærri en árið á undan. Rekjturskostnaður aðalbú- greina er að meðaltali kr. 245. 476,95. Þar af er vinnukostnað- ur 68,6%, útgjöld vegna búfjár 14,7%, útgjöld vegna jarðrækt- ar 11,4% og annar kostnaður + 5,3%. Hæ'kkun frá fyrra ári nemur kr. 28.374,27. Hefur þvi reksturkostnaður hækkað og heildararður einnig, en minna. Arður búsfcaparins er — kr. 4.562,53 og hefur lækkað um kr. 13.914,65 frá fyrra ári. Búrenta er — 9,78. Bústærðin er sem hér segir 1962 oig 1962: 1962 1961 Tala hrossa (reikn- uð) ............ 2,6 2,4 Tala sauðfjár 158,0 149,8 Tala nautgripa (reikn- uð) ............ 8,2 10,4 Töðuuppskeran '(hest- burðir) .... 607,5 736,0 Útheysuppskera 42,0 25,0 Garðávextir (ein- ingar) ........ 19,0 8,7 Nautgripir eru færri 1961, en uppskera garðávaxta er meiri. Vinnustundafjöldi er 339 minni en 1961, en vinnustund- ir karla í hlutfalli aðeins hærri en 1961. Fyming og viðhald er hjá jörð 11,32%, byggingum 10,0% og verkfærum 40,62%. Þetta eru háar tölur, en þess ber að geta, að mat þessara eigna er lágt, en allur viðhaldskostnað- ur hár. Talið í krónum er fyming og viðhald hjá fast. eign og verkfærum kr. 40.512,03 en var kr. 32.521,15 árið 1961. Fæðiskostnaður. Karlmanns- fæðið er kr. 97,00 á kfd. éða kr. 9,83 á klst. og hefur hækkað frá 1961. Fæðisdagar eru færri en 1961 Vinnustundir á karl- mannsfæðisdag eru 2,54 og voru 2,5 fyrra ár. Hestavinna kostaði í fram- leiðslu kr. 28,81 á vinnustund, hefur hækkað um kr. 7.70. Vinnustundir á vinnuhross voru 100,0 og hefur fjölgað um 21,2 stundir frá 1961. Taða kostaði í framleiðslu kr. 138,25 á hestburð. Ef tek- ið er vegið meðaltal, kostar taða í framleiðslu kr 127,92, sem sýnir, að taðan er ódýrari hjá stærri búum. Vinna við öfl- un töðunnar 2,1 klst, og er 0,2 hærri en 1961. Úthey kostar í framleiðslu kr. 146,99 á hestburð. Vegið meðaltal er kr. 101,61, sem sýn- ir, að útheyið er dýrara á minni Ibúunum, en búin eru nú aðeins 9 sem nytja úthey. Vinna við öflun útheys var 4,69 klst og eru þær 1.39 fleiri en 1961. Tilkostnaður á sauðkind er kr. 696,76, afurðir kr. 582,91 og því tap kr. 113,85. Vegið með- altal sýnir tap á kind kr. 79,00, svo að stærri sauðfjárbúin gefa mikið betri útkomu á sauðfé heldur en þau minni. Tilkoytnaður á nautgrip er kr. 16.00il,86, afurðir kr. 12.449, 22 og tap kr. 3.557,64. Vegið meðaltali gefur tap 2.909,81. svo að stærri kúabúin sýna mikið betri útkomu heldur en þau minni og er eðlilegt, að þau bú sem aðeins framleiða mjólk til heimilisnota, sýni verrj útkomu á nautgripareikningi. Vinnu- stundir á nautgrip eru fleiri en 1961. Framleiðsluverð mjólk- Ur er kr. 6.15 á kg. Framleiðjluverð garðávaxta er að meðaltali kr. 461,21 á uppskerueiningu. Vegið meðal- tal gefur kr. 437.12, svo að augljóst er, að framleiðsla garð- ávaxta er ódýrari hjá þeim, sem framleiða í stórum stil Eftir framanskráðum bú- reikningum virðist árið 1962 hafa verið verra fjárhagslega fyrir búskap bænda en árið 1961. 