Þjóðviljinn - 09.06.1965, Page 9

Þjóðviljinn - 09.06.1965, Page 9
Miðvikudagur 9. júní 1965 HÖÐVIUINN SlDA g Síldarflutningar milli landshluta Ólætin að Laugarvatni Framhald af 7. síðu. aðra landshluta. þó ógæftir hamli veiðum og austfirzku bræðslumar standi e.t.v. að- gerðarlausar, en að reisa verk- smiðjur hér eystra. En það þarf ekki að leggja fyrir okkur neina útreikninga til að við sjáum hver firra þetta er. Hið látlausa jðpl um ágæti tank- skipaútgerðar og umhleðslu- stöðva á að fá menn til að trúa því, sem hver meðalgreindur maður hlýtur að sjá. að er al- gjör fjarstæða, ef hann gefur sér tíma til að íhuga málið. Við sjáum I hendi okkar, að varla getur munað miklu á kaupum og útbúnaði tankskips og byggingarkostnaði síldar- verksmiðju, sem líkleg er tll að bræða það magn síldar, sem ætla má að skipið geti flutt. Þá er eftir að gera ráð fyrir öllum útgerðarkostnaði skips- ins. viðhaldi þess o.fl. og bað er enginn smáræðiskostnaður. Ég tel líklegt. að flutningamir séu þeim mun óhagstæðari en bræðslubyggiiigar. sem útgerð- arkostnaði tankskipa og rekstri umhleðslustöðva nemur. Þá hefur því verið haldið fram, að bygging nýrra verk- smiðja hljóti að leiða til lækk- aðs hráefnisverðs, vegna auk- inna fymingarafskrifta, nema afli' aukist að sama skapi. Þetta er rétt svo langt sem það nær, en því má skjóta inn í, að ef meiri möguleikar hefðu verið til síldarvinnslu á Aust- urlandi undanfarin sumur. hefði aflinn orðið miklu meiri. En við sjáum fljótt hversu ó- svífiit blekkmg er fólgin í bess- ari röksemd. Vandlega er bag- að yfir því. að einnig þarf að afskrifa tankskipin og um- hleðslustöðvarnar. Nema pær afskriftir varla lægri upphæð- um en afskriftir af verksmiðj- unum. Með hliðsjón af því, sem ég drap á áðan, má fullyrða, að kaup og útgerð tankskipa á- 1 samt byggingu umhleðslustöðva, veldur lækkuðu hráefnisverði. Síldarflutningamenn leggja I sig ’ táísvert' fram um 'það, að ’ telja okkur Austfirðingum trú um, að einnig við getum notið góðs af kaupum og útgerð flutriingaskipaflotans. Þetta er BRIDGESTON E HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. | &&$.-.■ - BRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholtr 8 Sími 17-9-84 TECTYL Örugg ryðvörn á bíla. Símt 19945. eins og dúsa, sem stungið er upp í bam til að fá það til að þegja. Við vitum. að afköst síldarverksmiðjanna fyrir norð- an og sunnan. eru svo mikil og geymslurými það mikið, að litlar líkur eru til, að nokkur síld fáist til flutnings. Og nver lætur segja sér það, að flutn- ingaskipið, sem rík'ð er nú að’ hjálpa Kletti til að kaupa, verði látið flytja síld að norðan — svo ekki sé minnzt á að sunn- an — til Austfjarða? Flytji þetta skip sild að nofðan, flyt- ur það hana til Reykjavíkur, en ekki til Austfjarða. Og hve- nær halda menn, að reistar verði á Siglufirði eða i Rvík umhleðslustöðvar til að taka á móti síld til vinnslu á Aust- fjörðum? — Nú kemur mér ekki til hugar, að síldargöngur geti ekki breytzt, eins og bær hafa alltaf verið að breytast. En leggist síldin frá Austur- landi, verða bau skip, sem nú er verið að kaupa, ekki notuð til að flytja síld til okkar. Við verðum að neyta annarra bragða. Neikvæð atvinnuhótabarátta Af hálfu þeirra þingmanna og sveitarstjómarmanna, sem ákafast berjast fyrir því göf- uga hugsjónamáli, að flytja síld um langan veg til vinnslu, er oft lögð áherzla á atvinnu- lega þýðingu flutninganna fyrir þau byggðarlög, sem verða þeirra aðnjótandi. Einkum er þessu haldið fram um Norður- land. Þetta er sem sé orðin at- vinnubótabarátta og þar með ekki svo lítið