Þjóðviljinn - 27.05.1965, Page 12

Þjóðviljinn - 27.05.1965, Page 12
FYRSTI HUMAR- RÓÐUR (I ★' Þessa daga eru humar- (• bátar óðum að búa sig til f veiða og raunar hafa sum- (( ir þegar hafið veiðar. Þessi J, mynd er tekin I gærdag i niður á Grandagarði og 4 sýnir skipverja á Smára 4 frá Reykjavík skipa upp (• humarafla úr fyrstu sjó- 11 ferðinni. (* ★’ Aflinn var fjögur tonn 5 og veiddu þcir humarinn # hjá Eldey og standa þama f við lestaropið þeir Þór- 4 hallur vélstjóri og Sigurð- f ur stýrimaður. — (Ljósm. i Þjóðv. G.M.). Fimmtudaigur 27. maí 1965 — 30. árgangur — 118. tölublað, LANDSLIÐIÐ VALIÐ Landsiið íslendinga sem leikur gegn Coventry á morgun, föstudag, er þannig skipað: í marki Heimir Guðjónsson (KR), hægri bakvörður Jón Stefánsson (ÍBA), vinstri bakvörður Guðjón Jónsson (Fram), miðframvörður Högni Gunnlaugsson (ÍBK), hægri framvörður Guðni Jónsson (ÍBA), vinstri framvörður Sigurður Albertsson (ÍBK), hægri útherji Öm Steinsen r(KR), hægri innherji Karl Hermannsson (ÍBK), miðframherji Ingvar Elísson (Val), vinstri innherji Ellert Schram (KR) og er hann jafn- framt fyrirliði, vinstri útherji Rúnar Júlíusson (ÍBK). Varamenn; Jón Ingi Ingvarsson (ÍA), Árni Njálsson (Val), Jón Leósson (ÍA), Steingrímur Dagbjartsson (Val), Axel Axelsson (Þrótti). Góðar sildveiSihorfur fyrir ausfan nœstu daga: Undirhúningur að síldarmóttðku á Austf jörðum er víðast í lamasessi ■ Síldin er byrjuð að veiðast fyrir austan og síldarflotinn þyrpist óðum á vettvang næstu daga og veiðihorfur eru taldar glæsilegar á næstu sólar- hringum. ■ Móttökuskilyrði á Austfjörðum fyrir mikið síldarmagn virðist þó vera í lamasessi og kemur til með að horfa til stórvandræða. ■ Þjóðviljinn hafði í gær samband við flesta síldarstaðina fyrir austan og fara hér á eftir "frásagnir fréttaritara á þessum stöðum um ástand og horfur. Raufarhöfn Raufarhöfn — Hér er höfnin full. af ís og ísbelti liggja fyrir utan og hindra allar samgöng- ur á sjó og þar með alla að- drætti til þorpsins af þungavöru. Löndunartæki eru þó tilbúin og hér er mikið þróarrými í tönkum, en verksmiðjan er sjálf í lamasessi og verður vart vinnsluhæf megnið af júní. Hér stendur til að setja upp háþrýstiketil, en hann er ennþá vestur í Ameríku og aðrar rekst- ursvörur til verksmiðjunnar eru ókomnar. t . Þá stendur til að setja upp flokkunarvélar á öll síldarplön- ih vegna þess að búizt er við að síldin verði smá í sumar og þar af leiðandi mikill úrgangur. En þær bíða flutnings hingað til staðarins. Hér hefur verið mikill grá- sleppuafli og líflegt fiskerí við ísröndina og árar þannig vei til sjávarafla. Hinsvegar er ákaflega gróður- snautt og skaflar víða við hús og mikill klaki í jörðu og nán- ast heimskautaveður. L.G. Bakkafjörður Við höfum ekki séð skip hér í þrjár vikur og ís hindrar s;gl- ingu inn á höfnina og óvfst hve- nær skip komast hér upp að bryggju. ísbelti er héma fyrj,r utan og er óárennilegt fýrir skip að brjótast í gegn enda ísinn þykk- ur. Hér er allt í lamasessi með síldarverksmiðjuna og hefur ekki verið hægt að vinna að neinum undirbúningsframkvæmdum. fram að þessu og vantar allt til alls f beim efnum. Við getum áreiðanlega ekki tekið á móti síld hér á