Þjóðviljinn - 09.06.1965, Page 2

Þjóðviljinn - 09.06.1965, Page 2
2 SlÐA ÞJðÐVILJINN Miðvlkudagur 9. júni 1965 Sjömenn takið útgerðina í ykkar eigin hendur Þegar gerður er samanburð- ur á þátttöku fiskimanna í út- gerðinni á Norðurlöndum, þá kemur í ljós mjög ólík þróun þessara móla. Annars vegar eru þá Noregúr, Danmörk og Svíþjóð þar sem fiskimanna- stéttirnar eiga meirihluta allrar fiskútgerðar þessara landa. I Noregi eru t.d. sjómenn þann- ig lögverndaðir að engir nema fiskimenn sjálfir hafa rétt til að eiga og gera út fiskibáta, sem eru allt upp í 70 fet að lengd. Þetta er sú bátastærð sem um langan aldur gaf einna bezta útkomu við þorskveiðar út frá ströndinni, sem sé bátar af stærðinni 75—80 brúttó- smálestir. Þá var einnig rekst- ur þessara báta mjög hag- kvæmur á síldveiðum á meðan reknetin voru notuð sem aðal vei^arfæri við stórsíldarveiðar. Það má segja að það sé al- gjörlega hliðstæð þróun á öll- um þremur Norðurlöndunum í þessum málum. Löggjafinn gefur fiskimönnunum margvís- legan rétt til þátttöku í út- gerðinni fram yfir þá aðra sem í útgerð standa, en ieggia sig ekki í neina hættu vegna sjó- sóknarinnar. Þannig sitja sjó- mennimir sjálfir fyrir beim lánum sem veitt em til skipa- smíða á hverjum tíma, . úr endurnýjunarsjóðum. Á síðustu árum þegar fiskiskipin hafa farið stækkandi, þá hefur þátt- taka sjómanna í þeirri útgerð haldið fullkomlega velli. Þetta er tvímælalaust jákvæð þróun, sem verður þess valdandi, að upp rís þróttmikil fiskimanna- stétt, sem finnur kraftinn í sjálfri sér og býður birginn jafnt á hafi sem í landi, ef þörfin krefst þess. Norskur aflaskipstjóri sem ræddi þessi mál fyrir fáum árum við mig, hann taldi að það væri fyrst og fremst að þakka þátttöku fiskimannanna í útgerðinni hve giftusamlega hefði tekizt að halda uppi heilbrigðu fiski- og sildar-hráefnisverði í Noregi um lan'gt árabil. ísland er I sérflokki. Þróunin í fiskútgerð hér á íslandi hefur eiginlega allt frá upphafi vega verið í þveröfuga átt við þróun þessara mála á Norðurlöndum og mælir þó ekkert með þeirri framvindu mála nema síður sé. Það er ís- lenzkt löggjafarvald, sem ráðið hefur og ræður þróun þessara Ný vökulög Forustumenn verklýðshreyf- ingarinnar hafa um langt skeið lagt á það þunga á- herzlu að það sé í senn stór- fellt hagsmunamál verkafólks og almennt þjóðþrifamál að draga úr hinum gegndar- lausa vinnutíma. En ég á erf- itt með að skilja hvers vegna fulltrúar verklýðssamtakanna sjálfir halda ekki fast við þessa afstöðu í verki á samn- ingafundum um kaup og kjör. Á slíkum fundum er verið að vinna mjög vandasöm verk sem hafa áhrif á af- komu þúsunda manna og því mikilvægt að vel sé til vand- að. Engu að sfður láta full- trúar verklýðssamtakanna aftur og aftur bjóða sér það að sitja á samningafundum i striklotu meira en sólar- hring; þannig stóð lokafund- urinn í viðræðum við verk- lýðsfélög norðan lands og austan í 28 tíma. Er raunar svo að sjá sem yfirsáttasemj- ara sé það keppikefli að setja helzt ný met á þessum vett- vangi árlega og hlýtur hann þó að hafa einhvern annan tilgang með þvílíkum vinnu- brögðum en bann einn að búa til svo sérstæða afreka- skrá. Ég held að forustumenn verklýðsfélaganna ættu að setja sér ný vökulög og neita að sitja á samningafundum lengur en sem svarar eðli- legum vinnutíma á sólar- hring. Siík vinnubrögð myndu vafalaust þegar til