hugsjónamál. I minum augum er þetta nei- kvæð atvinnubótabarátta. Vit- anlega gætu þó síldarflutning- amir haft 1 för með sér auk- inn rekstur og aukna vinnu í verksmiðjubæjunum nyrðra. En eigi að peðra síldaraflanum út um allt land til vinnslu, verð- ur það aðeins reitingsvinna. En flutningarnir lama sjálfsbjarg- arviðleitni fólksins heima fyrir. Það mænir á síldarflutningana sem þess eina úrræði og bjarg- ræðisveg, í stað þess að snúa sér að uppbyggingu annarra at- vinnugreina, sem betur svara til staðhátta og aðstæðna. Síldarflutningar af Aust- fjarðamiðum geta aldrei ieyst atvinnuleg vandamál Norðlend- inga og Vestfirðinga, jafnvel þótt þeir, ásamt Stór-Reykvík- ingum, skiptu með sér hverri bröndu, sem aflast hér fyrir austan. Þannig tefur þessi ein- hliða áróður síldarflutninga- manna fyrir eðlilegri þróun at- vinnumála í heilum landsfjórð- ungi. Menn mæna á síldar- flutningana sem einasta hálm- stráið í stað þess að flétta hald- reipi úr sterkum þáttum. Ekki sama hvort flutt er norður eða suður Ég verð að játa, að ég lit nokkuð öðrum augum á síldar- flutninga til Norðurlands en Suðurlands. Hvað sumarsíld- veiðar snertir má líta á miðin fyrir Norður- og Austurlandi sem eitt veiðisvæði og síldar- flutningar milli þeirra innan skynsamlegra takmarka, eru ekki óeðlilegir. En síldarflutn- ingar hvort heldur er að norð- an eða austan til Suðvestur- lands hljóta að vera fast að því glæpsamlegt athæfi í aug- um þeirra, sem eitthvað meina með skrafinu úm „jáfnvægi í byggð landsins." Viðbrögð Austfirðinga Er nú komið að því, sem hlýtur að vera meginviðfangs- efni þessa fundar: Hvemig eig- um við Austfirðingar að bregð- ast við þeirri ógnun, sem stór- felldir hráefnisflutningar af Austfjarðamiðum eru við eðli- lega þróun austfirzkra atvinnu- vega og hagsmuni Austfirðinga í heild? Við eigum að lýsa yfir því, að við teljum síldarfki tninga af Austfjarðamiðum eðli’ega að vissu mari i. Og þá markalínu á að draga þannig, að móttöku- skilyrði hér cystra séu full- nýtt. Við eigum að lýsa yfir þvl að austfirzkar bræðslu- og söltun- arstöðvar fallist undir engum kringumstæðum á, að kostnað- inum af flutningunum hcðan að austan verði velt yfir á Austfirðinga með verðjöfnun eða á annan hátt. Mér er sagt, að í gildandi lögum séu engin ákvæði, sem hægt sé að nata til að koma á þessu fyrirkomu- lagi. Og mcr er mjög til efs, að alþingismenn, í sögu andrá og þeir tala um „jafnvægi í byggð landsins", rétti upp höndina með lögum, sem leiddu til þess, að atvinnufyrirtæki á Austurlandi yrðu látin greiða útgerðarkostnað tankskipaflota til síldarflutninga suður til Reykjavíkur. Loks áiít cg, að i ályktun þessa fundar eigl það að koma fram svo greinilega, að ekki verði misskilið, að við mótmæl- um þvi, að síldarflutningarnir verði á nokkurn hátt látnir draga úr cðlilegri þróun síld- ariðnaðarins á Austurlandi. En ^svo getur farið, að yfir- lýsingar hrökkvi skammt og að gripa þurfi til béinna aögerða. Vel mætti hugsa sér, að aust- firzk síldarvinnslufyrirtæki — byðu hærra verð í síldina. Það ætti að vera fært, ef þeir aðil- ar, sem kaupa síldina til flutn- ings, fá sjálfir að greiða flutn- inginn, sem hlýtur að verða nokkrir. tugir króna á mál. Svo gæti líka farið, að verk- smiðjur hér fyrir austan hæfu sjálfar dæluskipaútgerð þegar fram líða stundir, ef reynslan yrði sú, að skipstjórar mæfei mjög mikils að losna við afl- ann á miðum úti og það kannski án þess hann kæmi um borð í þeirra eigin skip. Þá sýnist sjálfsagt að vinna að því, að verksmiðjur verði fluttar hingað austur úr öðrum landshlutum. Benda