næstu vikum oa horfir óvænlega í beim efnum. Hér er orðinn skortur á nauðsynjavörum og er þó hægt að píra nauðsvnjum landieið’na Þá er hér (ilfinnanlegur skort- ur á áburrV og sementi og timbri og annarri bungavöru sem að- eins er hæst, að flvtja sjóleiðina. Sauðourður stendur hér sem hæst og er orðinn ckortur á fóðurvönim og mikill klaki í jörðu og ákaflega gróðursnautt. Hér hefur þó verið góður grá- sleppuafli og eru sumir bátar búnir að veiða um 140 tunnur af hrognum og er hver tunna að verðmæti um fimm þúsund icr. Hinsvegar er grásleppunni hent. — M. J. Vopnafjörður Við höfum ekki séð skip hér í þrjár vikur þangað til vita- skipið Árvakur komst hér inn á höfnina við illan leik í gærdag. — þannig hindrar ís alla að- drætti hingað til þorpsins og er raunar ófært hingað fyrir öll stærri skip. Höfnin er full af ís og ísbelti er hér út eftir öllum firði og varasamt fyrir skip að sigla um fjörðinn. Þetta er bagalegt fyrir allan undirbúning fyrir síldarvertíðina og kemur til með að seinka öll- um framkvæmdum, og guð má vita hvenær síldarmóttaka verð- ur hér framkvæmanleg. Verksmiðjan er að láta reisa tvo geymslutanka fyrir síld og verður þannig aukið þróarrými í sumar, — hver tanki tekur sjö þúsund og fimm hundruð mál. Þessum framkvæmdum miðar hinsvegar seint áfram og vantar til dæmis hluta af smíðahráefn- inu og ekki hægt að flytja það fyrr en skip komast inn á höfn- ina. Þá er' ætlunin að auka sjálf- virkni á þurrkurum verksmiðj- unnar og vantar ennþá þessar vélar til staðarins. I dag er væntanlegur vöru- flutningabíll frá Reykjavík og verður það líklega eina ferðin i bráð, þar sem fjallavegir verða senn ófærir vegna þíðu. Þannig vantar ennþá ýmsar rekstursvörur og torveldar það móttöku síldarinnar. Þá eru hér miklar hafnar- framkvæmdir og þryggjusmíði og vantar smíðaefni til þeirra fram- kvæmda og standa aðkomumenn uppi verklausir þessa daga. — S. J. Borgarfjörður Hér verður starfrækt fimm hundruð mála verksmiðja i sum- ar og getur hún sennilega nafið bræðslu fyrstu viku af júní. Það vantar þó vélar í verksmiðjuna enn þá og eru þær væntanlegar með skipi að sunnan næstu daga. Þá verða starfrækt hér tvö síldarplön og má búast við nokkru vertíðarlífi hér í sumar og heldur þannig spillingin inn- reið sína í þetta friðsæla þorp. Hér var mikill vöruskortur í fyrrasumar hjá kaupfélaginu og var til dæmis ekki hægt að anna mjólkur- eða kjötsölu til síldar- flotans eða birgja hann með aðr- ar nauðsynjavörur, sem voru af skornum skammti. Verzlunin er rekin í gömlu verzlunarhúsi sið- an í tíð Halldórs Ásgrímssonar og þýðir víst ekki að panta vör- ur vegna þess að þær seljast jafnóðum eins og kaupfélags- stjóra einum varð að orði í öðru síldarþorpi við svipaðar aðstæð- ur. Þá vantar hér tilfinnanlega netaverkstæði og viðgerðir á siglingatækjum. — G. E. Seyðisfjörður Hér er verið að reisa nýja síldarverksmiðju á vegum Ing- vars Vilhjálmssonar út við Naut- bás og nefnist Hafsíld h.f. og kemur til að bræða þrjú þúsund og fimm hundruð mál á sólar- hring. Þá hafa verið hér miklar framkvæmdir á vegum síldar- verksmiðju ríkisins og kemur sú verksmiðja til að bræða tíu þús- und mál á sólarhring í sumar. Ekki er búist við að