Þjóðviljinn - 09.06.1965, Blaðsíða 10
|0 SfÐA
ÞJðÐVILIINN
Miðvikudagur 9. júnl 1965
KASTALINN
2
EFTIR HARRY
HERVEY
einhver heiðin velsæld; eða þá
að hægt var að opna gluggann,
hvíla hökuna á karminum og
horfa út yfir höfnina eða götuna.
Letileg ró hafnarinnar breidd-
ist um alla borgina, en götur
hennar báru keim af 'Afríku og
einnig Indlandi og Spáni. En
fyrst og fremst var borgin þó —
á yfirborðinu að minnsti kosti
— frönsk, með gangstéttarveit-
ingahúsum stnum, skiltum og
auglýsingum um tímarit og fyrir-
tæki; einbýlishúsunum í út-
hverfunum, þar sem gamlar
kreóla-fjölskyldur bjuggu — og
frönskum embættismönnum og
viðskiptamönnum. Á komumann
verkaði þetta eins og notaleg,
sfbreytileg blanda.
Or baðherbergisglugganum
mátti sjá stórbyggingu sem stóð
á vestari hæðinni og setti svip
sinn á alla borgina og gekk und-
ir nafninu Kastalinn og var eft-
irlíking minnkuð að vísu, af
kastala Kristófers konungs á
Haiti. Bygging þessi hafði verið
reist — það' var mér að minnsta
kosti sagt — af forríkum svert-
Smurt brauð
Snittur
við Óðinstorg.
Sími 20-4-90
HÁRGREIÐSLÁN
Hargreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18 III hæð (lyfta).
SÍMI: 24-6-16
P E R M A
Garðsenda 21 - SÍMI: 33-9-68
— Hárgreiðslu- og snyrtistofa.
D Ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN — Tjam-
argötu 10, Vonarstrætismegin
— SÍMI: 14-6-62.
Hárgreiðslustofa
Austurbæjar
María Guðmundsdóttir, Lauga-
vegj 13 - SÍMI 14-6-56. —
NUDDSTOFAN er á sama stað.
ingja, sem Kristófer hafði rekið
í útlegð, og leitað hafði hælis
undan ofsóknum hans á San
Liguori og látið þar reisa sitt
einka borgarvirki, þar sem hann
hafðist við i stöðugum ótta við
ímyndaðar árásir. Loks tapaði
hann sér alveg og ákvað að
svipta sig lífi með því að skjóta
sjálfan sig með gullkúlu; en á
leiðinni upp í tuminn þar sem
hann ætlaði að framkvæma þessa
athöfn, datt hann í stiganum og
hálsbrotnaði.
1 mörg ár á eftir var kastalinn
mannlaus, og auðvitað sagði al-
mannarómur að hinn svarti eig-
andi gengi aftur í honum; síðan
keypti hann kaþólsk munkareg'a,
sem lét ekki sögusagnimar á sig
fá, heldur hreifst af hinu fagra
bæjarstæði hátt yfir borginni og
gerði þar klaustur. Að vísu varð
dvöl munkanna ekki langvar-
andi þama. Faraldur sjálfs-
morða meðal reglubræðra — þó
ekki vegna óheilnæms andrúms-
lofts á staðnum, héldur sem af-
leiðing ýmissa innri málefna
sem aldrei urðu opinber —
varð til þess að ábótinn tók til
sinna ráða og sótti um það til
biskupsins í San Liguori að
munkamir yrðu fluttir á hvers-
dagslegri stað; og biskupinn sem
var ekki sérlega hrifinn af þeirri
athygli sem málið hafði valdið,
flýtti sér að verða við óskum
,hans.
Eftir þetta stóð kastalinn auð-
ur, unz auðugur ferðalangur
hreifst af legu hans, keypti stað-
inn af kirkjunni og fluttist inn
í hin stóm salarkynni með hús-
gögn sín og aðrar eigur. Og
samstundis fóra slúðursögur og
hinar fáránlegustu sögusagnir
um nýja eigandann að berast um
borg'na.