1962 var mikið kal i sumum túnum og hey því dýrara. Er skynsamlegt að drepa starfsfræðsluna? Að nýloknum tveimur vel- heppnuðum starfsfræðsludögum í Reykjavík og einum úti á landi, kvisuðust þau tíðindi, að þéssari liðlega áratugs gömlu starfsemi væri nú lokið. og frumkvöðull hennar á förum úr landinu Mönnum varð þeim mun undarlegar við sem fleiri höfðu orðið til að lofa þessa ítarfsemi og gagnsemi hennar æ rækilegar undirstrikuð með endurteknum starfsfræðsludög- um á æ fleiri stöðum á land- inu Ýmsar skýringar voru uppi. þar á meðal sú, að reykvískar mæður bæru nú orðið bune- an hug til starfsfræðslunnar vegna þess. að hún tældi börn þeirra t.il ýmissa erfiðra og hættulegra starfa svo' sem sió- mennsku og landbúnaðar ov annarra- heiðarlegrar vinnu. í stað bess að undirstrika þá staðrevnd. að þeim mun minna sem meon leaðu sig fram við að vinna bjóðfélaginu gagn þeim mun méira bera beir úr býtum 02 þó mest með siálf- skinaðri milligöngu við að miðla plmenningi naiiðþurftum Menn geta verið á ýmsu máli um gagnsemi starfsfræðslunn- ar. en enginn mun neita því. að í fjölbreyttu og fjölmennu samfélagi eins og við lifum nú í, er aðstaða unglingsins allt önnur en áður var til að kynn- ast hinni margháttuðu starf- semi þjöðfélagsins og finna sína réttu hillu. Starfsfræðsludag- arnir voru lofsverð viðleitnj til að bæta úr þes;um vanda. Þar var reynt að safna á einn stað sem flestum þeim upplýsingum sem hinn leitandi unglingvan- hagaði um Nú er okkur sagt að starfs- fræðsludagamir séu óþarfir, því að nú eigi að flytja þessa starfsemi inn í skólana og kom- inn sé til landsins maður, sem að undanförnu hafi dvalizt er- tendis og kynnt sér starfs- fræðslu í skólum. Þá er í fyrsta lagi þess að spyrja: Mun starfsfræðsla í skólum alger- lega geta komið í stað hinna almennu starfsfræð;ludaga, þar sem safnað er saman á einn stað talsmönnum helztu at- vinnugreioa og stét.ta? A.m.k. vrði erfitt að endurtaka i hverj- um einasta skóla borgarinnar hinar vönduðu fræðslusýningar vinhuvega að skokka milli4>- á starfsfræðsludögum. og þá mun ekki síður verða erilssamt fyrir fulltrúa hinna ýmsu at- atvinnuveganna, sem verið hafa skóla ^orgarinnar til að ræða við nemendur. í öðru lagi má spyrja, hver hlutur dreifbýlisins eigi að verða. Skólamenn víða í dreif- býUnu hafa einmitt fengið Ólaf Gunnarsson til að skipuleggja starfsfræðsludaga, sumsstaðar oftar en einu sinni. Flestir, ef ekki allir á viðkomandi stöðum, hafa fagnað þessarj starfsemi og víða voru starfsfræðsludag- arnir sóttir um langan veg. Hvar á nú skólaæskan í dreif- býlinu að fá sina starfsfræðslu? í þriðja lagi má spyrja, hvaða ástæður séu til þess, að fætinum er nú kippt undan starfsfræðsludögunum og Ólafi Gunnarssyni, sem unnið hefur brautryðjandastarf á þessum vettvangi, nú -fleygt burt eins og ónýtum hlut. Skólamenn ýmsir hafa (í Vísi þann 4. maí og Tímanum þann 14. maí) lýst fullum stuðningi við starfs- fræðsludagana og enginn hefur mælt gegn þeim svo vitað sé. Þvi má spyrja að lokum: