Þjóðviljinn - 03.06.1965, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.06.1965, Blaðsíða 9
Ftmmtudagur 3. júní 1965 ÞiaÐVILIINN SlÐA g v Humarleiðangur á vegum Fiskideildai 1 byrjun iháímánaðar var far- ið i humarleiðangur á vegum fiskideildar Atvinnudeildar Há- skólans. Aðaltilgangrurinn var að merkja leturhumar. Er þetta önnur tilraun til humarmerk- inga hér við' Iand. Merkt var í Miðnessjó og á Eldeyjarbanka. Alls voru merkt- ir um 2000 humrar þar af voru 40 hrygnur. Merkin eru tvenns konar: 1. Plastmerki, ýmist rauð eða blágraen. Merkið er saum- að í humarinn á mótum hala og höfuðbols. Er setlazt til að merkið haldist í þrátt fyrir skelskipti. Svipuð merkingarað- Sjómenn Framhald af 4. síðu. sundruð. Sjómenn jem eru á sama báti geta verið og eru í mörgum stéttarfélöigum, sem eru svo aftur í ýmsum sam- tökum stéttarfélaga og hafa 6- trúlega litla samvinnu sin á milli. Sá háttur sem er á þess- um málum í dag getur ekfci vérið til frambúðar, ef samtök okkar eiga að vera einhvers megnug. Forystumenn félag- anna þurfa að ræðast við og reyna að ná algeru samkomu- lagi um uppbyggingu sjó- mannasamtakanna í heild. En sjómenn, við skulum muna að félögin okkar eru ekk- ert einkaíyrirtæki forystu- mannanna, við verðum alltaf að líta á okkur sjálfa sem hluta af þeim, öðru vísi verða þau ekki sá viti sem logar svo að við getum treyst. Við skulum efla samtök sjó- manna og gera þau voldug og sterk. Við skulum vera sann- færðir um að á siglingu með ^uðurströndinni munum við fljótlega sjá radarmerkin koma inn á radarskífuna. Við skul- um vona að auknar verði fram- kvæmdir hér við höfnina. Já eigum við ekki öll að vera við- stödd þegar minnismerki um drukknaða hafnfirzka sjómenn verður afhjúpað. Við aetlumst til að ný skip haldj áfram að sigla til lands- ins og þá togarar sem önnur skip. Og það má ekki dragast lengur að afnema það misrétti að bætur eftir íslenzka sjó- menn séu misháar eftir því hvort þeir eru á stórum skip- um eða litlum. LeiSréttinq vi8 Rskimól ;1 síðasta þætti um Fiskimál urðu þáu m’stök að hluti úr setning'u féll'niður þar sem rætt var um þær Upphæðir sem hafð- ar voru ;af. skipshöfnum og út- gerð í sambandi við verðlagn- ingu síldar. Sagt var að skíps- hþfn, sem skilað hafði tfu bús- und málum í bræðslu hefði ver- ið snuðuð um 140 þúsund krón- ur, en það féll niður að þá hafi útgerðin einnig verið snuðuð um 260 þúsund krónur. ferð hefur verið reynd á humri 1 sjóbúrum í Noregi með góð- cm árangri. ■ 2. örvarmerki, blá að lit. Er merkinu stungið f halann ofan til. Það er einnig vonazt til, að þetta merki haldist þrátt fyrir skelskipti. Takist þessi merkinga- tilraun má læra ýmislegt um líf leturhumarsins hér við land. Má þar nefna: 1. Göngur. 2. Vöxt, og mun þá jafn- framt vera unnt að áætla ald- ur humars í grófum dráttum. 