Kastalinn varpaði vissum mið-
aldablæ yfir San Liguori. Hriúft
útlit hans var i einkennilegu, en
viðfelldnu ósamræmi við á-
hyggjulausan svip borgarinnar.
pað minnti mann á að und'r
latnesku yfirborðinu streymdi
dimmt blóð frá meginlandinu.
sem var jafngamalt og jörðin
sjálf.
Já — ég komst fljótlega að
raun um að San Liguori var
borg sem vert var að kynnast
ögn nánar. Hún var skemmtilega
örvandi án þess þó að vera æs-
andi; hnignun hennar varþokka-
full og aðlaðandi. Borgin var
umburðarlynd, en krafð-st ekki
umburðarlyndis af öðrum, held-
ur leyfði sér þann munað að
vera fullkomlega ánægð með
allt eins og það var. Hvemig
átti sæluástand að haldast —
svo yfirborðslegt sem það hlaut
að virðast í augum raunsærra
og kristilega sinnaðra manna?
Ojæja — ég sagði við sjálfan
mig að það væri ekki hlutverk
mitt að hafa áhyggjur af dyggð-
um hennar eða dyggðaskorti; þvi
að e;ns og þessi eyja höfðu
hundruð annarra eyja synt
dreymandi á höfum heimsins án
sérlega mikilla truflana á ómak-
legum svefni þeirra.
3.
I fyrsta sinn sem ég sá föður
Damon sat hann við eitt af borð-
unum á gangstéttinni fyrir utan
Café des Nations. Sólhjálm'num
var ýtt aftur á hnakkann á
hirðuleysislegan hátt og á hand-
leggnum hékk grænleit regnhlíf.
Hann sat og dreypti á blöndu af
rauðvíni og sódavatni, meðan
hann starði hugsandi yfir torgið
á háa, granna pálmana, sem
minntu á stufkústa sem nota
mætti til að þurrka af stein-
englunum á þaki kirkjunnar.
Faldurinn á hempunni hans var
trosnaður rykugur; annar ilskór-
inn hans var rifinn. En þrátt fyrir
hið rytjulega útlit virtist hann
ekki einu sinni við fyrstu sýn
vera trassi; hann sýndist mikiu
fremur vera niðursokkinn í hugs-
anir sem vora mun þýðingar-
meiri en smámunir eins og
klæðaburður og ytra útlit. Mag-
urt, brúnt andlitið, sem var
skorpið eins og gamalt leður;
fjarrænt blikið I gráum aug-
unum; grannar hendumar með
útstæðum æðunum — allt þetta
bar vott um dásamlega frjátsan
anda, sem fyrirleit hin auvirði-
legu hversdagsvandamál, sem
hinn hluti mannkynsins gerði
sér grillur af.
Hann hlýtur að hafa orðið var
við augnaráð mitt, því að ailt
í einu beindi hann til mín rann-
sakandi augnaráði, brosti og tyfti
sólhjálminum, en síðan tók hann
aftur að dreypa á ólystilegri
blöndunni. Bros hans var bæði
talandi og mjög uppörvandi fyr-
ir mig; það var eins og ég væri
strax gerður að trúnaðarmanni
hans og hann segði með alviturri
og illgimislegri glettni: Við tveir,
við vitum sitt af hverju — er
það ekki svo?
Andartaki síðar — eins og til
að gera myndina enn furðulegri
— lyfti hann upp hempu sinni,
dró smámynt úr vasa sínum og
gekk að rafmagnspíanóinu, sem
stóð rétt fyrir innan dymar. ^Es-
andi Rumba barst út yfir gang-
stéttina. Þetta þótti mér allt svo
skringilegt, að minnstu munaði að
ég skellti upp úr. Hann tók eft-
ir kátínusvipnum á mér og
brosti.
— Það er eins og tónlistin
geri manri að betri manni —
er það ekki? sagði hann vin-
gjamlega. Þegar hann var aftur
kominn að borði sínu hélt hann
áfram — og beindi orðum sínum
til mín:
— Einkum dægurtónlistin. Ég
elska hana. Hún er merki um
heilbrieði. Hún er svo einföld
og blátt áfram — rétt eins og
fólkið sem semur hana.
