Þjóðviljinn - 09.06.1965, Blaðsíða 7
Miðvifcudagur 9. júní 1965
HðÐVHIlMN
SÍBA J
Frumstæðar þjóðir og siðmenningin — Lungnabólga
og siðferði — Gjafjr eða uppfræðsla
Síðari ár haia verið mikill
annatími fyrir þjóðfræð-
inga. Hver leiðangurinn á
fætur öðrum hefur haldið
inn í frumskóga Suður-Amer-
íku, Afríku og Nýju-Gíneu
til að safna öllum tiltækum
fróðleik um þá þjóðflokka
sem fyrst á síðustu árum eða
áratugum hafa komizt í
snertingu við siðmenninguna
svokölluðu. Vísindamönnum
finnst þeir megi engan tíma
missa". Enda er það ekki
nema eðlilegt: hinar frum-
stæðu þjóði.r hafa ekki gizka
mikinn viðnámsþrótt, hin
nýju áhrif frá þeim stóra
heimi umturna á skömmum
tíma lífi þeirra, og fyrr en
varir er það orðið mjög erf-
itt að gera sér grein fyrir
þvi, hvernig aldagamlar lífs-
venjur þeirra voru í raun
og veru.
Norðurlandamenn hafa haft
sig töluvert í frammi í þess-
ari rannsóknarstarfsemi. Einn
þeirra er grísk-danski þjóð-
fræðingurinn Gottfried Po-
lykrates. I nýlegu viðtali
lætur hann á skemmtilegan
og fróðlegan hátt í ljós gagn-
rýni sína (og sjálfsagt margra
sinna starfsbræðra) á þeim
aðferðum, sem hvítar þjóðir
og „þróaðar" hafa beitt til
þess að breiða út sína verk-
legu menningu, sín trúar-
brögð, sitt siðgæði.
★
Polykrates hefur einkum
hom í síðu trúboða.
Þeirra starf er segir hann,
oft fyrsta skrefið í þá átt
að gera hinar frumstæðu
þjóðir að hjálparvana öreig-
um siðmenningarinnar. Þeir
reyna að ávinna sér traust
með því að gefa eitthvað —
byrja þannig á því að venja
fólk við að betla. Þar með
er byrjað að hafa endaskipti
á öllum hugtökum. Það koma
kaþólskir, múhameðskir og
lúterskir trúboðar og hver
hefur sinn sannleika að færa.
Trúarbrögðin er bisness, þau
eru seld fyrir undirskriftir.
Þeir trúboðar sem ég hef
orðið var við hafa ekki átt
boðunum.
Trúboðinn segir það sé ó-
siðlegt að margir búi í einu
húsi, því að menn eiga að
lifa fjölskyldulífi. Hjá Waiwai-
indíánum tíðkast það, að
5—6 fjölskyldur búi saman,
því skógamir era ekki fullir
sem er heppilegt fyrir veiði-
þjóð — en svo geta verið
100 kílómetraj: á milli húsa
mikið af hugsjónum eftir.
Hinir innfæddu kynnast ekki
madonnu með það blíða
Jesúbarn í skauti sér — þeir
sjá glansmyndir af píslum
helvítis. Veslings indíánarn-
ir eða svertingjarnir eru ekki
mjög móttækilegir fyrir and-
legheitatali, og þeir skilja of
lítið til að geta varizt trú-
Frumstæður verður þessi Indíánakynflokkur kallaður — en þetta fólk er enn ekki aumur
betlari við dyr si ðmenningarinnar.
þegar þeir
hafa blíðkað
hinn nýja guð
reiðinnar
ganga þeir út
og dýrka sína
fornu guði . . .
með veiðibráð. 1 þess stað
hefur trúboðinn nú safnað
þeim saman í þorp með
snyrtilegum litlum f jölskyldu-
húsum. Árangurinn er sá, að
það er sjaldan kjöt í pott-
unum. önnur ástæða: það er
haldin guðsþjónusta kl. 6—
8 á morgnana, en það er
einmitt bezti veiðitíminn.
Indíánarnir eru sem sé orðn-
ir húseigendur en án
þess að leggja nokkuð af
mörkum, því það eru borg-
arbúar sem hafa komið og
byggt yfir þá. Indíánarnir
era veiðimenn en fá nú fasí-
an bústað. Trúboðinn plægir
akur, en í stað þess að Ind-
íánum sé kennt að rækta
jörðina sjálfir standa þeir nú
í biðröð og betla korn og
mjöl af trúboðunum. Ef þeir
hafa verið við morgunguðs-
þjónustu og gert annað það
er fyrir þá var lagt, þá fá
þeir mat. Vilji Indíáninn
brauð, þá er hann spurður
hvað hann láti í staðinn.
Þessi aðferð breytir stoltum
náttúrabömum í vesæla
betlara.