lengdar lætur flýta fyrir samningum en ekki draga þá á langinn, auk þess sem meiri líkur eru á skynsamlegum og raunsæj- um niðurstöðum, ef menn eru vel hvíldir og með óþandar taugar. Tap- fyrirtæki Á þessum kjarasamninga- tímum fáum við að heyra átakanlesar lýsingar á bágri afkomu allra fyrirtækja. Einn af öðrum lýsa atvinnurek- endur yfir því að þeir stundi atvinnurekstur sinn af einni saman hugsjón, þeir séu sí- fellt að tapa; og þótt þeir virðist persónulega komast sæmilega af. er það trúlega aðeins til marks um það að þeir njóta sakir verðleika sinna sömu fyrirgreiðslu hjá forsjóninni o« fuglar himins- ins eða liljur vallarins. Er slík umhyggja raunar þeim mun sjálfsagðari sem nýtt fyrirtæki hefur nú bætzt í hóp þeirra sem safna tapi en ekki arði. Skálholtssöfn- unin. Hafi einhverjir fmyndað sér að fjár tll Skálholts væri aflað með fórnfúsu ’ á- hugamannastarfi f frístund- um er það að sjálfsögðu sprottið af forneskjulegum misskilningi; á okkar tímum hafa lögmál viðskiptalífsins tekið við af fómfýsinni. Skál- holtssöfnunin h.f. er um- fangsmikið og kostnaðarsamt viðskiptafyrirtæki. Fram- kvæmdastjóri þess fær f mánaðarlaun 18.000 kr., og eflaust fær aðsto*arfólk hans einnig kaup f samræmi við þá kristilegu reglu að verð- ur er verkamaðurinn laun- anna. Stofnuð hefur verið skrifstofa f dýru húsnæði, og á hana hleðst auðvitað allur sá tilkostnaður sem lögmál Parkinsons um æxlun skrif- finnskunnar segir fyrir um. Munu tölfróðir menn hafa áætlað bað að kostnaður af söfnunarfyrirtækinu verðj að minnsta kosti hálf milión króna fram að næstu ára- mála hér, en meirihluti Al- þingismanna hefur á flestum tímum litið á fiskimannastétt- ina sem flækingslýð, sem að vísu væri gott að nota til sköpunar mikilla -verðmæta, sem svo útvaldar starfsstéttir gætu og ættu að ráðstafa að eigin vild, án þess að fiski- mennimir hefðu þar nokkuð um að segja. Þetta hefur ver- ið undirtónninn í þeirri hljóm- kviðu, sem hér hefur verið leikin með góðum árangri, til að halda fiskimannastéttinni niðri. Því ber þó ekki að neita að spilað hefur verið á aðra og hljómfegurri strengi sem yfir- gnæft hafa þennan undirtón við hátíðleg tækifæri, svo sem á Sjómannadaginn. Hér þarf að verða á breyt- ing, fiskimannastéttin þarf að rísa upp og taka sinn óum- deilanlega rétt í eigin hendur. Hún verður að gera sig gild- andi á Alþingi, ekki á þann hátt að láta pólitíska spekul- anta sundra sér í nauðsynleg- um átökum með loforðum í dag sem svikin verðg á morg- un, heldur með því að fylkja stéttinni saman um sameigin- leea hagsmuni, þa.r sem full- trúar hennar, marka stefnuna, mótum. Og áætlunasérfræð- ingar fyrirtækisins munu hafa séð það fyrir með fullri vissu að tekjur af söfnun- inni geti aldrei staðið undir þessum tilkostnaði. Biskupinn yfir íslandi skýrði að vísu frá því á blaðamannafundi fyrir skemmstu að þegar hefði safnazt rúmlega ein miljón króna, en sú frásögn var eins og vera ber fremur nútíma- leg hagræðing á bókhaldi en lýsing á staðreyndum raun- veruleikans. Af þeirri upp- hæð eru sex hundruð þús- undir króna teknar úr sjóði Skálholtsfélagsins, líkt og þegar menn færa veski milli vasa. 300 þúsundir króna komu frá Framkvæmdabank- anum sem eins konar með- gjöf með formanni söfnun- arnefndar. dr. Benjamíni Ei- ríkssyni bankastjóra. Talsverð upphæð kom frá Mjólkurbúi Flóamanna, sem hefur auð- sjáanlega