þessar verksmiðjur verði vinnsluhæfar fyrr en eftir fimmtánda júní, en mikill klaki hefur verið í jörðu og tafið þessar framkvæmd’r. Hér voru miklar frosthörkur í vetur og tiltölulega skammur tími hefur verið til stefnu með þessar byggingaframkvæmdir. Allt vegakerfið er hér nú í lamasessi vegna mikillar efnis- töku til þessara framkvæmda hér inn í firðinum, — þannig hafa verið miklir þungavörufLutning- ar á vegunum og með þíðunni hefur færðin svo stórspillst að til vandræða horfir. — J. S. Reyðarfjörður Ríkisverksmiðja er starfrækt hér á Reyðarfirði og verið unn- ið að breytingum á verksmiðj- unni £ vetur og búið að skipta nálega um allan vélakost í verk- smiðjunni. Þessum breytmgum hefur mið- að sæmilega áfram og standa raunar ennþá yfir og er nokkuð óvist um hvenær verksmiðjan verður vinnslufær og getur það dregist fram efiir júnímánuði. Tveir bátar verða gerðir út á síld í sumar og fer Gunnar út í nótt á veiðar en Snæfuglinn er hinsvegar ennþá £ Noregi til klössunar og er ekki væntanleg- ur hingað til landsins fyrr en eftir mánaðamót. Þá er unnið hér að mikilli bryggjusmiði og er unniðtilmið- nættis á hverju kvöldi. Ríkisverksmiðjumar eru Iíka að byggja miklar verbúðir með mötuneyti fyrir aðkomufólk og er verið að steypa grunninn þessa daga og verður þetta hús á tveim hæðum. Hér voru í fyrrasumar þrjátíu aðkomumenn f verksmiðjunni og þarf svipaðan fjölda af verka- mönnum £ sumar en óvfst um ráðningu þessa fólks ennþá. Við erum lfka búnir að fá hótelstýru með friu húsnæði og fríu fæði og er Margrét Hall- dórsdóttir frá Seyðisfirði. Hér er mikil vinna og vantar fólk fyrir annasama sfldarvertfð í sumar. — B. J. Fáslcrúðsfjörður I kvöld er Krossanesið vænt- anlegt hingað með sextán hundr- uð mál af síld og verður verk- smiðjan sett af stað annað kvöld til bræðslu. Þetta er hinsvegar lítil verksmiðja og bræðir aðems tvö þúsund mál á sólarhring. Við vorum að bræða hér sfld í febrú- ar og voru þá vertíðarlok hjá okkur og þegar byrjaðir að bræða aftur. Við höfum aukið þróarrými okkar um þriðjung og er þetta panmg allt í Iagi á Fáskrúðs- firði. Þrír bátar verða gerðir út á síld héðan í sumar. Báran heldur út til veiða í nótt og Hoffellið heldur út til veiða annað kvöld. Stefán Ámason fer hinsvegar í slipp til Seyðisfjarðar og getur ekki hafið veiðar fyrr en í næsta mánuði. — Guðjón. Breiðdalsvík Hér er verið að stækka síldar- verksmiðjuna upp í þúsund mála bræðslu og verður verksmiðjan sennilega ekki vinnsluhæf fyrr en um tuttugasta júní. Von er á nýjum vélum til verksmiðjunnar og átti. hluti af þeim að koma með Skjaldbreið á dögunum, en þær urðu eftir í höfuðstaðnum. Einn bátur verður gerður héð- an út á síldveiðar í sumar, en það er Sigurður Jónsson. Hefur hann verið í klössun í Noregi og er nú á leiðinni til landsins. Hér er hver hönd vinnandi og mikið að gera Ádð undirbúning vertíðarinnar og unnið fram á kvöld við ýmsar framkvæmdir. Nokkuð er um íbúðarhúsabygg- ingar og hér verður starfrækt eitt síldarplan í sumar með um fimmtíu stúlkum. — B. E. Djupivopur Hér er verið að reisa þúsund mála sildarverksmiðju og er bú- izt við að hún verði vinnsluhæf um miðjan júlí í sumar Smíðin hófst í öndverðum marz og