3. Hrygningu, þ.e. hversu oft kvendýrin hrygna. Haldið verður áfram að merkja humar með þessum merkjum ef árangurinn verður góðcr'. Má þá meta áhrif veiða á stofninn og gera áætlanir um bezta nýtingu hans. Fiskideildin vill hvetja þá, sem finna merkt dýr til og skrá nákvæmiega niður fundarstað, dýpi, dagsetningu, veiðarfæri og skip og senda síðan humarinn óskertan með merkinu í, ásamt upplýsingunum til fiskideildar- innar, Skúlagötu 4, Reykjavík. Aðalfundur Kára í Hafnarfirði Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Kári í Hafnarfirði hélt ný- lega aðalfund og kaus nýja stjórn, sem er þannig skipuð: Formaður Eysteinn Orri 111- ugason, ritari, Svanberg Magnússon, gjaldkeri Kristens Sigurðsson og varaformaður Val- týr ísleifsson. Fulltrúar félagsins í hið sam- eiginlega fulltrúaráð sjómanna- dagsins í Reykjavík og Hafnar- firði voru kosnir þeir Eysteinn Orri Illugason og Kristens Sig- urðsson. Tsjombe fær nú ekki að vera með ALSÍR 1/6 — Moise Tsjombe, forsætisráðherra í Kongó, mun ekki taka þátt í fundi leiðtoga Afríku- og Asíuríkja sem hefst í Alsír 29. þ.m., enda þótt hann vildi vera með. Það er talsmað- ur utanríkisráðuneytisins í Alsír, sem þessu lýsti yfir í gærkvöld. Talsmaðurinn bætti því við, að Kongó myndi eigi að síður eiga sinn fulltrúa á fundinum, og væri það Kasavúbú, forseti Kongó. — 64 löndum hefur verið boðið til þessarar ráðstefnu og hafa þegar 37 þeirra þekkzt boð- ið. Að sögn sama talsmanns er það enn ekki ákveðið, hvort Sov- étríkin senda fulltrúa á þingið. * Asgrlmssafn, Bergstaða- stræt) 74 er opið sunnudaga briðiudaga og fimmtudaga. 20.00-22.00 Miðvikudaga: kl 17.15-19.00 Föstudaga klukk- an 17.15-19.00 og 20.00-22.00 Blómleg leiklistc?rstarfsemi á Vestfjörðum Þingeyri i maí, — í apríi sýndi Leikfélag Þingeyrar gamanleikinn ..Brúðkaup og bótólismi“ eftir Kenneth Horne þrisvar sinnurn á Þingeyri og auk þess voru haldnar sýn- ingar á Patreksfirði. Súganda- firði Rolungarvík og Flateyri Leikstjóri var Sævar Helsaron Leikfélag Flateyrar kom heimsókn hingað 15. þ,m. on sýndi leikritið ..Biederman op þrennuvargamir eftir Max Frisch. Leikstjóri var Erlingur Halldórsson. Sýningin tókst mjög vel og eiga Flateyringar lof ?kilið fyrir að ráðast í að sýna jafn umfangsmikið verk. Keyptar hafa verið kvik- myndasýningarvélar í Félags- heimilið á Þingeyri og voru bær teknar í notkun 8 þm Var þá öllum hreppsbúum boð- ið til kvikmyndasýningar. Vél- arnar eru bandariskar af De Vry-gerð, gerðar fyrir breið- tjald og cinemascope. — G.T.M. Gaqnlaus and-eldfíaua? Með þróun cldflauga hafa Bandaríkin færzt í cLliinuna ef til styrjaldar kæmi: Bandaríkin, yrðu þá ’ L .öllur í fyrsta skipti í hundraú ár. Þessi vel þekkta staðreynd hefur leitt til þess, að bamdarískur almenningur hefur æ þyngri áhyggjur af hinni háskalegu stefnu Johnsons forseta, Líklega hefur það verið gert til að sefa menn, nokkuð að birta þessa mynd. Hún á að sýna eldflaug sem getur leitað uppi og grandað öðrum eldflaugum. Sérfræðingar deila mjög um gildi hennar. Opinberlega er húni almáttug. En „óopinberir" sérfræðingar telja þessa anti-eldfaug marklausa. SAMTAL Á Framhald af 6. síðu. — „Górillurnar“ eru ekki iðjulausar við róginn, og við getum áhyggjulausir látið sög- una u.m að greina að sannleik og lygi. Röddin hin sama Bráðum eru tíu ár liðin síð- an fyrstu blaðamennimir leit- uðu Fidel Castro uppi.