Svo var eins og hann gleymdi
skjmdilega aftur návist minni
og sökkti sér aftur niður I fjar-
ræna athugun á steinenglunum
á kirkjunni.
Nokkram mínútum síðar -ann
opinn sportbíll framhjá og við
stýrið sat fajleg, sólbrennd kona.
— Þetta var frú Quenin, ást-
meý lándstjórans, sagði prestur-
inn lágt og uppúr þurru að því
er virtist.
Ég varð svo hissa, að ég
gat ekki annað en umlað bjána-
lega: Jæja, var það?
Og þá reis hann á fætur og
sagði kurteislega: Leyfist mér?
og færði sig yfir að borði rriínu
til að geta hald;ð samræðunum
áfram við notalegri skilyrði.
— Hún er frá Martinique,
sagði hann mér og bætti við
glottandi: Hún lítur út eins og
ósvikin Parísardama, er bað
ekki? .. en ef þér sæjuð aftan
á hálsinn á henni .... jæja, en
það er ekki vert að baknaga
dömu, eða hvað .... Sjá'ð þér
til, hélt hann áfram. Það era
mjög flókin ættartengsl milli
madame Quenin og þessarar eyj-
ar. Flestir myndu sjálfsagt á-
líta San Liguori franska — eða
kreólska að minnsta kosti — eft-
ir öllu að dæma, allt frá skart-
gripaverzlununum til klukku-
spilsins í dómkirkjunni. En bíðið
hægur, vinur minn — eftir and-
artak fáið þér að heyra. í þessu
klukkuspili. Það er svertingi sem
stjórnar því. Og það er iafn-
heiðið í hljómi sínum og afr-
ískur stríðssöngur.
Stór einkabíll ók framhjá —
flautandi.
— Hans hátign landstjórinn,
tilkynnti hinn ræðni kunningi
minn. Það var dálítill ánægju-
hreimur í rödd hans, rétt eins og
þessi staðreynd væri honum
mjög að skapi. Býsna háttvis
náungi, finnst yður ekki? Gefur
henni virðingarvert forskot upp
á fimm mínútur, áður en hann
eltir hana heim til hennar. Hann
hló. 1 hvert skipti sem hann er
hjá henni nætursakir, segir hann
konunni sinni að hann nafi
heimsótt greifann og farið í
rómverskt bað hjá honum. Þetta
kemur mjög slæmu orði á greif-
ann: Fólk heldur að hann haldi
æðislegar svallveizlur.
— Hvaða greifi? spurði ég.
— Girghiz greifi, svaraði hann,
rétt eins og það væri nægar
uj plýsingar.
Allt í einu leit hann aftur á
mig þessu rannsakandi augna-
ráði, sem var svo þrangið glað-
hlakkalegri stríðni.
— Jú — þér erað einn af okk-
ur, ályktaði hann og bætti við
án frekari skýringa: Þér megið
til með að hitta greifann.
— Mér væri það mikil á-
nægja, sagði ég án þess að vita
hvers vegna.
Bæði glösin okkar voru fóm.
svo að ég pantaði í þau aftur.
— Þér erað nýkominn hingað?
sagði hann. Já, mér datt það í
hug. Gætið þess umfram allt að
lenda ekki í höndunum á bess-
um leiðsögumönnum sem bjóðast
til að sýna fólki bæinn — peir
sýna ekki annað en kirkjurnar
og hóruhúsin — og það er ekki
annað en peningasóun að borga
fyrir þess háttar. Auk þess er
hreint ekkert að sjá, eða réttara
sagt, ekkert sem leiðsögumaður
getur sýnt yður. Ef þér hafið í
rauninni áhuga á að kynnast San
Liguori — og það er þess virði,
vinur minn — þá ættuð þér að
hlíta syndugri leiðsögn villuráf-
andi sauðar — eins og til dæmis
minni, eða — og það kom
spotzkur glampi í augu hans —
eða greifans.
— Segið mér eitthvað um
þennan greifa, sagði ég.