má á, að það var upphaf umtalsverðrar síldarbræðslu á Austfjörðum, að hingað voru fluttar nokkrar verksmiðjur að norðan, og hafa. þær síðan malað þjóðinni gull í stað þess að grotna n’ð- ur. Þessi flutningur á verk- smiðjum gafst vel og því ekki að halda áfram á sömu braut? Flest frystihús á Austfjörð- um eru f beinum eða óbein- um tengslum við síldarbræðsl- ur og söltunarstöðvar. Þessi mikiisverðu atvinnutæki búa við það ástand að vera með öllu verkefnalaus. eða hafa hráefni af skornum skammti mestan hluta vetrar. Ég tel að þessi frystihús eigi að taka til gaum- gæfilegrar athugunar. að flytja vertíðarfisk að sunnan til vinnslu hér eystra. Fari svo, að síldarverð verði jafnað, fæ ég ekki séð hvemig stætt er á því, að neita samskonar verð- jöfnun á þorski og ýsu. Mundu þá frystihúsin syðra gre;ða flutningskostnað á fiski hingað austur, á sama hátt og Aust- firðingar greiddu fyrir flutn- ing á síld suður, og væri það í fyllsta máta réttlátt. En auð- vitað bitnaði það á hráefn s- verðinu, eins og útgerðarmenn fá að borga brúsann. Ef í hart fer kæmi einnig til athugunar, að fyrirtæki bau, sem við erum fulltrúar fyrir, gerðu með sér samtök um að veita þeim skipstjórum, sem aldrei afhentu síld i flutnmga- skipin, þegar löndunarmögu- leikar enu fyrir hendi hér eystra, forgang til löndunar, og að leitað yrði samvinnu við þjónustufyrirtæki flotans, svo sem veiðarfæraviðgerðir og önnur viðgerðarverkstæð' um sams konar aðgerðir. Einnig sýnist liggja beint við, að leita samstarfs við sveitastjómimar. Ég tel, að við eigum að fara að öllu með stillingu, en láta hvergi undan síga, því mér er ljóst hve geysl’mikið hagsmuna- mál hér er um að ræða, ekki aðeins fyrir þau fyrirtæki, sem við erum fulltrúar fyrir, held- ur og alla Austfirðinga. Á þvi hvemig þessi mál leysast, get- ur það oltið, hvort við höldum hlut okkar gagnvart öðrum ' -n'k Framhald af 12. síðu. ungmenni Krýsuvíkurleiðina austur og missti lögreglan af þeim hópi. Fimm lögreglumenn fóru aust- ur að Laugarvatni strax á' laug- ardag en þangað lá straumur- inn. Kl. hálf tíu um kvöldið fóru svo sex lögreglumenn í við- bót austur og tíndi 20 unglinga ölvaða upp í bil, og var hópn- um ekið til Reykjavíkur. Lög- reglan var svo á verði þarna alla helgina og þar til í gær- morgun. Allan þennan tíma var tals- vert um ölvun en þó mest á laugardag. Hafðist hópurinn við fyrir innan Laugarvatn, og vam- aði lögreglan honuip aðgöngu að sjálfum Laugarvatnsstað. I viðtali við Þjóðviljann í gær, sagði lögreglan í Reykjavík, að óspektimar hefðu ekki verið eins miklar og við hefði mátt búazt vegna hins gífurlega fjölda sem þarna var saman kominn. Slys hefðu ekki átt sér stað að neinu marki. Tíðindamaður blaðsins innti lögregluna eftir því hvort nokk- uð hefði verið gert til að graf- ast fyrir um það, hverjir seldu unglingunum áfengið. Sagði lög- regluþjónninn, að unglingamir segðust sumir hverjir hafa keypt vínið í „rífcinu“ en aðrir hefðu fengið menn til að kaupa vin fyrir sig. Væri þessum andsvör- um ekki til að dreifa, neituðu unglingarnir hreinlega að skýra frá því hvaðan þeim kæmi á- fengið. — Lögregluþjónninn sagði að lokum að fjöldi fólks hefði farið út á Snæfellsnes og í Borgar- fjörð um hvítasunnuna og hefði ekki komið til neinna óspekta þar. Ólæti í Keflavík Stór hópur unglinga safnaðist saman á Hafnargötunni í Kefla- vík í fyrrinótt milli klukkan tvö og þrjú. Voru unglingamir und- ir áhrifum áfengis, og ýmist að koma af dansleik á staðnum eða lengra að komnir. Hafði hópur- inn í frammj háreysti og tóku forsprakkamir sig til og rifu