í Sierra Maestra til að upplýsa hver hann væri þessi óþekkti upp- reisnarforingi. Tíu ár eru langur tími i mannsævi. Margt breytist á styttri tíma. Þetta á einnig við um útlit forsætisráðherra Kúbu. Hann er nokkuð gildari en þá, skegg- ið þéttara o.g hreyfingar hans eru öruggari. En röddin er sú sama. Rödd- ^ in og augun, sem Castro hefur ekki1 af þeim sem hann talár við. Ef þú þerð fram eina spum- ingu færðu svar við tíu. Stutt svör ef spurt er um stjórnmál. Ýtarleg svör ef spurt er um landbúnað. — Landbúnaður er ekki svið sem kemur sérfraeðingum ein- um við, segir Fidel. Franski prófessorinn André Voisain, sem lézt hér á Kúbu fyrir skömmu, hefur sýnt okkur, að jörðin og náttúran er okkur ölium opið land, en það sem mestu máli skiptir er að hann hefur einnig útskýrt það fyr- ir okkur hvemig kapítalism- inn hefur eitrað manneskj- una... Eining Við förum, og þessi stóri og þungi maður heldur áfram sínu bjartsýna sykurhöggi. — Okkur Kúbumönnum er Ráðagerðir um byggingu fullkomlega sama um það hvort Kanar koma á „efnahags- bandalagi" í Rómönsku-Amer- íku eða ekki, sagði forsætisráð- herrann. Við erum á hinu sósíalist- íska markaðssvæði, sem spann- ar hnöttinn allan og við eigum ekki í neinum erfiðleikum með að selja vömr okkar. — l’Unita, sagði Fidel Castro við okkur að lokum og sneri sér að ítalska fréttaritaranum, — „eining“ — það er orð sem við kunnum . að meta hér á Kúbu. — Því við höfum kom- izt áð-því af raun, að ef sáð er til klofnings þá uppskera menn hvorki sykur né pólitíska sigra . . . og það er svo margt, svo afskaplega margt ógert enn. Jan Stage. Uhýnisflug Framhald af 12. síðu. flugvélarinnar og skyggir því ekki á útsýni. f útsýnisflug- ferðunum gefst hið ákjósanleg- asta tækifæri til að skoða stór- brotna náttúrufegurð Islands og sjá marga merka staði á aðeins tveim klukkustundum, bæði fyr- ir Islendtnga og erlenda gesti, sem hér dveljast um srtundar- sakir. Allar uplýsingar um útsýnis- flugin eru veittar hjá ferðaskrif- stofum, hjá Flugfélagi Islands og öllum afgreiðslum þess. ■ Nýlega var haldinn aðalfundur Iðnaðarmanna- félags Reykjavíkur. Var fundurinn fjölsóttur og auk venjulegra aðalfundarstarfa voru tekin til umræðu ýmis félagsmál, þ.á.m. kauptilboð Reykja- víkurborgar í lóð og hús félagsins við Lækjargötu. 1 skýrslu stjórnar, sem for- maður flutti, kom fram, að meg- inverkefni hennar á starfsárinu hefði verið að undirbúa og þoka áleiðis möguleikum félagsins á því að hefja byggingarfram- kvæmdir sem fyrst á veglegu Iðnaðarmannahúsi eða félags- heimili fyrir íðnaðarmenn í borginni. Samningaumleitanir hafa stað- ið alllengi á starfsárinu við for- I ráðamenn borgarinnar um sölu á húseign félagsins Lækjargötu 14a (gamla Iðnskólahúsinu). Þá skýrði formaður frá þvf, að síðar á fundinum yrði lagt fram kauptilboð borgarinnar á lóð og húsi félagsins til af- greiðslu félagsfundar á málinu. Eins og kunnugt er samþykkti bæjarstjóm Reykjavíkur hinn 29. desember 1955 að reisa ráð- hús borgarinnar við norðurenda tjarnarinnar og var Iðnaöar- mannafélaginu tilkynnt 2 dögum síðar, að félaginu yrði ekki leyft að byggja aftur á þessum stað og jafnframt, að húsið yrði að fjarlægjast af lóðinni, þegar þar að kæmi og nauðsyn væri á. Einnig skýrði formaður frá því að líkur væru á því, að bráðlega myndi verða gengið að fullu frá skipulagi miðbæjarins og allt benti til þess, að lóð sú er Iðnaðarmannafélagið ætti ásamt fleiri félögum