hafa unnið hér að jafnaði tuttugu reykvískir járnsmiðir frá Héðni. Hefur verið hér líf f tuskunum. Héðan verður gerður út einn bátur á síld í sumar og er það Sunnutindur og verður skipstjóri 5 honum Garðar Eðvarðsson. Skipverjar eru annars a’lir heimamenn. Búizt er við að Sunnutindur fari á veiðar eftir helgina. Hér er ’mikil vinna og menn bjartsýnir á sumarið. Þannig er unnið til miðnættis á hverju kvöldi. Menn gáfu sér samt tima til þess að fara á fund hjá Al- þýðubandalaginu hér f þorpinu í gærkvöld og var það góður fundur. Aðalræðumaður varLúð- vík Jósepsson. — Á. B. Coventry sigraði Kefiavík 4:1 Aðeins heppni bjargaði gestunum frá því að Keflavík skoraði mark á annarri mín- útu leiksins, en bakvörður bjargaði þá á línu eftir að markmaðurinn hafði misst af knettinum. Eígi að síður voru það Bretarnir sem tóku leik- inn í sínar hendur og héldu uppi mun meiri sókn en Keflavík. og á 11, mínútu skorar Turner, vinstrj útherji af löngu færi, þar sem mannj virtist að markmaður hefði átt að hafa nægan ííma til að verja, en var kyrr. Annað mark skora þeir eft- ir góðan samlevk hægra meg- inn þar sem Klements sendir fram til Tumer sem skýtur í hom marksins, en Kjartan í markinu var of seinn að loka. Þannig endaði fyrri hálfleikurinn með nokkrum yfirburðum Bret-anna. í síðarj hálfleik voru Keflvíkingarnir heldur líflegri, og eiga við og við sóknarlotur, þó voru það Coventry-menn sem skoruðu sitt þriðja mark og var það Smith sem það gerðj með mjög fallegri sveifluspyrnu. Aðeins 2 mín. síðar á Ólaf- ur mjög gott skot sem stefn- ir í bláhornið uppi, en mark- maður nær að slá i hom. Rún. ar tekur hornið og markmað- ur ver og hrekkur knötturinn út aftur, og enn sendir Rúnar fyrir og skallar þá Sigurður Albertsson mjög laglega í markið Enn líða 3 mín. þar til Klements skorar fjórða mark Coventry með mjög góðu og óverjandi skoti. Nokkru síðar á Sigurður Albertsson hörkuskot sem lendir utarlega á slá og mátt; þar litlu muns. Lakara lið Coventry Coventry lék með aðejns 4 sömu menn og móti KR og hvört það var því að kenna eða einhverju öðru þá lék þetta lið ekki svipað því eins skemmtilega knattspyrnu- Þeir voru harðari og ólög- legri og fengu leikinn ekki eins leikandi. Keflvíkingamir náðu sér aldrei upp í fyrrj hálfleik og tókst ekki að ná verulega saman, sérstaklega var fram- línan sundurlaus og lítið ógn- andi. Má vera að fjarvera Jón5 Jóhannssonar hafi haft sín áhrif Vörnin var sterkari hluti liðsins, með Sigurð Alberts og Högna sem beztu menn í síðarj hálfleik voru og taug- arnar greinilega farnar að jafna sig og leikur þeirra i heild mun betri en í fyrri hálfleiknum, og ógnuðu þá hvað eftir annað marki Cov- entry, og varð markmaður oft að hafa sig allan við til vamar. Gefur það greinilega til kynna að liðig er í góðri þjálfun, og það getur mjög vel við unað frammistöðuna • í þessum hálfleik. Þeir urðu líka fyrir því að Hólmbert varð að yfirgefa völlinn vegna smámeiðslis er tveir leikmenn skölluðu saman. í framlínunni sluppu einna bezt Jón. Ólafur. Rúnar og Karl Hermannsson. ☆ ☆ ☆ Dómari var Baldur Þórðar- son. Áhorfendur voru marg- ir og veður hið bezta Frímann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.