fjármuni til þess að styrkja fleiri aðila en Vinnu- veitendasamband íslands, og enn fleiri fyrirtæki munu hafa látið nokkuð af hendi rakna. En auðvitað var eng- in þörf á að opna söfnunar- skrifstofu og skipuleggja inn- heimtukerfi til þess að ná peningum úr sjóðum; það hefði biskupsskrifstofan sem bezt getað annazt þótt yfir- boðari hennar sé enn sem kom- ið er aðeins einn. Söfnunar- kerfinu mikla var ætlað að verða einskonar almennings- hlutfélag, klófesta hinn fræga eyri ekkjunnar. En reynsla sú sem þegar hefur fengizt mun óræk sönnun þess að sá afla- fengur hrökkvi engan veg- inn fyrir tilkostnaðinum. Á þetta er ekki bent til þess að draga móð úr söfn- unarmönnum, heldur einmitt til þess að stappa í þá stál- inu. Fyrir því er löng reynsla að þrátt fyrir allan barlóm blómgast engin fyrirtæki jafn ,vel og þau sem rekin eru með tapi; í þeirra þágu er þjóðfélaginu stjórnað 'með styrkiura og unpbótum, sölu- skatti og gengislækkunum. Verði Skálholtssöfnunin nægi- lega stórtæk á þessu sviði. er starfsemi hennar tryggð um alla framtíð. — Austri. dag. Því þrátt fyrir allt, hef- ur þó margt áunnizt á þessu tímabili, þó það sé óneytan- lega allt sigrar innan hins þrönga vítahrings, sem þjóðfé- lagið hefur markað þessari undirstöðustarfsstétt og mark- ar enn í dag. Aðstaða bænda- stéttarinnar hefur hins vegar verið allt önnur, þö oft hafi afætustéttir þjóðfélágsins haft um það samstöðu að arðræna hana. Þessi stétt hefur á ýms- um tímum átt öfluga málsvara og málflutningsmenn á Alþingi sem gert hafa málstað stéttar- innar að sínum og haldið í fullu tré við þá sem á hags- muni stéttarinnar hafa viljað ganga. Vegna þessa hefur þró- unin í hagsmunamálum þess- arar stéttar orðið gjörólík, samanborið við þróunina f hagsmunamálum sjómanna- stéttarinnar, sem aldrei hefur séð fyrir augum neitt fram- tíðarmark að keppa að, um- fram hina þröngu dægurbar- áttu um brýnustu lífsnauðsynj- ar, og hefur ef satt skal mæla alltaf verið þar frekar í vöm á síðustu tímum. Fiski- menn fslands, það er fullkom- lega á ykkar valdi, hvort þró- unin verðúr á ^ma veg í nán- ustu framtfð, sem hún hefur verið til þessa, eða hvort þið markið glögg tímamót í þróun stéttarinnar með því að fylkja ykkur um sameiginlega hags- muni, og takið sjálfa útgerð- ina í eigin hendur eins og stéttarbræður ykkar hafa verið að gera síðustu áratug- ina f þeim löndum, sem okkur eru skyldust. sem pamasa nsKimanna er^_____________________________________________________________________ mest í útgerðinni, þar búa einnig aðrir útgerðarmenn við hagstæðust kjör frá hendi þjóðfélagsins. Nægjanlegt er að benda á þróunina í þessum málum á Norðurlöndum til að sanna þetta. Mesta böl ís- lenzkrar fiskútgerðar í dag, er samstaða forráðamanna útgerð- arinnar með pólitískum spekúl- öntum, sem gerðir eru út af fjársterkum samtökum, sem í flestum tilfellum hafa and- stæða hagsmuni við útgerðina og taka því meiri gróða sem afrakstur útgerðarinnar er lé- legri. Þessi loddarabrögð hafa náð undraverðum árangri hér á landi þegar það er tekið með í reikninginn að fjöldinn allur í útgerðarmannastéttinni, eru greindir og vel gefnir menn. Með áróðurstækni nútímans er jafnvel hægt að fylkja mönn- um gegn sjálfum sér, ef að leitaðir eru uppi ákveðnir strengir í djúpi sálarlífsins og spilað á þá. Og ekki vantar neitt á, að það hafi verið gert hér, með öllum