Trúboðar eru sjálfsagt vel-
viljaðir margir, eins og það
góðviljaða fólk, sem safnar
fatnaði til að senda „vesal-
lings heiðingjunum“, en ár-
angurinn er hræðilegur. Því
það er auðvitað ósiðlegt að
þeir hlaupi um naktir. Þess-
vegna láta trúboðarnir hvern
manna hafa eina flík og
segja honum að vera alltaf
í henni. Þetta hefur drepið
heila ættflokka. Þegar þeir
fara yfir ár blotna þeir. Þar
eð þeir eiga aðeins eina flík
geta þeir ekki farið úr henni
og þurrkað því það er ósið-
legt. Og þar eða þetta fólk
hefur ekki móteitur í kroppn-
um þá fylgir þessu banvænt
kvef og lungnabólga.
Svo ekki sé minnzt á feg-
urðarhlið málsins. Fötin passa
ekki, þau verða fljótt skítug
og rifin (þvottaduftið gleymd-
ist) — það verður, lítið eftir
af hinu fagra útliti þessarra
náttúrabarna,
Plykrates hefur einnig
margt misjafnt um þá
aðstoð við frumstæðar þjóð-
ir og lítt þróuð lönd, senj
hvítir menn láta nú af hendi,
sumpart af vondri samvizku,
sumpart til að opna sér nýja
markaði. Aðstoð sem mjög
oft er veitt meir af kappi
en forsjá. Sá hunzki kvik-
myndamaður, Jacopetti, lýsti
reyndar slíkri aðstoð á eft-
irminnilegan hátt í einni
mynda sinna: goðviljaðir
Bandaríkjamenn höfðu ákveð-
ið að lyfta tiltéknum þjóð-
flokki svertingja á hærra
menningarstig með því að
kenna honum nautgriparsékt.
Nokkur flokkur kúa var gef-
inn í þessu skyni, en það
hafði óvart gleymzt að taka
með í reikninginn, að á því
landi, er þjóð þessi byggði,
var ekkert gras að fá.
Polykrates álítur ekki að-
eins að oft sé þessi aðstoð
gerð af lítilli fyrirhyggju
heldur og geri hún sitt til að
viðhalda því betlisiðferði sern
öllum er til vansæmdar. Að
gefa er það auðveldasta sem
til er. En uppfræðsla, segir
þjóðfræðingurinn, krefst þol-
inmæði, dugnaðar og sanns
mannfcærleika — og fyrst og
fremst að menn séu á staðn-
um. Það var til dæmis stór-
hlægilegt þegar Norðmenn
sendu gríðarstórt skip til Ind-
lands, hlaðið getnaðarverjum
fyrir miljónir króna. Ind-
verjar eiga sannarlega við of
hraða fólksfjölgun að glíma
— en þar eð enginn hafði
sagt þeim hvað þeir ættu að
gera við þessar norsku' gjafir,
svifu innan skamms yfir
borginni, sem landað var við,
þúsundir uppblásinna gúmí-
belgja. . . — Á.B.
:'/S)Q$j}ísé I,
Allólík sjónarmið hafa komið fram opin-
berlega um möguleika og gagnsemi síldar-
flutninga í stórum stíl milli landshluta. Á
ráðstefnu er fulltrúar síldarverksmiðja á
Austurlandi héldu á Reyðarfirði í sl. mán-
uði um þetta mál, var framsögumaður
Bjarni Þórðarson bæjarstjóri í Neskaup-
stað. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu
hans, en ]?jóðviljanum þykir rétt að les-
endur kynnist einnig því viðhorfi sem
nefna mætti austfirzka sjónarmiðið 1 þess-
um málum.
Síldarflutaingar innan vissra
takmarkana eðlilegir
Um nokkur ár hefur það við-
gengizt, að nokkurt magn síld-
ar hefur verið flutt héðan að
austan til vinnslu í verksmiðj-
unum nyrðra. og í fyrra sumar
var gerð tilraun til að flytja
síldina allt til Bolungavíkhr og
er mikið af þvi látið hversu
góða raun þeir flutningar hafi
gefið. Allar era þær frásagnfr
þó með miklum áróðursblæ. I
mínum augum era þær mestan
part skrum að litlu hafandi.
Engin ástæða er til að amast
við flutningum eins og þeim,
sem til þessa hafa tíðkazt. Svo
mikil síld hefur borizt að landi,
að hinar litlu verksnrðjur á
Austfjörðum gátu ekki annað
því að vinna úr henni. pað
hefur aldrei vakað fyrir okkur,
að gera veiðiskipin að síldar-
þróm, og við höfum ekkert við
það að athuga. og teljum raun-
ar sjálfsagt, að síldarflutningar
innan skynsamlegra takmarka
eig' sér stað. En þegar svo er
komið, að hefja á útgerð heils
flota tankskipa og annarra
flutningaskipa, þegar svo er
komið, að ráðgerðar eru bygg-
ingar mikilla umhleðslustöðva,
þegar svo er ko-mið, að fóðra
á síldarverksmiðjur í öllum
landsfjórðungum á Austfjarða-
síld, hljótum við að fara að
ugga um okkar hag. Þá _ gæti
svo farið,, að verksmiðjur og
söltunarstöðvar á Austfjörðum
skorti hráefni, þó mikil veiði
væri á Austfjarðamiðum.