Góð síldveiði um hvítasunnuna Góð sildveiði var yfir hvíta- sunnuna um 170 sjómílur frá Raufarhöfn. Eru flest skipin nú komin á miðin og allar þrær orðnar fullar á Austfjarða- höfnunum nema á Seyðisfirði. Alls veiddust um 88 þúsund mál frá því á föstudagskvöld og þar til 1 gærmorgun. niður umferðarskilti á götunni og skemmdu bíla og varð lög- reglan að taka á það ráð að dreifa hópnum. Þjóðviljinn ræddi í gær við lögregluna á Selfossi, Akureyri, Akranesi og Vejtmannaeyjum og hafði allt verið með kyrrum kjörum á þeim stöðum um hvíta- sunnuna. Þess er rétt að geta að lokum. að hjálparsveit skáta aðstoðaði lögregluna við starfið og sömu- leiðis varð vegaþjónusta F.Í.B. að miklu liði. Framhald af 12. síðu. nesbraut, rétt hjá Blómaskálan- um, og hefðu lögreglumennimir fylgzt með því sem gerðist þar eins og annars staðar á vakt- svæðinu. Sagði fógeti að engin tilraun hefði verið gerð til blómasölu þar fyrri hluta dags- ins. Á tiunda tímanum um kvöldið varð lögTeglan þess hins vegar vör að Þórður var farinn að selja blóm Sagði fógeti að hann hefði ekki fengið fregnir af því fjrrr en undir tíu og hefði hann talið of seint að fara að gcra ráð- stafanir til þess að loka skál- anum, en hins vegar hefði lögreglan aflað sönnunar- gagna, m.a. tekið myndir. Þjóðviljinn innti fógeta eftir blómasölu Þórðar í Nesti, en hann kvað það vera mál er ekki kæmi sér við. Iþrótfir Framhald af 5. síðu. Samúel markvörður ver vel milli stanganna, en hefur slæm úthlaup og skilar afleit- lega frá sér bolta. I liði Akumesinga var Helgi Daníelsson bezti leikmaðurinn, en hann kom lítið æfður inn á fyrir Jón Inga sem mun hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Fram. Jón Leós- son sýndi góðan leik og Krist- inn og Ríkharður. Halldór Sigurbjörnsson lék nú með og sýndi margt laglegt, en skortir úthald. Dómari var Carl Bergmann. Ahorfendur voru mjög marg- ir eins og áður þegar leikið er á Akureyri, og munu hafa verið um 2000 manns. I Pl Ói ri sl B\ k n1 a \n sl iei í m i Prentsmiðja Þjóðviljans GULLFOSS Brottför m/s Gullfoss frá Reykjavík, sem á- ætluð var laugardaginn 12. júní, verður flýtt til fimmtudagsins 10. júní kl. 22.00, hafi boðuðu verkfalli eigi verið aflýst fyrir þann tfma. — Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 21. Farþegar með skipinu í þessari ferð eru sér- staklega beðnir að hafa þessa breytingu á brottfarartíma í huga. H/F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Kl aoDarstíg lb DragiÓ ekki að stilla bílinn ■ MÓTORSTILLINGAR ■ HJÓLASTILLINGAR Skipíum urri kerti og platínur o.fl. Bílaskoðun Skúlagötu 32, sím{ 13-100. Vinnuvélar til leigu Leigjum út Iitlar rafknún- ar steypuhrærivélar. Enn- fremur rafknúna grjót- og múrhamra með borum og fleygum LEIGAN S.F. Sími: 23480. T I L S Ö L U: 3 herb. íbúðir í Reykjavik, Kópavogi og Seltjamar- nesi. — Lægsta útb. kr. 250 þús. í Kópavogl eru m.a. 3 herb ibúðir f smíðum. Eiftt herherod. eld- hús oo- hað. Verð kr 2SO bús. Ctb. bús. Stór 4 herb. íbúð á fjórðu hæð við Eskihlíð Hita- veita. — Mikið og fagurt útsýni. íbúðarherbergj I kjallara fylgir. — Góð íbúð á góðum stað. 3 herb. íbúðarhæð i sænsku timburhúsi Stærð tæpir 100 ferm. Stórt herbergi í risi fylgir. Tvöfalt gler. Stór Ióð — Bílskúrsréttur. Útborgunarskilmálar mjög þægilegir. Fasteicmasalan Hi>* ý e:;*n;r BANKASTRÆTI 6 — Símar 16637 og 18828 Heimasímar 40863 ogt22790 KtiiQllar ódýrir og fallegir- Sparið peningana, — sparið ekki sporin. Kiörorðið er: Allt fyrir viðskintavininn. VERZLUN GUÐNÝJAR Grettisgötu 45

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.