þeim meðulum sem tiltæk hafa verið á hverj- um tíma. tJndirstööustéttin ræður engu Það verður varla um það deilt í dag að á íslandi eru aðeins til tvær undirstöðu starfsstéttir, þ.e. sjómanna- stéttin og bændastéttin. Sjó- mannastéttin leggur undir- stöðuna að yfir 90% af út- flutningi landsmanna, en er þó lítilsmegnug og vanmetin stétt, nema í skrumræðum út- gerðar og ríkisvalds á Sjó- mannadaginn. Forustumenn þessarar stéttar hafa aldrei Regnklæði ☆ sjöstakkab ☆ ☆ SJÓBUXUR ☆ ☆ FISK1SVUNTUR ☆ ☆ PILS og JAKKAR ☆ ☆ BARNAFÖT os KÁPUR ☆ ☆ VEIÐIVÖÐLUR ☆ ☆ VÉIÐIKAPUR ☆ ☆ og margt fieira ☆ ☆ — — —. ^ ☆ VANDAÐUR ☆ ☆ FRAGANGUR ☆ ☆ - - — ☆ ☆ MJÖG ÓOÝR'I ☆ Vopni ☆ AÐALSTRÆTJ 16, ☆ ☆ við hliðina á bílasölunnl ☆ Ný sending Nælonúlpur — tvöfaldar. Einlitar og munstraðar. R.Ó. búðin r. .r. Skaftahlíð 28. Sími 34925. Útboð Tilboð óskast í að sprengja, aka og koma^ fyrir grjóti við hafnargarð á Akranesi. Uppdrátta og útboðslýsingar má vitja í verkfræði- stofuna Akranesi, Skagabraut 35 gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstudaginn 25. júní 1965. kl. 11. Tilboðum sé skilað fyrir þann tíma. Akranesi 4. júní. Bæjarstjóri. Einlægar þakkir fyrir auðsýrida vinsemd á nírœð- isafmæli mínu þann 3. júní s.l. Guð blessi ykkur öll. GUÐJÓN ÁSGEIRSSON, Kýrunnarstöðum, Dalasýslu. Tiiboð óskast í varahluti í ýmsar eldri gerðir bifreiða, bifhjóla og vinnuvéla. einnig í rafmagnstæki, hreinlætistæki, hitunartæki, notaða hjólbarða, hurðir, vinnuskúr, fleka, borð, 7 kw. dieselrafstöð o. fl. Hlutimir verða til sýnis í birgðastöð Póst- og síma- málastjórnarinnar að Jörva, fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. fjúni n.k. milli kl. 9.00 og 17.00 báða dagana. Hlutirnir verða flokkaðir í tölusetta hópa og óskast númer tilgreind í tilb. ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri bjóðanda. Tilboðun- um sé skilað í skrifstofu vora Borgartúni 7 fyrir kl. 18.00 föstudaginn 11. júní. Innkaupastofnun ríkisins. I •■•Sös.is' f — '■****? VftlRvW’-/ »4% ' ri' - ' ~ 'ý $ . ‘ m mmm, » * % ' ■, jpr £ Þetta er einn af nýjustu smáskuttoguram Norömanna m’/s Röeggen. Eigandi er útgerðarfélag sjómann.a í Kristiansand, Partsrederiet Olaf Röeggen. Skipið er byggt af Storvik mekaniske verksted. Þetta er tveggja þilfara togari 398 brúttósmálestir, bú- inn frystivélum og plötufrystitækjum. Fiskilestini er einangrað þannig að auðvelt á að vera að halda þar 25 gráðu frosti. Stærð iestarinnar er 280 rúmmetrar nettó. Stæræð aflvélar er 1200 hest- öfl og er auðveit að stjórna vél frá stýrishúsi. Togarinn verður gerður út frá Hammerfest næstu fimm árin og leggur upp hjá stórfyrirtækinu Findus, sem gerði smíði togarans mögulega með stórláni til útgerðarfélagsins. með nýrri lagasetningu á Al- þingi, þar sem fiskimannastétt- inni sjálfri er tryggður for- gangsrétturinn til útgerðar. Hér er alls ekki verið að ráð- ast á íslenzka útgerðarmanna- stétt, því sjálfsagt verður þörf fyrir hana um talsvert langt árabil, samhliða útgerð sjó- manna og sú er reynsla þar komizt út fyrir þann vítahring, sem þeim hefur verið markað- ur í þrengstu hagsmunabaráttu stéttarinnar, um húsnæði, fæði og klæði. Og standa að því leyti í sömu sporumibarátt- unni og þeir upphaflega hösl- uðu sér völl, þegar þessi stétt var enn þá meira undirokuðog þrælkuð heldur en hún er í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.