Síldarflutningar til Reykja-
víkur og „jafnvægi i byggð
Iandsins'.
Lengi hefur „jafnvægi í
byggð landsins“ verið uppá-
haldsslagorð stjómarmála-
manna og m;kið hefur verið
rætt og ritað um þetta hug-
stæða efni. Allar hafa þessar
umræður hnigið í þá átt, að
útmála þann voða, sem þjóð-
arskútunni væri búinn, ef allir
landsmenn þjöppuðu sér sam-
an á suðvesturhorn landsins.
Skútan gæti beinlínis kollsiglt
sig eins og seglbátur, þegar all-
ir um borð þyrpast út í annað
borðið. En mörgum hefur þótt
árangurinn vera í öfugu hlut-
falh við orðagjálfrið, frum-
vörpin og þingsályktunartillög-
urnar.
En sjaldan hefur verið geng-
ið meir í berhögg við hug-
myndina um „jafnvægi í
byggð landsins." en með ríkis-
ábyrgðinni til kaupa á tank-
skipi til að flytja hráefni utan
af land1 til vinnslu í Reykjavík.
Slíkir flutningar hljóta að
leiða til enn aukinna fólks-
flutninga og f jármagnsflutninga
utan af landi til Stór-Reykja-
víkur.
Hún telcur stundum á sig
kynjamyndir baráttan fyrir
„jafnvægi í byggð Iandsins‘‘.
Þrjár megirhættur
I sambandi við stórfellda
síldarflutninga þyk;st ég sjá
þrjár meginhættur fyrir aust-
firzka atvinnuvegi og þar með
fólkið, sem byggir þennan
Iandshluta.
I fyrsta lagi blasir sú hætta
við, að síldarflutningar frá
Austfjörðum í stóram stíl, verði
til þess, að atvinnuleg upp-
bygging Austfjarða staðni, að
í stað þess að stórauka síldar-
vinnslu á Austfjörðum, verð5
áherzla lögð á þjóðfélagslega
óhagstæða hráefnisflutninga á
alla aðra landshluta. Ég veit
dæmi þess, að neitað hefur
verið um fjárhagslega fyrir-
greiðslu við aðila, sem hugðist
koma á fót síldariðjufyrirtæki
á Norðfirði, með þe’rri rök-
semd, að ekkert slíkt yrði gert
á meðan ekki væri fullráðið um
flutningana. Þetta sýnir, að
stefnt er að því, vitandi vits,
að láta flutningana koma í stað
uppbyggingar hér eystra.
I öðru lagi er sú hætta, að
sá hagnaður, sem Austfirðing-
ar gætu haft af síldarvinnslu,
verði af þe;m tekinn. Við get-
um átt von á því að þess verði
ekki langt að bíða, að sú krafa
verði reist, að einhvers konar
jafnaðarverð á síld verði 'ög-
boðið, en það er sama og að
síldarvinnslustöðvar á Aust-
fjörðum verði látnar greiða
kostnaðinn við að flytja hrá-
efnið frá sér. Hugsanlegur
hagnaður okkar væri þá notað-
ur til heimskulegrar útgerðar
skipa, sem flyttu síld héðan
í aðra landshluta.
í þrlðja lagi er svo nokkur
ástæða til að óttast, að svo
stórkostlegir hráefnisflutningar
geti átt sér stað, að síldarverk-
smiðjur og söltunarstöðvar á
Austfjörðum skorti hráefni,
þótt veiði sé góð.
Það er sýnilegt, að við Aust-
firðingar getum ekki horft
lengur aðgerðarlausir á bessa
þróun mála. En við ramman
reip er að draga. Allt bendir
til, að öll máttarvöld landsins
séu á móti okkur og nefni ég
þar til bankana, fjárveitinga-
valdið, æðstu embættismenn
fiskimálanna og ríkisvaldið.
Það hefur nú selt sitt eina
tankskip og eina skip rík-
isins, sem ekki hefur tapað, til
Eftir Bjarna
Þórðarson,
bæjarstjóra
í Neskaupstað
að rækja það göfuga hlutverk,
að flytja síld frá Rauða torg-
inu allt vestur til Bolungarvik-
ur. Við hljótum að bindast ein-
hvers konar samtökum til vam-
ar hagsmunum okkar.
Ég kem síðar að því hvemig
ég tel okkur eiga að bregðast
við á þessu stigi málsins.
Svokölluð rök innflutnings-
manna
Því er mjög fast fram haldið,
að miklu sé hagstæðara frá
efnahagslegu sjónarmiði, að
kaupa og gera út tankskipa-
flota og reisa mikla og dýra
umhleðslstöð hér fyrir aust-
an til að tryggja það að ekkert
lát verði á síldarstraumnum 1
Framhald 4 8. síðu.