Hann baðaði út handleggjun-
um, svo að regnhlífin datt í göt-
una og hann lét hana liggja.
Hvemig' gæti nokkur lýst slíku
fyrirbrigði? Nei — þér verðið
sjálfur að hitta hann.
— Mér væri það mikil ánægja,
endurtók ég; forvitni mín fór
vaxandi.
— Það kemur, það kemur, lof-
aði hann.
Drykkjarföngin komu. En fað-
ir Damon — þvf að þannig hafði
hann kynnt sig — sem aftur var
orðin viðutan, sprautaði sóda-
vatninu niður í rauðvínið með
slíku afli að glasið hans fyllt-
ist af Ijósrauðri froðu. Hann
virtist alls ekki taka eftir bví,
heldur bar glasið að vöram sér
þar sem það skildi eftir rauð-
bleika froðuslettu.
— Þér erað Bandaríkjamaður,
er ekki svo? spurði hann allt í
einu. Ég var einu sinn i Banda-
ríkjunum. I Kalifomíu. Þar
hitti ég sérstaklega skemmtilega
systur .... ég man ekki lengur
hvort hún var úr hákirkjunni
eða kaþólsk .... jæja, það skipt-
ir engu máli heldur. Hún var
ekki nunna, svona tæknilega séð
— ef þér skiljið hvað ég á við.
En hún bar enn reglubúninginn
sinn. Hún var þrjózk að eðlis-
fari; svona álíka og ég. Söfnuður
hennar, sem var eintómir auð-
kýfingar, elskaði hana. Hún var
meistari í að segja dásamlega
tvíræðar sögur.
Ég fór að skilja. Hann stundi
— ekki af dapurleik, heldur bar
stunan vott um óblandna viður-
kenningu. Eitthvað sem minnt
gat á heimþrá brá fegrandi blæ
yfir andlitssvip hans. Ég var stór-
hrifinn. Mig langaði mest til að
segja: Segið mér meira um sjálf-
an yður. í staðinn sagði ég: Seg-
CQN5UL COKUNA
bflaleiga
magnúsar
skipholil 21
sfmar: 21190-21185
*J£aukur ^u&mundóAOK
HEIMASÍMI 21037
SKOTTA
z-v?
© King Featurea Synáicate, Ine., 1964. V/orld lighta reservcÆ
Apdartak, Siggi. Pabbi varð á milli mín og símans, þegar hann
hringdi, og . . . !
______________t
FARGJALD 0
GREITT SÍÐAR&fc
Bmmörk- ^
I
9. 7. 1965. 14 daga ferð.
Verð kr. 15.500.00.
Fararstjór!. Geshir Þorg'rímsson.
Ferð þessi er ákaflega fjölbreytt í sniðum, heim- /Z
sóttar margar stórborgir, fsrðazt um öræfi Tékkó- ^
slóvakíu. Allt innifalið í ferðinni m,a. miðar á
íþróttahátíðina. Ferðaáætlun: •
26. júní: Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið
28. júní: Flogið til Prag og dvalið þar til
29. júní: Farið í tveggja daga ferð tm Bæheim,
Karlovy Vary, Maxlianske Lazne, Pilsen,
Karlstejn kastala.
1. júlí: Skoðuð Prag, en eftir hádegi verið á
Spartakiade-íþróttahátíðinni í Prag og
sömuleiðis næsta dag.
3. júlí: Farið í 5 daga ferð til Suður-Bæheims,
Moraviu og Háu Tatra. M.a komið í
Bmo, Gottwaldow, Tabor o. fl.
8. júlí: Lagt af stað til Amsterdam með við-
komu í Frankfurt am Main, og stoppað
þar í sólarhring.
9. júlí: Farið til íslands með flugvél Loftleiða.
Þátttaka mjög fakmörkuð tilkynnist sem fýrst.
26. 6.
| Tékkóslóvakíti-Holland
Vs/ss,.
í
LAN DSid N ^
RÐASKRIFSTOFA
Skólavörðustíg 16, II. haeð
j
I
Ítl7
0L
Hvab annab?
Aubvitab Perlu
EFNAVERKSMIOJAN