Hafa íflendingar ráð á því að drepa nú niður þessa starísemi, sem verið hefur að þróast síð- asta áratuginn, og snúa rassin- um í reynslu o.g starfsvilja þess manns, sem hefur komið henni á rekspöl? Rögnvaldur Hannesson LONDON 25/5 — Enska stjórn- in lagði á þriðjudag á hilluna áætlanir um að gera kynþátta- misrétti refsivert athæfi og var í staðinn ákveðið, að slíkum málum skuli vfsað tíl sérstakra sáttanefnda. Viðsjár hafa að undanförnu vcrið nokkrar með hcrsveitum Indvcrja og Pakinstana á lan,da- mærum ríkjanna. Myndin var tckin fyrir skömmu, er Lal Bahadur Shastri, forsætisráðherra Indlands, ávarpaði irdverska bændur, scm lagt höfðu Ieið sína til höfuðborgarinnar Nýju Dehli frá þeim landamærahéruðum er átök urðu cinna hörðust milli indverskra og pakistansura Herdeild Meo Lao Hashat / Laos á göngu Laos cr eitt þefrra ríkja, sem stofnað var til mað Gcnfarsamningunum eftir ósigur Frakka í frclsisbaráttu íbuanna í Indókína. Bandaríkjamenn hafa þar afskipti af málum líkt og í Vietnam, kasta sí og æ sprengjum á þau landsvæði scm Neo Lao Hahsat-hreyfingin svooefnda ’ékk í sinn hlut við fyrmefnda samninga og hafa aðrar hernaðaraðgerðir í frammi. Á myndinni sést deild úr hcr sjálfstæðishreyfingar Laos-manna á göngu. Félagar Læknafélags Reykjavíkur 279 Nýlcga var haldinn aðal- fundur Læknafélags Reykja- víkur og Iauk þar mcð fimm- tugasta og fimmta starfsári fé- lagsins. AIIs ncmur nú tala fé- lagsmanna 279, þar af eru starfandi læknar í borginni um 180, en um 100 læknar eru við nám eða bráðabirgðastörf hér og erlendis eða hættir störfum. Óvenju margir almennir félagsfundir og fræðsluerindi voru haldin á starfsárinv.; m.a. héldu 7 erltndir ryrirlesarar erindi lækna'ræðilegs eðlis á fundum félagsins. Á vegum félagsins hafa ver- ið fluttir hálfsmánaðarlega þættir í ríkisútvarpinu undir heitinu „Raddir lækna“. Læknablaðið hefur nú verið gefið út frá árinu 1915, en að útgáfunni standa Læknafélag Reykjavíkur og Læknafélag ís- lands. Veruleg aukning blaðs- ins átti sér stað á liðnu starfs- ári. L.R. kemur fram sem samn- ingsaðili fjrrir félagsmenn sina í umfangsmiklum samningum m.a. við Sjúkrasamlag Reykja- vikur og Tryggingastofnun ríkisins Víðtæk athugun hefur farið fram innan félagsins um framtíðarskipulag læknisþjón- ustumála og tillögur gerðar til úrbóta og breytinga. Auk þess á L.R. aðild að læknaþjónustu- nefnd Reykjavíkurborgar, er vinnur að endurskoðun lækn- isþjónustu í Reykjavík utan sjúkrahúsa og sambandi henn- ar við sjúkrahúsin. Vel hefur miðað byggingu læknahússins, „Domus Medica“ en eins og kunnugt er á L.R. hlutdeild á móti Læknafélagi Islands í sjálfseignarstofnun- inni „Domus Medica." Að undangenginni sam- keppni um tillögur að félags- merki fyrir Læknafélag Rvík- ur var verðlaunatillaga Ingva H. Magnússonar, auglýsinga- teiknara samþykkt félags- merki Læknafélags Reykja- víkur. A síðast liðnu starfsári var Framhald á 9. síðo.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.