iðnaðar- manna við Ingólfsstræti og Hallveigarstfg myndi verða til, bannig að hefjast mætti handa sumarið 1966 með teikningar o.s.frv. Þá gc.t formaður hess, að enn- fremur hefði verið í athugun að fá leigulóð hjá borgarstjórn í hinum fyrirhugaða nýja mið- bæjarkjarna á svæðinu, þar sem gamli golfvöllurinn er, eða á þeim slóðum. Mál þetta er enn í athugun sagði formaður og það myndi vegið og metið hvað hentara þætti, þegar allar upplýsingar um þessi mál lægju fyrir. Kauptilboð borgarinnar var síðan lagt fram og urðu allmikl- ar umræður um það á fundin- um og það síðan samþykkt sam- hljóða. Þá var samþykkt að auka hlutafjárframlag félagsins um 100.000.— kr. í Sýningarsamtök- um atvinnuveganna. Úr stjórn áttu að ganga þeir Vilberg Guðmundsson, rafvirkja- meistári og Leifur Halldórsson, T I L S Ö L U: 3 herb. íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Seltjamar- nesi. — Lægsta útb. kr. 250 þús. f Kópavogi eru m.a. 3 herb. íbúðir í smíðum. Fasteignasalan Hús & Eignir BANKASTRÆTI 6 — Símar 16637 og 18828. Heimasimar 40863 og 22790 frummótasmiður, en þeir voru báðir endurkosnir. Stjóm félagsins skipa nú þess- ir menn: Ingólfur Finnbogason, húsasm.m., formaður, Guðmund- ur Halldórsson, húsm.m., vara- formaður, Vilberg Guðmundsson, rafv.m., ritari. Leifur Halldórs- son, frumm.sm., gjaldkeri, Jón E. Ágústsson, málaram., vara- ritari. 1 varastjóm: Ölafur Jónsson, málaram., Guðmundur St. Gísla- son, múraram. og Tómas Vig- fússon, húsasm.m. Endurskoðendur: Grímur Bjamason, pípulm. og Öskar Hallgrímssion, rafvirkjameistari. Fundurinn, var fjölsóttur og mikill áhpgi meðal fundarmanna um að koma sem fyrst f frám- kvæmd byggingaráformum iðn- aðarmanna svo og öðrum fram- faramáluim þeirra. Stakir bollar ódýrir og fallegir. Sparið peningana, — sparið ekki sporin. Kjörorðið er: Allt fyrir viðskiptavininn. VERZLUN GUÐNÝJAR Grettisgötu 45. 17. júní mótið Frjálsíþróttakeppnin 17. júní fer fram dagana 15. og 17. júní n.k. Keppt verður í þessum greinum: 110 m grindhl. — 100 m hl. — 100 m hl. kvenna — 100 m hl. sveina 200 m — 400 m — 800 m — 1500 m — 3000 m hlaup — 4x100 m boðhlaup 1000 m boðhlaup — kringlu- kast — sleggjukast — spjótkast — kúluvarp — stangarstökk — langstökk — langstökk kvenna — hástökk — þrístökk. Þátttaka er opin öllum fé- um innan I.S.I. og skal þát.t- taka tilkynnt til I.B.R fyrir 13. júní n.k. Námsstyrkir Hl Danmerkur Danska menntamálaráðuneytið býður fram styrk handa Is- lendingi til háskólanáms í Dan- mörku námsárið 1965—’66. Styrk- urinn verður veittur til 8 mán- aða, og má vænta, að styrk- fjárhæðin muni nema 780 dönsk- um krónum á mánuði, auk þess sem greiddar eru kr. 50 vegna ferðakostnaðar í Danmörku. Umsóknum um styrk þennan skal lcomið til menntamálaráðu- neytisins. Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 25. júní n.k., og skulu fylgja stað- fest afrit prófskfrteina, svo og meðmæli. Tilskilin umsókn- areyðuhlöð fást i menntamála- ráðuneytinu. (Frá menntamálaráðuneytinu). TECTYL Örugg ryðvörn á bíla. Sími 19945. ilrjMrW fliftrlki að hílinn ■ HJÖLASTILHNGAR m MÓTORSTTLLINGAR Skiptum um kerti og olatínur o.fl. SkúIagÖtu 32. simi 13-100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.